Pressan - 04.03.1993, Síða 29

Pressan - 04.03.1993, Síða 29
KQMIÐ AÐ STRÁKUNUM OKKAR Fimmtudagurinn 4. mars 1993 PRESSAN 29 ] I I 1 ► m Við unnum Dani oq Pólverj. æfingaleikjum sjj IJMi) ÍJóJ J jfimjijVJJJ. uMÐmijJimm v % I í fs? Svíar: Hafa óþægilegt tak á íslendingum Fyrsti leikur okkar í keppn- inni er gegn Svíþjóð, núverandi heimsmeisturum. Svíar hafa alltaf verið okkur erfiðir og ekki bætir úr skák að við leikum opnunarleik keppninnar við þá ffarnmi fyrir átta þúsund trylít- um sænskum áhorfendum. Við höfum aðeins einu sinni sigrað Svía í heimsmeistarakeppni, í Bratislava árið 1964.1 hin skipt- in hafa þeir sigrað okkur með að jafnaði sex til sjö marka mun. Þeir hafa því haft tak á okkur og í augum þeirra erum við ffemur auðveld bráð. Svíar eru líklegir til að verja heimsmeistaratitilinn og Ieika þar með sama leikinn og árin 1950 og 1954. Þrátt fyrir að þeir hafi verið sveiflukenndir í æf- ingaleikjum fyrir keppnina — gert meðal annars jafntefli við Austurríki — er engum blöðum um það að fletta að Svíar hafa nú á að skipa góðu liði. Innan- borðs eru margir snjallir leik- menn, svo sem línumaðurinn Per Carlén, leikstjórnandinn Magnus Wislander og mark- verðirnir Mats Olsson og Tom- as Svensson. Þá má einnig nefna Erik Hajas, Magnus Andersson og Stajfan „Faxa“ Olsson. Þeir sérfræðingar sem PRESSAN hafði samband við telja allir að það sé næstum von- laust að við leggjum Svíana að velli. Ungverjar: Við bökuðum þá síðast Annar leikur okkar í keppn- inni er gegn Ungverjum. Liði þeirra hefur farið aftur á undan- förnum árum og fullyrðir Guð- jón Guðmundsson, fyrrum að- stoðarþjálfari Bogdans, að Ung- verjar hafi verið sterkari fyrir þremur árum en þeir eru nú. Þrátt fyrir það hafa þeir enn góðu liði á að skipa. Þar eru meðal annars leikmenn á borð við Laszlo Marosi og Gyurka. Þeir þykja í fremstu röð og því líklegir til að gera íslenska lands- liðinu lífið leitt. Ungverjar hafa, líkt og aðrar Austur-Evrópu- þjóðir, átt í erfiðleikum með að manna lið sín, þar sem margir leikmenn hafa flúið yfir í gullið í Vestur-Evrópu og eru komnir með þarlent ríkisfang. Þetta á sérstaklega við um þá sem leika í Þýskalandi, en þar má hvert fé- lag aðeins hafa einn útlending innanborðs. Austur-evrópskir leikmenn fá því fljótt þýskan ríkisborgararétt. íslendingar verða að sigra Ungverja ætli þeir sér að ná langt í keppninni. Okkur hefur gengið vel gegn þeim síðustu ár, ekki síst til að Ungverjar leika hægan og klassískan handknatt- leik, sem hentar okkur mjög vel. Vonandi náum við að sýna jafn- góðan leik gegn Ungverjum og á Ólympíuleikunum í Barcelona þar sem þeir náðu aðeins að skora þrjú mörk í fýrri hálfleik. Bandaríkjamenn: Slakir íslendingar eiga og verða að sigra Bandaríkjamenn í þriðja leik sínum í keppninni. Allt ann- að væri hneyksli. Leikurinn er þó ekki unninn fyrirffam og má minna á að íslenska landsliðið hefur tapað fyrir Bandaríkja- mönnum í landsleik. Þótt við eigum að sigra þá með eðlileg- um leik er rétt að hafa í huga að Douichebaev, hinn frábæri rússneski miðjumaður, skoraði 10 mörk gegn Islandi á síðustu Ólympíuleikum. þeir ráða yfir sterkara liði en Brasilíumenn, en Islendingar rétt mörðu eins marks sigur á þeim á síðustu Ólympíuleikum. Bandarískur handknattleikur er bundinn við ákveðið svæði í Colorado Springs, þar sem íþróttin er iðkuð í nokkrum há- skólum. Hjá þeim er ekki um eiginlega deildarkeppni að ræða. Lið Bandaríkjamanna er frekar óræð stærð, en þó telja menn að það sé ekki eins sterkt og lands- liðið sem þeir höfðu á að skipa á Ólympíuleikunum í Los Angeles árið 1984. Þjálfari Bandaríkja- manna, Votchek Mares, sem varð heimsmeistari með Tékkum árið 1966 og lék meðal annars landsleiki í Höllinni, þykir mjög fær í sínu fagi og er talinn hafa náð ótrúlega miklu út úr bandarískum handbolta. Rússar: Eigum möguleika Erfitt er að spá um hvaða lið í D-riðli kemst ekki upp í milli- riðil, þar sem riðillinn virðist vera afar jafh. Rússar eru þó að öllum líkindum með besta liðið, en síðan er spurningin hvort það verða Kóreumenn, ffændur okkar Danir eða Þjóðverjar sem falla út úr keppni. Liðið ffá Samveldi sjálfstæðra tfyrir. Frá vinstri Magnus Wislander leikstjórnandi, Per arlén línumaður og Mats Olsson markvörður. ríkja varð ólympíumeistari í Barcelona. Það var að mestu leyti byggt upp á Rússum og megum við því búast við að sjá marga af leikmönnunum sem þar léku. Þó er ljóst að einhverjir þeirra detta út, þar sem þeir hafa ekki rússneskt ríkisfang. Stór- skyttan Aleksander Tútskíjn er til dæmis frá Hvíta-Rússlandi. Hins vegar er á hreinu að leik- mennirnir Andrei Lavrov markvörður, Jakimovítsj og Douichebaev, leikstjórnandi þeirra, leiki í heimsmeistara- keppninni. Rússar hafa leikið mjög vel að undanförnu í æfingaleikjum. Þeir unnu okkur og Norðmenn til dæmis í Lottókeppninni og þeir hafa einnig unnið Svía. Ekki er óraunhæft að æda að við get- um sigrað Rússana þótt sigur- líkurnar séu þeirra megin. Þjóðverjar: Nýtt lið Þýska landsliðið hefur verið í mikilli lægð undanfarin ár en nú sér loks fyrir endann á henni. Þar á bæ hafa menn verið að byggja upp nýtt lið og hafa gamlir refir eins og Jochen Fra- atz, Tomas Hecker og Martin Schwalb verið settir út úr liðinu. Vegna þess hve liðið er breytt er erfitt að meta styrk þess. Af æf- ingaleikjum má þó sjá að liðið er sterkt; það sigraði til dæmis Norðmenn á dögunum með nokkrum mun um svipað leyti og Norðmenn unnu okkur. Islendirtgum hefur gengið ágætlega gegn Þjóðverjum á undanförnum árum og við eig- um góða möguleika gegn þeim í milfiriðli ef af verður. Kóreumenn: Snöggir Mörgum er í fersku minni þegar íslenska iandsliðið sigraði það kóreska 26:24 á síðustu Ólympíuleikum, eftir að hafa verið fimm mörkum undir þeg- ar stundarfjórðungur var til leiksloka. En við munum líka eftir fyrsta leik landsliðsins í heimsmeistarakeppninni í Sviss árið 1986, þegar Kóreumenn burstuðu okkur með níu marka mun. Það er greinilegt að hraður leikstíll Kóreumanna hentar ís- lendingum illa. Það er því óvíst hvort við hefðum þá ef við þyrft- um að leika gegn þeim í milli- riðli. Gera má ráð fyrir að þeir tefli fram svipuðu liði og á Ólympíuleikunum í Barcelona. Hins vegar virðist sem Kóreu- menn búi ekki yfir jafnmiklum líkamssty'rk og Evrópuþjóðirnar og því henta þeim illa löng mót eins og heimsmeistarakeppnin. í liði Kóreumanna eru margir frábærir leikmenn og má þar nefna vinstrihandarskyttuna Kyung-Shin Youn og hinn eld- Staffan „Faxi" Olsson verð- ur með í Sviþjóð. snögga Cho Chi-Hio. Liðinu hefur ekki gengið vel í æfinga- leikjum gegn öðrum landsliðum nú síðustu daga og má nefna að það tapaði mjög stórt gegn Svíum í síðustu viku. Ef við lendum á móti þeim verður það í fjórða til sjötta leik liðanna í keppninni og því eigum við ef til vill betri sigurmöguleika en ef við hefðum lent á móti þeim í fyrsta leik. Danir: í uppsveiflu Segja má að Danir séu nú fyrst að jafna sig eftir stórsigur Islendinga á þeim í heimsmeist- arakeppninni í Luzern árið 1986, en þá lögðum við þá að velli með tíu marka ' mun. Danskur handknattleikur hefur verið í uppsveiflu að undan- förnu eftir langan öldudal og eru þarlend lið nú í fremstu röð. Síðasta áratuginn eða svo hef- ur íslendingum ávallt gengið vel gegn Dönum og því væri mun heppilegra fyrir okkur að leika gegn þeim í milliriðli en til dæmis Kóreu. f danska liðinu eru margir góðir leikmenn, þar á meðal gömlu refimir Michael Fenger og Erik Veje Rasmussen, sem báðir hafa leikið langt yfir 200 landsleiki. Þá má einnig nefna Kim G. Jacobsen, sem lék í mörg ár á Spáni. Hann er feiknasterkur leikmaður og rétt að hafa á honum góðar gætur. VÍ^I Kyung-Shin Youn, vinstri- handarskytta Kóreumanna, lætur örugglega mikið að sér kveða. Eins og flestum er kunnugt lékum við þrjá leiki hér á landi við Dani í síðustu viku og sigr- uðum í tveimur þeirra. Því er ekki óraunhæft að halda ffam að íslendingar eigi að geta sigrað Danina í heimsmeistarakeppn- inni. Hins vegar er rétt að benda á að í svona stórmóti sem heimsmeistarakeppnin er lenda öll liðin í því að eiga slæma daga. Spurningin er bara hve- nær liðið á slæman dag og þá gegn hverjum._________________ JónasSigurgeirsson EIGINKONUR, RYKSUGUR 0G ENSKA KNATTSPYRNAN Hvað er til bragðs þegar konan vill endilega ryksjúga undir beinu útsendingunum? Siaurður Baldursson Sigurður Baldursson á fjölda sjón- varpstækja. Dreifði sión- varpstækjum um íbúðina „Ég hef orðið að kaupa þrjú sjónvarpstæki vegna ryksugu- áráttu konunnar minnar á meðan enska knattspyrnan er í sjónvarpinu," segir Sigurður Baldursson, framkvæmda- stjóri íslenskra getrauna og áhugamaður um ensku knatt- spyrnuna. „Ég hef fundið út tvær lausinir við þessu vanda- máli. önnur er sú að dreifa sjónvarpstækjunum um íbúð- ina. Þannig er ég með tæki í stofunni, svefnherberginu og barnaherberginu. Ég færi mig svo á milli herbergja til að vera sem fjærst ryksugunnni, sem er af Panasonic-gerð og mér finnst að eigi að fá hauskúpu í einkunn fýrir hávaðamengun! Hin leiðin er sú að fara ekki heim úr vinnunni á laugar- dögum fyrr en ensku knatt- spyrnunni lýkur.“ Baldur Þórðarson „Á skilningsríka eiginkonu“ „Á mínu heimili er ryksug- un og pottabraml bannað á meðan á ensku knattspyrn- unni stendur,“ segir Baldur Þórðarson hjá Verðlagsstofn- un, einn harðasti áhugamaður um enska knattspyrnu á fs- landi. „Ég á elskulega og skiln- ingsríka eiginkonu, sem er frá Ungverjalandi, mestu knatt- spyrnuþjóð heims fyrr og síð- ar, og hún skilur vel afstöðu mína til þessara mála. Ég get svo bætt því við að ég gaf kon- UM HELGINA FIMMTUDAGURl 4, MARS| Karfa úrvalsdeild Keflavík - Breiðablik kl. 20.00. Keflvíkingar eiga vart í vandræðum með botnlið Breiðabliks, sem þegar er fallið úr úrvalsdeildinni. Handbolti 2. deild karla - <LX. úrslitakeppni Grótta-KRkl. 20.00. Afturelding - Breiðablik kl. 20.00. LAUGARDAGUR 6. MARS Handbolti 1. deild kvenna Stjarnan - Víkingur kl. 16.30 Fram - Valur kl. 15.00. ÍBV-Fylkirkl. 16.30. KR-Gróttakl. 16.30. FH-Selfosskl. 16.30. Haukar - Ármann kl. 16.30. Handbolti 2. deild karla - úrslitakeppni KR - Breiðablik kl. 18.00. Keila kl. 11.00. íslandsmóti karla er framhaldið. Nú eru 48keppendureftir. SUNNUDAGUR 7. MARS Körfubolti úrvalsdeild Valur - Skallagrímur kl. 20.00. Nú líðursenn að endalokum riðlakeppninn- ar. Valsmenn eru í harðri baráttu um að leika í úrslita- keppninni og fyrir þá er hvert stig afar mikilvægt. *1 Skallagrímur er hins vegar í fallbaráttunni, þ.e. ef þeir verða í næstneðsta sæti úr- valsdeildarinnar þurfa þeir að leika gegn næstefsta liði fyrstu deildar um sæti í úr- valsdeild. Keflavík - Haukar kl. 20.00Rrj Bæði þessi lið eru örugg í úr- slitakeppnina og því vart hægt að búast við miklum átökum í leiknum. Njarðvík - Breiðablik kl. 20.00. Möguleikar Njarðvík- inga á að komast í úrslita- keppnina eru úr sögunni og^y Breiðablik er fallið í aðra deild. KR-Snæfellkl. 20.00. KR- ingar eru í fallbaráttunni og verða að sigra Snæfellinga ætli þeirað komast hjá því að leika um úrvalsdeildar- sæti við næstefsta lið fyrstu deildar. Ef Snæfellingar sigríFÍ í leiknum eru þeir svo gott sem búnir að tryggja sér sæti í úrslitakeppninni. Handbolti 2. deild karla - úrslitakeppni HKN-Aftureldingkl. 20.00. Grótta-ÍHkl. 20.00. Keila - íslandsmót karla. Keilarar keppa um að kom- astítólfmannaúrslit. unni minni Kirby-ryksugu í afmælisgjöf fyrir skömmu og sé hún stillt á lægstu stilli^|u heyrist mjög lágt í henni — en samt nóg til að það trufli mig við ensku knattspyrnuna.“ Baldur Þórðarson knatt- spyrnudómari gafkon- unni Kirby-ryksugu til öryggis.

x

Pressan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.