Pressan


Pressan - 04.03.1993, Qupperneq 25

Pressan - 04.03.1993, Qupperneq 25
Fimmtudagurinn 4. mars 1993 SAMVISKAN & SKÁLDIN PRESSAN 25 Er ekki þörf fyrir Zola? Hvar eru þjóðfélagsgagnrýnendurnir í skáldastétt, umvöndunar- og framfaramennirnir? Af hverju hafa þessir atvinnupennar látið öðrum eftir hina opinberu umræðu? Geta þeir ekki frelsað okkur frá hag- og félagsfræðingunum? „Ég er að hugsa um að halda áfram að skrifa þángaðtil ís- lenskri alþýðu hefur skilist að hún hefur eingan rétt á því að lifa hundalífi, og að fátæktin er glæpur allra glæpa.“ Orðin eru vitaskuld ffá Halldóri Laxness, úr inngangi að grein um þrifn- að, og þau má vel taka sem eins konar stefnuyfirlýsingu skálds sem lítur á sig sem erindreka frelsis og framfara. Laxness heldur áfram: „... í heimi veru- leikans, mannabyggðum, er verksvið vort, og þessu megum vér síst gleyma, hversu ljóðrænir hrifru'ngarmenn sem vér kunn- um að vera þá er vér lítum til fjalla. Vér verðum að hafa hug- fast að kotin og þurrabúðirnar verða ekki mubleraðar með draumum einum, raflýstar með tómum ferskeytlum, né byggðar upp með sögum af skrýtnum köllum og kellíngum eða ættar- tölum.“ Það átti vel við eðli Laxness að ganga beinustu leið inn í hlut- verk hins róttæka þjóðfélags- gagnrýnanda. Thor Vilhjálms- son, höfundur sem hefur mörg einkenni hins ljóðræna hrifn- KOLBRUN BERGÞÓRSDÓTTll ingarmanns, kaus að ganga svipaða braut. I sjónvarpsviðtali sem Hall- dór Guðmundsson átti við Thor fyrir einhverjum árum spurði hann skáldið hvort það hefði ekki verið útbreitt sjónarmið meðal íhaldsmanna á árum kalda stríðsins að rithöfundar ættu að hafa hægt um sig og vera ekki að blanda sér í þjóð- málaumræðu og pólitík. Thor svaraði: „Þeir áttu að vera fínir með sig og heíst ekki taka á neinu. Þeir áttu að hafa hend- urnar lausar í lofti til að kjassa einhver blóm og skoða neglurn- ar á sér og vita hvort þær væru nógu vel snyrtar og þær voru alltaf nógu vel snyrtar.“ En nú heyrast raddir sem segja að þetta fyrrum sjónarmið íhaidsmanna einkenni unga rit- höfunda, þeir hafi breyst í skrautblóm sem helst breiði úr sér þegar líða fer að jólum og sala á bókum þeirra hefst. Þess- ar sömu raddir gefa í skyn, eða segja berum orðum, að þessi kynslóð hafi ekkert að segja um- hverfi sínu og hafi í meginatrið- um brugðist hlutverki sínu. Ól- afur Haukur Símonarson sagði í viðtali fyrir nokkrum árum að svo virtist sem íslenskir rithöf- undar ættu ekki lengur brýnt er- indi við samtíma sinn. Matthías Viðar Sæmundsson hefur gagnrýnt unga rithöfunda einna grimmast og sagt að þeir skrifi skáldsögur sem bæti „engu við rannsókn tilverunnar; þær staðfesta einungis það sem áður hefur verið sagt, það sem allir segja — það sem allir verða að segja vilji þeir láta taka mark á sér“. Hann sakar rithöfunda um að vera úr tengslum við all- an raunveruleika: „... rnegi marka íslenskar skáldsögur seinni ára er lífið lík- ast draumkenndri flauelsvoð." En er komið fyrir ungum ís- lenskum rithöfundum eins og stórum hluta þjóðarinnar, er þeim einfaldlega farið að standa Málið snýst um stöðu höf- undarins. Hún hefur breyst. Á tímum kreppunnar og kalda stríðsins voru höfundar miklu ákveðnari talsmenn markmiða eða þjóðfélagshópa. En það sagði náttúrlega ekki baun um það sem þeir voru að skrifa. Höfundur gat kallað sig mjög róttækan gagnrýnanda en verk hans þurfti ekki endilega að gefa þá gagnrýni til kynna. Ég held að á seinni árum þegar menn hafa farið að koma út úr tímabili „þjóðfélagsraunsæisins“ þá hafi sá skilningur á skáldsögunni aukist að hún fjalli um lífið og tilveruna í heild sinni, það séu yiðfangsefhin. Boðskapur skáld- skaparins, sé hægt að tala um boðskap, hefur allar aldir verið mjög svipaður. Hans svið eru hin mannlegu örlög, ástin, lífið og dauðinn. Vitaskuld eru á öll- um þessum málum þjóðfélags- legir fletir en þegar fram líða stundir verður þjóðfélagsmynd- in í sögunum ekkert meginat- riði. Það sem gerir Sölku Völku svo eftirminnilega er ekki endi- lega lýsingin á frumbýlisárum verkalýðshreyfingarinnar, þeim hefur verið lýst í verkum sem eru löngu gleymd, heldur er það húmorinn og skáldskapurinn. Þetta sýnir á hinn bóginn að frumbýlisár verkalýðshreyfing- arinnar eru kveikjan að merki- legum skáldskap, eins og þjóð- félagsbreytingar og átök eru allt- af. Lífssýn höfunda birtist í verkum þeirra. Hins vegar knýr hinn þjóðfélagslegi raunveruleiki dyra hjá rithöfundum eins og flestum öðrum þjóðfélagshópum. En rithöfundur- inn erorðinn sérhæfðari efsvo má orða það. Efmenn vilja mega þeirsegja að rithöfundar búi í fílabeinsturni. Það að rithöfundur eigi að vera eitthvað ákveðið eða sé skyldugur til að gera eitthvað ákveðið finnst mér í grundvall- aratriðum rangt sjónarmið. Hann er fulltrúi sinnar ritlistar og getur hvorki skotið sér á bak við bindindishreyfmguna né skátahreyfmguna þótt hann glaður vildi. Lífssýn höfunda birtist í verk- um þeirra. Hins vegar knýr hinn þjóðfélagslegi raunveruleiki dyra hjá rithöfundum eins og flestum öðrum þjóðfélagshóp- um. En rithöfundurinn er orð- inn sérhæfðari ef svo má orða það. Ef menn vilja mega þeir segja að rithöfundar búi í fíla- beinstumi. Þaðan horfa þeir yfir slétturnar. Það eru fáir höfundar í dag sem hafa sömu stöðu og t.d. Sartre sem stóð uppi á olíu- tunnunum í götuvígunum í Par- ís ’68. Hins vegar fer engum sög- um af því að skáldskapur Sartre hafi tekið einhverjum díalek- tískum stökkbreytingum fýrir vikið. Þorgeir Þorgeirsson Kannski þeim finnist að eldri höfundar séu búnir að leysa þau mál? Nei annars! Mér kemur í hug hvernig „stjörnukerfið“ í Hollywood- kvikmyndunum varð til. Það byrjaði á því að kvikmynda- framleiðendur tóku sameigin- lega þá djörfii ákvörðun að láta fimmtung (20%) af fhamleiðslu- kostnaði hverrar myndar renna til auglýsinga. Það er líklega fimm sinnum hærra hlutfall en tíðkast í öðrum framleiðslu- greinum. Þá vaknaði spurningin: á sama? Það er nær öruggt að þeir munu neita því. Þeir benda á breytta tíma og fallna hug- myndafræði sem eldri skáld sóttu styrk sinn í en gagnast engum lengur. Hlutverk skálds- ins er í þeirra huga fyrst og fremst að skrifa skáldverk. Það er þar sem skáldið þjónar hlut- verki sínu best. Og skáldinu verður ekki þröngvað inn í fyrir- framskrifaða rullu. Og samfélagsgagnrýnin? Það er hæpið að halda því fram að hún finnist ekki, eða hvað með ísbjörgu eða Islenska drauminn, svo aðeins séu nefndar tvær bækur sem strax koma upp í hugann. Þar minnir lífið ekki á „draumkennda flauelsvoð.“ Og í þeim bókum verður ekki annað greint en hrópuð séu orðin sem svo margir sakna að heyra ekki oftar: „Ég ákæri!“ EmileZola tók upp hanskann fyrir Alfred Dreyfussþegarfranski herinn, almenn- ingur og síðdegispressan sviptu hann cerunni. Zola ákœrði alltfranska valda- batteríið ígrein sinni íl'Aurora. Hvers vegna eru rithöfundar að mestu hættir kraftmikilli gagn- rýni á samfélag sitt og umhverfi? Einar Már Guðmundsson Hvern hluta vörunnar er auð- veldast að auglýsa upp? Og svar- ið var: Leikarinn. Og stjömurnar voru auglýstar upp. Þær hækkuðu í verði frá ári til árs og margfölduðu sölu Hollywood-myndanna í leið- inni. Áður en langt um leið var ein stjarna farin að kosta meir fyrir hverja mynd en gerð 20 kvikmynda hafði áður kostað. En þessi kostnaðarauki borgaði sig því jafnframt hækkaði aug- lýsingaféð, sem var fast hiutfall (20%) af heildarkostnaðinum. Og auglýsingarnar héldu áfram að rúlla fé inn í kassann. Löngu seinna rann það svo upp fýrir mönnum að þessi ofdýrkun á auglýsingaímynd leikarans hafði útrýmt sjálfum tilgangi verksins. Stjarnan þoldi ekkert það efni Stjarnan þoldi ekkertþað efni sem skyggt gat á glans söluímyndarinnar. Og því fórsem fór. Hollywood- myndir urðu að öðru leyti innihaldslausar. Og máttu síst aföllu snerta á neins konar raunsæi eða gagn- rýni. Hvorki um manninn í heild sinni né samfélag hans og lifnaðarhætti í smáatriðum. sem skyggt gat á glans sölu- ímyndarinnar. Og því fór sem fór. Hollywood-myndir urðu að öðru leyti innihaldslausar. Og máttu síst af öllu snerta á neins konar raunsæi eða gagnrýni. Hvorki um manninn í heild sinni né samfélag hans og lifn- aðarhætti í smáatriðum. Fer ekki líka svo um hvert það kerfi sem ofmetur þannig afl auglýsingarinnar? Eins þótt það séu bókaútgefendur sem ákveða að búa til „stjörnur" úr höfund- um sfnum? Það sýnist mér raunar vera að gerast hérognú. LEIKUST Góð auglýsing nýrra leikara ÞRUSK LEIKSTJÓRI: ASDlS ÞÓRHALLSDÓTTIR SÓLON ÍSLANDUS GÓÐ AUGLÝSING •••••••••••••••••••••••••••• Þrusk heitir tveggja manna sýning á Sólon fslandus. Tveir ungir leikarar, Jóhanna Jónas og Vilhjálmur Hjálmarsson, sýna hvað er hægt að gera við gamalt efhi í nýju formi. Ásdís Þórhalls- dóttir er bæði leikstjóri og „textahöfundur,“ þar sem hún endursemur handrit úr ýmsum verkum, t.d. Ríkharði III. og Galdra-Lofti o.fl., og gefur þeim nýjan blæ. Sýningin er í þremur þáttum. Jóhanna tekur fyrsta þáttinn, Vilhjálmur annan, og svo leika þau saman í þeim síð- asta. Það er greinilegt að þessir ungu leikarar hafa upp á mikið að bjóða. Þau hafa bæði mikla reynslu (Jóhanna í Bandaríkj- unum og Vilhjálmur á Eng- landi) og leikstíllinn hjá þeim báðum er mjög sterkur og að- eins öðruvísi en við eigum að I venjast hérlendis. Ég get ekki sagt að ég hafi skilið samhengið á milli þáttanna, en mér fannst | sýningin mjög spennandi. Náttúrlega getur hver sem er I farið á sýninguna og haft gam- an af, en ég vona að einhverjir | leikstjórar fari einnig og ráði JóHANNAJÓNAS þessa tvo leikara í vinnu (sem Martin segir sýningu hennar sennilega var tilgangurmn hja Qg vilhjálms Hjálmarssonar leikhópnum). ^ ágætaauglýsingu fyrirhæfi- Myndlist • Elías Hjörleifsson opnar myndlistarsýningu í Galleríi G-I5 á laugardag. • Medúsu-hópurinn opnar sýningu á verkum sínum í Gerðubergi á laugardag. • Færeysk myndlist verður á sýningu í Norræna húsinu sem opnuð verður á laugar- dag. • William Labey hefur opnað sýningu á vatnslita- myndum í Portinu. Opið alla daga nema þriðjudaga kl. 14-18. • Sigurður Vignir Guð- mundsson sýnir olíumál- verk sín í Galleríi 1 1. Opið alla daga kl. 14-18. • Helena Guttormsdóttir hefur opnað málverkasýn- ingu í Galleríi Úmbru. Opið þriðjudaga til laugardaga kl. 13- 18 ogsunnudaga kl. 14- 18. • Björgvin Björgvinsson opnar málverkasýningu í Portinu, Hafnarfirði, á laug- ardag. Opið alla daga nema þriðjudaga kl. 14-18. • Sigríður Hrafnkelsdóttir sýnir verk sín í neðri sölum Nýlistasafnsins. Verkin eru þrívíð, unnin með blandaðri tækni. Lýkur á sunnudag. Opið daglega kl. 14-18. • Kristrún Gunnarsdóttir sýnir verk sín, stækkaða ramma úr sértilgerðu mynd- bandi, á efri hæðum Nýlista- safnsins. Lýkur á sunnudag. Opið daglega kl. 14-18. • Ásta Ólafsdóttir sýnir þrívíð verk, lágmyndir og innsetningar í Gerðubergi. Opið mánudaga tilfimmtu- daga kl. 10-22 ogföstudaga oglaugardagakl. 13-16. • Guðjón Ketilsson sýnir höggmyndir unnar í tré í gallerí Sólon Islandus. Opið á sama tíma og kaffihúsið. • Inga Elín Kristinsdóttir sýnir margbreytileg gler- listaverk í Galleríi Sævars Karls. Opið á verslunartíma. • Hreinn Friðfinnsson. Yfirlitssýning á verkum hans i Listasafni (slands. Opið alla daga nema mánudaga kl. 12-18. • Ásgrímur Jónsson. Opið um helgar kl. 13.30-16. • Ásmundur Sveinsson. Opið alla daga kl. 10-16. • Samúel Jóhannsson frá Akureyri sýnir málverk og teikningar í Listhúsinu í Laugardal. Opið alla daga kl. 10-18, nema sunnudaga kl. 14-18. • „Hvað náttúran gefur" á Kjarvalsstöðum. Af Islands hálfu eiga Jóhann Eyfells og Gunnar Örn verk á sýning- unni. Lýkur á sunnudag. Op- ið daglega kl. 10-18. •Stefán Hörður Grímsson sýnir Ijóð á Kjarvalsstöðum. Opið daglega kl. 10-18. • Guðrún Einarsdóttir sýnir málverk í austursal Kjarvalsstaða. Lýkur á sunnudag. Opið daglega kl. 10-18. • f Sýningar • Fréttaljósmyndasýning Blaðamannafélags íslands verður opnuð f Listasafni al- þýðu á laugardag. • Höndlað í höfuðstað Saga verslunar í Reykjavík í Borgarhúsi. I

x

Pressan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.