Pressan - 15.04.1993, Blaðsíða 6
6 PRESSAN
YFIRHEYRSLA
Fimmtudagurinn 15. apríl 1993
Hrafn Gunnlaugsson um peningana, mddaskapinn, Davíð og Heimi. Og allt hitt.
„Skussunum stendur stuggur af mér“
Hann hefur fengið á annað
hundrað milljónir úr opinber-
um sjóðum á síðustu árum, þar
af hátt í fimmtíu nýlega, fær sér-
samninga hjá Sjónvarpinu,
brýtur reglur Kvikmyndasjóðs,
situr í öllum stjórnum sem
snerta kvikmyndagerð, lætur
vini'sína ráðherrana redda því
sem fer úrskeiðis, hyglar sjálf-
um sér og vinum sínum og refs-
ar óvinum, er óþolandi ruddi í
umgengni og fékk áminningar
fyrir dónaskap við starfsfólk
Sjónvarps. Og hann gerði Hvíta
víkinginn.
Þetta er í stuttu máli ein lýs-
ingin á Hrafni Gunnlaugs-
syni. Hann hefur lítið rætt við
fjölmiðla í átökum síðustu daga
— og alls ekki við PRESSUNA
— en gaf í gær kost á símavið-
tali.
núna, því ný stjórn verður skip-
uð á miðju sumri. Það er engin
úthlutun 'í gangi og ég sé ekki
ástæðu til að breyta því.
Hins vegar sendi ég Samtök-
um kvikmyndaleikstjóra bréf
sama dag og ég varð fram-
kvæmdastjóri og óskaði eftir að
verða leystur úr stjórninni. Ég
hætti sjálfkrafa sem formaður
Félags kvikmyndaframleiðenda
í maí samkvæmt lögum félags-
ins. Ég hef verið stjórnarfor-
maður í Sambandi íslenskra
kvikmyndaframleiðenda allan
tímann sem ég var í launalausu
leyfi frá Sjónvarpinu. Ég var
kjörinn mótframboðslaust af
mínum félögum, án þess að ég
sæktist eftir því. Aðalfúndur er í
maí og ég sé enga ástæðu til að
flýta honum. Þetta ræddi ég við
félaga mína og enginn gerði at-
| „Auðvitað ræddum við
Davíð þetta eins og menn
ræða það sem er að gerast
íþjóðfélaginu, en ég hef
ekki farið fram á neina
aðstoð frá honum íþessu máli."
Þú leitaðirekki eftirsam-
þykki Kvikmyndasjóðs þegar
þúgerðirsamninginn um
Hin helgu vé við Sjónvarpið.
Hvernig œtlarðu að leysa það
málf
„FILM hf. mun skrifa stjórn
Kvikmyndasjóðs bréf og benda
á að þessi reglugerð er sett til að
vernda hag framleiðenda, en
ekki til að vernda sjóðinn, í
þessu tilfelli sé það hagur fram-
leiðandans að undanþága verði
veitt og FILM óski eftir því. Svo
verður rnálið að hafa sinn
gang.“
En þú sitursjálfur ístjóm
Kvikmyndasjóðs.
„Ég mun ekki fjalla um þetta
mál sjálfúr."
Ætlarðu að sitja þar áfram?
„Ég sat í stjórn sjóðsins sem
dagskrárstjóri Sjónvarpsins, var
kjörinn í stjóm hans af félögum
mínum lýðræðislegri kosningu
og síðar skipaður af Svavari
Gestssyni, þáverandi mennta-
málaráðherra. Ég sé ekki að það
breyti öllu þótt ég sé orðinn
framkvæmdastjóri Sjónvarps
„Égafþakkaði
fréttaviðtalvið
Sigrúnu Stefáns-
dótturogbaðum
að segja henni að
égteldiaðhún
væri ekki rétti að-
ilinntilaðfjalla
hlutlaustum
þettamál"
hugasemd við það.“
Enþú œtlar að hœtta þá?
„Já, þá hætti ég að sjálfsögðu.
Ég lýsti því yfir strax um ára-
mót, enda fer það ekki saman
við störf mín hjá Sjónvarpinu.“
Það hefur verið talað um
bullandi hagsmunaárekstra í
öllum þessum stjómarsetum
þínum.
„Ég hef setið í þessum stjóm-
urn á meðan ég var í ffíi, í flest-
öllum tilfellum kjörinn af félög-
um mínum lýðræðislegri kosn-
ingu eða skipaður. Varðandi
Menningarsjóð útvarpsstöðva
skrifaði ég ráðherra bréf
skömmu eftir áramótin og benti
honum á að eðlilegt væri að
skipa nýjan formann með vor-
inu. Við sömdum um að það
myndi gerast eftir páska, en út-
hlutun er lokið á þessu ári og
verður ekki affur fyrr en um
áramót."
Innan kvikmyndageirans er
sagt að það sé ekki hægt að
snúa sér við án þess að sjá
andlitið á þér.
„Þetta er örlítill hópur —
mínir öfundarmenn — sem
svona talar. Það verður að
spyrja: hvers vegna kýs kvik-
myndageirinn mig í Kvik-
myndasjóð, sem formann Sam-
bands íslenskra kvikmynda-
ffamleiðenda, sem' ritara Félags
kvikmyndaleikstjóra? Það er þá
við hann að sakast. Ég er kosinn
þama alls staðar með töluverð-
um atkvæðamun eða mótffam-
boðslaust. í tveimur tilfellum
var ég ekki á landinu þegar
þetta gerðist og þótti það ekkert
of snjallar fféttir að ég þyrfti að
axla þessa ábyrgð fyrir félaga
mína.
Þessi kvikmyndaheimur er
lítill og kvikmyndagerðin hefúr
átt sér fáa málsvara. Ég er ffekur
til fjörsins og mönnum hefur
fundist ég geta rutt málum
kvikmyndagerðarmanna ffam á
pallborðið. Þess vegna hef ég
væntanlega valist í þessi störf.
Flestir kvikmyndagerðar-
manna eru samstarfsmenn
mínir og vinir, en það verður
ekki hjá því komist í fámennri
stétt að einhverjir leggi fæð á
mann.“
íþínu tilfelli em þeir annað-
hvortfleiri eða lœtur hærra í
þeim engenguroggerist.
„Nei, staðreyndin er að ef það
er ekki hægt að vega mann sem
listamann, þá er það reynt ann-
ars staðar. Þegar ekki er hægt að
vega að þér sem listamanni er
gjarna reynt að vega að þér sem
persónu.“
Ogumpersónu
Hrafns Gunnlaugs-
sonar er sagt að
stjómunarhættir
hans ogframkoma
séu með þeim hœtti
að það sé ekki hægt
að vinna með hon-
um.
„Ég hef gert margar
kvikmyndir og aldrei
átt í neinum sam-
starfserfiðleikum við
mitt fólk. Af hverju?
Af því að þar hef ég
getað valið menn í
hvert rúm, toppfag-
menn. Ég veit að
skussum stendur
stuggur af mér, af því
að þeim finnst hags-
munum sínum ógn-
að. Það er ekkert nýtt.
Þetta er harður heim-
ur og oft einfaldlega
spurning um að lifa
af.“
Þérerlýstsem
'mdda ogfrekju af
þeim sem vinna
með þér.
„Nei, ekki af þeim
sem vinna með mér.“
Að minnsta kosti
þeim sem áttu að
fara að vinna með
þér.
„Þeir sem vinna
með mér hafa off sagt
að ég sé kröfuharður,
en munu jafnframt
staðfesta að ég geri
mestar kröfúr til sjálfs
mín. Mér þætti
merkilegt ef einhver,
sem hefúr unnið náið
með mér, heldur þvf
fram að ég sé ruddi.
Ég held að ég sé sann-
gjarn, þótt ég sé
kröfúharður. Það sem fer í taug-
arnar á mér eru óheilindi, rolu-
skapur og sjálfsvorkunn."
Hvemiglíðurþér að þurfa að
fara að stjómafólki sem þú
hefur sagt að séu meira og
minna skussar?
„Það voru ekki mín orð.“
En efnislega.
„Nei, ekki einu sinni efnis-
lega. Ég sagði að það hefði orðið
atgervisflótti frá Sjónvarpinu og
það þyrfti að laða að nýja og
kraffmikla starfsmenn.“
Þetta ersamtþað semfólk
innan Sjónvarpsins hefur á
tilfinningunni eftirað hafa
hlustað á þig.
„Nei, þetta er tilfinning sem
lítill hópur stofnanaeigendafé-
lagsins hefur reynt að búa til.
Þetta fólk hefur meðal annars
reynt að kúga þá starfsmenn,
sem vildu standa gegn rógsher-
ferðinni, með hótunum til að
mæta í klappliðið á þingpöllun-
um. Dæmi um hve þessi stofn-
un er orðin sjálfupptekin er að
þegar Sigrún Stefánsdóttir er
nýbúin að vera í klappliðinu á
þingpöllum, þá vildi hún taka
við mig fréttaviðtal. Ég afþakk-
aði það og bað um að segja
henni að ég teldi að hún væri
ekki rétti aðilinn til að fjalla
hlutlaust um þetta mál.“
Þetta lýsir kannski stöðu
þinni innan Sjónvarps, þar
sem þú þarft að vinna með
fólki sem villþig burtu sem
fyrst.
„Ég er frjáls maður í frjálsu
landi og ég læt ekki kúga mig.
Það er svo einfalt. Ég hef
ákveðna sannfæringu um að ég
sé að gera rétt og ákveðna hug-
mynd um sjálfan mig gagnvart
þeirri sannfæringu. Sú mynd
hefúr hvorki ruglast né brengl-
ast við þessi átök og ég mun
halda áfram að fylgja þeirri
sannfæringu."
Hvemighefur samstarfið við
Heimi Steinsson gengið?
„Ég hef ekkert um það að
segja að sinni.“
Finnst þér Heimirgóður út-
varpsstjóri?
" „Það er persónuleg skoðun
sem ég ætla ekki að tjá mig
um.“
Það hafa komið upp hnökrar,
til dæmis í kringum ráðningu
Baldurs Hermannssonar.
„Það hefúr ekkert komið upp
sem við höfúm ekki getað leyst.
Það koma alltaf upp umræðu-
efni í svona stofnun.“
Fór Heimirfram á það við
þigaðfá að komafram í
Sjónvarpinu einu sinni í
mánuði með lítinn pistil?
„Það komu ýmis bréf til mín
frá Heimi á meðan ég var dag-
skrárstjóri og þau mál heyra nú
undir næsta dagskrárstjóra. Ég
get ekki tjáð mig um það að svo
stöddu."
Er hugsanlegt að þessi bréfa-
skipti séu hluti skýringarinn-
ar áþvíaðþú varst rekinn?
„Eg tel það algerlega útilokað.
Þau bréfaskipti voru á einn veg;
það var hann sem skrifaði mér.
Ég skrifaði honum engin bréf.“
En kannski viðbrögð þín við
þessum bréfum?
„Það voru engin viðbrögð frá
mér. Ég hafði ekki verið þarna
nema fáeina daga þegar mér var
sagt upp fyrirvaralaust. Áður en
ég var rekinn hafði aldrei borið
minnsta skugga á samstarf okk-
ar Heimis og aldrei farið styggð-
arorð á milli okkar.“
Hver vom afskipti Davíðs
Oddssonar afþessu máli öllu?
„Davíð Oddsson hafði engin
önnur afskipti en þau sem verk-
stjóri ríkisstjómar hefur í svona
tilfelli. Ég leitaði til mennta-
málaráðherra og lét hann hafa
öll gögn um samskipti okkar
Heimis. Hann hefur sagst hafa
haff samband við aðra ráðherra
Sjálfstæðisflokksins. Meira veit
ég ekki um það mál.“
Talaðir þú sjálfur við Davíð?
„Ég talaði við hann sem
kunningi, en út af allt öðru máli.
Ég ætlaði að sýna honum
myndbandsspólu með mynd-
inni Hin helgu vé. Ég hef alltaf
sýnt honum og öðrum góðum
vinum mínum myndirnar mín-
ar þegar þær hafa verið til í gróf-
klippi. En það kom þessu máli
ekkert við. Ég leit svo á að þetta
væri mál Ólafs G. Einarssonar,
hann réð útvarpsstjóra og ber
ábyrgð á ráðningu Heimis. Ég
taldi að þetta væri hans mál að
leysa. Það gæti enginn leyst það
fyrir hann.“
Ætlarðu að segja mérað
þetta hafi ekki komið upp í
samtölumykkar Davíðs?
„Auðvitað ræddum við þetta
eins og menn ræða það sem er
að gerast í þjóðfélaginu, en ég
hef ekki farið ffarn á neina að-
stoð frá honum í þessu máli.
Það væri líka alveg út úr kort-
inu. Ég taldi að málið væri í
góðum höndum eftir að ég
ræddi við menntamálaráðherra.
Fréttaviðtöl við ráðherra daginn
sem þetta gerist sýna líka hver
hans viðbrögð voru. Það er
löngu áður en ég hitti Davíð
Oddsson. Ég held að það hafi
ekki þurft neinn til að hjálpa
menntamálaráðherra að gera
upp hug sinn í þessu máli.“
En eitthvað hafðifarið á milli
þeirra Davíðs um morgun-
inn?
„Ég hef ekki hugmynd um
hvað þeim fór á milli.“
Mérsýnistaðþú hafirfengið
45 til 50 milljónir úr opinber-
um sjóðum bara síðustu 14 til
15 mánuði. Þegarlitiðerá
fjárframlögsíðustu ára til
viðbótar virðist rétt að spyrja
hvers skattgreiðendur eiga að
gjalda, að þú skulir vera til?
„Þeir eiga einskis að gjalda.
Myndir mínar, til dæmis Hrafn-
inn flýgur, slógu í gegn í útlönd-
um og mín listaverk hafa öll
meira og minna skilað aftur því
sem til þeirra var greitt, með
beinum og óbeinum hætti.
Þessi upphæð er heldur ekki
nema um helmingur af því sem
Hin helgu vé kosta. Hingað til
hafa Svíar stutt mig og ég á vel-
gengni mína þeim öðrum ffern-
ur að þakka. Hér heima hafa
ýmsir menn ffekar reynt að
leggja stein í götu mína.“
Utanfrá séð er myndin afþér
t hugum margra aðþarsé
ekki einasta maðursem bú-
inn er að koma sér á alla
pósta, sem snerta kvik-
myndagerð í landinu, heldur
sækir mestsittfé til almenn-
ings ogsvífst einskis við það.
„Þetta er ímyndin sem fjöl-
miðlar hafa búið til og þeir geta
búið til hvaða ímynd sem þeir
vilja, sérstaklega ef maðurinn,
sem um er fjallað, er listamaður
sem fer ótroðnar slóðir og er að
reyna að breyta stöðnuðu kerfi í
óþökk manna sem finnst hags-
munum sínum ógnað og bregð-
ast við með því að bera út róg í
fjölmiðlum. Ég hef ekki talið
það hlutverk mitt að standa í
því að búa til fegraða mynd 'af
mér í fjölmiðlum."
Þú virðistþó vera viðkvæm-
ari enflestirþeir, sem lenda i
opinberri umræðu,fyrirþví
sem um þigersagt.
„Nei, ég held að það séu fáir
með þykkari skráp en ég. í eina
skiptið sem ég hef verið við-
kvæmur var þegar þið fölsuðuð
eftir mig ummæli í PRESSUNNI
vegna áramótaummæla."
Þú átt líka í málaferlum við
Sigurð Á. Friðþjófsson á
Helgarblaðinu sáluga.
„Þá talaði ég við einn þekkt-
asta lögfræðing landsins, sem
sagði: „Hrafn, það hefur verið
gefið út á þig veiðileyfi og ef þú
berð ekki hönd fyrir höfuð þér
núna, þá mun þessi umræða
verða ennþá verri. Ég skora á
þig að fara í mál.“ Þetta var farið
að bitna illa á mínum nánustu
svo ég sá mér engan annan kost
í stöðunni.“
En sem opinberpersóna verð-
urðu að sœtta þig við alls
kyns umjjöllun.
„Það er sjálfsagt að listamenn
verði fyrir gagnrýni á verk sín
og embættismenn taki við allri
þeirri gagnrýni sem þeir eiga
skilið í embætti sínu. En í þessu
tilfelli var vegið að einkalífi
mínu og persónu og á þvf
byggjum við málið. Umfjöllun-
in var komin út fyrir allt sem
má kalla almennt velsæmi.“
Þó er „veiðileyfi“ á opinberar
persónur eins ogsjálfan þig.
„Sumir fuglar eru friðaðir
vissa mánuði á ári. Ég hef ekki
orðið var við að friðunarlöggjöf-
in nái til mín.“
Karl Th. Birgisson
1 „Bréfaskiptin voru á einn
* veg; það var Heimir sem
skrifaðimér: Égskrifaði
honum engin bréf"
B„Ég talaði við Davíð sem
kunningi, en út afallt