Pressan - 01.04.1993, Page 26

Pressan - 01.04.1993, Page 26
24 PRESSAN SUMARSMELLIR Fimmtudagurinn 1. aprít 1993 0 (M BÍÓIN HASKOLABIO Uppgjörið Article 99 ★ Mynd um illa rekið hersjúkrahús. Áhugavert fyrir Davíð Á. Gunnarsson og Friðþór Ey- dal. Á bannsvæði Trespass ★ ★ Spenna á litlum gólffleti. Þrátt fyrir að öllu sé haldið sem einföldustu rennur spennan út i sandinn í lokin. En mikið djöfull eru töffararn- irtöff. Elskhuginn The Lover ★★★ Hugljúf saga um ást og losta. Laumuspil Sneakers ★★ Hæg í gang og heldur ómerkileg þegar upp er stað- ið. Bóhemalíf ★★★ Hrá mann- lífslýsing frá Aki Kaurismáki. Karlakórinn Hekla ★ Vond mynd og metnaðarlítil. LAUGARASB IO REGNBOGI NN Englasetrið ★★ Þokkaleg gamanmynd frá frændum vorum Svíum. Nótt ( New York Night in the City ★★ Þótt það sé leiðin- legt að segja það þá fellur þessi mynd á leik sjálfs Ro- berts De Niro. Hann æðir í gegnum rulluna eins og vél- menni sem hefur verið mat- að á fyrri afrekum leikarans. Chaplin ★★ Myndin sem fékk menn til að spyrja sig hvort Chaplin hefði í raun verið nokkuð fyndinn. Síðasti móhíkaninn The Last ofthe Mohicans ★★★ Ævin- týramynd fyrir fullorðna. Svikráð Reservoir Dogs ★★★ ( raun er þessi mynd bölvað ógeð, en frábær díalógur og ágætur leikur gera hana að sérstæðri upplifun. Miðjarðarhafið Mediterr- aneo -k-ick Indæl mynd. Tommi og Jenni ★★★ Krökkunum þykir hún fyndin. Prinsessan og durtarnir ★★★ Ævintýri. SAMBIOI N Háttvirtur þingmaður The Distinguished Gentleman ★ Eddie Murphy á ágæta spretti en alltof fáa til að halda uppi þessari gleðilausu gahnanmynd. Elskan, ég stækkaði barnið Honey, I Blew Up The Kid ★★ Óhæf nema öll fjölskyldan fari saman í bíó. Gamanmynd fyrir börnin, sem tryllast af hlátri yfir óförum óhrjálegrar föðurmyndar. Hryllingsmynd fyrirforeldrana. Konuilmur Scentofa Woman ★ ★★ Leikur Als Pacino og Chris O’Donnel er næg ástæða til að sjá myndina. Olía Lorenzos Lorenzo's Oil ★★★ Vel sögð saga foreldra sem leita þar til þau finna lækningu við banvænum sjúkdómi sonar síns. Ljótur leikur The Crying Game ★★★★ Kemur jafnvel útlifuðum bíófríkum á óvart og fær þau til að gleyma sér. Hinir vægðarlausu Unforgi- ven ★★★★ Frábær mynd um áhrif ofbeldis á ofbeldis- manninn. Umsátrið Under Siege ★★★ Betra framhald af Die Hard en Die Harder. Pottþétt ★★★ Ágætt ★★ Lala ★ Leiðinlegt ©Ömurlegt mmmmmmmm Lífvörðurinn The Bodyguard ★ Mislukkuð mynd með myndarlegum leikurum. Aleinn heima 2 - Týndur í New York Home Alone 2 - Lost in New York ★★★★ Mynd ársins fyrir aðdáendur dett'-á- rassinn-húmors. Bambi ★★★★ Þó ekki væri nema vegna sagnfræðilegra ástæðna er skylda að sjá Bamba reglulega. Fríða og dýrið The Beauty and the Beast ★★★★ Snilld- arverk. 3 ninjar ★ Fyrir tilvonandi vandræðaunglinga. STJORNUBIO Tvífarinn Doppelganger ® Vond mynd. Svala veröld Cool World ★★ Ralph Bakshi (Fritz the Cat) hefur hér búið til hráa og sorglega hugmyndalausa út- gáfu af Who Framed Roger Rabbit? Hrakfallabálkurinn Out on a Limb ★ Unglingamynd gerð af fólki sem telur unglinga fífl. Nemo litli ★★★ Falleg teiknimynd. Beethoven ★★ Bragðarefir Mo' Money ★ Myndin er hröð og skemmti- leg þegar við sjáum heiminn með augum Damons Wayans en leysist síðan upp í nokkurs konar þriller. Drakúla Bram Stoker's Drac- ula ★ Góð mynd fyrir áhuga- menn um förðun en sagan sjálf er nánast óbærilega leið- inleg. Hjónabandssæla Husbands and Wives ★★★★ New York- útgáfa af Bergman; iaus við leiðindin og snilldarbrodd- inn. Heiðursmenn A Few Good Men ★★★ Gott réttardrama með stólpagóðum leik. Sumarplötufióð Pelican. PlShnetan. SSSðl. GCD 00 Bíorh 011 með nýjarplöturí sumar Það lítur allt út fyrir að vorið og sumarið verði gósentíð fyrir plötukaupendur. Upp undir tuttugu íslenskar plötur eru væntanlegar og þegar hafa tvær komið út hjá Steinum. Það eru safnplöturnar Reif í tætlur, með erlendri danstónlist í bland við íslenska, og lög úr kvik- myndinni Stuttum frakka. Þar eru helstu postular poppsins með innlegg ásamt tónlist sem Eyþór Amalds samdi sérstak- lega fyrir myndina. Þrjár hljóm- sveitir eru þessa dagana að taka upp plötur fyrir Steina. Þetta eru gömlu mennirnir í Pelican, Stebbi Hilmars og félagar í Pláhnetunni og Sigga Bein- teins og hennar fólk í Stjóm- inni. Að auki eru Steinamenn með tvær safnplötur í burðar- liðnum. Sú fyrri heitir því óskilj- anlega nafni Grimm dúndur og kemur út í apríl. Þar eru fyrr- töldu sveitirnar þrjár með ný lög ásamt Jet Black Joe, Todmobile og erlendum flytj- PÉTUR KRISTJÁNSSON Pelikan er með plötu til að hita upp fyrir sveitaböllin. endum. Sú seinni verður líklega á ferðinni síðar í sumar. Um mánaðamótin maí/júní má búast við plötum GCD og SSSól frá SkíÁinni. GCD-plat- an á jafhvel að taka þeirri fyrstu fram í krafti og skemmtilegheit- um og Sólin er með ný lög og ís- POPP Fíntt Lenny — slappur Ferry LENNY KRAVITZ ARE YOU GONNA GO MY WAY? GUNNAR HJÁLMARSSON BRIAN FERRY TAXI ® Ef Lenny Kravitz væri troð- ið í tímavél og hann sendur til ársins 1968 mundi hann ekki valda miklum usla í tónlistar- heiminum. Hann félli eins og flís við rokkrass tíðarandans og Jimi Hendrix og John Lennon færu ef til vill í höfundarréttar- mál við hann. í dag þarf hann ekki að óttast réttindi dauðra rokkara og rótar ósmeykur í lagerum Jimis og Johns. Þar hefur hann fundið ýmislegt góðgæti og útfærir það á fag- legan og hressilegan máta á þriðju plötu sinni. Platan er ellefu laga og skemmtileg. Titillagið kemur fyrst; slungið töffararokk í anda Hendrix, og næsta lag, Believe, er nýmóðins útfærsla á Hey Jude. Þetta er kjörin byrjun og í heild víkur platan ekki mikið út frá því sem þar er gefið í skyn. Platan er ffekar róleg; úrvalslagasmíðar eins og Sugar og Come on and love me ættu að eiga greiðan að- gang að vinsældalistunum, og nokkurt rokkris er um miðbik plötunnar í laginu Is there any love in your heart?. Þunnt raggí-lag í lokin, Eleutheria, virkar þó ekki, nema sem stfl- brot. Lenny var með þeim fyrstu sem sýndu þá viðleitni að nota gamlar græjur og hljóðfæri til að ná rétta gamaldags „sánd- inu“. Þessi árátta, að afneita nýju græjunum, hefúr náð alla leið hingað: Bönd eins og Jet Black Joe og Nýdönsk hafa til- einkað sér þessa stæla. í raun er þetta hálfgerð yfirborðs- mennska og þröskuldur á eðli- lega framþróun rokksins. Ef hippaböndin hefðu hugsað eins væru menn enn að hjakka í sándinu sem Elvis, Chuck og félagar notuðu á sokkabands- árum rokksins. Lenny Kravitz verður því seint talinn frum- legur, en hann er fínn sem stælgæi og með melódíusmíð- ina á hreinu. Annar stælgæi, Brian Ferry, býður upp á gömul lög í nýjum búningi á nýjustu plötu sinni. Ferry getur verið ánægður með margt af ferlinum. RoxyMusic var gott band og margt af sóló- plötum hans í gegnum tíðina hefur verið fínt nosturpopp. Nú eru fimm ár liðin síðan Ferry var á ferðinni síðast með hina ágætu Béte Noire. Hann hefur verið að vinna alllengi við nýja plötu, Horoscope, en er ekki enn ánægður með hana, og Taxi er líldega hugs- uð til að minna á tilvéru stæl- gæjans. Það eru hvorki meira né minna en tólf myndir af Ferry á umbúðum nýju plöt- unnar. Kaupendur fá góða hugmynd um útlit popparans ;,Taxi er full af máttlausu góð- gœtifyrir tískusýn- ingarfólk og miðaldra konur sem sjá um há greiðslu- keppnirý og sjá að hér er á ferð vel dress- aður þotugæi sem ætti kannsld bara að halda sig í sýningar- bransanum — að minnsta kosti ef Taxi er það sem koma skal. Platan er ótrúlega slöpp og einlit. Frábær gömul lög eins og Velvet Underground-hgiö All tomorrow’s parties sem Nico söng um árið og I put a spell on you eftir villimanninn Screamin’ Jay Hawkins missa allan kraft og kjarna í með- höndlun Ferrys. Hann þröngv- ar þeim í óþægilegan skradd- arasaumaðan samkvæmis- klæðnað. Answer me og Girl of my best friend eru þá strax skárri; þar bregður Ferry sér ekki langt ffá upprunalegu út- gáfunni og því verður ekki neitað að rödd Ferrys hæfir vel þokukenndri ballöðutónlist. Taxi er full af máttlausu góðgæti fyrir t.d. tískusýning- arfólk og miðaldra konur sem sjá um hárgreiðslukeppnir. Hvað er betra en koma heim eftir erfiðan dag við spegilinn, leggjast í leðursófann með sérrí og hlusta á Ferry hjala móðu- kennda slagara? Taxi er tón- listarlegt valíum þotuliðsins líkt og Minningar 2 var valíum húsmæðranna. SlGGA BEINTEINS Stjórnin gefur út sumar- smelli í ár eins og í fyrra. lenskar útgáfur af „ensku plöt- unni“ þeirra svokölluðu, sem verður líklega ekki sett á mark- að hér þegar hún kemur út. Einnig gefa Skífumenn út safn- plötu með GCD, SSSól, og nýju lagi frá Nýdanskri ásamt er- lendum popplögum. Vaxtarbroddur tónlistarfló- runnar fær óneitanlega góða að- hlynningu í júní þegar „0“- diskurinn svonefndi kemur út. Um er að ræða tveggja diska pakka með hátt á þriðja tug flytjenda. Pakkinn verður seld- ur á verði einnar geislaplötu en auk þess mun annar diskurinn fylgja með fyrstu þúsund ein- tökum næsta tölublaðs tísku- tímaritsins Núllsins. Efni „0“- pakkans skiptist á milii nýrrar danstónlistar og rokks. Meðal flytjenda verða Spaceman Spliff, T-World og Secret Ag- ent úr dansgeiranum og Kol- rassa krókríðandi, íslenskir tónar og Curver úr rokkinu. Einnig mun Björk Guð- mimdsdóttir eiga efni á útgáf- unni, en eins og áður hefur komið fram kemur platan hennar, „Debut“, út í júní. Aðrir Sykurmolar verða lík- lega einnig með plötur í sumar. Bogomil Font & Milljóna- mæringarnir gefa út plötuna „Costa del Mosó“ og sam- starfsverkefhi Einars Arnar og Hilmars Arnar, sem þeir kalla Frostbite, mun að öllum lík- indum h'ta dagsins ljós. í sumar verður nokkuð um endurútgáfur, en nú er hippa- rokkið að mestu komið út svo tími er kominn á ræflarokkið. S.H. Draumur verður með geislaplötuna „Allt heila klabbið“ í apríl og er titill plöt- unnar lýsandi fyrir innihaldið. Bestu verk Purrks Pilínikks og Þeysara — „Ekki enh“ og „Mjötviður mær“ — verða gefin út á geisla í sumar. Ef þessar útgáfur ganga vel verður Björk Guðmundsdóttir Gefur „Debut" út íjúní. kafað dýpra í nýbylgjukjölinn í haust. Rokksveitin Lipstick Lovers verður með plötu í sumar og gleðiplata Sniglabandsins er væntanleg í apríl. Líklega verða einnig enn fleiri sveitir með í sumarflóðinu, svo ljóst er að líf- legt tónlistarsumar er framund- an._______________________ Gunnar Hjálmarsson Egillog Viðar með sakamál í farteskinu Við úthlutun úr Menningar- sjóði útvarpsstöðva var tveimur aðilum, þeim Agli Eðvarðssyni og Viðari Víkingssyni, veitt skil- yrt loforð um 10 milljóna króna styrk hvorum. Upphæðin verð- ur því aðeins greidd út að við- komandi takist að fjármagna allan kostnað annan á öðrum vettvangi. PRESSAN forvitnað- ist um verkefnin sem eru í vinnslu hjá þeim Agli og Viðari. „Myndin er hugsuð sem þriggja þátta drama en vinnu- heiti handritsins er „Blóð skömm". Það fjallar um aldargamalt sakamál, þekkt sem Sólborgar- málið frá árinu 1893,“ segir Egill Eðvarðsson. „Um þessar mundir er ég að leggja síðustu hönd á handritið, en það verður að fullklára áður en leitað er ' eftir ffekari f)ir- m ö g n u n . Kostnaðaráætl- un liggur ekki fyrir en ljóst að kostnaður verð- ur mun meiri en nemur við- komandi framlagi til mín úr Menningarsjóði.“ Egill segir marga hafa fjallað um þetta tiltekna sakamál, sem var fyrsta dómsmál Einars Benediktssonar skálds, aukþess sem töluvert hafi verið um það skrifað. „Eftir að hafa legið yfir heimildum á Þjóðskjalasafninu, komist yfir spennandi gögn og talað við fólk sem kunnugt er málavöxtu tel ég mig hafa fund- ið nýjan flöt á málinu. Af þeim sökum vonast ég til ‘ ^að varpa ljósi á annan k sannleik en legið hef- i ur fyrir fram að þessu.“ Verkefni Við- VlÐAR VÍKINGSSON vinnurað handriti um Geirfinnsmálið. ars Víkingssonar er ekki af ólík- um toga og fjallar einnig um sakamál. Það er þó öllu nær okkur í tíma og flestum enn í fersku minni. „Geirfinnsmálið hefur verið mér hugleikið í langan tíma og allt síðasta ár hef ég unnið að gerð handritsins,“ segir Viðar. „Um leikna heim- ildamynd í tveimur hlutum verður að ræða og eitthvað yrði hún í líkingu við þá sakamála- þætti sem við þekkjum úr er- lendu sjónvarpi.“ Viðar segir frekari fjármögnun vera næsta skref en loforð fyrir úthlutun úr sjóðnum komi sér vel. Kostnað- aráætlun liggur ekki fyrir en hann ráðgerir að heildarupp- hæð verði aldrei lægri en um 50 milljónir króna.

x

Pressan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.