Pressan - 01.04.1993, Side 7

Pressan - 01.04.1993, Side 7
F R E TT I R Fimmtudagurinn l.april 1993 PRESSAN 7 Kvartað undan „njósnum" um ein- stæðar mæður í Hafnarfirði Teljum ekki tann- bursta í Reykjavík SegirÁgúst Þór Sigurðsson, lögfræðingur Tryggingastofnunar ríkisins. Fleirí einstæðar mæðurhafa kvartaðyfirSigurði Gunnaríí Hafnarfirði. í kjölfar fréttar PRESSUNN- AR í síðustu viku um fram- komu og „njósnir“ Sigurðar Gunnars Emilssonar, fulltrúa sýslumanns í Hafnarfirði, hefur PRESSAN komist á snoðir um fleiri svipuð mál. „Einstæðu" mæðurnar sem lenda í honum segja farir sínar ekki sléttar í samskiptum sínum við hann og kalla hann „einstæðra-mæðra- skelfinn úr Hafnarfirði". Emb- ættismenn á vegum hins opin- bera segja hann hins vegar ekki vera að gera neitt rangt. í einu tilfellinu hafði kona nokkur svipaða sögu að segja og sú er lýsti reynslu sinni í viðtali við PRESSUNA í síðustu viku: Barnsfaðir hennar skráði lög- heimili sitt hjá henni um tíma vegna atvinnuleysis, í von um að fá vinnu á Stór-Reykjavíkur- svæðinu, en hélt jafnframt íbúð sinni í Keflavík. Aðeins tveimur dögum eftir að hann flutti inn til barnsmóður sinnar komst Sig- urður Gunnar á snoðir um mál- ið. Hafði hann þá þegar hringt í einn af íbúum fjórbýlishússins í Keflavík, þar sem hann leigir, og spurt um hagi mannsins. „Sig- urður lét mig sjálfur vita af því að hann hefði hringt þangað. Ég lét hann þá vita að ég ætlaði að afla mér upplýsinga um hvort hann mætti stunda slíkar per- sónunjósnir. „Já, já,“ sagði hann, „gerðu það.“ Ég spurði hann jafnframt hvort hann ætl- aði ekki einnig að láta hlera íbúðina. „Jú, þess vegna,“ svar- aði hann. Minn fyrrverandi tók það til ráðs að breyta lögheimilinu aft- ur til að koma öllu í lag og fór til Sigurðar með vottorð. En þær voru ekki góðar viðtökurnar sem hann fékk, því Sigurður hótaði honum fangelsisvist. Hann öskraði það yfir allt og alla. I nokkrum samtölum okkar hefúr hann hótað mér öUu illu og meira að segja gerst svo gróf- ur að kalla mig mellu.“ f öðru tilfelli segir kona Sig- urð hafa ofsótt sig eftir að hún eignaðist barn fyrir nokkrum árum. Samskipti hennar og Sig- urðar hófust þegar hún sótti um mæðralaunin. Þá hafði hún þegar skírt strákinn og bar hann sama millinafn og er föðurnafh barnsföður hennar. „Sigurður hélt því fram að drengurinn bæri nafn föður síns. Því neitaði ég, enda var ekki svo. Þá sagði hann mig ljúga upp í opið geðið á sér. Ég lét mér fátt um finnast og hlustaði ekki á hann. Stuttu síðar á ég aftur leið niður á fóg- etaskrifstofur. Þá er eins og hann bíði eftir mér; hann stillir sér upp fyrir ffaman mig og gól- ar á mig hvort ég sé ekki í sam- búð. Og bætir við: „Hvað, ertu ekki með manninum? Þið eigið nú krakka saman.“ Ég segi honum að faðir bamsins míns búi úti á landi og ef hann vilji ganga úr skugga um það geti hann bara hringt þangað. Nokkrum árum síðar tökum við saman aftur. Hann var ekki lengi að komast að því; hringdi til mín og spurði hvort við vær- um byrjuð í sambúð. Ég spurði af hverju hann héldi það. Nú, hann hefði látið fylgjast með mér!“ Ágúst Þór Sigurðsson, lög- ræðingur Tryggingastofnunar ríkisins, sagðist í samtali við PRESSUNA ekki vita til þess að bannað væri að sitja fyrir ffam- an húsið hjá fólki. „Ég held að Sigurður hafi rækt starf sitt mjög vel. Þetta er auðvitað spurning um leiðir að mark- miðinu. En sem opinber starfs- maður liggur hann afar vel við höggi.“ Beitið þið sömu aðferðum í Reykjavíkogþeir í Hafharfirði? „Við höfum aðeins örfá úr- ræði. Við höfum aðgang að þjóðskrá, símaskrá og fáum ábendingar, önnur úrræði höf- um við ekki. Ef við fáum ábend- ingar í síma og fólkið er ekki með sama lögheimili höfum við lítið í höndunum. Ef það koma hins vegar skriflegar kærur eru meiri lflcur á að við getum að- hafst eitthvað.“ Hringið þið þá ekki út og spyrjistfyrir? „Nei, en eins og aðrir getum við flett upp í símaskrá. Þar get- um við athugað hvort fólk hefur sama símanúmer. Þetta er nán- ast það eina sem við getum gert. Þar fyrir utan getum við sent málin til RLR, ef grunur leikur á að fólk sé að svíkja út peninga. Við könnum öll mál en það er ekki þar með sagt að við séum roknir inn á næsta heimili til að telja tannbursta.“ Hefur náðst mikill árangur frá þvífyrir áramót? „Já, mjög mikill. Umsóknum um mæðralaun hefur fækkað mjög. Samanburður á október 1992 og febrúar á þessu ári sýnir það. Á því tímabili hefúr þeim, sem þiggja mæðra- eða feðra- laun, fækkað um 453, úr 8.148 í 7.695.“ Jón Thors, lögfræðingur í dóms- og kirkjumálaráðuneyti, treysti sér ekki til að segja til um hvað væri leyfilegt í persónu- njósnum og hvað ekki, sagði þó að ýmislegt væri leyfilegt. „Ég veit að Danir senda fólk inn á heimili til að gá hvort þar séu tveir tannburstar þegar það á bara að vera einn. Það urðu mikil skrif um þetta í dönsku pressunni á sínum tíma. Þessar njósnir voru mjög umdeildar." Guörún Kristjánsdóttir Sigurður Gunnar Emilsson svarar fyrir sig „Njósnarar segja aldrel tll eafns" „Við hér í Hafnarfirði höfúm starfað með þessum hætti í gegnum árin. 1 95% tilfella við- urkennir fólk að það sé að svíkja út peninga og biðst afsökunar. Einstaka fólk rýkur upp með gosi, eins og fólkið sem sagði sögu sína í síðustu PRESSU. Ég get ekkert sannað eða afsannað í því máli. Ég talaði bara við þau eins og ég hef talað við alla í þau 36 ár sem ég hef unnið hér. Ég hef aldrei fengið neitt ffaman í mig. Ég lít á njósnara sem þá sem kíkja inn um glugga og þá sem sitja inni í skógi og eru að njósna. Njósnarar segja ekki til nafns, eins og ég geri.“ Viltu þá ekki viðurkenna að þú njósnir nafnlaust umfólk? „Það er alveg af og ffá. Að ég sé að senda fólk í stigaganga til að njósna er hlægilegt.“ Nú geturfólk haft með sér ágætis samkomulag, ánþess að það þutfi endilega að vera saman? „Já, mikil ósköp. Ég er með mörg dæmi sem ég get ekki snert á; hann er leigjandi hjá henni eða hún ráðskona hjá honum, þrátt fyrir að þau séu búin að eiga saman fimm börn! Við því er ekkert að gera. Það er hægt að fara í kringum öll lög. Ég býð öllum upp á að hætta þessari vitleysu. Éf þær vilja það ekki verð ég að láta málin í hendur RLR.“ Erþetta ekki spuming um að fara aðrar leiðir að markinu enþúgerir? „Þetta eru tryggingasvik. Ég geng ekkert lengra en svo að spyrja móðurina eða föðurinn — eftir ábendingu — hvort þau séu í sambúð. Hingað til hef ég ekki vísað málum til lögreglu. Ég hélt að ég væri að gera þeim greiða.“ Þú ert sérfrœðingurinn, ekki þau. Væri ekki nær að kynna þeim réttsinn áðurenfarið er í hart? „Það er búið að vera svo mik- il umræða um þetta og auglýs- ingar að fólki ætti að vera kunn- ugt um það. Það er opinbert leyndarmál að það er fjöldinn allur í óskráðri sambúð, en það er nú bara svo að fólk í sambúð hefúr ekki meiri rétt en gift fólk og öfugt. Fólkinu finnst aðallega sárt að missa peningana." Hvemig hefurframkomu þinni verið tekið? ,Ætli ég fái ekki launahækk- un útáþetta!“ REIÐIINNAN SAGN- FRÆÐIDEILDAR HÍ... Mikil reiði greip um sig á meðal kennara og nemenda sagnfræði- deildar Háskóla íslands í síð- ustu viku þegar Alþýðublaðið fjallaði í tæplega hálfsíðugrein um prófessorsstöðuveitingu Inga Sigurðssonar. Fyrirsögn greinarinnar var „Umdeildur dósent fær stöðuhækkun“ og birtir voru palladómar um Inga. Finnst mörgum sem þar hafi ómaklega verið vegið að Inga, en í greininni sagði meðal ann- ars að Ingi væri óframfærinn einfari, haldinn fullkomnunar- áráttu, og af þeim sökum lægi lítið eftir hann á fræðasviðinu. Einnig var sagt að hann hefði undarleg áhugamál og bent á að hann hefði skrifað lærða ritgerð um sögu skógræktar í Skotlandi eftir að hann varð kennari við Háskóla íslands. Alþýðublaðið varð daginn eftir að birta afsök- unarbeiðni vegna greinarinnar með fyrirsögninni „Vel að súmi upphefð kominn", eftir að tveir sagnfræðikennarar stormuðu inn á ritstjórn blaðsins og kröfðust afsökunarbeiðni. Þetta er þó ekki allt. Heimspekideild Háskóla íslands hefúr nú skipað sérstaka rannsóknarnefnd, að ffumkvæði þeirra Guðmundar Hálfdánarsonar og Önnu Agnarsdóttur, til að afla nán- ari upplýsinga um tilefni og til- urð blaðagreinarinnar. HERJÓLFSSTÝRI- MENNIRNIR HÖFN- UÐU 20.000 KRÓNfl HÆKKUN... IÞjóðin hefur í andakt fýlgst með hinni fúrðu- legu deilu stýrimann- anna tveggja á Vestmannaeyja- ferjunni Herjólfi. Að lokum varð að setja lög til að stoppa deiluna. Það sem hins vegar hefur ekki komið fram er að stýrimennirnir höfnuðu að minnsta kosti tveimur tilboðum stjórnar Herjólfs. Fyrst voru þeim boðnar 800 krónur á dag en því var hafnað. Voru stjórn- armennirnir komnir upp 1.000 krónur á dag, sem hefði fært stýrimönnunum 20.000 krónur á mánuði í kauphækkun, þegar upp úr slitnaði vegna þess að stýrimennirnir höfnuðu því. Enn berastólíklegustutíðindi afævintýrum Hreiðars Svavarssonar og Grétars Haraldssonar Eignalausum syni Hreiðars slegið stórhýsi á 50 milljónir Verslunarhúsið í Gerðubergi 1 var í gær slegið á nauðungar- uppboði að kröfu Skandía á ís- landi, en krafan er tilkomin vegna þess að Hreiðar Svav- arsson og félagar í Borgarfossi hafa í engu staðið við kaupin á húsinu af Verðbréfasjóði Fjár- festingarfélagsins frá í mars 1991. Skandía, sem síðar eign- aðist sjóðinn, hugðist því leysa til sín eignina á uppboðinu, en þá yfirbauð Smári Hreiðars- son, sonur Hreiðars, Skandfa og var eignin slegin honum. Þegar í stað kom fram krafa um að eignastaða Smára yrði könnuð og ekki að furða. Smári missti fyrir nokkrum mánuðum einbýlishús sitt í Garðabæ og hann og önnur börn Hreiðars misstu einnig á uppboði Smiðjuveg 14 í Kópavogi, þar sem þau og faðirinn ráku Smiðjukaffi og fleira. Þá fasteign eignaðist Skandía í síðasta mán- uði á vanefndauppboði eftir að fyrirtæki lögfræðings Hreiðars, Grétars Haraldssonar, Há- torg, gat ekki staðið við tilboð frá undangengnu uppboði. Hreiðar er sjálfúr gjaldþrota og hefur einnig misst einbýlishús sitt á uppboði. í Gerðubergi 1, sem er 1.700 fermetra fasteign, er starfsemi í aðeins um 300 fer- metrum. Þar er meðal annars rekin FM-útvarpsstöðin undir stjóm Sverris Hreiðarssonar, en í uppsiglingu eru málaferli vegna skulda stöðvarinnar og aðstandenda hennar. Borgarfoss, þ.e. Hreiðar og Grétar Haraldsson, keypti Gerðuberg 1 á uppboði í mars 1991 og átti að greiða tæplega 100 milljónir fyrir. Á tveimur ámm hafá þeir félagar eingöngu staðið skil á 2 milljónum. Lengst af fór mesta orkan hjá þeim í slagsmál við eigendur Bjórhallarinnar sem kunnugt er. Kaupverðið má meta á 130 milljónir í dag og takist Smára að standa við tilboð sitt nemur tap félagsms 80 til 85 milljónum króna. Smári hefúr mánuð til að staðgreiða tilboðið eða semja við Skandía um greiðslur, en ekki er við því að búast að félag- ið sé fust til samninga eftir það sem á undan er gengið._____ Friðrik Þór Guðmundsson Bjórhöllin í Breiðholti. Hreiðar Svavarsson missti eignina á uppboð. Sonur hans Smári keypti hana. Sjálfsagt naga þeir sig í handar- bökin núna, því óvíst er hvað Gerðardómur læturþá hafa.

x

Pressan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.