Pressan - 04.03.1993, Page 26

Pressan - 04.03.1993, Page 26
26 PRESSAN PO P P & B í Ó Fimmtudagurinn 4. mars 1993 Tveir ruglaðir Nutty Nut ©Ef þessi mynd hefði orðið örlítið verri væri hún frábær. Elskhuginn The Lover ★★★ Hugljúf saga um ást og losta. Þeir sem fara í bíó til að sjá hin margrómuðu djörfu atriði í H myndinni verða fyrir vonbrigð- um þar sem þau falla svo Ijúf- lega að sögunni að áhorfand- anum finnst þau eðlilegasti hlutur í heimi. Laumuspil Sneakers ★★ Hæg í gang og heldur ómerkileg þeg- ar upp er staðið. En Redford og öllum hans ólíkindatólum tekst að láta áhorfandann gleyma séreftirhlé. Baðdagurinn mikii ★★ Danskur húmor fyrir þá sem hafa smekkfyrir honum. Forboðin spor Strictly Ballroom ★★★ Unglingaástir. Howards End ★★★★ Bók- menntaklassík verður að góðri bíómynd. Karlakórinn Hekla ★ Vond mynd og metnaðarlítil. BÍÓIN HASKOLABIO LAUGARASB IO REGNBOGINN u SAMBIOI N itkitk Pottþétt kkk Ágaétt kk Lala ★ Leiðinlegt ®Ömurlegt Hrakfallabálkurinn Out on a Limb ★ Unglingamynd gerð af fólki sem telur unglinga fífl. Geðklofinn Raising Cain ®Bri- an de Palma er sjálfsagt of- metnasti leikstjóri Hollywood. Hér er hann hrár, óblandaður og óþolandi, nema fyrir þá sem finnstgaman að hnippa í sessu- nautinn, benda á tjaldið og segja með gáfulegu röddinni: Þetta erfrá Hitchcock. Rauði þráðurinn Traces ofRed ★★ Þokkalegur þriller fyrir þá sem vilja horfa á fleiri en einn á viku. Nemo litli ★★★ Falleg teikni- mynd. Beethoven ★★ Chaplin ★★ Myndin sem fékk menn til að spyrja sig hvort Chaplin hefði í raun nokkuð verið fyndinn. Robert Downey jr. tekst þó að halda lífi og eldist vel með rullunni. Svikahrappurinn Man Trouble ★ Frekar ófyndin og ómerkileg mynd. Sumt af því sem Nichol- 7^ son snertir verður að steini. • Síðasti móhíkaninn TheLastof the Mohicans ★★★ Ævintýra- myndfyrirfullorðna. Svikráð Reservoir Dogs ★★★ [ raun er þessi mynd bölvað ógeð, en frábær díalógur og ágætur leikur gera hana að sér- stæðri upplifun. Rithöfundur á ystu nöf Naked Lunch irk-k Geðveikislegt rugl. Ánægja manna með myndina fer síðan eftir því hvaða merk- ingu þeir leggja í lýsingarorðið. Miðjarðarhafið Mediterraneo ★★★ Svokölluð mannleg mynd. Leikmaðurinn The Player ★★★★ Gleði-, spennu- og ádeilumynd. Hljómar illa en gengur Ijómandi vel upp. Tommi og Jenni ★★★ Næst ræmurLínan íbíó. fiódóma Reykjavík ★★★ Góð mynd um álappalega smá- krimma. Prinsessan og durtarnir ★★★ Ævintýri. til dæmis hjá Hemma Gunn. 1492 ★ Önnur mislukkuð Kól- umbusarmynd en þó eilítið skárri en Salkind-myndin. Þökk- um guði fýrir að það eru hundr- að ár í næsta Kólumbusaraf- mæli. Umsátrið Under Siege ★★★ Töffaramynd. Eins konar þjófn- aður á Die Hard. Þrátt fyrir að Steven Seagal eigi allan heiður skilinn stelur Tommy Lee Jones senunni (það gera vondu mennirnir reyndar oftast í svona myndum). Háskaleg kynni Consenting Adults ★★ Þrátt fyrir undirförult samsæri vantar allan neista í myndina. Góði maðurinn er svo góður að hann er leiðinlegur. Casablanca ★★★★ Meistara- verk sem batnar með aldrinum og verður betra og betra því oftar sem maður sér það. Á lausu Singles ★★★ Stálpaðir piltar og stúlkur leita ástar og finna. Afslöppuð mynd; stund- um sniðúg og stundum fýndin. Svo lítið ágeng að hún er nota- leg. Lífvörðurinn The Bodyguard ★ Mislukkuð mynd með myndar- legum leikurum. Farþegi 57 Passenger 57 ★★ Svartur James Bond: Liðugri, harðari en líka auralausari. Glæfraatriðin eru því ekki jafn- glæsileg. Systragervi Sister Act ★★ Whoopy er ósköp fín en nunn- urnarstela senunni. Aleinn heima 2 HomeAlone2- Lost in New York ★★★★ Mynd ársins fyrir aðdáendur dett-á- rassinn-húmors. Fríða og dýrið The Beauty and the Beast ★★★★ Snilldarverk. 3 ninjar ★ Fyrir tilvonandi vandræðaunglinga. STJORNUBIO Drakúla Bram Stoker's Dracula ★ Góð mynd fýrir áhugamenn um búðamikla förðun, búninga og alla framsetningu. Aðrir finna fátt við sitt hæfi, því sjálf sagan er nánast óbærilega leið- inleg. Hjónabandssæla Husbands and Wives ★★★★ Woody Al- len upp á sitt besta — í það minnsta næstbesta. New York- útgáfa af Bergman; laus við leiðindin og snilldarbroddinn. Þrumuhjarta Thunderheart ★★ Nýaldar-spennumynd. Ind- jánadulhyggja og FBI. Heiðursmenn A FewGoodMen ★★★ Gott réttardrama með stólpagóðum leik. Ljótur leikur The Crying Game ★★★★ Kemur jafnvel útlifuð- um bíófríkum á óvart og fær þá til að gleyma sér. Farið á mynd- ina áður en þið áttið ykkur á hvers vegna framleiðendur hennar urðu svona illir út í til- nefningu besta leikara í auka- hlutverki. Losti Body of Evidence ★★ Madonna kennir hvílubrögð. Bíógestir fara bráðum að verða vel kunnugir flestum leyndar- dómum og útúrdúrum kynlífs- ins. Þessi mynd bætir ekki mikl- j> u við þær kyn-spennumyndir sem flætt hafa yfir að undan- förnu. Sagan er klén og í raun væri meira gaman að horfa á Defoe og Madonnu njótast í einhverjum spjallþættinum — Músíktilraunir Tónabæjar Cróska í bílskúrum í einasta krummaskudi Hinar árlegu Músíktilraunir Tónabæjar verða haldnar í ell- efta skipti nú síðar í mánuðin- um. Að sögn Ingólfs Sigurðs- sonar, skipuleggjara tilraun- anna, hefur ásókn í keppnina verið með eindæmum. Síðasti séns til að skrá sig er á morgun og nú þegar hafa yfir sextíu bönd skráð sig til leiks. Það er því augljóst að sjaldan hefur annað eins rokklíf grasserað í bflskúrum landsins og um þess- ar mundir. Síðustu árin hefur dauðarokkið tröllriðið tilraun- unum en nú er sú þunga og harða tónlistarstefna að láta í minnipokann fyrir ögn léttara og melódískara rokki. Svo virð- ist sem grunge-sveitin Nirvana sé bflskúrsböndunum hugleik- in, en margar þeirra vilja kenna sig við grungið. Mörg bönd kenna sig einnig við „nýbylgju" — hvað svo sem það nú þýðir í dag — önnur við þungarokk, og margar sveitir gefa ekki upp aðra skilgreiningu en að þær spili „rokk“. Ekki hefur endanlega verið gengið ffá fyrirkomulagi keppn- innar, en fjögur tilraunakvöld eru fyrirhuguð og verða átta til tíu sveitir á hverju kvöldi, með þrjú til fjögur lög hver. Tilrauna- kvöldin eru 18., 25., og 26. mars, og 1. aprfl. Úrslitakvöldið verður svo 2. apríl. Misveglegir hljóð- verstímar eru í boði fyrir sigur- sveitirnar og einnig verður besti gítarleikari keppninnar verð- launaður með nýjum gítar frá Hljómtækjaverslun Steina. Tilraunirnar hafa löngum verið nánast eina tækifæri rokk- hljómsveita til að koma sér á franifæri. I gegnum árin hafa tónlistaráhugi og ráðandi stefn- ur endurspeglast sterklega í keppninni. Árið 1982 fóru til- raunirnar í gang fýrir frum- kvæði Jóhanns G. Jóhannsson- ar, sem þá starffækti tónlistarfé- lagið SATT. Átján hljómsveitir reyndu þá með sér og sigraði stuðgrúppan DRON (Dans- hljómsveit Reykjavíkur og ná- grennis). Brátt varð um þá sveit, en hana skipaði m.a. hljóm- borðsleikarinn Máni Svavars- son, þá ungur og óreyndur. Sig- ursveitunum hefur gengið mis- Kolrassa krókríð andl vann Músíktil raunir ífyrra. um mánuði verður keppnin haldin í ellefta sinn á tólf ár- um. Hún féll niður vegna verkfalls op- inberra starfs- manna árið 1984. jafnlega að fóta sig eftir á. Einna mest varð úr Greifunum og Stuðkompaníinu, sem sigruðu 1986 og ’87. Þá var „gleðipopp- ið“ allsráðandi í keppninni og reyndar einnig tvö næstu ár, þegar Laglausir og Jójó sigruðu. Þeim sveitum varð þó lítið ágengt. Aðrir sigurvegarar eru kvennapoppbandið Dúkkulís- urnar sem vann 1983, blússveit- in Gypsy sem vann 1985, rokk- bandið Nabblastrengir sem vann 1990, dauðarokksveitin Sororicide sem sigraði 1991 og stelpnarokkbandið Kolrassa krókríðandi sem vann Músíktil- raunir í fyrra. Árið 1984 féll keppnin niður vegna verkfalls opinberra starfsmanna. I ár er athyglisvert hve margar sveitir koma af landsbyggðinnj, — frá nánast hvaða krummá- skuði sem er. Þannig hafa t.d. þrjár sveitir skráð sig frá Nes- kaupstað og tvær úr Hrísey. Um tuttugu og fimm sveitir eru af Stór- Reykjavíkursvæðinu. — Músíktilraunir 1993 verða því álíka mikil lyftistöng fyrir sam- göngur í landinu og fyrir þróun og grósku rokkhljómsveita! Gunnar Hjálmarsson POPP Misgott nýrokk RAGE AGAINSTTHE MACHINE RAGE AGAINSTTHE MACHINE ★★★ THE WEDDING PRESENT HITPARADE2 ★★ JESUS JONES PERVERSE « Nýjasti veðhlaupahestur ný- rokksins á braskbraut milljóna- fyrirtækjanna er bandaríska sveitin Rage against the mac- hine. Þeim drengjum er spáð svipuðum árangri og Nirvana og Red Hot Chili Peppers, enda kannski ekki að undra: tónlist sveitarinnar er eins og gufusoð- GUNNAR HJÁLMARSSON inn réttur úr dósum beggja þessara sveita, að viðbættum slatta af negulnöglum sveitar- innar Ministry. Semsagt: RATM spila gróft pönkfönk, bassinn er framar- lega með hörðum naglahljómi, gítarinn rifinn, trommurnar drífandi og söngvarinn hás og með áhyggjur heimsins á öxlun- um. Hljómsveitin ryðst í gegn- um tíu lög sem mynda harða og „Rage against the machine er spáð svipuðum árangri og Nirvana og Red Hot Chili Peppers, enda kannski ekki að undra: tónlist sveitarinnar er eins og gufusoðinn réttur úr dósum beggja þessara sveita, að viðbættum slatta afneg- ulnöglum sveitarinnar Ministry." KVIKMYNDIR Saga sem hefur hamskipti UÓTUR LEIKUR THE CRYING GAME LEIKSTJÓRI: NEIL JORDAN BlÓBORGINNI ★★★★ Þetta er dálítið sérkennileg mynd. Hún er byssu- og sál- fræðiþriller, ástarsaga og þroskasaga, en samt í raun ekk- ert af þessu og þó allt. Holly- wood hefur verið að reyna að búa til álíka blöndur að undan- förnu og voru þær tilraunir gerðar ódauðlegar í The Player (ástar-science-fiction-spennu- dulhyggju-ævintýra-þjóðfélags- ádeilu-gamanmynd og annað ámóta). Hollywood hefur brugðið á það ráð að láta aðal- persónuna skjóta einhvern, segja brandara og ríða einhverj- um, allt á sömu tveimur mínút- unurn. The Crying Game er heilsteypt saga sem skiptir hins vegar nokkrum sinnum um ham. Þegar líður á myndina hefur áhorfandinn ekki lengur hugmynd um á hvern andskot- ann hann er að horfa. En þar sem hann er þá löngu sokkinn inn í söguna truflar það hann ekki. Aðstandendur The Crying Game eru sjálfsagt þeir einu sem hafa orðið foxillir vegna þess að einn þeirra var tilnefnd- ur til Óskarsverðlauna. Þeir sem séð hafa myndina skilja hvers vegna. I henni er atriði sem fær jafnvel forpokuðustu fordómahrauka til að endur- skoða sjálfa sig. Ef þeir mæta hins vegar í bíóið vitandi hvað bíður þeirra er hætt við að at- riðið missi töframáttinn. Af þessum sökum er ekki hægt að fjölyrða urn söguþráð- inn í The Crying Game. Hann ætti að taka alla á löpp, jafnt þá sem koma í bíóið eins og börn og eins útlifuð bíómyndafrík, sem alin eru upp á klisjufóðri. Fyrir fríkin er myndin eins og tímabær þvottur. Þau fá alvör- una á bak við morðin, ástina og allt hitt sem þau eru vön úr hefðbundnari bíómyndum. The Crying Game hefur nær allt sem venjulegar Hollywood- myndir hafa. Það er matreiðsl- an sem er öðruvísi. I því er snilldin við myndina fólgin. Aðstandendur hennar yrkja snilldarlega á hefð- „Þótt aðstand- endur myndar- innar séu að segja mikilvœga sögu og marg- rœða gleyma þeir aldrei að það er einhver að hlusta. Þeir eru engar Kristínar Jóhannesdœtur. “ bundnu formi afþreyingar- myndarinnar og leyfa sér hvergi uppskafna artí-smartí- stæla. Þótt þeir séu að segja mikilvæga sögu og margræða gleyma þeir aldrei að það er einhver að hlusta. Þeir eru eng- ar Kristínar Jóhannesdætur. Gunnar Smári Egilsson kraftmikla heild, þótt hún sé kannski ekki neitt sérlega frum- leg eða bundin persónulegum einkennum. Þótt hljómsveitin standi áhrifavöldunum nokkuð að baki er skemmtanagildi tón- listarinnar ótvírætt. Áhrifin eru alltaf uppveðrandi og það borg- ar sig að spila þessa plötu í botni, jafnvel þótt nágrannarnir verði með röfl. Tími ensku sveitarinnar The Wedding Present er liðinn. Þeir voru gæludýr ensku músík- pressunnar í nokkurn tíma, en sú mislukkaða pressa beinir smjaðrinu í aðrar áttir núorðið. „Brúðkaupsgjöfinni" datt það „snjallræði" í hug að nota síð- asta ár í að gefa út tólf tveggja laga smáskífur, eina í hverjum mánuði. Þeir hafa væntanlega haldið að með þessu héldist áhugi á bandinu út árið, en það var öðru nær: jafnvel hörðustu áhugamenn voru farnir að missa áhugann um mitt ár. Hljómsveitin gaf einnig út tvær tólf laga geislaplötur með öllurn lögunum og er sú síðari undir öxinni hér. Aðal sveitarinnar hefúr alltaf verið hratt gítarrokk, sem þó hefur löngum vantað agaðan kraft og melódískari útfærslu. Lögin þeirra eru ótrúlega mis- jöfn, frá fínum rokkurum, t.d. „Chant of the ever circling skele- tal family“, upp í óttalegan blöðruskap og leiðindi. Útsetn- ing þeirra á fönkperlunni „Theme from Shaft“ fær svo væntanlega harða fönkhunda til að teygja sig eftir ælupokanum. Stöðnun, hugmynda- og til- breytingarleysi þjáir margar enskar nýrokksveitir um þessar mundir og er hljómsveitin Jesus Jones eitt skýrasta dæmið. Þeir eiga sér draum, eins og EMF og fleiri ensk bönd, um að verða eins og U2, en koðna niður í mislukkaðri stælingu sinni. Meðalmennskan er því og verð- ur aðal þessara sveita. Jesus Jo- nes hafa verið að gæla við dan- staktinn í auknum mæli og á Perverse er flest undir danshæl- inn lagt. Lögin ná sér aldrei verulega á strik. Hlunkast þetta áfram í einhæfni sinni og vekja ekki upp aðra löngun hjá þess- um hlustanda en að setja eitt- hvað annað á fóninn. Þeir sem nenna ekki að bíða eftir nýrri U2-plötu og kæra sig kollótta um þótt allt sé gegnumsýrt í þunnu niðursuðudansbíti ættu að tékka á Jesus Jones — eða jafnvel bara á nýja Duran dur- an-dótinu, það er ekki svo mikill munur.

x

Pressan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.