Pressan - 29.04.1993, Blaðsíða 6

Pressan - 29.04.1993, Blaðsíða 6
F R E TT I R 6 PRESSAN Fimmtudagurinn 29. apríl 1993 MENN •o 1 s Guðmundur Magnússon þjóðminjavörður Árni Magnússon okkar tíma Þar fór það. Nú á íslenska þjóðin enga báta. Ekki nema þá sem úreldingarsjóður kaupir. En fornbátar Þjóðminjasaíhsins eru fuðraðir upp. Guðmundur Magnússon þjóðminjavörður sagði að það væri mesta tjón sem orðið hefði í samanlagðri fomminjasögu þjóðarinnar síð- an handritin brunnu í Kaup- mannahöfn. Ja hérna hér. Ég sem vissi ekki einu sinni að þessir bátar væm til. Og á þar af leiðandi erf- itt með að sakna þeirra. Ég held líka að þeir á Þjóðminjasafninu sakni þeirra heldur eldcert sér- staklega. En nú veit ég að margt er líkt með þeim Árna og Guð- mundi. Handritin í Kaupmannahöfn brunnu áður en brunavarnir voru fundnar upp. Þau brunnu líka áður en almennilegar trygg- ingar komust á laggirnar. Ef handritin væru enn til og ef Árni Magnússon væri enn á meðal okkar er ég viss um að hann mundi kaupa reykskynj- ara í bókasafnið sitt. Og tryggja síðan bækurnar — því hann mundi vita að maður tryggir ekki eftir á. Guðmundur og þeir á Þjóð- minjasafninu vita að maður tryggir ekki eftir á. Þeir vita líka að maður setur upp reykskynj- ara þar sem barnið manns sefúr og yfirleitt allsstaðar þar sem eitthvað er sem manni er kært. Það var því ekki sökum fáffæði að þeir geymdu bátana sína í gólflausum skúr án nokkurra eldvarna. Þeir hafa einfaldlega ekki séð neitt sérstakt verðmæti í þessum bátum. Og þeim hefúr ekki þótt vænt um þá. Ogégskilþável. Ég skammast mín ekki um- fram aðra fyrir að vera íslend- ingur. Ég er þokkalega ánægður með sögu þjóðarinnar, landið mitt, Vigdísi, Kristján og allt það. En mér mundi aldrei detta í hug að gerast fornleifaffæðing- ur. Þótt saga hvíta mannsins í Ameríku sé ekki nema 500 ára gömul hafa þarlendir fornleifa- fræðingar þó índíánaminjarnar að grafa eftir og stilla upp á söfnum. Sama er að segja um hvíta Ástrala. Við höfum hins vegar ekkert nerna Stöng og bæ- „Það varþví ekki sökum fáfrœði aðþeir geymdu bátana sína ígólflausum skúr án nokkurra eldvarna. Þeir hafa einfaldlega ekki séð neitt sérstakt verðmœti íþessum bátum. Ogþeim hefur ekkiþótt vœnt um þá.“ inn hans Ingólfs sem aldrei finnst. Þess vegna hafa safn- verðir gripið til þess ráðs að grafa í geymslunni hjá sér og halda sýningu á hippadótinu sem hékk uppi í herberginu þeirra meðan þeir voru í menntó. Eða lappa upp á gamla Willys-jeppa og Bátalóns-báta. En þótt þetta skaffi safúvörðun- um atvinnu þá fá þeir engan til að líta á þessi ósköp sem minj- ar. Það sem bruninn í Kópavogi segir okkur er að okkur er and- skotans sama um þessar minjar um mannvist á tuttugustu öld. Meira að segja fólkið sem vinn- ur við að vernda þær tímir ekki að kaupa reykskynjara í skúrinn yfir þær. Það tfmir ekki einu sinni að hafa gólf í skúrnum. Og ef ekki væri reykur þar sem er eldur, þá hefði Guðmundur ekki áttað sig á að bátarnir væru brunnir. Og það hefði enginn rukkað hann um þá. Bátarnir eru í raun verðmæt- ari eftir að þeir brunnu. Alveg eins og handritin sem brunnu í Kaupmannahöfn eru einhvern veginn rómantískari en þau sem bjargað var. ÁS Heimsfrœgur sjáandi umframtíð íslandsfyrirþremur árum Svartir tímar vegna ákvarðana misviturra manna Sumarið 1990, árið áður en núverandi ríkisstjórn íslands tók við stjórnartaumunum, nokkru áður en slæmt efna- hagsástand landsins var upp- götvað (eða gert opinbert), um það bil ári áður en orðið böl- móður varð á allra vörum, þremur árum áður en allir fóru að tala um einkavinavæðingu og enginn átti sér yfirleitt neins ills von í íslensku þjóðfélagi birtist á síðum Morgunblaðsins viðtal við mann að nafúi Marc- elus Toe Gour, besta vin Sal- vadors Dalí, sem spáði um framtíð Islands. Hann hefur verið nefndur Nostradamus tuttugustu aldarinnar. Einn frægasti spádómur Toe Gour var spádómur hans um banatilræðið við páfa. Sjálfur VARIST SEGA-EFTIR- LÍKINGAR... Skærur eru líklegar í hinum ört stækkandi tölvuleikjabransa. JAP- ÍS, sem nýverið tók við SEGA- leikjaumboðinu hér á landi, hefur sent SEGA í Japan sýnis- horn af SEGA-leikjum sem hafa verið á boðstólum hjá Tölvulist- anum og í Tölvulandi. Þessir leikir eru einungis afrit af upprunalegum leikjum. Það er ólöglegt að selja og eiga þessar sjóræningjaútgáfur og þar fýrir utan er mikil óvissa um gæði leikjanna og ffamtíð- arstækkun þeirra þar eð inn- volsið er ekki ekta. Þekkja má þessa gallagripi á því að hvergi er að finna orðið SEGA á um- búðum eða á leikjakubbnum. Uppruna sjóræningjaleikjanna má rekja til Austurlanda íjær. hringdi hann í fréttastofuna Gamma og tjáði þeim að páfi gæti orðið fórnarlamb geðsjúk- lings eða pólitísks öfgahóps. Fréttastofan brá á það ráð að senda frá sér spádóm þennan. Spádómurinn setti heimspress- una í vanda. Enginn þorði að fjalla um hann uns tímarit í Kól- ombíu tók af skarið. Tímaritið kom út 12. maí. Aðeins átján klukkustundum síðar varð um- heimurinn þrumu lostinn; Jó- hannes Páíl páfi annar hafði orðið fyrir byssukúlu ofstækis- manns. Þá spáði Toe Gour því að Ameríkumenn yrðu fyrstir til að senda mannað geimfar til tunglsins, fimm árum áður en það var gert. Hann lýsti ferðinni í smáatriðum; sagði m.a. að hún yrði farin á dögum ljónsmerkis- ins og að fýrirliði geimfaranna yrði fæddur í ljónsmerkinu sem kom heim og saman við raun- veruleikann — Neil Arm- strong var fæddur í ljónsmerk- inu og tunglferð Appollós var farin 29. júlí 1969, á dögum ljónsins. Vegna nákvæmni hans sá ameríska geimferðastofnun- in, NASA, ástæðu til að senda honum sérstakt viðurkenning- ar- og þakkarbréf. Þessir og fleiri nákvæmir spádómar Toe Gour hafa vakið heimsathygli. í viðtalinu sem birtist við hann í Morgunblaðinu rýndi hann í framtíð íslands. Sjálfsagt hafa margir gleymt þessum spá- dómi, enda í eðli manna að gleyma því sem slæmt er en muna hið góða. Sagðist Toe Go- ur hafa miklar áhyggjur af ffarn- tíð landsins. Honum fannst jörðin titra undir fótum sér og orðaði erfiðleikana myndrænt: „Ég sé ljóshærða konu sem stendur ein á ströndinni og horfir yfir hafið. Himinninn er eldrauður. Út við sjóndeildar- hringinn hrannast upp kolsvört ský sem stefna yfir landið. Ein- VlGDÍS FlNNBOGADÓTTIR Eftir að hún lætur afstarfi forseta ís- lands bíður hennar starfsem að Vissu leyti er þýðingarmeira en forsetastarf- ið. Hún mun leiða þjóðina út úrþeim erfiðleikatímum semnú eru að hefjast, spáði Marcelus ToeGour fyrirþremur árum; sjáandinn sem sagður er Nostr- adamus tuttugustu aldarinnar. staka sólargeisla tekst þó að bijótast í gegnum skýjaþykknið. Þið eigið erfiða tíma framund- an. Ég vildi gjarnan geta sagt já- kvæða hluti um þjóð þína,“ sagði hann við blaðamanninn, „en verð að segja sannleikann. Framundan er erfitt tímabil en því miður er stór hluti vandans heimatilbúinn. Misvitrir menn hafa tekið margar ákvarðanir í mikilvægum málum.“ Ljóshærða konan á strönd- inni mun eiga að vera forseti ís- lands, Vigdís Finnbogadóttir. „Framtíð hennar er mjög björt og starf hennar rétt að hefjast. Hún mun eiga stóran þátt í því að leiða þjóðina út úr því erfið- leikatímabili sem er að hefjast. Ég sé mikinn sigur sem hún vinnur fyrir sig og ísland.“ Marcelus Toe Gour sá Vigdísi ekki vinna þennan sigur í starfi forseta íslands — hún mundi ekki eiga langt eftir í því starfi, hennar biði annað og að vissu leyti mun þýðingarmeira starf. „Mikilvægur fundur verður haldinn á Islandi varðandi um- hverfismál. Ég sé einnig annan fúnd í kringum stórt hringborð. Þessi fundur verður sérstakur að því leyti að aðeins konur eru þátttakendur. Forseti ykkar mun koma við sögu varðandi umrædd fundahöld.“ ERTU ORÐINN SAMI SJÓÐASUKKARINN 0G HRAFN VINUR ÞINN, HANNES? „Sómasamleg og heiðarleg vinna“ NAFN: HANNES HÓLMSTEINN GISSURARSON ALDUR: 40 ÁRA STAÐA: DÓSENT í STJÓRNMÁLAFRÆÐI Hannes Hólmsteinn sækir nú um fé í sjóði Háskólans fyrir bók sem Hitaveitan borgaði honum fyrir að skrifa og unnin var í vinnu- tíma hans í Háskólanum. „Ég legg engan dóm á við- skipti Hrafns við sjóði. Það eina, sem ég veit um eigin mál, er að ég var fenginn til að skrifa bók og gerði það, alveg ólíkt því þeg- ar Ólafur Grímsson keypti gagnabanka af vini sínum sem reyndist einskis virði. Það er sukk. Hitt er sómasamleg og heiðarleg vinna.“ Þamafékkstu ritlaunfrá op- inberufyrirtœki, skrifaðir bókina í vinnunni hjá öðm opinbemfyrirtœki ogertsvo að sœkja um aukasporslur hjá þvísamafyrirtceki út á sömu vinnu. „Háskólakennarar skrifa allar sínar bækur í vinnutímanum og langflestir fá ritlaun fyrir þær annars staðar ffá. Það hefði ver- ið stórkostleg yfirsjón ef Hita- veitan hefði ekki minnst sextíu ára afmælis síns með því að UNDIR ÖXINNI HANNES HÓLMSTEINN SVARAR FYRIR SJÓÐASUKKIÐ styrkja ævisöguritun Jóns Þor- lákssonar, sem átti hugmyndina að Hitaveitunni og var vakinn og sofinn í að koma henni fram sem verkfræðingur og borgar- stjóri." Þýðir þetta ekki aðþú sért að fá tvíborgaðfyrirsömu vinn- una? „Ég er ekki að fá tvíborgað þegar ég fæ ritlaun annars stað- ar fýrir verk mín, ekki frekar en þú sem blaðamaður ert að fá tvíborgað þegar þú vinnur yfir- vinnu. Þið á PRESSUNNI ættuð að hafa meiri áhyggjur af þeim háskólakennurum sem vinna ekki fyrir laununum sínum og sinna ekki rannsóknarskyldu sinni.“ Samt ertu aðfá borgað fyrir vinnu sem þú vinnur á laun- um hjá annarri stofnun. „Nei, því með þeim rökum mætti segja að háskólakennar- ar, sem skrifa bækur eða greinar í blöð eða tímarit, ættu ekki að fá neitt greitt fyrir þau verk þar. Það er auðvitað ffáleit skoðun." Hefði ekki verið nærfyrir þig að skrifa bók ogláta reyna á verkið á markaði hugmynda og vamings án afskipta opin- berra stofnana? „Ég sá enga ástæðu til að neita að taka við þeim virðing- arvotti sem Hitaveitan vildi sýna frumkvöðli sínum. Við- skipti mín og Húaveitunnar voru báðum í hag. Á ég að neita að selja PRESSUNNI efni þótt ég sé off ósammála henni? Eða Ríkisútvarpinu?“ Brýtur það samt ekki í bága við lífsskoðanirþínar að sækja alltþettafé í opinbera sjóðifyrir verk þín? „Með sömu rökum ætti ég að heimta að borga fullt kostnað- arverð fyrir aðgöngumiða að Þjóðleikhúsinu, sem er miklu meira en miðinn kostar, því miðaverðið er niðurgreitt. Með sömu rökum ætti ég að heimta að borga miklu meira en upp- sett verð fyrir mjólk og smjör úti í búð, sem er stórkostlega niðurgreitt. Aðalatriðið er þetta: Ég get haft skoðun á kerfmu þótt ég verði að lúta lögmálum þess að mestu leyti.“ Þú ert líkaformaður Þýð- ingasjóðs. Emfleiri skemmti- legembætti innan kerfisins sem þú gætir hugsað þér að taka að þér? „Ég er þeirrar skoðunar að skattgreiðendur eigi sjálfir að ráðstafa peningum sínum frem- ur en að þeir séu teknir af þeim og ráðstafað af fámennum stjórnum sjóða. En á meðan þessir sjóðir eru þarna og ég get engu breytt um tilvist þeirra, þá finnst mér á stundum eðlilegt að gegna þeirri borgaralegu skyldu minni að tryggja að ráð- stöfún þeirra sé með sómasam- legum hætti.“ Væri ekki nærað lýsa and- stöðu þinni á táknrœnan hátt með því að taka ekki þátt í þessu? „Þótt ég aðhyllist ffjálshyggju þýðir það ekki að ég ætli að segja mig úr lögum við hið borgaralega þjóðfélag á íslandi."

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.