Pressan - 29.04.1993, Síða 21

Pressan - 29.04.1993, Síða 21
DAUÐINN TIL SOLU Fimmtudagurinn 29. apríl 1993 PRESSAN 21 Lawrence Garrett Flotamálaráðherrann sat að bjórdrykkju ekki langt undan, en létsem ekkert væri. eftir hér. Yfirmenn vita af þessu og segja að slík framkoma sé ekki þoluð, en líta undan og eru tregir til að hirta strákana sína þegar kvartað er. Boys will be boys Innan sjóliðsforingjaskólans í Annapolis er hópur sem kallast „Webbites" og kennir sig við íyrrum flotamálaráðherrann og rithöfundinn James Webb. Þessi hópur hefur að markmiði sínu að losna við konur úr skól- anum og sjá til þess að konum verði ekki hleypt hærra upp metorðastigann innan hersins en þegar er raunin. Konur inn- an skólans vita sem er að yfir- menn þeirra í framtíðinni geta verið úr þessum hópi eða kannski úr þeim árgangi sjó- liðsforingja sem útskrifaðist áð- ur en konur komu í skólann. Þeir hafa látið grafa innan í út- skriftarhringi sína LCWB (Last Class With Balls). Þeir eru ekki líklegir til að líta á áreitni gagn- vart konum sem miklu meira en „venjulegan prakkaraskap“, í samræmi við hin gömlu sann- indi: „Boys will be boys“. Karlaklúbburinn innan sjó- hersins er stór og erfitt að hagga við honum. Þótt vitað sé að flestir yfirmenn sjóhersins vissu af og jafnvel hvöttu til athæfis eins og þess sem átti sér stað í Las Vegas hafa fáir þurft að bera á því neina ábyrgð. í ofan- greindri skýrslu er aðeins einn nafngreindur, Richard Dunle- avy aðmíráll, sem sestur er í helgan stein og sagður er hafa logið til um vitneskju sína um það sem gerðist í Las Vegas. Sjóherinn hefur lofað bót og betrun, en til þess að afstaðan gagnvart konum innan hans breytist þarf líklega tvennt að gerast í senn: að skipt verði um yfirmenn og að námsandinn í Annapolis taki mið af nútíman- um. Hvorugt er í sjónmáli. Karl Th. Birgisson ÍÞJÁLFUN Nýliðunum er kennt að ekk- ert sé sjálfsagðara en að blanda saman kynlífi og of- beldi. Bandaríkjamenn harðlega gagnrýndirfyrirað hafa raunir gyðinga að fáþúfu Hagnast á helförinni Engu er líkara en Holocaust-æði hafi gripið um sig í Bandaríkjunum, þar sem reist hafa verið ótalmörg söfn og minnisvarðar um gyðinga sem týndu lífi í útrýmingarbúðum nasista. Margir eru tortryggnir í garð Bandaríkja- manna vegna skyndilegs áhuga þeirra á gyðingum og telja samúðina hafa vikið fyrir sölumennskunni. Minnismerkin spretta upp eins og gorkúlur Það var engu líkara en Bandaríkjamenn hefðu skyndi- lega vaknað til vitundar um voðaverk nasista í síðari heims- styrjöldinni og sannfærst um það á einni nóttu að þeim bæri að minnast þeirra gyðinga sem Karl Bretaprins skreppur saman Marisa Tomei bjartasta vonin Miklar vonir eru nú bundnar við leikkonuna Marisu Tomei, en hróð- ur hennar hefur aukist mjög eftir að henni tókst að krækja sér I Oskars- verðlaunin fyrir bestan leik í auka- hlutverki í myndinni My Cousin Vinny. Tomei hefur verið á allra vör- um í Flollywood síðan verðlaunin féllu henni ískaut og hafa henni borist að minnsta kosti sex tilboð frá þekktum kvikmyndaleikstjórum. Önnur tvegga mynda sem Tomei mun næsta örugglega leika í er framhald um Vinny, eftirsama höfund, Dale Launer. Hin myndin, Him, errómantísk með gamansömu ívafi en leikstjóri hennar verður Norman Jewison. Litið er á það sem mikinn sigur fyrir Tomei að hreppa aðalhlut- __ verkið í Him, en aðrar leikkonur sem komu til greina voru stórstjörnurnar Michelle Pfeiffer, Demi Moore og Susan Sarandon. Það sem staðfestir enn frekar vax- andi vinsældir Tomei er að hún er nú mun dýrari en fyrir Óskarinn; hlutverkið íMy Cousin Vinny færði henni 13 milljónir króna en nú þykir hún vera orðin að minnsta kosti 130 milljóna virði. samning við TriStar-kvik- myndarisann um aðal- hlutverkið í nýrri mynd umviðundrið Franken- stein. Hlutverk vísinda- mannsins brenglaða, skapara Frankensteins, verður í höndum breska leikarans Kenneths Bran- agh, sem jafnframt leik- stýrir myndinni. Tveir aðrir leikarar komu til —» álita í hlutverk Franken- steins, áður en athyglin beindist að De Niro; þeir Andy Garcia og Frakkinn Gerard Depardieu, en þeirþóttu hvorugur hafa tærnar þar sem hinn gamalreyndi leikari hefur~~~ hælana. Garcia var ein- faldega ekki talinn rétti maðurinn og Depardieu þótti hreint út sagt of„út- lendingslegur". Holocaust-“flóðbylgjan“ skall yfir Bandaríkin fyrir um fimm- tán árum og hreif þá marga með sér. Upp frá því hefur áhugamönnum um helförina farið stöðugt fjölgandi þar vestra, þó einkum þeim sem kunna þá kúnst að græða á hlutunum. 1 kjölfarið hafa söfn og minnisvarðar um gyðinga sprottið upp víða vestanhafs með tilheyrandi auglýsinga- skrumi og enn sér ekki fyrir endann á margvíslegum gróða- vænlegum framkvæmdum í tengslum við helförina. Af þeim sökum eru margir þeirrar skoð- unar að hugur fylgi ekki máli. Það sé ekki samúðin sem knýi Bandaríkjamenn áfram, heldur hrein og klár sölumennska. Jimmy Carter kemur skriðunni afstað Segja má að það hafi verið Jimmy Carter, fyrrum Banda- ríkjaforseti, sem kom „Holoc- aust-skriðunni“ óafvitandi af stað í Bandaríkjunum í lok átt- unda áratugarins. Forsetinn stóð þá frammi fýrir miklum vanda vegna þeirrar fýrirætlun- ar Bandaríkjastjórnar að selja Saudi-Aröbum amerískar or- ustuflugvélar. Ljóst var að með vopnaviðskiptunum myndi for- setinn bíða mikinn álitshnekki meðal gyðinga í Bandaríkjun- um. Engum duldist að kaup Saudi-Araba á háþróuðum or- ustuvélum Bandaríkjamanna myndu hafa í för með sér aukna hættu fýrir ísraelsmenn og því var ekki við því að búast að bandarískir gyðingar tækju við- skiptunum þegjandi og hljóða- laust. Það var þá sem Ella Gold- stein, ráðgjafi Carters í innan- ríkismálum, fékk óvænta hug- dettu um það hvernig hægt væri að hafa gyðingana „góða“. Goldstein stakk upp á því að komið yrði á fót nefnd til minn- ingar um gyðinga sem létu lífið í útrýmingarbúðum nasista í síð- ari heimsstyrjöldinni, sem hefði það hlutverk að reisa minnis- varða um helförina í Washing- ton. Hugmyndin féll í góðan jarðveg og málið var leyst á augabragði: Saudi-Aröbum voru afhentar orustuflugvélar sínar og gyðingum gefið loforð um Holocaust-minnisvarða svo fljótt sem auðið yrði. Ekki var látið sitja við orðin tóm. Nefnd til minningar um fórnarlömb nasimans var sett á laggirnar og eins og til að sýna gyðingum að Bandaríkjamönn- um væri full alvara var hinn virti rithöfundur Elie Wiesel, einn þeirra sem lifðu af útrým- ingarbúðir nasista, fenginn til að gegna formennsku. Uppá- tækið vakti athygli en þó grun- aði engan að það ætti eftir að hrinda af stað Holocaust-bylgju í Bandaríkjunum. Uppákomurnar innan bresku konungsfjölskyld- unnar síðustu misseri hafa tekið á taugar fjöl- skyldumeðlima, ekki síst Karls Bretaprins, sem er enda í einu aðalhlutverk- inu. Hjónabandsraunir prinsins hafa þó ekki orð- ið til þess að drepa niður kimnigáfu hans, eins og sannaðist á dögunum. Ríkisarfi bresku krúnunn- ar hefur fengist nokkuð við ritstörfí frístundum sínum og meðal þeirra verka prinsins sem litið hafa dagsins Ijós er barnabókin Gamli maður- inn frá Lochnagar. Bókin sú hefur átt þvílíkum vin- sældum að fagna meðal yngstu kynslóðarinnar I Bretlandi, að ákveðið var að gera sjónvarpsmynd eftir henni þar sem höf- undurinn sjálfur kæmi fram í hlutverki sögu- manns. Karl prins tók ekki annað í mál en hljóta sömu örlög og að- alsöguhetja bókarinnar, sem verður fyrir því óláni að skreppa saman. í myndinni, sem sýnd var á Bretlandi um páskana, var það því agnarsmár Bretaprins sem sagði börnunum ævintýrið um Lochnagar. Karl mun vera hæstánægður með hlutverk sitt i myndinni og hefur lát- ið þau orð falla, að kominn hafi verið tími til að „prinsinn af Wales kæmi fram í fullri stærð". De Niro leikur Frankenstein um allan heim, bæði látinna og núlifandi. Ýmsir eru þeirrar skoðunar að söfnin víðs vegar um Bandaríkin séu vægast sagt ósmekkleg; menn hafi fyrst og fremst gróðavonina í huga og minningin um hina látnu sé al- gjört aukaatriði. Þar, sem ann- ars staðar í þessu neysluþjóðfé- lagi Coca-Cola, Mikka músar og McDonalds, séu það peningarn- ir sem skipti máli. Gagnrýnin er hörð, ekki síst frá Þjóðverjum, sem stendur hreint ekki á sama hvernig Bandaríkjamenn velta sér upp úr stríðsglæpum nasista. Víst er að Þjóðverjar hafa annan hátt- inn á þegar þeir minnast helfar- arinnar. I Dachau til dæmis, þar sem voru illræmdar fangabúðir nasista, er að finna látlaust en áhrifamikið safn um ógnarat- burði styrjaldarinnar. Engu hef- ur verið breytt af því sem eftir stóð og óhugnanlegar ljós- myndir veruleikans eru látnar tala sínu máli. f ljósi þessa er engin furða þótt Þjóðverjum blöskri sölu- mennska Bandaríkjamanna. Enda er hún yfirgengileg og andrúmsloftið í söfnunum vest- anhafs svo sannarlega allt ann- að. Blikkandi Ijósaskilti halda safngestum við efnið og með því að kaupa lokkandi minja- gripi í öllum stærðum og gerð- um er hægt að taka helförina með sér heim. Líkast til slær nýja safnið í Los Angeles þó öll met. Til að fýrirbyggja að safn- gestir gleymi sér alveg og tryggja að í það minnsta ein- hverjir leiði hugann að því sem gyðingar máttu þola í stríðinu hefúr risastórum skiltum verið komið fýrir víðsvegar um safriið með einni kurteislegri áminn- ingu: „Hugsaðu." Holocaust-safnið í Los ANGELES Safngestir minntir á að hugsa. Þau eru orðin býsna mörg og æði ólík hlut- verkin sem bandaríski stórleikarinn Robert De Niro hefur farið með á hvíta tjaldinu, en þó er líkast til ekkert eins óvenjulegt og það sem nú bíður hans. De Niro skrifaði nýverið undir SAFNIÐÍWASHINGTON Blikkandi Ijósaskiltin halda gestum við efnið. létu lífið í útrýmingarbúðunum. I lok níunda áratugarins, tíu ár- um eftir að Jimmy Carter tókst að bjarga sér fyrir horn með minnisvarðanum í Washing- ton, var ljóst að Bandaríkja- menn höfðu fengið helförina á heilann. Á tíu árum hafði hvorki meira né minna en tuttugu söfhum verið komið á fót í bæj- um og smáborgum víðsvegar um Bandaríkin, þar sem helfar- arinnar er minnst með einum eða öðrum hætti. Meðal annars sem sprottið hafði upp í kjölfar Holocaust-bylgjunnar voru 75 rannsóknarmiðstöðvar, 34 skjalasöfn, 12 minnisvarðar, 5 bókasöfn og 3 tímarit sem ein- göngu íjölluðu um helför gyð- inga. En Bandaríkjamenn létu ekki þar við sitja. Margir háskólar tóku upp á því að bjóða upp á námskeið í „Holocaust-rann- sóknum“, háskólanemum til þvúíkrar ánægju, að í nokkrum skólanna nýtur harmsaga gyð- inganna meiri vinsælda en saga sjálfrar Ameríku. í febrúar síð- astliðnum var safnið „Beit Has- hoah“, „Hús helfararinnar" á hebresku, opnað í Los Angeles. Safhið, sem er á sjö hæðum og gríðarlega íburð- armikið, var að stærstum hluta reist fyrir styrkt- arfé auðugra einkaaðila í Bandaríkjunum. í síðustu viku var svo tekið í notkun „Holoc- aust-minningar- safnið“ í Wash- ington, sem Jimmy Carter lagði hornstein- inn að í embætt- istíð sinni. Og í New York hefur verið unnið að því hörðum höndum síðustu þrjú árin að reisa eitt safhið til minningar um gyðinga og voðaverk nasistanna. Ekki hefur skort á örlæti bandarísks almennings, þegar óskað hefur verið eftir fjár- styrkjum einkaaðila til ýmiss konar verkefna í tengslum við helförina. Á undanförnum ár- um hafa Bandaríkjamenn bók- staflega mokað peningum í slík- ar framkvæmdir og gert hinum framtakssömu kleift að láta drauminn um „bandarískt Holocaust" rætast. Á sama tíma standa hin ýmsu félaga- og líkn- arsamtök gyðinga í Bandaríkj- unum frammi fyrir þeirri blá- köldu staðreynd að fjárstyrkir einkaaðila hafa dregist jafint og þétt saman og almenningur er farinn að snúa við þeim baki í æ ríkari mæli. Bandaríkiamenn gagnrýnair fyrir sölumennsku Ekki eru allir jafhginnkeyptir fyrir yfirgengilegri og skyndi- legri samúð Bandaríkjamanna með fórnarlömbum nasista og víða hafa heyrst háværar gagn- rýnisraddir, bæði innan lands sem utan. Bandaríkjamönnum hefur verið legið á hálsi fýrir að hafa samviskulaust breytt hel- förinni í afar arðbæra tekjulind og þar með notfæra sér ólýsan- legar ráunir milljóna gyðinga

x

Pressan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.