Pressan - 29.04.1993, Síða 10

Pressan - 29.04.1993, Síða 10
S KIL A B OÐ 10 PRESSAN Fimmtudagurinn 29. apríl 1993 Viltu gera góð kaup? Allt á hálfvirði á afsláttarstandinum í Pelsinum DÆMI ÞESSA VIKU: Minkapelskápurogjakkar, pelsfóðurkápur og jakkarjeðurkápur og jakkar. Greiðslukjör við allra hæfi. Alltafeitthvað nýtt á standinum Fallegur fatnaður frá Kirkjuhvoli ■ sími 20160 Vönduð vinna og gæði í preniun. Langar og stuttar ermar, maigir litir. Hettubolir Húfur i mörgum litum. Filmuvinnum myndir. Gerum tilboð í stærri verk, Nýtt! Nýtt! Nýtt! Nýtt! Nýtt! Komdu með Ijósmynd eða teikningu og við Ijósritum myndina á bol eða húfu fyrir þig. Smiðjuvegur 10 * 2CX) Kópavogur Sími 7 91 90 • Fax 7 97 88 SET SNJÓBRÆÐSLURÖR Fullnýtum orku heita vatnsins með SET - snjóbræðslurörum undir stéttar og plön. SET - snjóbræðslurör eru gerð úr fjölliða poly propelyne plastefni af viðurkenndri gerð. Hita- og þrýstiþol í sérflokki. SET - snjóbræðslurör og hitaþolin vatnsrör eru framleidd í eftirfarandi stærðum 20 mm, 25 mm, 32 mm og 40mm. EYRAVEGI 43 • 800 SELFOSSI Box 83 • SÍMI 98-22700 • Fax 98-22099 REYKVIKINGAR! NÚ ERKOMINN TÍMI NAGLADEKKIN AF FYRIR SUMARDEKKIN SUMARDEKKIN Á GATNAMÁLASTJÓRI Uppljóstrunin míkla í tilefni telex-ofanflett- ingar Ólafs Hannibals- sonar í beinni útsendingu í Sjónvarp- inu þann 20. apríl fletti Ólafur Hannibalsson ofan af því að í bréf- haus fyrirtækis míns FILM væri að finna sama telexnúmer og Hekla hf. notar og jafnffamt fletti hann ofan af því að Ingimundur Sigfússon væri stjórnarformaður Heklu og auk þess stjórnarformaður Stöðvar 2. Því væri hér um enn einn hags- munaáreksturinn að ræða, sem svo mjög hefði borið á upp á síðkastið í tengslum við Hrafh Gunnlaugsson. Þessi uppljóstrun var gerð með svo dramatískum tilþrifúm að upp- ljóstrarinn skalf af geðshræringu, og svelgdist nánast á texta sínum af gleði yfir eigin ff ammistöðu. „Þessi uppljóstrun vargerð með svo dramatískum tilþrif- um að uppljóstrarinn skalfaf geðshræringu, og svelgdist nánast á texta sínum afgleði yfir eigin frammistöðu," skrifar Hrafn um telefax-innlegg Ólafs Hannibalssonar. Ég rifja þetta upp hér, því þetta litla atvik lýsir í hnotskurn þeirri meðferð sem persóna mín og starf hefur fengið í ríkisfjölmiðlum að undanförnu, og var því fylgt dyggi- lega eftir í síðustu PRESSU. Staðreyndir þessa máls eru: Árið 1978, þegar ég var nýkom- inn heim ffá námi og var að berjast fyrir því að geta framleitt kvik- myndina „Óðal feðranna“, kynntist ég Ingimundi Sigfússyni. Þessi góði maður hjálpaði mér í erfiðleikum mínum og lánaði mér m.a. aðstöðu til að geta hrundið Óðali feðranna af stokkunum. Fæ ég seint þakkað þann skilning sem ég átti að mæta hjá Ingimundi, á þeim tíma sem fá- ir höfðu trú á íslenskri kvikmynda- gerð. Nokkru síðar, þegar ég bjó til bréfsefni fyrir FILM og þurfti að gefa upp númer sem erlend fyrir- tæki, er framkölluðu myndina og seldu okkur þjónustu, gætu haft samband við mig í, bauð Ingi- mundur mér að nota telextæki Heklu, en í þann tíma notuðu menn telex, en ekki telefax eins og í dag. Síðan eru Iiðin nær tuttugu ár. Ekki hef ég þurft að endurprenta bréfsefni FILM síðan, og þótt FILM hafi ekki notað telex í háa herrans tíð og fyrir löngu komið með sitt eigið telefaxnúmer, þá er telexnúm- erið enn í nefndum bréfhaus, og verður það áfram, ef Ingimundur leyfir, sem minnismerki um vináttu góðs drengs. Með kveðju, Hrafh Gunnlaugsson. Aths. ritstj. Meginefni fféttar PRESSUNN- AR var að þeir Hrafn og Ingimund- ur sitja báðir í stjórn FILM hf., sam- kvæmt upplýsingum hlutafélaga- skrár. Þeirri hugsun var velt upp að annars staðar yrðu líklega gerðar athugasemdir við að yfirmenn hvor síns fýrirtækisins á sjónvarpsmark- aði eigi saman umsvifamikið kvik- myndafyrirtæki og það væntanlega kallaðir óásættanlegir hagsmuna- árekstrar. Ritstj.

x

Pressan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.