Pressan - 04.03.1993, Síða 31

Pressan - 04.03.1993, Síða 31
Drengur á Dalvík Fann flðskuskeyti frá Ingólfi Arnarsyni Flaskan hefur velkst í hafinu í um 1.119 ár.í skeytinu segir Ingólfur að sér lítist ekkert á eyjuna sem hann fann og ætli að leita vestur um haf. „Krefst ákveðinnar endurskoð- unar á þeirri sögu sem við erum alin upp við," segir Guðmundur Magnússon þjóð- minjavörður. I 230 krónur í lausasölu (Vikuritið PRESSAN fylglr án endurgjalds) Fimmtudagurinn 4. mars 1993 9. tb. 4. árg. Eiginkona eins afflugstjörum Flugleiða HEYRÐIMANNINN 8INN GERVIHNATTAR- -■ 0 • „Veröum að vernda starfsmenn okkar," segir Sigurður Helgason yngri, forstjóri Flugleiða. „Svona nokkuð kom aldrei fyrir íminni tíð," segir Helgason eldri, fyrrum forstjóri félagsins. TALA VIIHJAKONUNAI Erna Baldvinsdóttir, eiginkona flugmannsins, lenti í sárri reynslu: „Eg var að horfa á eina af þessum hjóna- myndum á þýsku rásinni þegar ég tók allt í einu eftir því að það var talað á íslensku undir myndinni. Þegar ég hlustaði betur missti ég algjörlega andlitið því ég þekkti röddina í honum Gauja mínum. Þetta var allt svo sérkennilegt vegna þess að hann var svo smeðjulegur að það passaði alveg við myndina." I I I I HflFR SHflL Mfl SEM BETUR HLJOMflfl Svik í lögfræðideildinni Össur Skarphéðins- son segist hafa verið dreginn á táiar í skoðanakönnun Fé- lagsvísindastofnun- ar: „Það hringdi ung stúlka frá Félagsvís- indastofnun ímig og gekk svo hart fram að ég sagðist á end- anum ætia að kjósa Sjálfstæðisflokkinn. Mér datt aldrei í hug að þetta samtal okk- ar færi lengra og allra síst í blöðin. Það var ekki þess- legtsem hún sagði." Össur Skarphéðinsson: Páll K. Sveinbjörnsson, 24 ára laganemi, hafði fallið þrívegis á fyrsta ári og mátti ekki reyna í fjórða sinn. Hann mætti hins veg- ar aftur en þá undir nýju nafni og heitir nú Ellert Ólafsson. „Ég fékk hugmyndina hjá pabba. Hann er búinn að reka fyrirtækið sitt í tíu ár undir tíu nöfnum og hefur aldrei borgað krónu í skatt," segir Ellert, sem gengur í lagadeildinni undir nafninu; Ellert bróðir hans Palla heitins fallista. Héraðsdómur Reykjaness SflUÐAÞJOFUR DÆMDUR í ÞRIGGJA MflNAÐA FANGELSI Tveir mánuðir óskilorðisbundnir vegna dráttar á málinu Hafnarfirði. 4. mars. Haraldur Jónsson, fyrrum bóndi á Hraunhömrum við Hafnarfjörð, var dæmdur til þriggja mánaða fangelsis- vistar í héraðsdómi Reykja- ness í gær fyrir sauðaþjófn- að. Þrátt fyrir að öll vitni að brotinu séu gengin yfir móðuna miklu þótti sannað af málsskjölum að Haraldur væri sekur. Vegna dráttar á málinu fyrir dómi var úr- skurðað að tveir af þessum þremur mánuðum skyldu vera skilorðsbundnir. „Mér fannst rétt að taka tillit til breyttra aðstæðna hjá hinuni seka,“ segir Guðmundur L. Jó- hánnesson, dómari í málinu. „Af ófyrirsjáanlegum ástæðum hefur orðið nokkur dráttur á málinu og mér fannst rétt að taka tillit til þess.“ „Ég hef eiginlega ekkert um þetta að segja. Eg þekkti afa aldrei," segir Bára Friðriksen, elst þeirra barnabarna Harald- ar sem enn eru á lífi. „Ég veit að afi hvílir í kirkjugarðinum í Hafnarfirði. Meira veit ég ekki. Mér er þó sagt að hann Harald- ur hafi verið mikill málafylgju- maður og að hann mundi ábyggilega kæra þennan dóm til mannréttindadómstólsins vegna dráttar ef hann væri á lífi. Við afkomendur hans nennum því hins vegar ekki.“ Engar myndir eru til af Haraldi Jónssyni, enda lést hann rétt fyrir síðustu aldamót. En Guð- mundur L. Jóhannesson dóm- ari léði GULU PRESSUNNI teikn- inguna hér að ofan. Hún sýnir hugmyndir dómarans um hvernig Haraldur kynni að hafa litið út. VID ERUM MIKLU STÆRRI - EN KANNANIRNAR SEGJA . Reykjavík, 4. mars.________ Félagsvísindastofnunar sem gjört fylgishrun hjá krötum. AÍvarlegar ásakanir eru nú Morgunblaðið birti og sýndi Össur Skarphéðinsson, þing- komnar fram um fram- meðal annars traust fylgi flokksformaður krata, hefur kvæmd skoðanakönnunar Sjálfstæðisflokksins en al- nú lagt fram segulbands- Tvíhöfðanefndin óeðlilega samstiga Kallaði í Þröst og Vilhjálmur svaraði - segir Lára Viðarsdóttir, ritari nefndarinnar. Reykjavík, 4, mars.______' ■ ■ - „Ég veit svei mér ekki. Kannski hefðum við átt að sjá þetta fyrir,“ segir Davíð Oddsson forsætisráðherra um þá einkennilegu stöðu sem komin er upp í hinni svokölluðu tvíhöfðanefnd ríkisstjórnarinnar, sem fjalla átti um sjávarútvegs- stefnuna. „Það hefúr löngum verið sagt að sjávarútvegsstefhan og kvótakerfið séu flókin mál þar sem aldrei verður hægt að komast að niðurstöðu. Það var meðal annars þess vegna sem við vildum losna við umræður um hana úr ríkisstjórn. Það kemur mér því ekki sérstaklega á óvart að tveir menn, sem lok- aðir eru irnii til að ræða þessi mál, verði eitthvað skrýtnir,“ segir Davíð. Sem dæmi um áhrif sjávar- útvegsstefnunnar á nefndar- mennina tvo; þá Þröst Ólafsson og Vilhjálm Égilsson, þá sást Þröstur fara inn í Valhöll, fé- lagsheimili sjálfstæðismanna, og Vilhjálmur stendur í bréfa- skiptum við Banda, einræðis- herrann í Malaví. „Að vissu leyti má segja að þeir hafi gert það sem til var ætlast; að skiptast á skoðunum. Þröstur hefúr nú skoðanir Vil- hjálms og Vilhjálmur skoðanir Þrastar,“ segir Davíð Oddsson. Eftirað hafa rætt saman um sjavar útveg í sam- tals 567 klukku- stundir veit Þröstur ekki hvort hann er Þröstur eða Vilhjálmur og Vil- hjálmur er engu nær. spólu með upptöku á símtali sem hann átti við einn af spyrlum stofhunarinnar. „Þetta samtal var þesslegt að ég mundi ekki gera það opinbert nema vegna þess í hvað það var notað. Mér líður eins og mér hafi verið nauðgað," segir Össur. Og eftir að hafa hlustað á samtalið verður blaðamaður GULU PRESSUNNAR að segja m að hann er ekki hissa á því. Spyrillinn, sem er ákaflega kyn- þokkafull stúlka ef marka má röddina, nánast býður Össuri hvað sem er. Undir lok samtals- ins, þar sem farið er langt út fýr- ir mörk ímyndunarafls venju- legs fólks, tekst henni að fá Öss- ur til að segja að hann væri til í að krossa við D í kjörklefa með henni. „Mér datt aldrei í hug að þetta samtal færi lengra,“ segir Össur. „Ég varð því fýrir tvöföldum vonbrigðum þegar ég sá það % innan um önnur í Mogganum. Bæði þess að flokkurinn minn var lítill en ekki síður vegna þess að ég áttaði mig á að stúlkan meinti ekkert af því sem hún sagði.“

x

Pressan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.