Pressan - 12.08.1993, Side 4
D Y R A L I F
4 PRESSAN
Fimmtudagurínn 12. ágúst 1993
Rausnar-
legur ráð-
herra
„/ tveimur ráðuneytum hafa
tiánir venslamenn ráðherra
komið til starfa að undan-
förnu. Gunnar Sigurðsson,
bróðir Jóhönnu Sigurðardótt-
ur félagsmálaráðherra, hefur
hafið störf í félagsmálaráðu-
neytinu sem deildarsérfræð-
itigur í vinnumáladeild...
Sérfróðir menn, sem Morgun-
blaðið rœddi við, telja að
ráðning Gunnars vekiýmsar
athyglisverðar spumingar um
vanhœfi ráðuneytismanna.“
Afinnlendum vettvangi í
Morgunblaðinu.
Jóhanna Sigurðardóttir fé-
lagsmálaráðherra:
„Eg geri verulegan greinar-
mun á því hvort um fast-
ráðningu, æviráðningu eða
verkefnaráðningu er að
ræða. Verkefnaráðning, líkt
og í þessu tilviki, felur í sér að
viðkomandi hefur ekki rétt-
indi opinberra starfsmanna
Frjálslegir
í fatavali
„/ rneira en áratug hefur ís-
lenska þjóðin haft slíkt dálœti
ájogging-gallanum að hún
notar hann daglangt og við
hvers konar tœkfœri... Þeir
farafólkinu misvel eins og
gengur, konumar verða rass-
síðari en ella, karlamir vamb-
meiri og krakkamir eins og
hælismatur (sem þau líka em
orðin). En þetta erárferðar-
snauður búningur og hentar
þjóðinni vel eins og hún er á
sig komin mestöll. Það er þó
fyrir mestu að hafa tekið ást-
fóstri við jogging-gallann,
þennan skálm- ogermavíða
tœkifœrisklœðnað sem er með
réttu orðinn þjóðbúningur ís-
lendinga
Guðjón íDV.
Bima Einarsdóttir, fram-
kvæmdastjóri Henson-
sportshf.:
„Alla tíð síðan kotbændur
klæddust vaðmáli og kerling-
ar puntuðu sig með eingim-
ishyrnum hefur þörfin fyrir
Forhertur
fréttastjóri
„Þetta eru með öðmm orðum
mennimir í innsta hring sem
ásamt með öðmm t landbún-
aðarráðuneytinu létu til skar-
arskríða við að upplýsafjöl-
miðla um meint kjötsmygl
utnaríkisráðherrafrúarinnar
— og vonuðu að þatmig
nœðu þeir til ráðherrans
sjálfs... En þeim varð á í
messutmi. Ofstœkið var svo
tnikið að þeir kunnu sér ekki
hóf og lugu Stöð 2 (alias Elínu
Hirstjfulla um málið. Hún lét
hinsvegar txota sig sem segir
sitthvað um dómgreind vara-
fréttastjórans, sérstaklega þeg-
ar þess ergœtt að það er ekki í
fyrsta sinn... Dómgreindar-
leysi varafréttastjórans er að
vísu dapurlegt. Ösvífhin, sem
s.s. lífeyris- eða veikindarétt-
indi og uppsagnarfrestur er
nánast enginn. Ráðinn var
tímabundið hagfræðingur
með mikla þekkingu á félags-
og vinnumarkaðsmálum og
fenginn til að undirbúa end-
urskipulagningu vinnumála-
skrifstofu. Endurskipulagn-
ing mun liggja fyrir á síðari
hluta ársins og verður þá
ráðinn fastur starfsmaður.
Komi í ljós að þessi er meðal
umsækjenda verður farið
með þá umsókn í samræmi
við nýju stjómsýslulögin sem
taka gildi um næstu áramót.“
að klæðast á eins þægilegan
máta og kostur er verið fyrir
hendi. Jogging gallar em
einn þægilegasti klæðnaður
sem um getur og rasssíðar
konur og vambmiklir karlar
geisla af ánægju og vellíðan
íklædd slíkum fatnaði. Því
miður fyrir bréfritara virðist
hann fara á mis við þá sælu-
tilfinningu sem fylgir þvi að
smeygja sér í jogging-galla
við hin ýmsu tækifæri.“
lýsirsér í tilraun hetmar til
málsvamar eftir á, gerir illt
verra.“
Rökstólar í Alþýðublaðittu.
Elín Hirst, varafréttastjóri
Stöðvar 2:
„Nornaveiðunum vegna
kjötmálsins er greinilega ekki
lokið. Maður veltir því fyrir
sér hver örlög manns hefðu
orðið hér fyrr á öldum, þegar
tíðkaðist að brenna „vondar“
konur á báli.“
HÚSMÓfilR í REYKJAVÍK (HREMMINGUM VEGNA ROTTUGANGS
„ROTTAN KIKTIUPP UR
NIÐURFALLINU Á VASKINUIT
Það er víst óhætt að
segja að Björn Guð-
mundsson hjá Röra-
myndum sé krafta-
verkamaður í augum
þeirra sem fá rottur í
heimsókn til sín eins
og Hólmfríður Arn-
ardóttir, húsmóðir í
Þingholtunum. Bjöm
tekur leysimyndir af
lögnum í húsum þar
sem vart hefur orðið
rottugangs. Þannig er
hægt að komast að því
hvar rotturnar hafa
nagað sig út úr leiðsl-
um hússins svo hefja
megi viðgerðir.
Hólmfríður varð
fyrst vör við hljóð í
veggjum heimilis síns
við Freyjugötu í haust.
„Ég heyrði tíst og þess
háttar hljóð í veggjun-
um á nóttunni, en það
trúði mér enginn svo
það var aldrei neitt
gert í málinu.“ Fyrr en
dag einn í vor þegar
Hólmfríður og sam-
býlismaður hennar,
Barði Kárason, voru
að þvo upp í eldhús-
inu. „Þá kíkir ein rott-
an upp úr niðurfallinu
í vaskinum og sat þar svo með
trýnið fast í gatinu. Við héld-
um reyndar fyrst að þetta væri
mús og fómm að losa um rör-
in undir vaskinum til að ná
henni út. Hún var orðin ansi
hrakin og völt á fótunum, svo
við settum hana í fötu þar sem
hún drapst skömmu síðar.
Síðan hringdum við á píp-
ara til að gera við rörin. Þegar
hann var á leið út úr dyrunum
aftur mætti hann nokkrum
rottuungum hér úti á tröpp-
um og forðaði sér hið snarasta
inn aftur, skelfingu lostinn. Ég
trúði honum auðvitað ekki
fyrr en ég sá þá með eigin aug-
um. Rottumar höfðu komist
út um gat á niðurfallinu fyrir
utan, sem aldrei hafði verið al-
BJÖRN GUÐMUNDSSON og tækið (litla rörið á hjólunum) sem tekur myndir af leiðslum.
mennilega frágengið. Það
vom komin göt á steypuna yf-
ir því og þess vegna höfðu
rottumar komist út. Við köll-
uðum strax á meindýraeyði,
sem setti þama eitur, og létum
gera við gatið.
Skömmu síðar fúndum við
holu inni í skáp þar sem ekk-
ert var geymt nema plastpok-
ar, sem búið var að naga í
gegn. Þá var ákveðið að gera
eitthvað í málunum, enda
komin sönnun fyrir því að
þama væri eitthvað á ferðinni.
Við fengum meindýraeyði til
að eitra út og hann sagði okk-
ur að holan væri eftir rottu. Þá
kölluðum við á myndatöku-
mann til að leita að skemmd-
unum og þurftum að flytja út
í þijár vikur á meðan verið var
að gera við.“
Veistu hvernig rotturnar
komust inn í húsið?
„Já, þær virðast grafa sér
holúr út úr lögnunum til að
eiga ungana. Þær voru búnar
að koma sér fyrir í holum
grunni, sem er undir húsinu
til að verja kjallarann fyrir
gólfkulda. Síðan er timbur í
veggjunum og loffhólf á milli
þeirra í stað einangrunar, sem
gerði þeim og ungunum auð-
velt að naga sig um allt.“
Þið hafið væntanlega losnað
við rottumar eftirþetta?
„Nei, ekki alveg. Við fórum
í sumarfrí fljótlega eftir að við-
gerðunum var lokið og þegar
við komum aftur urðum við
fljótt vör við að rotturnar
voru ekki allar horfnar. Þær
voru búnar að naga sig í gegn-
um allt inni í eldhússkápun-
um og gæða sér þar á ýmsum
matvælum. Það voru líka
stöðug læti á nóttunni. Svo í
eitt skipti þegar Barði kom
inn í eldhús sá hann rottu
fasta þar í rifu, en hún hafði
greinilega flýtt sér burt þegar
hún varð vör við umgang.
Hann reif allt í kringum hana
til að losa hana, en hún var þá
byrjuð að naga á sér fótinn,
sem var fastur, til að freista
þess að forða sér. Við kölluð-
um aftur á meindýraeyðinn,
sem lagði gildru í eldhúsinu.
Það veiddist í hana ungi og
við höfúm ekki orðið vör við
neitt síðan.“
Þó svo Björn myndatöku-
maður hafi staðfest það í við-
tali við PRESSUNA að rottu-
gangur sé þó nokkuð algengur
í borginni er ekki víst að
margir hafi lent í útistöðum
við svartar og hárlausar sog-
skálarottur. Ein slík komst þó
inn í íbúð við Laugaveginn,
upp um holu sem illa hafði
verið gengið frá eftir iðnaðar-
mann. Húsráðandi bjó með
rottunni í heila viku áður en
þau mættust og hann gat rek-
ið hana út sömu leið og hún
kom. Rottan var þá búin að
skíta út um alla íbúð og gerast
ansi stórtæk í eldhússkápun-
um.
debet Haraldur Johannessen kredit
Ákaflegafrjór og skemmtileg-
ur — eða gífurlega eigingjarn
og smámunasamur?
„Það sem einkennir Harald er hve skemmtilegur og
hugmyndaríkur strákur hann er. Hann er óvenju-
lega fyndinn og hefúr einstaka frásagnargáfú og þetta
hefúr einkennt hann alla tíð. Á menntaskólaárunum
hafði hann mjög ögrandi skoðanir á borgaralegu
gildismati. Hann á ekki í vandræðum með að vinna
mikið og það vex honum ekkert í augum," segir
Gunnar Kvaran, listfræðingur á Kjarvalsstöðum,
en Gunnar og Haraldur hafa þekkst frá fermingar-
aldri og sátu saman I menntaskóla. „Haraldur er
ákaflega traustur félagi og hreinn og beinn, enda er
fals ckki til í hans orðabók. Hann er mjög skemmti-
legur og mikill húmoristi og á auðvelt með að gera
grín að sjálfúm sér, enda nær hann sér þar best á
strik,“ segir Benedikt Sigurðsson lögffæðingur, en
hann hefúr þekkt Harald í tæpan áratug. „Halli er
ákaflega frjór og skemmtilegur þegar hann vill það
við hafá og mikill vinur vina sinna. Hann er einnig
góður embættismaður," segir Magnús M. Norð-
dahl, héraðsdómslögmaður í Reykjavík og gamall
félagi Haraldar. „Haraldur er strangheiðarlegur og
nákvæmur embættismaður, hefur ríka réttlætis-
kennd og er góður vinur,“ segir Ólafúr K. Ólafeson,
sýslumaður í Stykkishólmi. Hann hefúr þekkt Har-
ald í möig ár. „Haraldur er mjög skemmtilegur við-
ræðu og heiðarlegur í öllum samskiptum við annað
fólk. Svo fer honum sífellt ffarn í veiðiskap," segir
Bjöm Líndal, sem veiðir lax með Haraldi.
Haraldur Johannessen er fangelsismálastjóri
og hefur veriö þó nokkub í fréttum undanfariö
vegna síendurtekinna flóttatilrauna fanga af
Litla-Hrauni.
„Hann er gífurlega eigjngjam, það er náttúrulega
það sem við strákamir munum ætíð. Hann geng-
ur alltaf út ffá sínum eigin forsendum og getur
ekki auðveldlega sett sig í spor annarra. Hann er
of formfastur," segir Gunnar Kvaran, fornvinur
Haraldar og sessunautur hans í menntaskóla. „Ef
ég ætti að nefna einhvem galla, þá dettur mér
helst í hug skapið í honum af og til. En að jafnaði
er hann skapgóður og gott að hitta hann,“ segir
Magnús M. Norðdahl, skólabróðir Haraldar úr
MR og lagadeild Hí. „Það sem er helst neikvætt
við Harald er hve nákvæmur hann er. Hann get-
ur orðið allt að þvf smámunasamur og á það til
að gera nokkuð mikið úr hlutunum. Það háir
honum einnig í samskiptum við fólk hve hæðinn
hann er og gáir þvi ekid að sér,“ segir Benedikt
Sigurðsson lögfræðingur. Þeir voru samstarfs-
menn hjá ísal eftir útskirift úr lagadeildinni. „Har-
aldur á það til að vera óvæginn telji hann fólk
wna óheilindi eða ganga á bak orða siima,“ segir
Ólafur K. Ólafsson, sem þekkir Harald náið.
„Ókunnugum kann stundum að þylqa hann ill-
skeyttur að sjá, en það passar vel við starfið. Svo
er hann er obbolítið viðkvæmur fyrir sjálfúm sér,
eins og við flest,“ segir Björn Líndal, aðstoðar-
bankastjóri Landsbankans og félagi Haraldar til
margra ára.