Pressan - 01.04.1993, Page 21

Pressan - 01.04.1993, Page 21
MIKILVÆGI LIFSSKOÐANA DOMARANS Fimmtudagurinn l.apríH993 PRESSAN 21 hún svo sem alveg verið sönn og víst er að það er margt ótrú- legra sem Ryan hefur tekist að koma í blöðin. Til dæmis'frá- sögnin af varúlfunum sem gengu lausir í Southend. Eða af Yorkshire-morðingjanum sem stundaði það að fara á diskótek með konunum í hverfmu. Eða sagan af söngvaranum og kyn- tröllinu George Michael, sem mætti dauðadrukkinn í Limel- ight-klúbbinn og tókst að æla unnustu sína alla út áður en hann var fjarlægður af staðnum. Aðferðirnar sem Ryan hefur beitt við að koma sögum sínum á framfæri við fjölmiðla eru margvíslegar. Ýmist hringir hann inn á ritstjórnir eða sendir skriflegar ábendingar. Hvernig sem hann ber sig að virkar hann einstaklega sannfærandi og enginn virðist sjá við honum fyrr en allt er orðið um seinan. Ryan er orðinn sérfræðingur í að koma af stað sögusögnum og á heiðurinn af mörgu því slúðri sem gengið hefur fjöllum hærra á Bretlandi síðustu árin. Sem dæmi má nefna fréttina um að breska söngkvendið Samantha Fox væri ólétt og stórstjarnan Elton John hefði í hyggju að selja Watford FC, að ótöldum fjölmörgum furðufréttum af bresku konungs^ölskyldunni, sem er í miklu uppáhaldi hjá Ryan, Elísabetu drottningu til mikillar skelfingar. Slæmur vitnisburður um blaðamanna- stéttina I fyrstu hafði Ryan ekki gróðavonina í huga, enda var leikur hans að fjölmiðlum meira til gamans gerður. Fljót- Iega kom þó í ljós að hann var á grænni grein; dæmið gekk fylli- lega upp og gaf talsvert í aðra hönd í þokkabót. Leikurinn breyttist því brátt í fúlustu al- vöru. Ryan tókst að fá vænar fjárgreiðslur fyrir lygasögur sín- ar, bæði beint ffá dagblöðunum og einnig í gegnum veðmál, sem hann kom á fót í lengslum við iðju sína. Upphaflega kynnti Rocky Ry- an sig með réttu nafni í sam- skiptum sínum við dagblöðin. En eftir að stjórnandi sjón- varpsþáttar eins í Bretlandi komst á snoðir um lygavef Ry- ans og varpaði ljósi á afskipti hans af heimsfréttunum sá hann sér þann kost vænstan að fara aðrar og öruggari leiðir. Þannig fór Ryan að notast við dulnefni, gera sér upp erlendan hreim af ýmsum toga og fá leik- ara til liðs við sig, sem fengu það verkefni að hringja inn lygasög- ur hans. Menn geta tæpast annað en verið sammála um að sagan af bragðarefnum Rocky Ryan sé lygasögu líkust. Afskipti hans af heimspressunni hafa enda verið með þvílíkum ólíkindum að það er á mörkunum að hægt sé að leggja á þau trúnað. Mýmörg dæmi síðustu ára sýna þó svart á hvítu að Ryan hefur beinlínis leikið sér að því að hafa blaða- menn að ffflum. Sagan af Ryan. er afspyrnuslæmur vitnisburð- ur um blaðamannastéttina og aðeins til þess fallin að kasta rýrð á hana. Á þeim Qölmörgu æsifréttablöðum, sem ítrekað bitu á agnið hjá bragðarefnum, fannst engum blaðamanni það vitund grunsamlegt hversu oft og reglulega Rocky Ryan þess- um virtist auðnast að detta nið- ur á fyrsta flokks forsíðufréttir. Sú staðreynd er aðeins átakan- lega skýrt merki um að á rit- stjórnum æsifréttablaða heims- ins sé metnaður blaðamanna af afar skornum skammti. Hófsamir verða rót- tæklingar Breytingin á réttinum skýrist ef til vill best með vísan til ferils dómaranna tveggja sem nú eru að hætta. Þegar Kennedy til- nefndi góðvin sinn White árið 1962 var hann meðal íhalds- samari manna í réttinum — á varðbergi gagnvart uppáfinn- ingasemi frjálslyndra og þótti yfirleitt mikilvægara að gæta laga og réttar en að hafa í heiðri Hæstiréttur Bandaríkjanna tekur breytingum Síðasti demókrat- inn í dalnum Bill Clinton fær nú tækifæri fyrstur demókrata í aldarfjórðung til að skipa nýja hæstaréttardómara. Þarmeð hefurhann tækifæri til að vinna á því sem lengst mun lifa afarfleifð Reagans og Bush: meirihluta íhaldsmanna í Hæstarétti. Síðasti Geirfuglinn í Hæsta- rétti Bandaríkjanna er floginn. Byron White hæstaréttardóm- ari tilkynnti fyrir skömmu að hann hygðist láta af embætti í sumar. Hann er eini dómarinn effir í réttinum sem demókrati hefur tilnefht í embætti. Það var árið 1962 og Jack Kennedy var forseti. Líkur eru á að annar dómari, Harry Blackmun, hætti líka á árinu. Þessar tvær afsagnir gefa Bill Clinton forseta tækifæri sem enginn demókrati hefur haft í aldarfjórðung, að um- breyta samsetningu réttarins sem hefur færst mjög langt til hægri. Til lengri tíma litið gæti það aftur haft meiri áhrif á bandarískt þjóðlíf og réttarfar en nokkrar einstakar forseta- og þingkosningar. íhaldsmenn ná vopnum sínum Þetta skiptir máli af því að Hæstiréttur hefur meiri áhrif í bandaríska stjórnkerfinu en tíðkast í öðrum vestrænum lýð- ræðisríkjum. Hlutverk hans er öðru fremur að túlka stjórnar- skrána, en hann fær til úrlausn- ar svo til öll deilumál sem ein- hverju skipta í bandarísku þjóð- lífi. Hæstiréttur hefur bannað kynþáttaaðskilnað í skólum og aðra kynþáttamismunun, fest í sessi jafhan atkvæðisrétt, sýkn- að glæpamenn sem lögreglan hafði ekki kynnt réttarstöðu sína, gert fóstureyðingar lögleg- ar, reynt að skilgreina löglegt klám, bannað og leyft svo aftur flestar dauðarefsingar og skipað Richard Nixon að láta af hendi Watergate-spólurnar sem leiddu með öðru til afsagnar hans, svo nokkur dæmi séu nefnd. Þetta eru allt hápólitísk og viðkvæm mál. Og þess vegna skiptir máli hveijir sitja í réttin- um, hvaða afstöðu þeir hafa til túlkunar á stjórnarskránni, hlutverks ríkisvaldsins og gildis fyrri dóma. Á sjötta áratugnum upphófst byltingarskeið í réttinum undir forsæti Earls Warren, þegar meirihluti frjálslyndra myndað- ist í fjölda umbótamála, sérstak- lega í ýmsum mannréttinda- málum. Það tók íhaldsmenn tæp tuttugu ár að ná vopnum sínum og eftir fjölmargar til- nefhingar Reagans og Bush er rétturinn nú orðinn íhaldssam- ari en hann var frjálslyndur á milli 1950 og 1970. Það vill til að íhaldsmenn eru tregari við að breyta frá eldri ákvörðunum réttarins — að öðrum kosti væru í hættu mörg helstu um- bótamál og réttindi einstaklinga sem áunnist hafa. réttindi sakborninga. Nú þrjátíu árum síðar er hann „vinstra“ megin við miðju réttarins. Til „vinstri" við White er hinn dómarinn sem hættir að líkindum nú, Harry Blackmun. Hann var miðjumaður þegar Richard Nixon skipaði hann ár- ið 1970. Nú er hann beinlínis róttækur í samanburði við aðra og yngri dómara. Blackmun verður helst minnst sem höf- undar dómsins sem gerði fóst- ureyðingar löglegar árið 1973 í máli „Jane Roe„ (dulnefni) á móti Wade- sýslu í Texas. Sú niðurstaða var málamiðlun, en enginn þeirra dómara sem nú sitja myndi taka undir hana óbreytta ef málið kæmi ferskt upp á borðið að nýju. Það er talsmönnum kvenréttinda eðli- lega mikið áhyggjuefhi. Pólitíkus óskast Það er ólán Clintons að það skuli vera þessir „vinstri" menn sem nú eru að hætta. Hófsemd- armaður á borð við White er John Paul Stevens, en ein- hvers konar miðju íhaldsmanna mynda þrír dómarar, Sandra Day O’Connor, David Sout- er og Anthony Kennedy. Hægra megin við þau eru ný- græðingurinn Clarence Thomas, aðalhugmyndafræð- ingurinn Antonin Scalia og forseti réttarins, William Re- hnquist. Ekki er fyrirsjáanlegt að neitt þessara nema hugsan- lega Stevens hætti á næstu ár- um. Hópar innan demókrata- flokksins hafa þegar uppi þrýst- ing á Clinton um að finna ffjáls- lyndan dómara af gamla skól- anum til að vega upp á móti íhaldsmönnunum. Vandinn er sá að of frjálslyndur dómari gæti átt erfitt með að mynda bandalag með íhaldsmönnum og gæti því einangrast líkt og últrahægrimaðurinn Scalia hef- ur gert í hverju málinu á fætur öðru. Clinton þarf því að finna mann sem er nógu virtur lög- spekingur og nógu hófsamur og rökfastur til að geta unnið aðra á sitt band, en uppfyllir jafn- framt nokkrar grunnkröfur demókrata eins og stuðning við fóstureyðingar. Sá eini sem nefndur hefur verið opinberlega er einfarinn frá New York, Mario Cuomo fylkisstjóri. Hann er vel þjálfað- ur í lögspeki, en væntanlega ekki sá málamiðlanapólitíkus sem Clinton er að leita að. Sjálf- ur segir Cuomo að staða hæsta- réttardómara yrði sér annað- hvort himnaríkisdvöl eða hel- vítisvist — sem er aðeins of lýs- andi fyrir óræða afstöðu hans til flestra hluta sem skipta máii. Ef Hillary Clinton fær ein- hverju ráðið verður næsti hæstaréttardómari Marian Wright Edelman, sem auk þess að vera virtur lögfræðingur er blökkukona. Nafrii hennar og fleiri kvenna er nú fleygt um ganga í Washington. Clinton-kynslóðin tekur við Þótt Clinton takist ef til vill ekki að hafa sterk áhrif á stefnu Hæstaréttar næstu árin er víst að nýir dómarar munu smám saman færa réttinn í átt að miðju, meiri stöðugleika og þar með minni breytingum en ótt- ast hafði verið eftir Reagan- byltinguna. Tækifærin eru hins vegar mun fleiri á lægri dóm- stigum, þar sem nú stendur autt eitt af hverjum sjö alríkisdóm- arasætum. Helsta ástæðan er slóðaskapur Bush-stjórnarinn- ar, sem var með eindæmum lengi að gera upp við sig hverja hún ætti að tilnefna í þessi emb- ættiogmiklu fleiri. Fyrir því er hefð að tilnefn- ByronWhite Einn eftir afdómurum demókrata. HarryBlackmun „Róttæklingur" í Hæstarétti sem kominn eryst til hægri. MarioCuomo Sá eini sem Clinton hefur nefntsem hugsanlegan arf- taka Whites. ingar í þessar lægri dómara- stöður séu flokkspólitískar, enda ekki gerðar aðrar kröfur en um staðgóða menntun og þjálfun í lögum. Þangað getur Clinton því sent þá frjálslyndu skoðanabræður sína sem hann kemst ekki upp með að tilnefna til Hæstaréttar. Það verður að uppistöðu til fólk á hans aldri sem eins og hann nam lög og reykti gras á gósendögum frjáls- lyndisins í kringum 1970 og hefur horft í angist upp á til- nefningar repúblikana síðustu árin. Nú er röðin komin að því. Karl Th. Birgisson Sharon Stone eftirsóttust Engum blöðum er um það að fletta að bandaríska kynbomb- an Sharon Stone hefur skotið öðrum leikkonum í Hollywood ref fyrir rass og er orðin effir- sóttust þeirra allra. Aðeins er ár síðan Stone skaust með leiftur- hraða upp á stjörnuhimininn í hlutverki flagðsins í Basic ínst- inct, og nú hefur henni tekist að stela senunni frá öllum hinum stjörnunum. Tilboðunum hefur rignt yfir Stone, öðrum stórleik- konum á borð við Michelle Pfeiffer, Geenu Davis og Juliu Roberts til mikillar mæðu. Stone er nú á kafi í verk- efúum og tekur eitt við af öðru. Hún hafði ekki fyrr lokið leik í spennumyndinni Sliver, sem frumsýnd verður í Bandaríkj- unum í lok maí, en hún sneri sér að nýrri kvikmynd, Int ersection, með Richard Geri að mótleikara. Þá fer Stone m& lítið hlutverk í myndinni Las Action Hero með Arnoh Schwarzenegger í aðalhlut verki og í vor hefjast tökur i ástarsögunni Manhattai Ghost Story. Stone gerði sér 2- milljónir króna að góðu fyri leik sinn í Basic Instinct, en e nú farin að gera talsvert meii launakröfur. Þannnig segir sag an að Stone hafi verið boðna hvorki meira né minna en 50< milljónir króna fyrir aðalhlut verk í kvikmynd eftir bókinn < um John F. Kennedy og Marilyi Monroe, The Immortals. Verð af samningum er um að ræð hæstu laun sem leikkonu haf nokkru sinni verið greidd. Clinton svíkur bróður sinn Það er greinilegt að það er margt sem skiptir Bill Clinton Bandaríkjaforseta meira máli en starfsframi litla bróður hans. Roger Clinton, hálfbróðir for- setans, er einn fjölmargra sveitasöngvara vestanhafs sem eru að reyna að koma sér áfram í kúrekatónlistarheiminum. Ro- ger hefúr óspart notfært sér fjöl- skyldutengsl sín og forsetans og baðað sig í frægðinni þar sem hann hefúr troðið upp. En nú er komið babb í bátinn og ljóst að söngvarinn getur ekki hagnast á bróður sínum eins og hann hafði ætlað sér. Roger hafð skýrt hljómplötuútgefanda sín um sigri hrósandi frá því, ai saxófónleikarinn bróðir han mundi taka með honum ai minnsta kosti eitt lag á væntan legri hljómplötu hans. Hani hafði þó ekki sagt útgefandun gleðitíðindin, en forsetanun snerist skyndilega hugur o; ákvað að draga sig í hlé. End; þótt Bill Clinton sé svo sem ekk í miklum metum sem saxófón leikari í Bandaríkjunum nægð áhugaleysi hans til að hljóm plötuútgefandinn missti all; löngun til samstarfs við kántrí , söngvarann bróður hans.

x

Pressan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.