Pressan - 01.04.1993, Síða 6

Pressan - 01.04.1993, Síða 6
6 PRESSAN FRÉTTIR Fimmtudagurinn l.apríl 1993 MENN Si i 1 2 Ingvi Hrafn lónsson, fréttastjóri Stöðvar 2 Hurðarhúnninn á Höfða snýr aftur Nú vill Ingvi Hrafn Jónsson búa til heimildamynd um há- punkt fréttamannsferils síns; þegar hann sýndi hurðarhún- inn á Höfða í níu klukkustunda beinni útsendingu um árið. Menningarsjóður útvarps- stöðva hefúr styrkt Ingva til að búa til heimildamynd um fúnd- inn á bak við húninn. Það er að segja ef þeir Reagan og Gorbat- sjov vilja koma til fslands. Og ef Reagan deyr ekki áður, en hann er vel við aldur eins og Ingvi hefur bent á. Og ef íslenska út- varpsfélagið borgar Menningar- sjóðnum þær 60 milljónir sem fyrirtækið skuldar honum. Ég vona innilega að Reagan endist aldur til að koma hingað aftur og Gorbatsjov sjái sér fært að mæta. Ég vona sömuleiðis að íslenska útvarpsfélagið borgi þessar sextíu milljónir svo Ingvi Hrafn geti fengið sínar fimm, þótt það hljómi ekki sem góður bissness. Ég man nefnilega eftir þessari útsendingu hans Ingva og vil endilega rifja hana upp með þeim Reagan og Gorbat- sjov. Ég man reyndar ekkert um hvað var rætt á þessum fundi, en það er líka aukaatriði. Ég man hins vegar vel eftir húnin- um. Og ég man líka vel eftir því að Ögmundur Jónasson var þá ekki orðinn verkalýðsforingi heldur var hann fféttamaður og var kalt á tánum. Hann beið nefnilega fyrir utan Höfða og horfði á húninn á meðan við hin höfðum það náðugt heima í stofu og horfðum á húninn í beinni útsendingu. Og ég man að Ingvi Hrafn talaði nánast stanslaust í níu tíma þótt ég muni ekki hvað hann sagði. Ingvi Hrafn rétt náði að hleypa Tomma og Jenna að annað slagið. Annars talaði hann allan tímann um húninn, tærnar á ögmundi, fréttamennina og hvernig sjónvarpsmenn voru að brjóta blað í íslenskri sjónvarps- sögu með því að halda úti beinni útsendingu frá húninum á Höfða. „Ogsvofinnst mér að Ingvi Hrafn eigi að bjóða þeim Tomma og Jenna til landsins, því í hugumflestra sem sáu útsending- una um árið markaði fundurinn ekki síð- urþáttaskil í samskiptum þeirra en stór- veldanna. “ Þótt ég muni þetta allt eins og það hafi gerst í dag vil ég endi- lega sjá heimildamynd Ingva Hrafns um fundinn. Það væri nefnilega forvitnilegt að vita hvað þeim Reagan og Gorbat- sjov fór á milli á meðan við horfðum á húninn og Tomma og Jenna og hugsuðum um tærnar á ögmundi. Ég man að Ingvi talaði ekki mikið um það þennan sunnudag. Ég man líka að fréttamenn Ríkissjónvarps- ins virtust ekki hafa mikla hug- mynd um það heldur. I stað þess að ræða fundarefnið sýndu þeir Tomma og Jenna þegar þeim datt ekkert meira í hug að segja um húninn eða tærnar. En ég vil endilega að Ingvi Hrafh búi til heimildamynd um leiðtogafúndinn og bjóði þeim Reagan og Gorbatsjov. Mér finnst að hann eigi líka að bjóða Ögmundi eða í það minnsta láta hann standa fyrir utan Höfða til að rifja upp fótkuldann. Og svo finnst mér að Ingvi Hrafn eigi að bjóða þeim Tomma og Jenna til landsins, því í hugum flestra sem sáu útsendinguna um árið markaði fundurinn ekki síður þáttaskil í samskiptum þeirra en stórveldanna. Js ÓlafurS. Bjömsson dæmdurtil að borga 100 milljónir króna fyrir Héraðsdómi Reykjaness NAFWREYTINGAR ÚLAF8 r r A OSIMARXLEYSA Ólafi S. Bjömssyni og fyrir- tæki hans Ós-húseiningum hf. hefúr verið gert að greiða þrota- búi Byggingarfélagsins Oss hf. tæplega 47,4 milljónir króna auk dráttarvaxta frá 31. desem- ber 1989 og lætur nærri að það sé um 100 milljónir króna fram- reiknað. Þar með eru fengnar lyktir í endalausum málarekstri vegna fúrðulegra tilfæringa Ölafs með eignir Byggingarfélagsins Öss hf., en eins og margoft hefur verið rakið í PRESSUNNI var þeim hleypt af stokkunum til að aðskilja eignir og skuldir. Hluti viðskiptanna hefiir reyndar fyr- ir löngu verið sendur til RLR til rannsóknar. Nafnbreyting Ólafs á fyrirtækinu þótti um margt einstæð, en hann sat beggja vegna borðs þegar hann seldi eignirnar frá gjaldþrota fyrir- tækinu og hélt áffarn í nafhi nýs fyrirtækis í nóv- ember 1989. Þá seldi hann Ós- húseiningum steypuverk- smiðju Bygging- arfélagsins Óss hf. og greiddi meðal annars með skuldabréfi sem aldrei hefur verið greitt af. Taldi dómarinn að rétt væri að Byggingarfélagið Óss hefði þá ver- ið gefið upp til gjaldþrotaskipta og tilfærmgarnar reyndar brotið í bága við gjald- þrotalög. Dómur var kveðinn upp af Sigurði Halli Stefánssyni, settum héraðsdómara, óg er um margt fordæmisgefandi um við- skipti með eignir fyrirtækja í rekstrarerfiðleikum. Var meðal annars tekið tillit til löghalds sem þrotabúið fékk staðfest hjá bæjarfógeta Garðakaupstaðar PRESSAN/JtM SMART ÓLAFUR S. BJÖRNSSON Hefur tiikynnt að hann ætli með mál- ið fyrir Hæstarétt. 27. mars 1992. Taldi dómarinn um viðskipt- in þar sem Ólafur sat beggja vegna borðs að „þegar málum er svo háttað sem hér urn ræðir, að seljandi er gjaldþrota og sömu fúlltrúar koma fram fyrir hönd beggja aðila, verður ekki beitt almennum reglum eða skírskotað til venju í viðskipt- um. Verður ekki talið að stefndi hafi haft samþykki þar til bærra aðila til að víkja ffá efni kaup- samningsins“... Taldi dómar- inn fullsannað að Ólafur hefði vanefnt kaupsamninga vegna viðskiptanna, þótt þess væri gætt að hafa kaupverð nærri lagi. Siguröur MárJónsson Hvers vegna var Rauði krossinn að senda Serbum föt, Hannes? Öruggt að fötin fóru til þurfandi fólks Nafn: Hannes Hauksson Aldur: 34ára Staða: Framkvæmdastjóri Rauða kross fslands Hannes Hauksson er fram- kvæmdastjóri Rauða krossins, sem hefur verið sakaður um að safna fötum vegna bágstaddra i fyrrum Júgóslavíu sem aftur hafíient í höndum ágætlega stæðraSerba. „Má ekki alveg eins spyrja hvers vegna ekki? Staðreyndin er sú að við vorum ekki að senda Serbum föt, heldur fóru fötin til 450 þúsund flótta- manna innan Serbíu, þar sem um 164 þúsund komu frá Króa- tíu og 294 þúsund frá Bosníu- Hersegóvínu. Megninu var dreift til þessa stríðshrjáða flóttafólks, sem býr við slæm kjör, gistir hjá vandalausum, í stofnunum og svo framvegis. Fyrir þetta fólk, börn, konur og gamalmenni, er ekkert annað skjól að fá en innan Serbíu, þar sem landamæri eru opin.“ Því er haldið fram, meðal UNDiR ÖXINNI annars af Jónasi Kristjáns- syni í D V, að fatasendingin hafi að nokkru eða öllu leyti lent í höndunum á almenn- um Serbum, sem sé þeim sem stunda villimennsku gagnvart þeim sem átti að styðja við bakið á? „Það er alls ekki rétt, en tónn- inn hjá þeim sem skrifar leiðara DV ber með sér að hann sé bú- inn að dæma þessa þjóð sem heild. Og kannski var það klaufaskapur hjá okkur ef það hefúr ekki komið skýrt fram að við efndum til söfnunar vegna þeirra sem voru og þjáðust á vígvellinum, hvort heldur þeir teldust vinir eða óvinir, af ernu þjóðemi eða öðru. Rauði kross- inn gerir ekki greinarmun á þjóðemi, kynþætti, trú, stétt eða stjómmálaskoðun.“ Er ekki stærstu neyðina að finna utan þessa landsvæðis? Áttu fötin ekki að fara til stríðshrjáðra utan Serbíu? „Það höfum við aldrei sagt, enda væri það að bijóta grund- vallarreglur okkar að segja slíkt og takmarka möguleikana á að- stoð við bágstadda. Heldur höf- um við sagt að þetta væri hluti af hjálparstarfsemi í fyrrverandi lýðveldum Júgóslavíu og þegar söfhunin var í gangi höfðum við engin svör eða upplýsingar um hvert fötin færu nákvæmlega. En á þessari stundum er alveg ömggt að fötin fóm til þurfandi fólks.“ Sé það staðreyndin stendur eftir að hætta er á því að Rauði krossinn verði fyrir álitshnekki og vantrausti. Að fólk hiki við að gefa í safiian- ir ykkar. Á að bregðast við því? „Við munum reyna að koma upplýsingum til almennings um störf okkar í þessu og almennt. Að öðm leyti held ég hvað þessi skrif varðar að fólk geti metið málið út frá hjartanu, sem sé annars vegar starf okkar og hins vegar skrif þessa leiðarahöfúnd- ar. Þeir sem geta tekið undir mannúðarsjónarmið og hlut- leysi Rauða krossins munu halda áfram að styðja Rauða kross Islands."

x

Pressan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.