Pressan - 29.04.1993, Side 20

Pressan - 29.04.1993, Side 20
20 PRESSAN Maður vikunnar Jacques Attali Sósíalískur lúxusmaður Enginn maður hefur skemmt bankaheiminum jafnmikið á jafnstuttum tíma og Frakkinn Jacques Attali. Allt frá því að Financial Times hóf að birta frásagnir af lúxuseyðslu Attalis sem bankastjóra Endurreisnar- og þróunarbanka Evrópu hefur undrun bankamanna aukist og skelfmg skattgreiðenda vaxið. Þeir sem til þekkja segja hins vegar að ekkert af þessu hefði þurft að koma á óvart. Að sögn Sunday Times er óhugnanlegt hve fyrirsjáanlegt var að Attali yrði bankastjóri Evrópska endurreisnar- og þró- unarbankans. Attali er glæsileg- ur fulltrúi eigin skoðana. Hann er allt í senn; embættismaður, stjórnmálamaður, gáfumaður, rithöfundur og hagfræðingur. Samsetning sem við fslendingar ættum að þekkja meðal banka- manna. Attali fæddist árið 1943 í Al- sír, sem þá var nýlenda Frakka. Faðir hans verslaði meðal ann- ars með ilmvötn en flutti með Attali og tvíburabróður hans ffá Alsír þegar landið hlaut sjálf- stæði. Attali hóf þegar að Ídífa metorðastigann í frönsku þjóð- lífi og lauk frábærum prófum í Ecole Nationale D’Administrati- on og Ecole Polytechnique. Báð- ir skólarnir eru frægar uppeldis- stöðvar fyrir ffönsku elítuna. Attali varð fljótlega þekktur fyrir vinnuhörku sína og hve skipulega honum tókst að stunda samkvæmislífið sam- hliða vinnunni. Haff var á orði að honum tækist að sækja þrjú matarboð á kvöldi og verða miðpunktur þeirra allra. Hann gekk til liðs við sósíalista og var snemma kominn inn á gafl hjá forsetanum Francois Mitterr- and sem ráðgjafi hans í banka- málum. Fljótlega effir að járn- tjaldið féll gerðist Attali tals- maður uppstokkunar í evr- ópsku bankakerfi til stuðnings endurreisn A-Evrópu og ljóst var að hann og Mitterrand deildu skoðunum að þessu leyti. Hans einu mistök voru þau að ná ekki að koma bankanum fyr- ir í París. Það var þrjóskan í Margréti Thatcher sem kom í veg fyrir það og London varð fyrir valinu. Frá upphafi hafa samskipti Attalis og Englendinga byggst á gagnkvæmri andúð. Strax varð ljóst að hann var mjög ósáttur við að geta ekki dvalist áfram í sinni heittelskuðu París og hafði á orði að hann ætlaði að veita ffönskum menningarstraumum til Englendinga. Hann þótti Frá upphafi hafa samskipti Attalis og Englendinga tyggst á gagn- kvœmri andúð. hrokafullur og hégómlegur og móðgaði Englendinga með því að segja að þeir kynnu ekki að búa til kaffi auk þess sem þeir væru á eftir öðrum þjóðum í matargerðarlist. Fljótlega fór At- tali að tala um að hann væri sniðgenginn í ensku samkvæm- islífi en loksins þegar hann fékk heimboð lét hann sig hafa það að láta lífverði sína leita að hlustunartækjum hjá gestgjaf- anum. Það ríkti því sannkölluð Þórðargleði í ensku pressunni þegar frásagnir um bruðl hans hjá bankanum fóru að berast. En þrátt fyrir að fast hafi ver- ið sótt að honum undanfarið er hann ekki rúinn öllum stuðn- ingsmönnum. Elja hans við uppbyggingu bankans er talin lofsverð enda nánast ástríðu- verkefni hjá honum. Hann hef- ur hafnað því að biðjast afsök- unar á bruðlinu en segist tilbú- inn að hlusta á málefnalega gagnrýni! Enn um sinn virðist hann fá að ráða ferðinni en ljóst er að hann þolir ekki miklu fleiri uppljóstranir úr reikningum bankans. 8o£ 2(ngele§ Sinteé Berorðir leiðtogar Á fyrsta fundi sínum með forsætisráðherra Japans, Kiichi Miyazawa, á dögunum krafðist Bill Clinton Bandaríkjaforseti þess að aftur kæmist á jafnvægi í efnahagssamskiptum þjóðanna tveggja. Þótt spennan á milli leiðtoganna væri augljós á blaðamannafundi þeirra í Washington var upplífgandi að sjá hve hreinskilnir þeir voru. Opinská umræða af þessu tagi ætti að auðvelda það mjög að jafna langvarandi ágreinining þjóðanna um samskipti þeirra á sviði efhahags- og varnarmála. Clinton forseti var berorður er hann, öfugt við tvær fyrri ríkis- stjórnir, krafðist með skýrum hætti öryggistengsla til að styrkja mikilvæg samskipti stórveldanna tveggja. Sjálfur var Miyazawa af- dráttarlaus í orðum. Ef svo heldur ffam sem horfir eiga samskipti Bandaríkjanna við Japan eftir að verða önnur og árangursríkari á meðan BÚl Clinton situr við völd. HERMENN Á FRIÐARTÍMUM Fimmtudagurinn 29. apríl 1993 Skýrsla Pentagon um Tailhook-hneykslið íLas Vegas Sjómenn & dáðadrengir Atburðirnir í Las Veg- as árið 7991 eru síður en svo einsdæmiinn- an bandaríska sjó- hersins. Karlrembu- kúitúr hersins hefur skapað andrúmsloft þar sem kynferðisleg úreitni og ofbeldi gagnvart konum er daglegt brauð og stundum úlitið bein- línis æskilegt. Á næstu vikum verða gefnar út í Bandaríkjunum ákærur fyr- ir kynferðislegt ofbeldi og áreitni í umfangsmildu hneyksl- ismáli sem hefur valdið banda- ríska hernum miklum óþæg- indum. í nýútkominni skýrslu er 117 hermönnum gefið að sök að hafa beitt 83 konur og 7 karl- menn kynferðislegu ofbeldi og áreiti með skipulögðum hætti. Að auki er 51 sagður hafa logið að nefnd sem rannsakaði málið í fyrra. Þegar hefur einn flota- málaráðherra sagt af sér vegna málsins og hugsanlega fljúga hausar fleiri yfirmanna áður en yfir lýkur. Það dugar þó varla til: þetta mál er aðeins toppurinn á ísjaka sem á rætur sínar í karl- rembukúltúr hersins og verður ekki komið fyrir kattarnef á næstunni. Svipugöngin Nýútkomin skýrsla snýst um að haustið 1991 var haldin árleg ráðstefha Stéllcrókssamtakanna (The Tailhook Association) sem í eru flugmenn úr sjóhernum og landgönguliðinu. Samtökin eru kennd við krók á stéli flugvéla sem flugmenn nota við stuttar, snöggar lendingar á flugmóður- skipum. „Ráðstefnur" þessara samtaka eru þekktar fyrir flest annað en erindin sem þar eru flutt, sérstaklega óhóflegan drykkjuskap og lfynsvall. Þannig var það líka í þessu tilfelli, en til tíðinda dró þegar kvenkyns liðsforingjar ákváðu að taka ekki framkomu starfs- bræðra sinna iengur með þegj- andi þögninni. Þær komu fram opinberlega og lýstu því sem hafði gerst með þeim hætti að herinn gat ekki annað en rann- sakað málið. Það gekk þó ekld þrautalaust. Konur innan sjóhersins þurfa að lifa við yfirgang karla án þess að fá rönd við reist. þessarar konu: „Á gólfinu á þriðju hæð hót- elsins höfðu safnast saman flug- menn úr flughernum og land- gönguliðinu, sem flestir voru drukknir. „Svipugöngin" fólust í því að hrinda og káfa á konun- um þegar þær gengu framhjá. Hermennimir gáfu hver öðmm merki um hvaða konur væru nógu álitlegar til að verða fyrir þessari meðferð." Kvenkyns liðsforingi lýsti því hvernig „karlmaður greip um rasskinnar hennar með báðum höndum. Hann færði sig því næst aftur fyrir hana, þrýsti mjöðmunum að rassi hennar og ýtti henni þannig á undan sér eftir ganginum. Þessi maður tróð höndunum undir skyrtu hennar og brjóstahald og greip um bæði brjóst hennar. Konan reyndi að komast undan hon- um, beygði sig, greip um úlnliði hans og beit hann í vinstri ff am- handlegg og því næst í hægri hönd á milli þumals og vísifing- urs. Árásin hélt áffam með því að fleiri úr hópnum gripu um brjóst hennar og rass. Einn flug- maður kom höndunum undir pils hennar og greip um nærbux- ur hennar, að því er virtist til að reyna að fjarlægja þær. Hún reyndi Stélkrókurinn að flýja með því F/A 18-orrustuflugvél ilendingu á flugmóðurskipi með stélkrókinn niðri. að komast inn um Þáverandi flotamálaráðherra, Lawrence Garrett, rak sig ým- ist á þagnarmúra eða ósann- indavef flugmanna og yfir- manna þeirra þegar hann hóf rannsókn síðasta sumar. Sjálfur sagði hann af sér þegar í ljós kom að hann hafði setið að bjórdrykkju á verönd skammt undan á hótelinu og orðið vitni að atburðum án þess að reyna að koma í veg fyrir þá. Þá tók þingnefnd við rannsókn máls- ins og loks Pentagon sjálft og niðurstaðan er skýrslan sem kom út fyrir helgina. Þeir hlutar skýrslunnar, sem greina ffá atburðum og einstök- um brotamönnum, eru enn trúnaðarmál, en af fyrri fréttum af málinu má ráða í stórum dráttum hvað gerðist. Það á við um „svipugöngin", orð sem vís- ar til gamallar refsingar fyrir heragabrot og fólst í því að brotamaðurinn var látinn hlaupa ber að ofan milli tveggja raða af hermönnum sem lömdu hann með svipum eða kylfum. Um það er til dæmis frásögn opnar herbergisdyr, en tveir karlmenn vörnuðu henni inn- göngu. Konan bað óþekktan mann að hjálpa sér, en hann svaraði með því að grípa um brjóst hennar“. Karlmaður úr hópi flug- manna, sem var staddur í fyrsta sinn á samkomu hjá Stélkróks- samtökunum, lýsti því hvernig „svipugöngin" komu honum fyrir sjónir: „Stundum fóru konurnar í hópum í gegnum göngin og aðeins fáar þeirra kvörtuðu undan meðferðinni, þótt tvær þeirra slægju menn utan undir eða ýttu einum burt. Þetta virtist ffekar saklaust þeg- ar þarna var komið sögu. En svo kom ung kona, kófdruklein, út úr herbergi og gekk inn í göngin. Áður en varði komu buxur fljúgandi innan úr mann- þrönginni. Unga kona datt á gólfið og á augabragði hurfu all- ir viðstaddir og skildu hana eina eftir. Tveir öryggisverðir birtust, tóku hana upp og fóru með hana. Hún var þá aðeins íklædd skyrtu og nærbuxum." Ofbeldi í liðs- foringjaskólanum Þetta er fráleitt í fyrsta skiptið sem ffegnir berast af kynferðis- mennirnir umberi og dragi úr kvörtunum þegar konunum of- býður. Þess eru fleiri en eitt dæmi að konur, sem hafa kvart- að undan ágengni sjóliðanna, séu kærðar fyrir að vera lesbíur, en það var og er enn brot á her- lögum. Það kann að skýra afstöðu og innrætingu yfirmannanna að þeir koma undantekningalítið úr sjóliðsforingjaskólanum í Annapolis í Maryland. Lýsingar á lífi og starfi þar benda til þess að það sé beinlínis nauðsynlegt að taka þátt í kynferðislegu of- beldi og ofsóknum gegn konum til að komast í gegnum námið. í þessum skóla eins og öðr- um herskólum er mönnum inn- prentuð samheldni og sam- kennd með hópnum, á kostnað ástvina og annars sem leiðir hugann ffá hernum. Til merkis um þetta eru hópsöngvarnir sem fylgja æfingum þeirra. Þar er til dæmis sungið um ótrúar kærustur sem skildar voru eftir heima: „Ain’t no use in go- in’home/Jody’s got your girl and gone,“ en í stað konunnar kemur annars konar leikfang: „I don’t want no teenage queen/I justwantmyM-16“. Síðan konum var hleypt inn í PaulaCoughlin Ein kvennanna sem ráðist var á í Las Vegas og ákváðu að nú væri nóg komið. legri misbeitingu innan hersins og eru reyndar sjóherinn og landgönguliðið oftast nefnd í því sambandi. Þar hefur þróast einkar óhuggulegur karlrembu- kúltúr, ímyndin um kalda karla, mikla drykkju og kvensemi, íblönduð ofbeldi og niðurlæg- ingu á konum. Atburðimir sem að ofan greinir eru nefnilega síður en svo einsdæmi, ef marka má orð hermannanna sjálffa. Þannig fullyrða þeir að þegar lagst er við landfestar sé það regla ffekar en undantekning að ráðnar séu nektardansmeyjar og vændiskonur til að þjónusta áhöfnina og þetta leyfi yfir- mennirnir ekki einasta, heldur beinlínis hvetji til þess og taki þátt í því. Þær fáu konur, sem starfa á skipum sjóhersins, greina líka frá kynferðislegri áreitni og ofbeldi, sem yfir- skólann árið 1976 hafa sadískar og sadómasókískar tilhneiging- ar gagnvart konum ágerst vem- lega meðal karlstúdenta. Hug- myndin er sú að ekki sé aðeins rétt að beita konur kynferðis- legu ofbeldi og niðurlægingu, heldur njóti þær þess beinlínis. Og nýir söngvar fylgja í kjölfar- ið: „The ugliestgirl I ever did see was beatin’ herface against a tree. Ipicked her up, Ipunched her twice She said, „Oh, Middy, you’re much too nice.“ Hugmyndaflugi sjóliðanna eru lítil takmörk sett þegar kemur að því að blanda saman kynh'fi og ofbeldi gagnvart kon- um, þótt ekki verði fleira haft i

x

Pressan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.