Pressan - 04.03.1993, Side 22

Pressan - 04.03.1993, Side 22
MARKAÐSTORG HÉGÓMANS 22 PBCSSAN Fimmtudagurinn 4. mars 1993 PRESSAN er hætt að birta dálk sem hét Vikan framundan. Þar var tilgreint merkisfólk sem átti afmæli í vikunni og ýmsir merkisatburðir fyrri ára og alda sem orðið höfðu í þessari sömu viku. Ástæða þess að dálkurinn var lagður niður var að kvartanir höfðu borist um að menn sem voru ekki sterkir á svellinu nýttu sér þá til fyllerís. Menn sem ekki höfðu neinar afsakanir lengur fyrir drykkjunni fundu sig knúða til að detta í það og O halda upp á að Kenny Dalgli- esh væri orð- inn 42 ára (en hann verður það einmitt í dag). Það er því rétt að hlífa aðstandend- um þeirra við þessum dálki og afleiðing- ■* um hans. Öðr- um, sem vilja nýta sér upp- lýsingarnar sem í honum voru, skal bent á að Morgun- blaðið hefur ^tekið hann upp og birtir á sunnudögum. Og þar sem þessi dálkur er ekki í blaðinu í dag getur ^enginn dottið í það vegna þess að 132 ár eru liðin frá því Abraham Lincoln sór embættiseið sinn. Það er heldur engin ástæða til að halda upp á að 27 ár eru liðin frá því John Lennon sagði að Bítlarnir væru vinsælli en Jesús. Menn geta ^heldur ekki skálað fyrir því að 48 ár eru síðan MacArthur vann fræga orrustu á Manilla. Og enn síður getur það orðið ástæða barferðar að 23 ár eru liðin frá því Pierre Trudeau, þá forsætis- ráðherra Kanada, giftist Margaret Sinclair og skiptir þá engu máli > þótt þau hjónin hafi verið dag- legir gestir í slúðurdálkum heimspressunnar allt frá þeim degi og þar til löngu eftir skilnað. Menn geta heldur ekki verið trúir áhugamáli sínu og fagnað því að 359 ár eru síðan Samuel Cole opnaði fyrstu krána í Boston í Bandaríkjunum. Og enn síður reynt að bregða sagnfræðileg- um blæ á drykkjuna með því að segjast vera að halda upp á að 799 ár eru síðan Saladin, sá frægi herforingi araba, féll í bardaga við krossfarana. Og þótt bíó- myndin um Chaplin sé nú sýnd í Regnbogan- um gefur það ekki til- efni tii há- tíðahalda þótt 18 ár séu frá því að Charlie var aðlaður. Nei. Menn hafa þessar afsa ka nir ekki lengur. Hér eftir sem hi.ngað til verða þeir að d r e k k a vegna þess að konan þeirra skilur þá ekki, vegna þess að þeir njóta ekki sann- mælis (vinn- unni, vegna þess að farið var illa með þá í æsku, vegna þess að kvenfólk lítur undan í hvert sinn sem þeir reyna að horfa í augun á því, vegna þess að skatturinn er hreint að drepa þá, vegna þess að þeir eru einbirni eða úr of stórum systkinahópi, vegna þess að þeir eru innst inni listamenn en fá ekki að njóta sín vegna þess að þeir völdu vitlausa námsbraut í menntó, vegna þess að þeir eru fæddir á fslandi á tuttugustu öld en eru ekki lávarðasynir á Bret- landi á þeirri nítjándu. Það verður því sama gamla sagan hér eftir. Kannski óbreytt form en minna innihald. Að þessu sinni er tvífarinn dálitið langsóttur. (Það eru nú einu sinni 52 vikur íárinu.) Auðvitað er Michael Jackson í raun og veru ekkert líkur Guðrúnu Helgadóttur. Áður en hann fór í allar lýtaaðgerðirnar var hann miklu líkari Eið Guðnasyni. En með aðstoð færustu lækna hefur tekist að ná svip Guðrúnar. Þeir hafa náð stóru augunum, köntuðu hök- unni, háu kinnbeinunum, beina nefinu og hann er meira að segja með álíka snyrtar en samt áberandi augabrúnir. Eini munurinn er að Michael Jackson notar varalit en Guðrún ekki og hann greiðir sér sjaldnar. En þótt Michael hafi náð útliti Guðrúnar nær hann sjálfsagt aldrei innræti hennar. Tvifarar þessarar viku sanna þvi að ekki fara ætið saman útlit og inn- ræti. Þvert á móti sanna þeir að það þýðir ekki að ætla að snúa á móður náttúru. Hvaða íslendingar eru of- metnir? Ég spurði flesta sem ég hitti að þessu á meðan ég var að safna saman nöfnunum hér á opnunni. Einn þeirra svaraði stutt: Lestu símaskrána. Það er náttúrulega einstaklega kvikindislegt að telja afla þjóð- ina eins og hún leggur sig of- metna. Líklega er það þó hreinlegra en að tína út fáeina einstaklinga og stilla þeim upp, eins og ég er að gera. Og það er lfka dálítið satt. íslendingar eru nefhflega svo fáir að það reynir á að vera í sviðsljósinu. Á meðan Laddi New York-borgar getur alltaf sagt nýju og nýju fólki gamla brandarann sinn þarf Laddi Reykjavíkur alltaf að segja sama gamla fólkinu nýja og nýja brandara. íslendingur í sviðsljósinu þarf að taka fleiri spor en kollega hans erlendis. Það er því eðlflegt að nokkur þeirra séu feflspor og sum jafnvel einu eða fleiri skrefum oflangt. En því fer fjarri að það sé eitt- hvert séríslenskt fýrirbrigði að ákveðnir einstaklingar hefjist til metorða eða álits sem þeir standa ekki undir. Það er ekki bara einkenni aflra samfélaga heldur eitt af lögmálum þeirra: Sá sem stendur sig vel í starfi fær betri stöðu alveg þangað til hann endar f starfi sem hann ræður ekki við, sagði Peter Og á sama hátt verður sá sem seg- ir eitthvað gáfúlegt spurður aftur þar til hann hefúr ekkert lengur tfl málanna að leggja en reynir að bjarga andlitinu með einhverju sem hljómar gáfú- lega. En þótt offnatið sé alþjóðlegt hefur offnat okkar á ákveðn- um íslendingum þjóðlegan svip. Þannig viljum við telja Halldór Laxness heimsffægan rithöfúnd þótt hans sé helst getið í útlöndum þegar af- hjúpa þarf hvað sænska aka- demían getur verið mistæk. Á sama hátt viljum við trúa að Vigdís Finnbogadóttir bræði svo hjörtu útlendinga að þeir hlaupi beint út í búð og kaupi íslenskan fisk eða bók. Af þessum sökum munu allir þeir sem gegna ákveðnum stöðum á íslandi eða komast til ein- hverra metorða erlendis verða offnetnir. Sökum sjálfgengni þessa lögmáls er þeim sleppt í upptalningunni hér á síðunni. Það fólk sem lendir í þessu á oft enga sök sjálft. Annarri sanngirni var ekki beitt við þessa samantekt. Enda er þetta svo kvikindislegt efúi að sanngimi fer illa saman við það. Og þótt kjöftugum kunni stundum að ratast satt orð á munn þá segir textinn hér á opnunni ef til vifl meira.um þann sem ritar en það fólk sem hengt er við hann. Það er ítrek- að hér, því þegar ég skrifaði sambærilega grein fýrir nokkr- um árum voru nokkrir sem áttuðu sig ekki á því. Og þar sem minnst er á þá grein. Þá fylgdi með listi yfir fólk sem hafði ekki tekist að verða mik- ilsmetið og enn síður ofmetið þrátt fyrir góðar stöður — það er fólk sem var nánast einskis metið. Það voru þrír á þessum lista. Tveir hafa misst stöður sínar og sá þriðji er í þá mund að hætta. Þar sem ég er hjátrú- arfullur sleppi ég þeim lista að þessu sinni. Gunnar Smári Egilsson SlGMlJNDlJR GIÐBJARNASON FYRRVERANDI HÁSKÓLAREKTOR Sigmundur er án nokkurs vafa góður efnaffæðingur. En hann er dæmi um mann sem lendir skyndilega í sviðsljósinu og tap- ar áttum. Eftir að hann varð há- skólarektor fannst honum að hann þyrfti að hafa skoðanir á ólíklegustu samfélagsmálum. Hann virðist hafa viðrað þær áður en þær mynduðust. Grein- ing hans á vandamálum llðandi stundar er álíka gáfuleg og skoð- anir ungs ff amsóknarmanns á efúaffæði. AÐSTOÐARMAÐUR UTANRlKISRÁÐHERRA Þröstur er einn afþeim vinstri- mönnum sem hafa krækt sér í virðingu með því að þokast til hægri. Eftir fall múrsins þykir þetta svo augljóst merki um greind að menn gleyma hversu vondur verkalýðspólitíkus hann var í Alþýðubandalaginu og Dagsbrún og hversu rækilega hann gerði í buxurnar í KRON. f sjálfú sér er það affek af manni með þennan bakgrunn að kom- ast í þá stöðu að geta sagt þjóð- inni til í sjávarútvegsmálum. Páll SKLLASON HEIMSPEKINGUR Engum fslendingi hefur tekist að búa jafú fátæklegum hugsun- Fol^méð ofmetna ciginleika ÓMAR RAGNARSSON HÚMORINN Húmor Ómars hent- ar fyrst og fremsthúm- orslausu fólki. Þegar hallar sér aftur og slær sérá lær veit það hvenærþaðá að hlæja. ÓLAFURRAGNAR GRÍMSSON HARKAN Hefurorð ásér fyrir að vera grimmurog harður i rök- ræðum en lyppast niður þegar á honum er tekið. PÁLL MAGNÚSSON SMEKKURINN Efsmekkur Páls væri jafn einfaldur og góður og hann vill vera láta hefði honum tekist að ólögulega vaxtarlag. DAVÍÐ ODDSSON FORYSTUHÆFILEIKARNIR Hann virðist eiga einstak- lega bágtmeð að átta sig á hvaða málum 1 hannkemuri gegnum eigin flokk og hverj- um ekki. ALBERT GUÐMUNDSSON HJARTAÐ Eina þekkta dæmið um greiðvikni hans við litla manninn var þegarhann bauð Gvendi jaka til Flórida á kostnað Eimskips og tók um- boðslaun fyrir. um jafú umfangsmikinn og stirðbusalegan búning. Jó\ BALDYIN IIANNIBALSSON UTANRiKISRÁÐHERRA Jón Baldvin er talinn extra gáf- aður vegna hrokans og hvað hann getur talað hratt og lengi. En eins og aðrir hrokafullir menn er hann ekki gáfaður þótt hann geti verið greindur. Á hon- um sannast að menn fá skammtaða dómgreind í öfúgu hlutfalli við sjálfstraustið. Hann dásamar pólitík sem list hins mögulega en tekst samt að koma öllum sínum málum í ómögulegan hnút. Honum er svo annt um sérstöðu sína sem brilljant stjórnmálamanns að hann heldur dauðahaldi í eign- arréttinn á uppáhaldsbaráttu- málunum sínum. Þess vegna mun honum aldrei takast að vinna þeim fylgi. OsKAR GLÐMLNDSSON ÁUTSGJAFI I raun er Óskar hinn fullkomni panelisti. Hann strýkur skeggið á hárréttum tíma til að gefa orð- um sínum dýpri merkingu. Um leið og hann lyftir augabrúnun- um og glennir upp augun er ljóst að hann ætlar að benda á spaugilega hflð sem öðrum er hulin. Þegar hann krossleggur fæturna eru áheyrendur búnir undir dýpri merkingu hvers- dagslegra hluta. Eini gallinn við Óskar er að það sem hann segir er steypa. Hann erþví góður álitsgjafi í sjónvarpi ef skrúfað er niður í talinu. PóRÐLR FRIÐJONSSON FORSTJÓRI ÞJÓÐHAGSSTOFNUNAR Þórður er svo ljúfúr og svo illa við að styggja fólk að hann spáði batnandi efúahagsástandi næsta haust fýrstu fimm ár yfirstand- andi kreppu og hafði að sjálf- sögðu rangt fýrir sér í öll skiptin. Löngunin til að láta öðrum líka vel við sig gerir hann ónothæfan til að gefa ríkisstjórninni ráð. Þeir fá aðeins að heyra það sem þeir vilja helst. Þrátt fýrir mis- tækt mat á stöðu efúahagsmála er Þórður fastagestur í hverjum fréttatíma. í raun er löngu tíma- bært að hann hljóti svipaðan sess og veðurfr æðingarnir. Spárnar hans eru að minnsta kosti síst skárri. Glðrln AGNARSDOTTIR LÆKNIR OG FYRRUM ÞINGKONA Varð einskonar Grand Old Lady Kvennalistans eftir að hún burstaði skoðanakönnun um svo mikinn hljómgrunn með þjóðinni að hún hefur síðan ekki gert greinarmun á sínum skoð- unum og almennings. Folk sem er fyrs t og fremst ofmetíð af sjálfu sér ÓLÍNA ÞORVARÐ- ARDÓTTIR BORGARFULLTRÚI Það slær ekki einu sinni á of- matið hjá Ólínu þegar henni er hafnað í stjórn Alþýðuflokks- ins i Reykjavík. Hún réttir sig afmeð því að minnka álit sitt á flokkssystkinunum istað þess að endurmeta sjálfa sig. JÓN SIGURÐSSON VIÐSKIPTA- OG ÐNAÐARRÁÐHERRA Honum hefur tekistað búa til sjálfvirkan lokunarbún- að i eyru allra lands- manna. Það sem hann hefurað segja er álika spennandi og ævintýrið „Úlfur úlfur" væri efaldrei kæmi úlfurinn. ÓLAFURM. JÓHANNESSON FJÖLMIÐLARÝNIR MORGUNBLAÐ5INS Effjölmiðla- fólktæki markáskoð- unum hans yrðiþaðsvo óbærilega lelðlnlegt að Ólafur sjálfur gæti ekki einu sinni eirt undir því. BJARNIDAGUR JÓNS- SON ÚTVARPSMAÐUR _ Þvi hressari sem Bjarni verðurþví óhressari verða áheyrend- urnir. Hann er svo upptekinn af sjálfum sér að hann heyrir ekki hvað viðmælendur hans segja - hvað þá að hann skllji það. ÁRNIJOHNSEN ÞINGMAÐUR Enginn ýtti Árnaúti pólitik. Hann tók það upp hjá sjálfum sér. Þaðer og sjálfursem ofmetur sig.

x

Pressan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.