Pressan - 04.03.1993, Side 24
FAGRA R LISTIR
24 PRESSAN
Fimmtudagurinn 4. mars 7 993
FIMMTUDAGUR
4. MARS
Klassíkin
• Sinfóníuhljómsveit ís-
lands flytur Haydn-tilbrigði
eftir Johannes Brahms, Horn-
konsert eftir Jón Ásgeirsson
og Sinfóníu nr. 6 eftir Dmitri
Sjostakovitsj. Hljómsveitar-
stjóri er Japaninn Takua Yu-
asa. Einleikari er hornleikar-
inn Joseph Ognibene. Há-
skólabíó kl. 20.
• Hátíðartónleikar Gerðu-
bergs haldnir í tilefni tíu ára
afmælis Gerðubergs. Flytj-
endur verða m.a. Anna Júlí-
ana Sveinsdóttir, Bergþór
Pálsson, Ólöf Kolbrún Harðar-
dóttir, Sigrún Hjálmtýsdóttir,
Sigríður Gröndal, Sverrir Guð-
jónsson og Jónas Ingimund-
arson. Gerðubergkl. 20.30.
Leikhúsin
• Húsvörðurinn. Það er
margt gott í þessari sýningu,
en hún er of löng og vantar
hraða. Það mætti skera tutt-
ugu til þrjátíu mínútur af
henni (með ýmsum aðgerð-
um), en fyrst og fremst ætti
að kippa tempóinu í lag, segir
Martin Regal í leikdómi sín-
um. (slenska óperan kl. 20.
• Dansað á haustvöku. Verk
írska leikskáldsins Brians Friel.
Leikstjóri er Guðjón P. Peder-
sen. Leikendur eru Anna
Kristín Arngrímsdóttir, Lilja
Guðrún Þorvaldsdóttir, Ólafía
Hrönn Jónsdóttir, Ragnheiður
Steindórsdóttir, Tinna Gunn-
laugsdóttir, Erlingur Gíslason,
Kristján Franklín Magnús og
Sigurður Skúlason. Þjóðleik-
húsið kl. 20.
Leikhúsin
• Blóðbræður. Væri maður
tilneyddur að segja eitthvað
yrði það líklega að fáum
þeirra sem stóðu að þessari
sýningu virðist hafa þótttil-
takanlega vænt um verkefni
sitt. Það var eins og sýningin
væri gerð meira með höfðinu
en hjartanu, skrifar Lárus Ýmir
Óskarsson í leikdómi. Borgar-
leikhúsið kl. 20.
• Dansað á haustvöku.
Þjóðleikhúsið kl. 20.
• Sardasfurstynjan. Kjartan
Ragnarsson gerir sitt bestá til
að setja upp hressa sýningu,
en jafnvel Kjartan getur lítið
gert við söngvara sem finnst
leiklist aðeins vera uppfylling-
arefni, segir Martin Regal í
leikdómi sínum. íslenska óper-
an kl. 20.
LAUGARDAGU R
6. MARS
Leikhúsin
• Stund gaupunnar. Frum-
sýning á verki eftir Per Olov
Enquist. I þessari sérstæðu
glæpasögu er fjallað um
himnaríki og helvíti, sjálfseyð-
ingarhvöt og guð. Leikstjóri
er Bríet Héðinsdóttir. Leik-
endur eru Ingvar E. Sigurðs-
son, Guðrún Þ. Stephensen
og Lilja Þórisdóttir. Þjóðleik-
húsið, litla svið, kl. 20.
• My fair lady. Stefán Bald-
ursson leikstjóri hefurskilið
nauðsyn góðrar útfærslu vel
og kostar miklu til. Úrvalsfólk
er á hverjum pósti undir
styrkri stjórn Stefáns, segir
Lárus Ýmir Óskarsson í leik-
dómi. Þjóðleikhúsið kl. 20.
• Ronja ræningjadóttir. Það
er mikill styrkur fyrir sýning-
una að svo snjöll leikkona
sem Sigrún Edda skuli geta
leikið hina tólf ára gömlu
Ronju án þess að maður
hugsi út í aldursmuninn, segir
Lárus Ýmir Óskarsson í leik-
dómi. Borgarleikhúsið kl. 14.
• Blóðbræður. Borgarleik-
húsið kl. 20.
• Sardasfurstynjan. íslenska
óperan kl. 20.
• Bensínstöðin. Hinir verð-
andi leikarar stóðu sig vel allir
sem einn og kæri ég mig ekki
um að tíunda einstök afrek
þeirra. Læt mér nægja að
mæla með þessari sýningu
sem einni af gleðistundum
vetrarins í reykvísku leikhúsi,
segir Lárus Ýmir Óskarsson í
leikdómi. Nemendaleikhúsið.
Lindarbœr kl. 20.
• Medúsa. Leikdagskrá,
byggð á verkum Medúsa-
hópsins, sem á rætur að rekja
til byrjunar áttunda áratugar-
ins og starfaði undir merki
súrrealismans. Leikstjórareru
Árni Pétur Guðjónsson og
Rúnar Guðbrandsson. Gerðu-
bergkl. 16.
Klassíkin
• Björk Jónsdóttir & Svana
Víkingsdóttir syngja og leika
á píanó. Flutt verða verk eftir
Þorkel Sigurbjörnsson, Magn-
ús Kristjánsson, Bizet, Chopin,
Brahms og Verdi. Listasafn
Sigurjóns kl. 17.
Klassíkin
• Kammerhljómsveit Akur-
eyrar heldur Vínartónleika.
Stjórnandi er Páll P. Pálsson.
Einsöngvarar eru Jón Þor-
steinsson og Ólöf Kolbrún
Harðardóttir. (þ róttaskemman,
Akureyrikl. 17.
• Minningartónleikar um
dr. Pál ísólfsson ítilefni 100.
ártfðar hans verða haldnir á
Stokkseyri. Á efnisskrá verða
22 sönglög og þrjú píanóverk
eftir dr. Pál. Flytjendur eru
Ingibjörg Marteinsdóttirsópr-
an, Þorgeir J. Andrésson ten-
ór og Lára S. Rafnsdóttir pí-
anó. Stokkseyrarkirkja.
Leikhúsin
• Dýrin í Hálsaskógi. Hlut-
verkaskipan er að því leyti
sérkennileg að Mikki refur
hefði komist tvöfaldur fyrir
inni í Lilla klifurmús, svo vitn-
að sér í leikdóm Lárusar Ýmis
Óskarssonar. Þjóðleikhúsið kl.
14.
• Stund gaupunnar. Þjóð-
leikhúsið, litla svið, kl. 20.
• Hafið. Það er skemmst frá
því að segja að áhorfandans
bíða mikil átökog líka húmor,
skrifaði Lárus Ýmir Óskarsson
í leikdómi. Þjóðleikhúsið kl. 20.
• Ronja ræningjadóttir.
Borgarleikhúsið kl. 14.
• Þrusk. Sýning Leynileik-
hússins samanstendur af
tveimur einræðum og atrið-
um úr leikriti Jóhanns Sigur-
jónssonar Galdra-Lofti. Að
Leynileikhúsinu standa þrír
útskrifaðir leikarar, þau Jó-
hanna Jónas, Vilhjálmur
Hjálmarsson og Ásíds Þór-
hallsdóttir. CaféSólon íslandus
kl. 20.30.
• Húsvörðurinn. Síðasta
sýning. íslenska óperan kl. 20.
• Bensínstöðin. Nemenda-
leikhúsið. Lindarbœrkl. 20.
LEIKHÚS
Leikararnir góðir
en verkið brást
DANSAÐ Á HAUSTVÖKU
EFTIR BRIAN FRIEL
LEIKSTJÓRI: GUÐJÓN PEDERSEN
★
Dansað á haustvöku er hæg-
gengt minningaleikrit, að hluta
til leikið og að hluta til í frásagn-
arformi. Til að byrja með virkar
það sem raunsæisverk, en fljót-
lega kemur í ljós að hér er um að
ræða Ijóðræna túlkun á veru-
leikanum sem þó, að mínu mati,
nær aldrei því plani sem stefnt
er að. Dansinn sjálfur og ýmsar
tilvitnanir í heiðnar helgiathafn-
ir (bæði írskar og afrískar) eru í
raun aukaatriði, notuð til að
skreyta þessa ævisögu og láta
hana líta út fyrir að vera merki-
legri og menningarlegri en hún
er. Við sitjum og fylgjumst með
lífsbaráttu fjölskyldu sögu-
mannsins í rúmlega tvær
klukkustundir, en í lokin er gert
ráð fyrir að renni upp fyrir okk-
ur að það er hvorki atburðarásin
né sýnilegu dansarnir sem hann
vildi leggja áherslu á, heldur ein-
hverskonar seiðandi ímynd af
dansi sem við sjáum ekki. En
þegar sögumaðurinn kom loks-
ins að þessu var það of seint fyr-
ir mig. Ég hafði þá enga löngun
til að endurskoða leikritið frá
þessu sjónarhomi.
Annað vandamál við þetta
leikrit (eins og flest leikrit sem
notast við sögumann) er að
áhorfandinn þarf að horfa á at-
burðarásina og hlusta á frásögn-
ina til skiptis. I flestum tilfellum
truflar sögumaður röð atburða
án þess að bæta miklu við.
Dansað á haustvöku er engin
undantekning. Sögumaðurinn
er að mestu leyti óþarfur og
undir lokin beinlínis tilgerðar-
legur. Það er greinilegt í síðustu
ræðu hans að okkur er ekki
treyst til að skilja boðskap
verksins án aðstoðar hans.
Ég vil taka það skýrt ffam að
leikararnir stóðu sig mjög vel.
Ragnheiður Steindórsdóttir var
sérstaklega eftirminnileg sem
Maggie (sífellt talandi) og Lilja
Guðrún Þorvaldsdóttir ekki síð-
ur áhrifamikil sem Agnes (oftast
hlédræg). Þessi tvö hlutverk eru
það skemmtileg að ég fór að
velta því fýrir mér hvort Brian
Friel hefði ekki upphaflega ætlað
að semja leikrit um aðeins þess-
ar tvær systur, en ekki um dans
eða haustvöku. Sem sagt, það
voru ekki leikararnir sem
brugðust heldur verkið sjálft.
Síðan Dansað á haustvöku
var frumsýnt hef ég rætt við
nokkra sem eru ósammála mér
og sumum þeirra líkaði leikritið
mjög vel, jafnvel á þeim for-
sendum sem mér líkaði það illa.
Þótt það sé kannski smekksat-
riði hvort leikrit af þessu tagi
heillar mann eða ekki hlýtur það
að þýða eitthvað að nokkrir tug-
ir leikhúsgesta fóru út í hléi. Það
er spaugilegt að stórt Marconi-
útvarpstæki (sem er eitt aðal-
tákn verksins) skuli vera á miðju
sviðinu allan tímann vegna þess
að Dansað á haustvöku gæti ver-
ið skemmtilegra sem útvarps-
leikrit. Þar hefði sögumaðurinn
tilgang og þar gæti hlustandinn
ímyndað sér þann ósýnilega
dans sem höfundurinn vildi
leggja svo mikla áherslu á.
„ Við sitjum ogfylgj-
umst með lífsbaráttu
fjölskyldu sögumanns-
ins í rúmlega tvcer
klukkustundir og í lok-
in ergert ráðfyrir að
renni uppfyrir okkur
að það er hvorki at-
burðarásin né sýnilegu
dansarnir sem hann
vildi leggja áherslu á,
heldur einhverskonar
seiðandi ímynd af
dansi sem við sjáum
ekki. “
:
,// ■ £
Vf ,
Guðrún Gísladóttir
„Því miður fáum við
leikarar sjaldnast
tækifæri til að velja
okkur hlutverk,"
segir Guðrún Gísla-
dóttir, engu að síð-
ur ánægð með hlut-
verk sitt í Dauðan-
um og stúlkunni
sem frumsýnt verð-
ur á litla sviði Borg-
arleikhússins 7 7.
mars.
Mannréttinda-
og spennuverk
Guðrún Gísladóttir er ein
þriggja leikara sem fara með
hlutverk í leikritinu Dauðanum
og stúlkunni sem frumsýnt
verður á litla sviði Borgarleik-
hússins 11. mars. Leikritið fjallar
um konu sem var pyntuð á tím-
um herforingjastjórnarinnar í
Chile. Fimmtán árum eftir pynt-
ingarnar er lýst viðbrögðum
hennar er hún nær á vald sitt
manni sem hún telur vera kval-
ara sinn.
Athygli vekur að Guðrún,
sem fer með hlutverk ofan-
greindrar konu, virðist nær ein-
göngu leika í miklum átakaverk-
um, samanber leikritin Ég heiti
ísbjörg - ég er ljón, sem sýnt var
á Smíðaverkstæði Þjóðleikhúss-
ins á síðasta leikári, og Tékov-
leikritin í vetur í Borgarleikhús-
inu.
Velurðu sjálf úr hlutverkum?
„Nei, því miður fáum við leik-
arar sjaldnast tækifæri til að
velja okkur hlutverk. Leikari
getur þó valið sér hlutverk þegar
hann er lausráðinn, en maður
velur ekki annað en það sem
boðið er upp á! Ég er fastráðin í
Borgarleildiúsinu en var í fríi í
fyrra þegar ég lék í fsbjörgu í
Þjóðleikhúsinu."
Reynir hlutverk þitt í Dauð-
anum og stúlkuimi einnig mik-
ið á?
„Já, það gerir það. Leikritið er
í senn mannréttinda- og
spennuverk. Það má segja að
hlutverkið sem ég fer með sé
sterkast í verkinu."
Auk Guðrúnar leika í Dauð-
anum og stúlkunni þeir Valdi-
mar Örn Flygenring og Þor-
steinn Gunnarsson, en leikstjóri
verksins er Páll Baldvin Bald-
vinsson. Höfundur er Chilebú-
inn Ariel Dorfman, sem hingað
til hefur ekki lagt í vana sinn að
skrifa leikrit en vakti engu að
síður mikla athygli fyrir þetta
verk, sem ffumflutt var haustið
1990 og hefur sópað að sér verð-
launum. „Leikritið er mjög gott
og vel skrifað, og að auki hefur
verið mjög gott að vinna með
Páli Baldvini. Undirbúningur
verksins hefur verið hinn
ánægjulegasti."
MYNDLIST
Táknkrot
GUÐJÓN BJARNASON
HAFNARBORG
Fítonskrafturinn leyndi sér
ekki í tveimur síðustu sýning-
um Guðjóns Bjarnasonar á
Kjarvalsstöðum og í Menning-
arstofnun Bandaríkjanna, en
Guðjón hafði verið við nám í
New York og þar þarf að hafa
hátt til að eftir manni sé tekið.
En á sýningunni í Hafnarborg
hefur heldur hægst um, enda
þarf ekki að hafa eins hátt hér
til að ná athygli, nægir oft að
hvísla. Á sýningunni eru verk
unnin á pappír og í járn. Meg-
inverkið er röð hundrað teikn-
inga sem mynda nokkurs kon-
ar „múral“ á einum veggnum. í
hverri mynd eru nokkrar línur
sem líkjast tákni. Teikningarn-
ar eru reyndar einþrykk, því
Guðjón dró fyrst línurnar með
prentbleki, þrykkti síðan papp-
írsörk ofan á, sneri henni við og
lagði yfir, þannig að grillir að-
eins í upprunalegu teikninguna
í gegnum pappírinn undir
þrykkinu. Á gólfinu fyrir ffam-
an myndvegginn eru stórir
járnskúlptúrar sem eru smíð-
aðir eftir teikningunum, úr
sverum ferhyrndum járn-
strendingum. Á samskeytun-
um hefur Guðjón logskorið
urmul lítilla táknkrota sem
svipar til þeirra sem eru á teikn-
ingunum. Járnbútarnir sem til
falla eftir logskurðinn liggja svo
í hrúgu í litlu herbergi inn af
sýningarsalnum og bíða þess að
verða fyrirmyndir að nýjum
teikningum, sem aftur bíða
þess að verða fyrirmyndir enn
annarra skúlptúra. Þannig
hugsar Guðjón sér sýninguna
sem táknræna mynd af hring-
rás sköpunarferlisins, þar sem
saman fara uppbygging og nið-
urbrot, sköpun og eyðing. Þar
með eru ekki öll verk á sýning-
unni upp talin, en þau falla að
heildarsvip sýningarinnar.
Jafnhliða myndlistinni nam
„Hugmynd ogform eiga
enn eftir að smella saman
hjá Guðjóni. í myndlist er
| ekki nóg að hægt sé að
felia hugmynd aðform-
rœnni útfœrslu, hún verð-
úr aðþvinga hanafram.
Hugmynd og útfœrsla
ar verða aðfalla svo
aman að hvoruggeti
á hinnar verið. “
Guðjón byggingarlist og hefur
myndlist hans þar auðugt
forðabúr til að nærast á. Mynd-
tilfmning arkitektsins er ekki
langt undan. Teikningarnar
líkjast brotum af grunnmynd-
um eða uppdráttum af rústum,
enda eru allar línur hornréttar.
Strendingarnir liggja hornrétt
hver við annan í sama plani,
sem gefur skúlptúrunum sér-
kennilegan svip, því þeir eru
eiginlega í tvívídd. Samt hefur
augað ekkert áþreifanlegt til að
leita eftir, formin eru handa-
hófskennd og brotakennd og
virðast ekki búa yfír neinu
leyndarmáli.
Metnaðarfullar hugmyndir
búa að baki en þær ná ekki að
brenna mark sitt á myndimar.
Hugmynd og form eiga enn eft-
ir að smella saman hjá Guðjóni.
I myndlist er ekki nóg að hægt
sé að fella hugmynd að form-
rænni útfærslu, hún verður að
þvinga hana fram. Hugmynd
og útfærsla hennar verða að
falla svo vel saman að hvorug
geti án hinnar verið. Verkin
draga dám af formtilfmningu
og vinnubrögðum abstraktlist-
ar, en hugurinn stendur til ann-
ars. Það er erfitt að átta sig á
hvert ferðinni er heitið enn sem
komið er. En fyrirheitin eru til
staðar.