Pressan - 15.04.1993, Blaðsíða 17
S K I L A B O Ð
Fimmtudagurinn 15. apríl 1993
PBESSAN 1 7
það svo: . hann fór að dytta
að sér eins og illa förnu húsi.“
Árangurinn?: „... öll hans
áform urðu eins og þyrilþokur
sem aldrei verða að stjörnum."
I ævisögu sinni skilur The-
ódór við Steindór þar sem hann
er enn lagstur í drykkjuslark,
„og þá var heilsan tekin að bila
að verulegu leyti“.
Þáttur Steins
Steinarr
Theódór kynntist Steini fyrst
á biðstofu Ríkisútvarpsins í
Reykjavík:
„Ekkert fannst mér stórfeng-
legt við þennan mann. Hann
var á stærð við fermingardreng,
holdþunnur og visinn... Ég sá
þess enn eitt dæmi að gáfur
manna fara ekki eftir holdafari
og líkamsvexti. Ég fór að virða
manninn betur fyrir mér. Já, já,
ekki mundi hann bera miÚa
virðingu fyrir mannfólkinu —
svona yfirleitt."
Steinn kom oft til Theódórs
og fékk að halla sér á bekknum
góða en haustið 1939 tók hann á
leigu hliðarherbergi inn af stofu
Theódórs:
„Heldur var Steinn þurr á
manninn og fár í tali hversdags-
lega. Ekki var hann heldur
nema í meðallagi góðgjarn í
umtali um aðra menn... Ekki
var hann drykkfelldur... Stund-
um var hann þó undir áhrifum
víns, og varð hann þá ærslafull-
ur og ör í framkomu. Þá gerðist
hann opinskár og sagði mér ffá
ævintýrum sínum og kvenna-
förum sem hann lét talsvert yfir.
Víst var að ekki var hann frábit-
inn kvenfólki og heldur var
hann opinskár um þau efni
enda hafði ég þá gaman af
skáldinu."
Steinn tók nú að bjóða til sín
ungri og menntaðri stúlku:
„Mér ógnaði að hún skyldi
geta gert sér bekkjarskriflið að
góðu... urðu þau, hann og
stúlkan, að bauka í myrkrinu
þarna inni í kompunni.“
Nokkru síðar slettist upp á
vinskapinn milli Steins og stúlk-
unnar þegar honum þötti hún
sýna öðrum manni óhæfilega
mikla athygli og ástúð. Kom
Steinn heim til Theódórs og
sagðist hafa brotið allt og
bramlað í heldri manna húsi
vegna þessa:
„Hann hafði svo mikla til-
burði, að ég hélt, að hann
mundi rífa klæði sín eins og
Gyðingar forðum, hann ýmist
las bölbænir við nafn djöfulsins
eða grét af sársauka og sökn-
uði... Þegar hann tók ögn að
stillast, þuldi hann sárar harma-
tölur, og kvað hann sér ekki
fært að lifa lengur við tryggðar-
rof kvenna. Ég tók undir það
með honum og sagði, að vafa-
laust væri rétt af honum að fyr-
irfara sér. En þá varð hann reið-
ur, barði frá sér með hnefunum
og aftók með öllu að farga lífi
sínu...“
Theódór tók að róa Stein og
hvatti hann til að semja kvæði af
þessu tilefni:
„Steinn varð nú smám sam-
an rólegri og þegar hann loks
sofnaði, varð hann góðlegur á
svíp, enda erhann jafnan feg-
urri í svefni en vöku.“
-Stuttu seinna-sendi Steinn ffá
sér Chaplinsvísu, módel 1939.
f þeim stutta kafla sem The-
ódór ritar um Stein Steinarr
kemur fram að margt í um-
gengni Steins féll honum miður:
„... ég hef ekki kynnzt öðrum
eins trassaskap og hirðuleysi og
hjá Steini.“
Þegar Theódór brá sér utan-
bæjar óð Steinn um herbergi
hans eins og það væri hans eigið
og þegar Theódór kom í bæinn
var aðkoman ófögur:
„Ekki hefði ég getað trúað
því, að skáld gæti gengið svona
um í annars manns herbergi.
Bækurnar mínar lágu hingað og
þangað um gólfið, sumar undir bekkn-
um, aðrar undir skrifborðinu. Annað
var eftir þessu, og var allt á tætingu og
sundurlaust."
Theódór lýsir tiltektinni svo: „Var
þetta líkast hreingemingu á lúkar í há-
karlaskipi.11
Nokkrum dögum seinna flutti
Steinn burt. Theódór minntist hann
ekki með kala:
„Ég bæði kenndi í brjósti um hann
og dáðist að sumum kvæðum hans.
Steinn þoldi mér hins vegar, þó að ég
atyrti hann fyrir eitt og annað, ef það
var ekki skáldskapur hans. En það
þoldi hann hvorki mér eða öðrum að
lítið væri gert úr ljóðum hans. Þau voru
helgidómur hans, og ef hann gat treyst
skáldgáfu sinni, gat hann sætt sig við
allt annað. Mér fannst jafnvel hann láta
sig ekki neitt annað varða í raun og
vem. En mér fannst að skáld þyrfti ekki
að vera alveg hirðulaust um alla um-
gengni við annað fólk... Ekki hafði ég
hugmynd um hvaðan Steini Steinarr
komu peningar, til þess að hann gæti
haldið sér á floti. — Hann var að vísu
við og við að selja kvæði, vel ort og ein-
kennileg. — Það var fjöreggið hans.“
HAFNARSTRÆTI15
REYKJAVÍK SÍMI13340
Viltu gera góð kaup?
Hefur þú skoðað mrtjum
afsláttarstandinn Ttl/yu
í Pelsinum? afsláttur
DÆMI UM ÞESSA VIKU:
Minkapelskápur og jakkar,
pelsfóðurkápur og jakkar,
kasmírkápur, ullarkápur,
leðurkápur og jakkar.
Greiðslu
Fallegur fatnaður frá
PEISINN
Kirkjuhvoli ■ sími 20160
NY VARAHLUTAVERSLUN
Höfum opnað varahlutaverslun
fyrir japanska bíla
Eigum á lager:
Tímareimar
Kúplingar
Bremsuhluti
Bensíndælur
Legusett
Vatnsdælur
Ýmsa rofa
ofl. ofl.
Þuppkup með
péttum festingum
VARAHLUTAVERSLUN hf
fypir japanska bíla
Smiðjuvegi 24 c 200 Kópavogi
sími 870240
fax 870250
MERKISMENNHF