Pressan - 29.04.1993, Síða 26
UR POPPHEIMUM
26 PRESSAN
Fimmtudagurinn 29. apríl 1993
BÍQIN
HÁSKÓLAB ÍÓ
Jennifer er næst Jennifer
Eight kk Það má hafa gam-
an af smartri kvikmyndatöku,
trixum til að gabba áhorfend-
ur og Hitchcock-andrúminu í
myndinni. Gallinn er hins
vegar sá að sagan er nánast
út í hött.
Flodder í Ameríku Flodderin
Amerika ★ Hollenskur imbak-
assi í bíó.
Vinir Péturs Peter's Friends k
Kenneth Branagh býður upp
á allan matseðilinn; alkóhól-
isma, ungbarnadauða, gjálífi,
hjónaerjur, brostna drauma
ásamt óheyrilegu magni af
þeim söknuði eftir æskunni
sem slær fólk fimm árum eftir
að það lýkur námi. Þegar
einn vinurinn upplýsir að
hann sé með HlV-veiruna
hverfur skáldskapurinn end-
anlega úr sögunni og útvatn-
að vandamálakjaftæðið verð-
ureitteftir.
Kraftaverkamaðurinn Leap
of Faith ★★ Steve Martin er
fyndinn. Hann skyggir á alla
aðra leikara og tekst meira að
segja að draga athygli áhorf-
enda frá væminni og frekar
bjánalegri sögu myndarinn-
LAUGARASBIO
Howards End ★★★ Bók-
menntaverk gert að góðri
bíómynd.
Elskhuginn The Lover kkk
Hugljúf saga um ást og losta.
Karlakórinn Hekla ★ Vond
mynd og metnaðarlítil.
Flissi læknir Dr. Giggies ©
Laugarásbíó er musteri
vondra mynda. Samkvæmt
fréttum stendur það til bóta.
En Flissi læknir skánar ekkert
við það. Honum er ekki við
ijargandi.
Hörkutól
Fixing the Shadow k
Svala veröld Cool World ★★
Nemo litli ★★★ Falleg
teiknimynd.
REGNBOGINN
Siðleysi Damage kkk
Mynd um þingmann sem ríð-
ur sig út af þingi. Jeremy Ir-
ons leikur af feiknakrafti. Það
er Ijóst að þingmaðurinn
hans heldur ekki við tengda-
dótturina vegna þess að
hann langar heldur vegna
* "þess að hann getur ekki ann-
að. Hann rústar lífi sínu um
leið og hann frelsar sig. Kyn-
lífssenurnar eru helst til lang-
ar — að minnsta kosti fyrir þá
sem hafa misst eitthvað úr
endalausri runu ríðinga-
mynda að undanförnu. Hinir
hafa byggt upp þol.
Ferðin til Las Vegas Hon-
eymoon in Vegas ★★ Það má
vel hlæja að þessari mynd;
sérstaklega örvæntingu Nico-
las Cage.
Englasetrið ★★ Þokkaleg
gamanmynd frá frændum
vorum Svíum.
Chaplin ★★ Myndin sem
fékk menn til að spyrja sig
hvort Chaplin hefði í raun
verið nokkuð fyndinn.
Miðjarðarhafið Mediterr-
aneo ★★★ Indæl mynd.
Tommi og Jenni ★★★
Krökkunum þykir hún fyndin.
SAMBIOIN
Hoffa
Ávallt ungur Forever Young
★ ★ Flugmaður vaknar eftir
að hafa legið í frosti í hálfa
öld. Frumlegt? Nei. Líkast til
er þetta áttunda myndin
með þessum söguþræði á
undanförnum fimmtán mán-
uðum. Eini kosturinn við
myndina er lágstemmdur
leikurMelsGibson.
Stuttur frakki ★★★ Stjörn-
urnar þrjár segja til um stöð-
una í hléi. Eftir hlé rennur
★★★★ Pottþétt
★★★ Ágætt
★★ Lala
★ Leiðinlegt
. ©Ömurlegt
myndin út í sandinn og tapar
einni ef ekki tveimur af
stjörnunum. En það er margt
gott í myndinni og þá sér-
staklega Frakkinn stutti. Án
hans hefði myndin sjálfsagt
orðið venjuleg íslensk ærsla-
og aulahúmorsmynd.
Konuilmur Scentofa Woman
★ ★★ Leikur Als Pacino og
Chris O'Donnel er eina
ástæðan til að sjá myndina
því sagan í myndinni er eilítið
púkaleg þroskasaga.
Háttvirtur þingmaður The
Distinguished Gentleman k
Eddie Murphy á ágæta
spretti en alltof fáa til að
halda uppi þessari gleðilausu
gamanmynd.
Hinir vægðarlausu Unforgi-
ven ★★★★ Frábær mynd
um áhrif ofbeldis á ofbeldis-
manninn.
Ljótur leikur The Crying
Game ★★★★ Kemur jafnvel
útlifuðum bíófríkum á óvart
og fær þau til að gleyma sér.
Elskan, ég stækkaði barnið
Honey, I Blew Up The Kid kk
Óhæf nema öll fjölskyldan
fari saman í bíó. Gamanmynd
fyrir börnin. Hryllingsmynd
fyrirforeldrana.
Lífvörðurinn The Bodyguard
★ Mislukkuð mynd með
myndarlegum leikurum.
Aleinn heima 2 - Týndur í
New York Home Alone 2 -
Lost in New York -k-k-trk
Mynd ársins fyrir aðdáendur
dett'-á- rassinn-húmors.
Bambi ★★★★ Þó ekki væri
nema vegna sagnfræðilegra
ástæðna er skylda að sjá
Bamba reglulega.
3 ninjar ★ Fyrir tilvonandi
vandræðaunglinga.
STJÖRNUBÍÓ
Hetja Accidental Hero kkk
Þrátt fyrir yfirþyrmandi leið-
indi persónunnar tekst Dust-
in Hoffman ekki að eyði-
leggja söguna með ofleik
eins og honum hættir til.
Galdur myndarinnar liggur í
handritinu og frásagnargleði
leikstjórans.
Bragðarefir Mo' Money k
Myndin er hröð og skemmti-
leg þegar við sjáum heiminn
með augum Damons Wayans
en leysist síðan upp.
Drakúla Bram Stoker's Drac-
ula k Góð mynd fyrir áhuga-
menn um förðun en sagan
sjálf er nánast óbærilega leið-
inleg.
Börn náttúrunnar ★★★
Sæt mynd um gamalt fólk.
$ T U 0 í
S U M A*R
Amina, NigelKenne-
dy, Rage against the
Machine, rokk og reifl
Það er allt útlit fyrir að mörg
tækifæri gefist í sumar til að
komast í gott stuð. Út um allan
bæ eru menn að leggja á ráðin
og undirbúa gleði sumarsins.
Fyrst má nefna að túnísk/-
franski söng- og júrófuglinn
Amina kemur í annað sinn til
landsins og spilar á Hótel ís-
landi 20. og 21. maí. Amina hef-
ur lítið sinnt tónleikahaldi í
langan tíma og tónleikarnir hér
verða þeir fyrstu sem hún held-
ur í tengslum við nýja plötu,
„Wa di yé“, sem kom út fyrir
síðustu jól og hefur fengið góða
dóma. A þeirri plötu lék meðal
annars fiðlusnillingurinn Nigel
Kennedy. Amina hefur verið
upptekin við að leika í kvik-
myndinni La nuit sacrée eftir
leikstjórann Nicolas Klotz,
sem nýlega var frumsýnd. Þetta
er fyrsta myndin sem Amina
leikur aðalhlutverkið í, en hún
hefur til þessa leikið minni hlut-
verk í ýmsum myndum. Með
Aminu kemur tíu manna
hljómsveit — þó ekki Nigel —
og verða aðdáendur hans að
bíða til 30. júní þegar hann
kemur í Hafnarfjörðinn og spil-
ar í Kaplakrika. Nigel kemur
með fiðluna sína og hljómsveit
og spilar Beethoven, Jimi
Hendrix og djass.
AMINA
Kemur aftur ísumar að bræða upp
hjörtun sem eru
farin að
RAGE AGAINST THE MACHINE Heimsreisan hefst íKaplakrika.
Það stendur meira til hjá
Göflurum og nú er orðið nokk-
uð líklegt að bandaríska rapp-
rokksveitin Rage against the
machine spili í Kaplakrika 12.
júní. Sú sveit er á stöðugri upp-
leið í heimalandinu og fer í
sumar í tónleikaferð til Evrópu.
Ef af verður mun ísland verða
fyrsti áfangastaðurinn í þeirri
ferð. Búast má við hörkutón-
leikum; sveitin er að sögn frá-
bær tónleikasveit og fyrsta plata
þeirra hefur runnið út
úr íslenskum plötubúð-
um — selst í um 3.000
eintökum — og er ís-
land fyrsta landið í
heiminum þar sem
platan fer á topp vin-
sældalistans.
Vegna góðs gengis
Óháðu listahátíðarinn-
ar í fyrrasumar verður
leikurinn endurtekinn í
og má búast við
góðu stuði, til
dæmis verður haldin
þriggja daga gleðisyrpa
Faxaskála, gegnt Kola-
portinu, 10.-12. júní. Syrpan
verður til að kynna næsta tölu-
blað tískuritsins Núllsins og
tvöfalda safngeisladiskapakk-
ann Núll og nix — ýkt fjör,
sem kemur út um svipað leyti.
Fyrsta kvöldið fer í að kynna
rokkböndin á núllpakkanum,
sem koma velflest ffarn, og ann-
að kvöldið fer í að kynna dans-
böndin. Slegið verður upp helj-
armiklu reifi og munu erlendar
hljómsveitir og diskótekarar
jafhvel halda uppi stuði með ís-
lenskum dansfíklum. Á þriðja
Núllkvöldinu slær svo enska
tískudrottningin Vivienne
Westwood upp tískusýningar-
balli. Vivienne skaut upp á
tískuhimininn í kjölfar pönks-
ins á Englandi, — hannaði t.d.
larfana og nælurnar í nefið á
Sex Pistols og hefur átt góðu
gengi að fagna síðan. Búast má
við miklum fjölda erlendra
gesta og blaðamanna á þessa
Núllsyrpu, t.d. verður breska
tískublaðið I-D með sérstaka
umfjöllun, enda gert ráð fyrir að
gott stuð endist alla helgina.
SH Draumur — eins og hann var á gullaldarárum sínum.
Dfaugapgur
á Tunglinu
SH draumurkemur fram í fyrsta og eina
skiptið ífimmár
Rokksveitin SH draumur
ætlar að ganga aftur annað
kvöld, föstudagskvöldið 30.
apríl, og halda eina tónleika í
Tunglinu. Sveitin varð til 1982 í
lok kraftmikillar rokkbylgju og
starfaði til ársins 1988, þegár
hljómsveitin Bless varð til úr
rústunum. SH draumur gaf út
eina breiðskífu, plötuna Goð,
sem af gagnrýnendum er jafhan
talin ein af betri plötum síðasta
áratugar. Einnig komu út þrjár
minni plötur og nú er allt þetta
efni komið út á geislaplötu und-
ir nafninu Allt heila klabbið.
Samtals er platan rúmlega 75
mínútur; 25 lög, þar af þrjú óút-
gefin.
Hljómsveitin SH draumur
var skipuð þeim Gunnari
Hjálmarssyni, plötugagnrýn-
anda PRESSUNNAR, sem spil-
aði á bassa og söng, og Stein-
grími Birgissyni gítarleikara,
sem nú stundar klassíska gítar-
kennslu. Þrír trommarar settust
við settið: Birgir Baldursson sat
þeirra lengst, en hann gekk síð-
ar í Sálina og er nú í Silfurtón-
um. Aðrir trommarar voru þeir
Haukur Valdimarsson gull-
smiður og Ágúst Jakobsson, sá
sami og eltir nú Guns ’N’ Ros-
es og gerir af þeim heimilda-
mynd. Það verður langlífasta
útgáfa SH draums sem kemur
ffam annað kvöld. Sveitin hefur
verið að æfa síðustu vikurnar og
hafa meðlimir að eigin sögn
„engu gleyrnt".
Silfurtónar og Yucatan,
sigurvegarar Músíktilrauna,
koma einnig fram á Tunglinu
annað kvöld, svo búast má við
heilmikilli rokkveislu. Til að
gera allt endanlega brjálað verð-
ur Kiddi kanína í diskóbúrinu
og heldur uppi gífurlegu
Hljómalindarstuði, svo réttast
er að mæta snemma, en opið
verður frá kl. 23-3.
P0PP
Sutnar í sjoppu
ÝMSIR FLYTJENDUR
GRIMM DÚNDUR
STEINAR
★
Aukinn metnaður hefur færst
í íslenska safnplötuútgáfu síð-
ustu árin. Plöturnar hafa orðið
fjölbreyttari, öll lögin með ís-
lenskum poppurum, og græð-
lingum jafnvel gefinn séns. Því
miður virðist safnplötufram-
leiðsla „stóm“ útgáfanna nú aft-
ur á leiðinni í sjoppufarveginn
sem hún var í fyrir nokkmm ár-
um. Grimm dúndur er gott
dæmi um þunnan sjoppustíl.
Hér er boðið upp á ný íslensk
stuð: og sumarlög í bland við er-
lend stuð- og sumarlög; umbúðir
eru hallæriáegar, lögin flest
ómerkileg og maður sér þessar
útgáfur fyrir sér safnandi ryki í
sjoppum og bensínstöðvum við
hliðina á Sönnum sögum,
Brandarablaðinu og Bósa,
enda álíka merkileg framleiðsla.
Islenskar stuðgrúppur hafa trix
sem er svona: Koma út góðu
stuðlagi á safnplötu, gera það
vinsælt á útvarpsstöðvunum og
nota svo velgengni lagsins til að
þræða ballmarkaðinn um sum-
arið. Einfalt bragð sem oft geng-
ur upp og gæti jafnvel gert það
núna hjá þeim tveimur íslensku
böndum sem koma sterkast út á
Grimmum dúndrum; Pláhnet-
unni og Jet Black Joe.
Það verður ekki af Stebba
Hilmars skafið að hann er sann-
færandi poppstjarna og
skemmtilegur söngvari, og hér
sýnir hann á sér nýja hlið með
því að semja fínt popplag með
Friðriki bassaleikara sem fylgir
honum úr Sálinni. Það er þó ekk-
ert nýtt hér á ferð — lagið gæti
þess vegna hafa verið með Sál-
inni — en „Span“ smýgur vel og
útsetning og upptaka er fersk.
Miðað við þetta tóndæmi verður
gaman að fá Pláhnetuplötuna í
hendur í sumar.
Jet Black Joe hafa haldið
dampi í þeim þremur lögum
sem þeir hafá sent frá sér í vor.
Fyrst voru það tvö ágæt lög í
Stuttum Fraklca, en hér er besta
lagið þeirra til þessa í ár, hið fi'na
„Down on my knees“. Drengim-
ir kunna að berja saman
skemmtilegar poppmelódíur,
Páll Rósinkranz er rokkstjarna af
guðs náð og þeir bregðast- ekki í
heimskulegu ensku textunum.
Það hlýtur að teljast meiriháttar
afrek að geta troðið „fokk jú“ í
þrjú lög í röð. Ég er ekki sam-
mála þeim sem segja að Jet Black
Joe séu lélegt ljósrit af tónlist
hippaáranna, frekar mætti segja
að þeir væm finasta liteftirprent-
un úr nýjustu prentgræjunum!
En ef Jet Black fara ekki að þróast
eitthvað er ég ansi hræddur um
að þeir missi af rútunni.
Ánnað íslenskt efni er slappt
eða veldur vonbrigðum, éins og
Todmobile-lögin. Annað, „Ég
vil brenna", er þunn endurtekn-
ing á fyrri afrekum og „The Lett-
er“ er ónauðsynleg ensk útgáfa af
hinu ágæta popplagi „Uppi á
þaki“. Stjóminni er ekki fisjað
saman í froðukenndum júróleið-
indum og Verslingar, með
söngvarann Björgvin Skúla
Sigurðsson í broddi fylkingar,
fara illa með hið frábæra Who-
lag „Pinball Wizard“. Það er eins
og þeir skilji ekki alveg fílinginn í
laginu.
Það er vonandi að piltarnir í
Pelican hafi eitthvað annað að
bjóða á væntanlegri plötu en lap-
þunna slagara eins og „f víga-
hug“. Það hljómar eins og ann-
ars flokks GCD og textinn er eins
og þriðja flokks Stefán Hilmars-
son. Guðmundur Jónsson á
nokkur frábær popplög að baki
en þetta hér hljómar eins og eitt-
hvað sem komst ekki á Sálar-
plötu, eitthvað sem hefur legið
lengi ónotað í lagapokanum.
Hann ætti líka að þekkja sín tak-
mörk og fá einhvem til að semja
fyrir sig texta. Mætti ég þá frekar
biðja um Valla og víkingana!
Érlendu lögin eru léttvægar
klisjur sem fólk ætti að geta feng-
ið sig fullsatt á í útvarpinu. Það
em ekki nema Spin Doctors og
The 4 of us sem kíkja aðeins
með hausinn upp úr mykjupotti
meðalmennskunnar. Lokalag
plötunnar er svo vel við hæfi:
Smástimið Sonia Davis syngur
lagið „Bette Davis eyes“ sem Kim
Cames mmdi um árið og glumdi
úr útvarpinu heilt sumar og gerði
mann frávita af leiðindum.