Pressan - 01.04.1993, Page 9

Pressan - 01.04.1993, Page 9
Ú TT E KT Fimmtudagurinn l.apríi1993 PRESSAN 9 lyrir dónaskap við þáverandi útvarpsstjóra, Markús Öm Antonsson. Heimildir PRESSUNNAR herma að Hrafn hafi reynt ítrek- að að fá þessa áminningu aftur- kallaða og leitað meðal annars fulltingis menntamálaráðuneyt- is og ráðuneytisstjóra þess, Knúts Hallssonar, en árang- urslaust. Þegar Pétur Guðfmnsson kom aftur til starfa skömmu seinna var áminningin tekin til endurskoðunar, að sögn eins heimildarmanns að ósk Hrafns sjálfs. Eftir að hafa farið yfir málið ákvað Pétur ekki að draga áminninguna til baka, heldur árétta hana. I reynd eru áminn- ingar Hrafns því tvær, þótt í sama málinu sé. Pétur vildi ekki ræða eíni málsins í samtali við PRESSUNA. „Óstarfhæft" á Sjónvarpinu Brottrekstur Hrafhs nú á sér líklega svipaðar rætur og verður ekki skýrður án þess að vísa til þess sem gerst hefur innan veggja Sjónvarpsins síðustu vik- ur. Utvarpsstjóri hefur beint því til starfsfólks Sjónvarps að gæta þagmælsku um mál Hrafns að sinni, en af samtölum má ráða að óánægja hefur verið uppi í töluverðan tíma. Það var „óstarfhæft", að sögn innan- búðarmanna. Áður en Hrafh kom til starfa var fjórum manneskjum fyrir- varalaust sagt upp á dagsláár- Hvað sagði Hrafn um starfsfólk og starfsemi dag- skrárdeildar? „Innan þessarar stofnun- ar hefur verið töluverður atgervisflótti á síðustu ár- um... Bins og atgervisflóttinn hefur verið þá eru þeir einstaklingar, sem bestir eru, utan stofnunarinnar. Þvímiður.... Það er varla starfandi innan stofnun- arinnar tökumaður sem gæti unnið leikið efni, kannski einn eða tveir, ég veitþað ekki.... Efvið myndum skoða allt það efni sem hefur verið gertleikið, hérinnan Sjónvarpsins, þá er megn- ið afþvi hörmulegt... Dagskrá verður aldrei neitt annað en afkvæmi þess sem býr hana til og þá erspurning um að reyna aðná hér inn al- mennilegu fólki.... Hérþarfað verða ákveðin endurnýjun. Ég þarfað fá besta fólkið inn á hverjum tíma.... Ég mun kalla hér tilstarfa fleira fólk, nýtt fólk, og það hefég verið að gera ogmungera.... Ég ersvo heppinn að mín- ir bestu vinir eru yfirleitt okkar bestu kvikmynda- gerðarmenn... Oghver vill ekki hafa i kringum sig fólk sem hann treystirog eru vinir manns? Ekki ertu að hóa / kringum þig óvinum þínum sérstak- lega? Þú hlýtur náttúrlega alltaf, sem yfirmaður á hverjum stað, að vilja vinna með fólkisem gott er að vinna með..." HRAFN GUNNLAUGSSON „Það er hœgt að segja mér upp hvencer sem er; efmenn hafa áhuga á því, og mér hefur aldrei verið þessi dagskrárstjórastóll mjögfastur í hendi. “ 23. mars. „Sá sem hefur góðan málstað ogsegir sannleikann getur borið höfuðið hátt eigi að draga hann til aftöku. “29. deild. Að forminu til voru það Heimir Steinsson og Pétur Guð- fmnsson, sem það gerðu, en frumkvæðið var Hrafns og var röksemdin sú að hann þyrfti svigrúm til að ráða til starfa fólk sem hann vissi að hann gæti unnið með. Þessi ákvörðun mæltist mjög illa fyrir, enda fylgdu engar útskýringar um hvers vegna þetta fólk varð fýrir valinu. „Hann þekkti ekki þetta fólk og hafði ekki einu sinni starfað með sumum þeirra,“ sagði starfsmaður Sjónvarps. Þegar Hrafn kom til starfa aug- lýsti hann strax eftir nýjum einkaritara, en ritari dagskrár- stjóra undanfarin ár hefur verið Sigrún Sigurðardóttir. Og Hrafn tók víðar til hend- inni. Hann lét fella leikmynda- deild Sjónvarpsins undir dag- skrárdeild og ummæli hans benda til þess að þjónustu hennar hafi ekki verið ætlað langlífi. Þetta þýddi Ifka að aðr- ar deildir Sjónvarpsins, sem leikmyndadeildin þjónaði, þurftu að sækja til Hrafns um þjónustu deildarinnar. Sam- kvæmt heimildum PRESS- UNNAR hefur þessi ákvörðun Hrafhs nú verið tekin til baka og leikmyndadeildin er aftur sjálf- stæð eining. Ljóst er að starfsfólk óttaðist um hag sinn og atvinnu og er það eflaust hluti „tregðulög- málsins“ sem Hrafni hefur orð- ið tíðrætt um. „Þetta var ekki aðalástæða óánægjunnar," sagði gamalreyndur starfsmað- ur Sjónvarps. „Það voru fyrst og fremst samstarfsörðugleikar á milli hans og allra annarra. Það varð að velja á milli hans og 170 starfsmanna.“ Þeir samstarfsörðugleikar komu glöggt fram þegar Hrafn breytti umsvifalaust áður gerðri upptökuáætlun. Fyrirhugað var að Hermann Gunnarsson færi til Parísar og ætti viðtal við Albert Guðmundsson í tilefni væntanlegrar heimkomu hans. Þennan þátt átti að sýna á mið- vikudagskvöld í síðustu viku, en af honum verður ekki, þar sem Hrafn aflýsti ferðinni með eins og hálfs sólarhrings fyrirvara, að sögn viðmælenda. Svipuð örlög hlaut New . mars. York-ferð fyrir menningarþátt- inn Litróf. Ætlunin var að fjalla um feril Kristjáns Jóhanns sonar þar í borg og senda lið ffá Sjónvarpinu í því skyni. Þegar Hrafn hafði farið höndum um áætlanir varð niðurstaðan að Valgerður Matthías- dóttir fór ein síns liðs, án aðstoðarmanna. Annað nefndu allin viðmælendur blaðsins, sem var meint rudda-, leg framkoma Hrafns ’ við starfsfólkið. Algeng umkvörtun var að þrátt fyrir yfirlýsingar um skoðanaskipti hefði Hrafn sýnt skoðunum innanhússfólks lítinn áhuga og almennt sýnt StefánJón Hafstein Heimir hefði átt að skýra strax frá raunverulegum ástæðum uppsagnarinnar. HANNES Hólmsteínn Gissurarson Þetta er brot gegn málfrelsi Hrafns. því lítilsvirðingu. Fjáreyðsla í endurbætur á skrifstofu Hrafns bætti heldur ekki móralinn. Hann lét slípa gólfið á skrifstof- unni og pantaði ný húsgögn, meðal annars nýja tölvu, fax- tæki og hillusamstæðu. Þessu var verið að koma fyrir í þá mund sem Heimir sendi Hrafni uppsagnarbréfið. Óvæntar afleiðingar Hrafn hafði átt fundi með út- varpsráði, yfirmönnum og starfsfólki, þar sem ummæli hans voru efnislega nákvæm- lega þau sömu og í sjónvarps- Hvað sagði Hrafn um störf Sveins Einarssonar? „Ég tel hins vegarað á síðustu fjórum árum hefði verið hægt að gera miklu meira iþvi[að fá hæfa utanaðkomandi leik- stjóra] og efég bara lítyf- ir dagskrána þá spyr ég: hvað hafa okkar helstu leikstjórar verið að gera?... [Um skýrslu Sveins] Það getur hver sem er náttúr- lega skrifað um sinn eigin feril á þann hátt sem hann vill. Þetta kalla ég sjálfhælni og á ekki við..." þættinum, að sögn þeirra sem viðstaddir voru. Að vísu mislík- aði mörgum hvernig hann tal- aði, en enginn lýsti þeirri skoð- un að það væri brottrekstrar- sök. Hverju breytti þá sjón- varpsþátturinn? „Honum er auðvitað frjálst að hafa skoðanir, en það er einn hlutur að lýsa þeim á innan- hússfundum og annað að gapa þetta yfir alþjóð. Hefði stjóm Is- lenska útvarpsfélagsins látið það óátalið ef PáU Magnússon hefði talað svona um Stöð 2?“ voru algeng viðbrögð starfs- manna þegar þetta atriði var borið undir þá. Að sögn undir- manna Heimis réð þessi hugsun miklu um ákvörðun hans. Þátturinn, sá fyrsti af nokkr- um, var að undirlagi Hrafns og hann fékk góðvin sinn,.Baldur Hermannsson, til að stjórna út- sendingunni, en Baldur hefur ekki starfað þar innan dyra síð- an Hrafn fór í ffí (hann hætti í vikunni um leið og Hrafn var rekinn). Gera verður ráð fyrir að Hrafn hafi alltaf ætlað að segja það sem hann sagði í þættinum, án þess að sjá fýrir afleiðingar þess, enda búinn að lýsa þessum skoðunum ítrekað innanhúss án þess að verða var við óánægju útvarpsstjóra, að eigin sögn. „Ég á erfitt með að sjá hvern- ig hann hefði átt í framtíðinni að vinna með þessu sama fólki eftir það sem hann hefur sagt um það,“ sagði Ólafur Sig- urðsson, formaður Starfs- mannafélags Sjónvarpsins, sem tók reyndar þátt í umræðunum. Svipuð sjónarmið eru uppi víðs vegar um Ríkisútvarpið og hafa að líkindum riðið baggamuninn um ákvörðun Heimis. Eins og Hrafh kaus Heimir að ræða ekki uppsögnina við blaðamann PRESSUNNAR. „Tilefnið var þessi sjónvarps- þáttur," sagði hann aðspurður um ástæðurnar. En ástœðurnar kunna að verajleiri? „Eg segi ekkert um það,“ sagði útvarpsstjóri. Hvað sagði Hrafn um andstöðu við áform hans? „Vandinn viðstofnun eins og þessa er fyrst og fremst sá aðhérmyndast ákveðnir gamalgrónir starfshópar sem líta á hverja breytingu og hverja nútímatækni sem beinlínistilræði við sig... Menn eru ennþá, ennþá svo smáir isér, að íhvert skipti sem hér á að laga eða bæta, þá rísa alltaf upp hundrað manns sem telja að þetta sé gert þeim tilhöfuðs... Ég er ansi hræddur um að efþessar breytingar komi ekki innan frá, þá verður hreinlega reynt að breyta stofnuninni utan frá, sem ég tel aðsé alltaf galli... “ Davíð til hjálpar Hrafni I Sjálfstæðisflokknum voru viðbrögðin hörð, ekki síst á meðal vina og ráðgjafa Davíðs Oddssonar. Hrafn leitaði strax til forsætisráðherra og hitinn í garð Heimis Steinssonar varð fljótlega mjög mikill. PRESS- UNNI er kunnugt um að sú • hugmynd komst mjög fljótlega í umræðu meðal ráðherra Sjálf- stæðisflokksins að ástæða væri til að víkja Heimi úr embætti. „Þetta verður tilefni til þess að endurskoða bæði stöðu Heimis og Ríkisútvarpsins,“ sagði einn ráðgjafa forsætisráð- herra. „Það hefur verið viðrað á æðstu stöðum að leysa Heimi frá störfum,“ sagði annar mað- ur í lykilráðuneyti og bætti við: „Það er spurning hvort annað sé verjandi en að setja manninn í frí.“ Ef alvara er á bak við þessar umræður á annað borð gæti þetta reynst mjög erfitt við- fangs. Ekki er hægt að vísa til þess að Heimir hafi gerst brot- legur í starfi og brottvikning Hrafns virðist vera fullkomlega lögleg, að mati lögfræðinga sem PRESSAN ræddi við. Sá kostur er í stöðunni að breyta Rík isútvarpinu í hlutafélag eins og öðrum ríkisstofnunum. Við það gæfist tækifæri til að ráða nýjan útvarpsstjóra og virðist það eini lögform- lega ásættanlegi kosturinn í stöðunni, utan að beita Heimi persónulega þrýst- ingi um að taka sér leyfi frá störfum. Forsætisráðherra sinnti ekki skilaboðum um viðtal, en þeir Hrafn hafa ræðst mikið við og stóð bifreið forsætisráðherra meðal annars lengi fyrir utan eina húseigna Hrafns, á Brávalla- götu 20, síðasta þriðjudags- kvöld. Ákvörðun Heimis hefur líka orðið til að rifja upp þá umdeildu ákvörðun Olafs G. að ráða hann síðsumars 1991. Þá sóttist Inga Jóna Þórðardóttir, eiginkona Geirs Haarde, stíft eftir embættinu og hafði til þess stuðning Davíðs Oddsson- ar. Ólafur réð Heimi þvert ofan í óskir Davíðs og Inga Jóna sagði af sér sem for- maður útvarpsráðs. „Þetta „boomerang“ er núna að koma í hausinn á Ólafi,“ sagði einn ráðgjafa forsætisráðherra. „Það er deginum Ijósara að Heimir ædar ekki að breyta neinu á Ríkisútvarpinu. Hans verð- ur minnst fýrir tvennt: brottvikningu Hrafns og þess að láta flagga fyrir út- varpsráði.“ Þessarar óþolinmæði gætir mjög víða innan Sjálf- stæðisfloldcsins, þar sem áhugi er á að breyta RÚV verulega, ef ekki selja það. Ofan á bætast efásemdir um Heimi sjálfan, ekki síst eftir lestur þess sem hann hefur látið frá sér fara síðustu mánuði, meðal annars bréfs til samstarfsmanna sem PRESSAN birti fýrir nokkru. Það og fleira er nú notað til styrktar þeirri hug- mynd að nauðsynlegt sé að hann víki. Karl Th. Birgisson Edda andrésdóttir dagskrárgerðarmaður „Við höfum starfað samanaðýmsum verkefnum, meðal annars þremur kvikmyndum og að- allega að kvik- myndinni „Hrafn- inn flýgur", og kynntumst nokkuð vel. Hrafn er óvenjulegur maður og erfitt að lýsa persónu hans fyrirvaralítið. í mínum huga er hann sérkennileg blanda tveggja persónuleika; hann getur verið hlýr maður og hrókur alls fagnaðar ann- ars vegar en illskeyttur og óvæginn hins vegar. Hann er afskaplega kröfuharður vinnuveitandi en á móti kemur að hann hlífir sér hvergi sjálfur. Hrafn er maður sem aldrei verður logn um." Björn Emi dagskrárgerðarmaður ILSSON „Ég get nú varla sagtaðég þekki Hrafn mjög náið, enda eruþeirsem komastalla leið inn að beini hjá honum ekki margir. En þeir sem þangað kom- ast eru mjög hrifnir af honum, enda er hann svo sannarlega vinur vina sinna. Hrafn hefur mjög sér- stakan gálgahúmor sem ekki allir skilja og sumir gera í að misskilja. Hann er ótrúlega stórtækur og fer mikinn, eins og allir vita, hugmyndaríkur en mistæk- ur og kannski örlítið viðkvæmur. Hann gaf mér mitt fyrsta tækifæri sem dag- skrárgerðarmaður hér við sjónvarpið eft- ir að forverar hans höfðu hafnað mér trekk í trekk. Fyrir það er ég honum æv- inlega þakklátur og ég fullyrði og veit að ég er ekki eini „ungi og óreyndi" kvik- myndagerðarmaðurinn sem hann gefur sitt fyrsta tækifæri. Mjög margir dag- skrárgerðarmenn og kvikmyndagerðar- menn eiga honum mikið að þakka. Svo ekki sé talað um íslenska kvikmynda- gerð almennt. Hann hefur með ótrúleg- um dugnaði sínum átt drjúgan þátt í að beina augum erlendra aðila að íslandi sem mögulegum nýjum vaxtarbroddi í kvikmyndagerð og það ber að þakka." EGILL ÓLAFSSON listamaður „Ég hefátt við hann umalltánægjulegt samstarf. Hann er náttúrulega á köfl- um óalandi og óferjandi, en það á alltafviðummenn athafna og gjörða. Það mundi lítið ger- ast ef við hefðum ekki slíka menn. Það má líka segja um Hrafn að ef menn eru duglegir að moka þá eru þeir kannski stundum að moka skurði sem þeir ættu ekki að vera að moka. Svona eftir á að hyggja hefur verið gaman að starfa með Krumma. Það hefur ekki verið nein logn- molla, en ég get ekki annað en borið honum vel söguna. Alveg burtséð frá Hrafni og meira til íhugunar þá er of mikið af því í þessu þrönga samfélagi okkar — þessum litla bar — að menn tali á bak náunganum, troði skóinn af fólki úti í bæ, í stað þess að koma hreint fram og segja til vamms. Og þetta á jafn- vel við um nánustu samstarfsmenn, þetta mætti breytast." þráinn Bertelsson kvikmyndagerðarmaður „Hrafn er harður maður, óvæginn og fylginn sér. Hann sækisteftirvöld- um. Hrafnerlíka hæfileikaríkurog gáfaðurfram- kvæmdamaðursem J erfljóturaðhugsa. Hann er frekar stór í stykkinu og það tak- ast á í honum kostir og gallar. Og það fer væntanlega eftir því hvorri hliðinni hann snýr að fólki hvort það sér betur kostina eða gallana."

x

Pressan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.