Pressan - 29.04.1993, Blaðsíða 24
VISIR AÐ DONABOKMENNTU M
24 PMSSAN
Fimmtudagurinn 29. apríl 1993
FIMMTUDAGURINN
29. APRÍL
Klassíkin
• Sinfóníuhljómsveitin
leikurá útskriftartónleikum
Tónlistarskóla Reykjavíkur.
Einleikarar eru Rúnar Ósk-
arsson, klarinett, Ingunn H.
Hauksdóttir, píanó, og
Anna Snæbjörnsdóttir, pí-
anó. Flutt verða eftirtalin
verk: Konsert fyrir klarinett
og hljómsveit eftir Copland,
Píanókonsert op. 16 í a-moll
eftir Grieg og Píanókonsert
nr. 1 op. 15 í C-dúr eftir Beet-
hoven. Háskólabíó kl. 20.
Nemendatónleikar Tónlist-
arskólans á Seltjarnarnesi.
Norræna húsið kl. 20.30.
Leikhúsin
• Stútungasaga. Stríðsleik-
ur með gamansömu ívafi í
flutningi leikfélagsins Hug-
leiks, félags áhúgaleikara í
-■Reykjavík. Tjarnarbíó kl. 20.30.
• Dauðinn og stúlkan.
_★★★★ Tvímælalaust besta
sýningin á þessu leikári, þrátt
fyrirýmsa galla.
Borgarleikhúsið, litla sviðið kl.
20.
FOSTUDAGURINN
30. APRÍL
TKIassíkin
• Valborgarhátíð í sam-
vinnu við Islandssvenskarna.
Kór frá Norræna félaginu í
Vestur-Svíþjóð syngur
sænskar vorvísur. Vísna-
söngvararnir Anna Pálína og
Aðalsteinn Ásberg skemmta
með norrænum vísum í kaffi-
stofu. Norræna húsið kl. 19.
Leikhúsin
_• Kjaftagangur. Frumsýn-
ing á gamanleik Neils Simon.
Leikstjóri er Asko Sarkola,
einn af þekktustu leikhús-
mönnum Norðurlanda. Með-
al leikenda eru Lilja Guðrún
Þorvaldsdóttir, Örn Árnason,
Tinna Gunnlaugsdóttir, Pálmi
Gestsson, Halldóra Björns-
dóttir og Sigurður Sigurjóns-
son. Þjóðleikhúsið kl. 20.
• Sardasfurstynjan. ★★★
Góð skemmtun á meðan á
henni stendur og ágæt til-
raun til að skemmta fleirum
en þeim sem þegar eru fasta-
gestir íslensku óperunnar. Is-
lenska óperan kl. 20.
• Leðurblakan. Óperetta Jo-
hanns Strauss sýnd norðan
heiða. Leikstjóri er Kolbrún
Kristjana Halldórsdóttir. Með
stærstu hlutverkfara Jón Þor-
steinsson, Ingibjörg Mar-
teinsdóttir og Guðrún Jóns-
dóttir. Leikfélag Akureyrar kl.
20.30.
• Stútungasaga. Leikfélagið
Hugleikur. Allra síðasta sýn-
ing. Tjarnarbíó kl. 20.30.
LAUGARDAGURINN
1 . MAÍ
Leikhúsin
• Pelíkaninn. Nemendaleik-
húsið frumsýnir kammerleik-
rit Augusts Strindberg. Leik-
stjóri er Kaisa Korhonen. Leik-
endur eru Hinrik Ólafsson,
Dofri Hermannsson, Björk
Jakobsdóttir, Gunnar Gunn-
steinsson, Vigdís Gunnars-
dóttir og Jóna Guðrún Jóns-
dóttir. Lindarbærkl. 20.30.
• My fair lady. Stefán Bald-
ursson leikstjóri hefur skilið
nauðsyn góðrar útfærslu vel
og kostar miklu til. Úrvalsfólk
er á hverjum pósti undir
styrkri stjórn Stefáns. Þjóð-
leikhúsið kl. 20.
• Stund gaupunnar. ©
Ágætir leikhæfileikar Ingvars,
Lilju og Guðrúnar fara til
spillis í þessu fáránlega leik-
riti. Svona getur árangurinn
orðið þegar ritstjórinn er
rauður köttur sem vill upp-
hefja sig í guðatölu. Þjóðleik-
húsið, litla svið, kl. 20.30
• Stræti. Þessi sýning er gott
dæmi um það hve stílfærður
og stór leikur fer vel á sviði.
Þjóðleikhúsið, Smíðaverk-
stæði, kl. 20.
• Ronja ræningjadóttir.
Það er mikill styrkur fyrir sýn-
inguna að svo snjöll leikkona
sem Sigrún Edda Björnsdóttir
getur leikið hina tólf ára
gömlu Ronju án þess að
maður hugsi mikið út í ald-
ursmuninn. Borgarleikhúsið
kl. 14.
• Tartuffe. ★★★ Hvílíkt de-
bút á stóra sviðinu fyrir Þór
Tulinius leikstjóra! Verkið er
keyrt á ótrúlegum hraða frá
byrjun til enda, troðið af
bröndurum, hlátri og upp-
hrópunum.
Borgarleikhúsið kl. 20.
• Sardasfurstynjan. ★★★
Islenska óperan kl. 20.
• Leðurblakan. LeikfélagAk-
ureyrar kl. 20.30.
SUNNUUPAGURINN
2. MAÍ
Leikhúsin
• Coppelía. Ballettsýning Is-
lenska dansflokksins í upp-
færslu Evu Evdakimovu. Að-
alhlutverk eru í höndum Láru
Stefánsdóttur og Eldars Vilev.
Borgarleikhúsið kl. 20.
• Ronja
ræningja-
dóttir.
Borgarleik-
húsiðkl. 14.
• Kjaftagangur. Þjóðleikhús-
ið kl. 20.
• Stræti. Þjóðleikhúsið,
Smíðaverkstæði, kl. 15.
• Leðurblakan. LeikfélagAk-
ureyrar kl. 20.30.
í heftinu í Birkilaut birtust erótískar ástarsögur eftir innlenda
og erlenda höfunda ásamt myndum af Hollywood-meyjum
í heftinu eru tvœrsögur eftir
Indriða. Þráttfyrir mótmœli
Indriða G. Þorsteinssonar er
það trú margra að þœr séu
œskuverk hans
Árið 1950 gaf bókaútgáfan
Bjarkir út lítið kver með ástar-
sögum eftir innlenda og erlenda
.höfunda. Kverið nefndist í
birkilaut. Lítt var hirt um að
vanda til útgáfunnar, kverið var
greinilega ekki prófarkalesið,
morandi í stafsetningar- og
prentvillum. Hins vegar voru í
því nokkrar ljósmyndir af nökt-
um stúlkum.
Enginn þeirra íslensku höf-
unda sem efni áttu í kverinu
kom fram undir fullu nafni.
Tvær sögur voru merktar höf-
undi sem nefndi sig Indriða. Sá
sami Indriði mun eiga sögu sem
einnig finnst í kverinu og sögð
er úr dagbók leigubílstjóra.
Áreiðanlegar heimildir eru íyrir
því að þessar þrjár sögur séu
fyrstu skáldverk Indriða G.
Þorsteinssonar sem komu á
prent. Höfundurinn var þá tutt-
ugu og fjögurra ára.
Bragi Kristjónsson forn-
bókasali stillti þessu kveri eitt
sinn út í verslunarglugga sinn
með tilheyrandi auglýsingu þar
sem sagði að þarna mætti finna
frumsmíðar rithöfundarins
Indriða G. Þorsteinssonar. Þeg-
ar Indriði rak augun í auglýs-
inguna brást hann reiður við,
enda tregur til að gangast opin-
berlega við þessum afkvæmum
sínum.
Hið takmarkaða dálæti höf-
undar á æskuverkunum skýrist
þegar farið er að glugga í sög-
urnar. Óhætt mun að fullyrða
að þær beri ekki vitni um um-
talsverða skáldgáfu höfundar
síns.
Sagan I ffamsætinu segir frá
pilti og stúlku og hvernig þau
uppgötva þrá sína og vilja hvort
til annars. Sagan hefst á þessum
orðum:
„í hinum lífrænu, bláfölu
skuggum síðsumarsnæturinnar
byltast atburðirnir um í hafróti
lífsins. Ósamkynja lífverur eiga
þá samleið, langt eður skammt
eftir atvikum.“
Höfundur reynir síðan eftir
mætti að skapa ljóðræna, róm-
antíska stemmningu. Árangur-
inn kann að hrífa viðkvæmustu
lesendur:
„Litlir ljúfir hugálfar mynda
krans um höfuð þeirra, hvísl-
andi að þeim sætum mjóum
róm, hvíslandi að þeim ljóði
næturinnar, hvíslandi að þeim
óþekktu titrandi ljóði í dimm-
um fiðlutónum.“
Framhaldið er í svipuðum
dúr og víða er stuðlað:
„Eitthvað verður að gerast og
það strax í nótt. Hann lítur af
stýrinu og mætir þá augum
hennar og honum fmnst þau
undarlega þrungin heitu titr-
andi Ijósflæði, það er
eins og syngjandi
strengjum, slegnum
mjúkum fingrum, stafi
frá þeim."
Óg undir lokin við-
urkennir parið löngun
sína og þrá:
„Það fór hitastraum-
ur um þau er vangar
þeirra mættust."
Hér hefði Barbara
Cartland og hugsan-
lega Kristmann Guð-
mundsson sett punkt-
inn en Indriði er í
skáldlegum móð og
bætir við: „...vangi
hennar var mjúkur, ht-
ill meyjarvangi og sæt-
ur, mjór rómur fór að
hljóma inní höfði hans,
eins og lítill þröstur
syngi.“
Önnur saga nefnist
Þegar dagurinn hverf-
ur. Hún segir frá ungri
stúlku sem gengur á
fund elskhuga síns og
biður hann að kvænast
sér, en hann færist und-
an:
„Honum til undrun-
ar hneig hún niður við
hliðina á honum á legu-
bekkinn, faldi andlitið í
höndum sér og grét,
það var ekki grátur
syndugrar sálar, er
finnur trú sína, og það
var ekki þungur grátur
þeirrar veru, er finnur
synd sína, heldur var
það hægur, hljóður
grátur þeirrar stúlku, er
leitar maka síns.“
Sagan endurspeglar
hina lítt þolanlegu hug-
myndafræði um varn-
arleysi og ósjálfstæði
konunnar, sem aldrei
verður fúllkomlega sátt
og örugg nema hún
finni mann sem sam-
Ein af meyjunum frá Hollywood
þykkir að giftast henni ..................
og vera akkeri í tilveru "••• hun attl heimpngu a oryggi, vegna þess að konur eru varnar-
b lausastar alls þessa kyns, er getur afsér afkvæmi..."
honum kærust af öllum, þá andi þögn, en aldrei var drama-
hefði allt þeirra ævintýri líkst
háum víxli, er hann hefði gefið
út á nafh hennar, víxli er nú var
fallinn í gjalddaga.“
Stúlkan játar manninum ást
sína og eftir játninguna kemur
þessi skondna setning:
„Er nokkuð dásamlegra en
heyra stúlku segja þetta, ég vil
aldrei, aldrei missa þig, heyra
þennan eið, sagðan með tárvot-
um augum í kjökrandi þögn, í
hljóðum gráti?“
Víða gætti dramatísks þunga
í lýsingum skáldsins, líkt og
þegar hann nefndi hina kjökr-
hennar:
„...hún átti heimtingu á ör-
yggi, vegna þess að konur eru
varnarlausastar alls þessa kyns,
er getur af sér afkvæmi, og þær
eiga heimtingu á að maðurinn
drekki ekki brennivín, að mað-
urinn hafi alltaf vinnu og að
maðurinn eigi börn með þeim
svo tilgangurinn sé einhver og
þess vegna hljóma þessi úrslita-
orð, við verðum að giftast, eins
og útboð líkamans gegn vissum
skilyrðum fjárhagsöryggis.“
En karlmaður þessarar sögu
velur ffelsið:
„... það sló hann að ef hann
játaðist þessari stúlku, er var
tíkin meiri en hér:
„Það var sem hann sæi blóð-
ugt hjarta hennar titra sundur-
kramið á dökkbæsta borðinu
við hliðina á hvíta pappírs-
hnífnum með gyllta Lucky
Strike nafninu á handfanginu.“
En svo gat einnig brugðið fyr-
ir ákveðnu kæruleysi líkt og í
þessari óvenjulegu líkingu:
„... svei elskunni, hún er eins
og saltkjöt á fati, sem fleygt er
fýrir hunda.“
Þriðja verk Indriða í kverinu
er sagan Úr dagbók leigubíl-
stjóra: í nótt er lífið — á morg-
Kolbrún Bergþórsdóttir
un...?
Þar er sagt frá leigubflstjóra
og farþegum hans; drykkfelld-
um áflogasegg og ástkonu hans
sem á ferðalagi elska, deila og
drekka. Þetta er lengsta sagan
og kannski geymir hún skásta
skáldskapinn af þeim öllum. Þó
finnst þar margt kyndugt, eins
og þessi líking:
„Dóttir hennar var eins og
bolti, sem haldið hefir verið
föstum í greip, merktri holdsins
hreinleika og öðrum fáguðum
dyggðum, en svo í sætum grun
um að eitthvað dásamlegt lægi
utan þessarar holu greipar,
hafði boltinn spennt sig lausan
og oltið stefnulaus um í þeim
hinum sæta grun, er hvergi var
höndlaður ffekar en regnþrung-
ið ský á heiðum himni.“
Stuttu eftir að sögur þessar
birtust á prenti hlaut höfimdur
þeirra, Indriði G. Þorsteinsson,
verðlaun fyrir smásögu sína
Blástör. Hana má finna í nýút-
komnu ritsafni hans, en þar er
engin þeirra smásagna sem get-
ið er hér að ffaman.
INDRIÐIG. ÞORSTEINSSON
Bragi Kristjónsson forn-
bókasali kynnti sögurnar í
kverinu I Birkilaut sem
fyrstu smásögur Indriða G.
við litla hrifningu skáldsins.
„... hljóður grátur
þeirrar stulku, er
leitar maka síns“