Pressan - 04.03.1993, Blaðsíða 13
SKOÐANIR
Fimmtudagurinn 4. mars 1993
PHtSSAM 7 3
HVERSVEGNA
FJÖLMIÐLAR
Þarfþrjá
bankastjóra í
Seðlabankann?
YNGVI ÖRN KRISTINSSON FORSTÖÐUMAÐUR SVARAR
„Enjafnvel þótt um
sé að rœða ósjálf-
stœðan seðlabanka
eru þau rök sem
*y 1 fcerð erufyrir þrí-
1 skipaðri banka-
stjórn ekki hafinyfir
gagnrýni. Með
þremur bankastjór-
um nœst ekki að
endurspegla helstu
strauma eðaflokka
sem fyrirfinnast á
Alþingi. “
Hvítvoðungar
eða vafasamir bissnessmenn
„Ég hefálltaftrúað því að þráttfyrir
gott innrœtifólks oghlýhug til mann-
kynsins alls þá standi því mismikið á
sama umfólk. Því er annt um hagsinna
nánustu ogforvitið um hagþeirra sem
það þekkir — og líka þeirra sem því
finnst aðþað þekkiþóttþað hafi kannski
aldrei séðþá nema í sjónvarpinu, uppi á
sviði eða kannski ípredikunarstólnum.“
Frá stofnun hefur Seðlabanka
íslands verið stýrt af þremur
seðlabankastjórum. Allir eru
þeir skipaðir af ráðherra og
mynda fjölskipað stjórnvald,
þ.e. ákvarðanir eru teknar af
meirihluta bankastjórnarinnar.
Bankastjórnin kýs sér formann
til þriggja ára í senn en engin
frekari ákvæði eru í núgildandi
lögum um verkefni formanns
bankastjórnarinnar.
Þau rök sem helst eru færð
fyrir þessari skipan eru þau að
starfsemi seðlabankans, sem er
veigamikill hluti efnahagsstjórn-
arinnar í landinu, sé það pólit-
ískt viðkvæm að nauðsynlegt og
eðlilegt sé að bankastjórarnir
séu þrír til að tryggja eðlilegt til-
lit til helstu stjórnmálaaflanna í
landinu. Að auki hafa heyrst þau
rök að í þremur bankastjórum
sé fólgin ákveðin trygging gegn
mannlegum mistökum.
Eigi að síður hefur þriggja
bankastjóra kerfíð veigamikla
galla og í raun má segja að það
henti fyrst og ffemst ósjálfstæð-
um seðlabanka þar sem vald til
stjórnunar peningamála liggur í
meginatriðum hjá ríkisstjórn-
inni. Þannig hefur það líka verið
hér á landi undanfarna þrjá ára-
tugi. En jafnvel þótt um sé að
ræða ósjálfstæðan seðlabanka
eru þau rök sem færð eru fyrir
þrískipaðri bankastjórn ekki
hafin yfir gagnrýni. Með þremur
bankastjórum næst ekki að end-
urspegla helstu strauma eða
flokka sem fyrirfinnast á Al-
þingi. Færa má rök fyrir því að
lýðræðislegra væri að bankaráð
seðlabankans, sem kosið er af
Alþingi, væri fjölmennara og
hefði meira vald til stefhumót-
unar í peningamálum. Þá væri
jafnframt minni þörf á stjórn-
málalegu jafnvægi við skipun í
bankastjórn.
í því frumvarpi sem nú hefur
verið lagt fram á Alþingi er lagt
til að sjálfstæði Seðlabankans
verði aukið og markmið hans
verði gert skýrt og ótvírætt og
bankanum jafnframt gefm yfir-
ráð yfir stjórntækjum sem duga
eiga til að ná þeim markmiðum.
Að þessu fyrirkomulagi gefhu er
engin ástæða til þess að banka-
stjórn bankans sé þrískipuð. í
raun gæti slíkt fyrirkomulag
veikt stöðu bankans þar sem
það varpaði rýrð á sjálfstæði
hans og óháða stöðu hans gagn-
vart stjórnmálaflokkunum.
Þetta sjónarmið er veigamesta
ástæða þess að fara ætti saman
sú breyting að markmið Seðla-
banka séú gerð skýr og sjálf-
stæði hans aukið og það skuli
einungis vera einn seðlabanka-
stjóri. Eðlilegt gæti hins vegar
verið að til mótvægis væri vald
bankaráðsins til eftirlits aukið
en mikilvægt væri að það haml-
aði ekki framkvæmd stefnunnar
í peningamálum.
Önnur rök mæla einnig með
því að hafa einungis einn seðla-
bankastjóra. Breyttar aðstæður í
stjórn peningamála hafa og
munu auka mikilvægi markaðs-
viðskipta bæði á peninga- og
gjaldeyrismarkaði. Þessar að-
stæður kalla á skjótvirka
ákvarðanatöku og kann þá
þriggja bankastjóra kerfið að
reynast of þungt í vöfum. Skil-
virkari stjórnun fengist með ein-
um seðlabankastjóra.
Fyrir nokkrum árum, áður en
ég byrjaði á PRESSUNNI, var
hér í blaðinu dálkur sem hét
Velkomin í heiminn. í honum
voru birtar myndir af hvítvoð-
ungum á fæðingardeildinni og
nöfh foreldranna höfð í mynda-
texta. Þar sem ég er mikill þum-
alputtareglumaður í blaða-
mennsku skildi ég þennan dálk
aldrei. Ég hef alltaf trúað því að
þrátt fyrir gott innræti fólks og
hlýhug til mannkynsins alls þá
standi því mismikið á sama um
fólk. Því er annt um hag sinna
nánustu og forvitið um hag
þeirra sem það þekkir — og líka
þeirra sem því finnst að það
þekki þótt það hafi kannski
aldrei séð þá nema í sjónvarp-
inu, uppi á sviði eða kannski í
predikunarstólnum (þessu síð-
asttalda bætti ég við vegna þess
að það sagði mér einhver að fólk
væri svo forvitið um presta að
leggja hefði þurft prestskosning-
ar af). Það þekkir hins vegar
enginn hvítvoðungana á fæð-
ingardeildinni og því er enginn
forvitinn um hagi þeirra. Þeir
eiga sér enga fortíð. Þeir eru í
orðsins fyllstu merkingu fæddir
ígær.
En kannski misskildi ég dálk-
inn. Ef til vill ber að líta svo á að
stærsta stund í lífi sérhvers
manns sé þegar hann, með að-
stoð annars, getur af sér nýjan
einstakling. í allri neikvæðninni
í fjölmiðlum gæti það verið á við
frískandi gust að sjá þessi litlu
kríli. Ég veit ekki. Mér þykir
gaman á jólunum en mér leiðist
að lesa um þau. Mér þykir gam-
an að taka upp pakka en ég les
ekki jólagjafahandbækur. Þann-
ig er um margt það gleðilegasta í
lífinu; það er gaman að gera það
en hundleiðinlegt að hlusta á
aðra lýsa því. Ég get til dæmis
aldrei lifað mig inn í frásagnir
fólks af draumum sínum. Og
enn síður gat ég lifað mig inn í
endalausar kvennafarssögur
skipsfélaga míns á vertíð á Hell-
issandi fyrir mörgum árum.
Og þetta á í raun við margt
annað. Þótt eitthvert málið
snerti marga, vel eða illa, þá er
ekki þar með sagt að það sé gott
blaðaefni. Flestir keyra bíl en
enginn hefur áhuga á umferð -
ekki nema þeir sem fá borgað
fyrir það. Allir tala um veðrið
þegar þeir vilja bregða fyrir sig
kurteisi. Veður getur orðið að
sæmilegri sjónvarpsfrétt ef það
er nógu vont en það er alltaf
vont blaðaefni — nema þegar
það gott í laugunum. Margir
kaupa sér hús en fáir hafa áhuga
á fasteignamarkaðinum. Og svo
frameftir götunum.
En svo ég haldi áfram að tala
um dálkinn með litlu börnun-
um, þá sá ég eitt jákvætt við
hann. Með því að birta mynd-
irnar af hvítvoðungunum gafst
fólki tækifæri á að fæðast í
PRESSUNNI, — sama fólki og
fær síðar að deyja í minningar-
greinum Moggans.
Samt hættum við að birta
þessar myndir og notuðum
plássið í annað. Nú fæðist fólk
ekki lengur í PRESSUNNI.
Hins vegar hafa rnargir
spútnikkar úr atvinnulífinu,
sem hampað hefur verið á við-
skiptasíðum Moggans, misst
flugið á síðum PRESSUNNAR.
Svona er lífið. Stundum tekur
maður ekki notalegri kostinn af
því að manni tekst að ljúga því
að sjálfum sér að annar sé rétt-
ari.
Gunnar Smári Egilsson
STJÓRNMÁL og fjölmiðlar
Heimsmynd — nýtt Þjóðlíf
Fyrir nokkrum misserum
geispaði golunni tímaritið Þjóð-
líf, sem hafði næstu ár á undan
verið eitthvert jafhleiðinlegasta
tímarit landsins, málgagn öf-
undar og ólundar. Nú er kom-
inn til sögunnar arftaki Þjóðlífs.
Hann er Heimsmynd, tímarit
undir ritstjórn og í eigu Herdís-
ar Þorgeirsdóttur, gamals læri-
sveins þeirra Ólafs Grímssonar
og Svans Kristjánssonar í Há-
skóla íslands.
Herdís skrifar sömu grein í
hvert einasta hefti, — um það,
að ísland sé spillt og valdhaf-
arnir vondir (væntanlega vegna
þess, að þeir vilja ekki veita
henni nógu „opinská" viðtöl).
Annar fastur liður er í hverju
hefti: Sóðakjafturinn örnólfur
Árnason reynir þar að rægja
Davíð Oddsson forsætisráð-
herra og Hörð Sigurgestsson
forstjóra, en allar öfundsjúkar
smásálir á íslandi virðast geta
sameinast gegn þessum tveim-
ur mönnum (ásamt Jóhannesi
Nordal seðlabankastjóra).
í síðasta tölublaði fékk Her-
dís ungan félagshyggjumann,
Má Jónsson, til þess að lýsa
nokkuð Bandaríkjunum. Már
þessi varð sér rækilega til
skammar í hinu svonetnda
Tangen-hneyksli í hljóðvarpinu
10. nóvember 1987. Þá talaði
hann sem „sérffæðingur“ í sér-
stökum umræðuþætti um hug-
aróra norsks róttæklings, Dags
Tangens að nafni, um tengsl
eins forystumanns Alþýðu-
flokksins við bandarísku leyni-
þjónustuna. Varð fréttastofa
hljóðvarpsins síðar að bera allar
fféttir sínar um það mál til baka
og biðjast afsökunar.
Nú skrifar Már langt mál í
Heimsmynd um það, að allt
hafi farið í kaldakol í Bandaríkj-
unum á dögum Reagans og
Bush. Ég er að vísu enginn að-
dáandi Bush, sem vék frá stefnu
Reagans í mörgum málum. Ég
hef hins vegar sannfærst um
það, eftir nokkra rannsókn, að
íslenskir fjölmiðlar hafa alls
ekki greint nákvæmlega frá
þeim arfi, sem Reagan skildi
eftir sig.
Már Jónsson segir til dæmis,
að stór hluti Bandaríkjamanna
sé í vítahring fátæktar. Sann-
leikurinn er hins vegar sá, að
tekjur fátækasta fimmtungs
Bandaríkjamanna bötnuðu
talsvert í forsetatíð Reagans.
Meðaltekjur þessa hóps jukust
úr 6.836 dölum á ári í 7.372 dali
á tímabilinu 1980-1989. Á
sama tíma streymdu milljónir
fátækra innflytjenda (líklega
hátt í tíu milljónir) til landsins
og lækkuðu meðaltalið, svo að
kjör annarra í þessum fátæka
hópi bötnuðu enn meira en
þessar tölur segja.
Hreyfanleiki er líka mikill á
milli tekjuhópa í Bandaríkjun-
um. Samkvæmt skýrslu frá
bandaríska fjármálaráðuneyt-
inu voru aðeins 14,2% þeirra,
sem voru í fátækasta fimmt-
ungnum árið 1979, enn staddir
þar árið 1988. Hins vegar voru
14,7% þeirra, sem voru í fátæk-
asta fimmtungnum árið 1979,
þá komnir upp í ríkasta fimmt-
ung Bandaríkjanna. Meiri líkur
voru með öðrum orðum á að
finna fólk úr fátækasta hluta
„Herdís skrifar sömu grein í
hvert einasta hefti, — um það,
að ísland sé spillt og valdhafarn-
ir vondir (vœntanlega vegna
þess, að þeir vilja ekki veita
henni nógu „opinská“ viðtöl).
Annarfastur liður er í hverju
hefti: Sóðakjafturinn Örnólfur
Árnason reynirþar að rœgja
Davíð Oddsson forsœtisráðherra
ogHörð Sigurgestssonforstjóra,
en allar öfundsjúkar smásálir á
íslandi virðast geta sameinast
gegn þessum tveimur mönnum. “
bandarísku þjóðarinnar í hópi
tekjuhæstu einstaklinganna eft-
ir tíu ár en í hópi hinna fátæk-
ustu.
Ég mun bráðlega gera annars
staðar nánari grein fyrir nokkr-
um mikilvægustu staðreyndum
um bandarískt þjóðlíf á valda-
tíma Reagans. En hið nýja Þjóð-
líf, Heimsmynd Herdísar Þor-
geirsdóttur, mun vafalaust
halda um stund áffam ólundar-
göngu sinni, uns það hlýtur
sömu örlög og gamla Þjóðlíf.
Höfundur er dósent i stjórnmála-
fræði i Félagsvisindadeild Há-
skóla Islands.
Á UPPLEIB f
Haukur Halldórsson
Það er í raun fyndið að
það skuli líta svo út sem
fíann hafi orðið fyrstur til
að uppgötva að félags-
kerfi landbúnaðarins er
dýrt, flókið og svifaseint.
ÞorbergurAðalsteinsson
Alveg fram að heims-
meistarakeppninni, eftir
það getur brugðið til
beggja vona.
Eini maðurinn á landinu
sem getur enn varið
stefnu krata afsannfær-
ingu.
Á NIBURLEIO
i
ÖGMUNDUR Jónasson
Það er í raun ótrúlegt að
honum skuli detta í hug
að nú verði hægt að
semja um eitthvað fyrir
BSRB. Á meðan verðayfir-
lýsingar hans sífellt óskilj-
anlegri.
SverrirHermannsson
Er þegar búinn að viður-
kenna að hann tapaði á
kaupunum á Samskipum
þó að ekki séu nema
nokkrir mánuðir síðan
Landsbankinn keypti
sjoppuna.
SteinnÁrmannMagnús-
SON
Söngvakeppnin varekki
góð fyrir ímyndina. Böðv-
ar Bragason. Það er
kannski ekki sanngjarnt,
en þegar afbrotum fjölg-
ar hljóta lögreglustjórar
að vera á niðurleið.