Pressan - 12.08.1993, Side 13
S K O Ð A N I R
Fimmtudagurinn 12. ágúst 1993
PRESSAN 13
DAS KAPITAL
STJÓRNMÁL
Fiskur var það, heillin
Ekki benda d mig...
„Flest fyrirtœki eiga sína helstu óvini í
samkeppnisaðilum. Hjá Sölumiðstöðinni
erþví öfugtfarið. Hœtturnar er helst að
finna hjá aðildarfrystihúsum. “
Islendingar urðu fyrir barð-
inu á heimskreppunni miklu.
Þeir voru matvælaframleið-
endur og matvælaútflytjendur
þá eins og nú. Útflutningsvar-
an var saltfiskur, en þegar aðr-
ar þjóðir réttu úr kútnum, þá
hélt kreppan áfram hér á
landi, því borgarastyrjöld á
Spáni lokaði hefðbundnum
saltfiskmörkuðum.
Ríkisvaldið framlengdi áhrif
kreppunnar með innflutn-
ingshömlum og hertum
vemdaraðgerðum fyrir iðnað.
Jafnffamt var gripið til ýmiss
konar miðstýringaráforma
eins og stofnunar Fiskimála-
nefndar, sem átti að annast
fisksölu og markaðsöflun.
Saltfiskurinn var þó undan-
skilinn. Ekki voru framleið-
endur fiskafurða alls kostar
ánægðir með störf nefndar-
innar.
Samvinnumenn og fram-
sóknarpostular höfðu tögl og
hagldir í nefndinni, en samt
fór það svo að þau kaupfélög,
sem önnuðust fiskvinnslu,
fólu Sambandinu sölumál sín.
En í ársbyrjun 1942 komu
aðrir ffamleiðendur saman tii
fundar í Reykjavík og stofn-
uðu Sölumiðstöð hraðfrysti-
húsanna.
Sölumiðstöðin er merkilegt
fýrirtæki. Hugmyndafræðin
að baki þess er samvinnuhug-
sjónin, stofnsamþykktir eru
verk sósíaldemókratans Guð-
mundar I. Guðmundssonar
og fyrirtækinu hefur ávallt
verið stjórnað af sjálfstæðis-
mönnum.
Tilgangur Sölumiðstöðvar-
innar var markaðsöflun og að
selja allar ffamleiðsluvörur fé-
lagsmanna og í upphafi hafði
hver framleiðandi, stór eða
smár, aðeins eitt atkvæði.
Þóknun Sölumiðstöðvarinnar
var ákveðin 1 prósent, en
Sölumiðstöðinni var jafn-
ffamt ædað að kaupa umbúð-
ir og aðrar nauðsynjar fýrir fé-
lagsmenn og var álagning
ákveðin 15 prósent. Sölu-
þóknun Fiskimálanefndar var
3 prósent og það þótti Einari
Sigurðssyni of mikið. Nú er
svo komið að Sölumiðstöðin
tekur 3 prósenta sölulaun og
hætt er við að einhverjum
þyki það mikið.
Einar Sigurðsson og félagar
gerðu sér strax í upphafi ljósa
grein fýrir því, að fiskur í
frystigeymslum var einskis
virði. Og það gildir enn í dag
að fiskur í geymslum hjá Jóa-
kim Pálssyni og Einari heitn-
um Steindórssyni í Hnífsdal er
einslds virði. Til að fiskurinn
yrði að verðmætum yrði að
vinna markaði og það yrðu
samtök framleiðenda að gera.
Strax á árinu 1944 stofnaði
Sölumiðstöðin sölufýrirtæld í
Bandaríkjunum, Coldwater
Seafood, og þar vann Jón
Gunnarsson verkfræðingur
ómetanlegt brautryðjanda-
starf. Hafa þeir sem síðar
komu unnið í sama anda.
Sölumiðstöðin og dóttur-
fýrirtæki hennar hafa styrkt
stöðu sína á mörkuðum með
því að byggja upp fiskrétta-
verksmiðjur. Verksmiðjurnar
hafa gert sölufyrirtækjum
kleift að vinna úr hráefni ann-
ars staðar frá þegar litið berst
að frá íslandi.
Það vill nefhilega oft gleym-
ast í umræðunni um íslenskar
auðlindir, að Bandaríkja-
markaður fýrir frystan fisk er
mikilvægasta auðlind sem ís-
lendingar eiga. Markaðurinn
gerir fiskstofnana að nýtan-
legri auðlind. Þeir sem stjórna
markaðsstarfseminni eru
þyngdar sinnar virði í gulli.
Sölumiðstöðin hefur haft
forgöngu um stofnun ýmissa
fýrirtækja til að þjóna aðildar-
frystihúsum. Spurning er til
hvers Sölumiðstöðin rekur í
dag skipafélagið Jökla hf. Hver
maður á að gera það sem
hann kann best.
En hverjar eru helstu hætt-
ur sem steðja að Sölumiðstöð-
inni? Flest fyrirtæki eiga sína
helstu óvini í samkeppnisaðil-
um. Hjá Sölumiðstöðinni er
því öfugt farið. Hætturnar er
helst að finna hjá aðildarffysti-
húsum. I hópi þeirra eru
mestu eiginhagsmunaseggir
þessa lands. Þeir sjá sjaldnast
lengra en nef þeirra nær.
Framleiðsla og sala á frystum
fiski er ekld torgsala, þar sem
dugar að hafa skammtíma-
hagsmuni í fyrirrúmi.
Það hefur viljað brenna við,
að aðildarfrystihús hafi selt
framhjá Sölumiðstöðinni
vegna skammtímahagnaðar.
Þá hafa úrsagnir úr Sölumið-
stöðinni rýrt eigið fé fýrirtæk-
isins. Eitt sinn gekk það svo
langt að forystumaðurinn
sjálfúr, Einar Sigurðsson, dró
sín frystihús úr Sölumiðstöð-
inni. Hann sá þó að sér.
Nú er svo komið að 3 pró-
senta sölulaun duga varla til
að halda rekstri Sölumið-
stöðvarinnar gangandi. Tekju-
afgangur myndast fyrst og
fremst af vöxtum og arði af
sjóðum og dótturfýrirtækjum.
Slíkt er varasamt.
íslenskar bókmenntir eru
heldur snautlegar í umfjöllun
sinni um frystan fisk. Alþýðu-
skáldið Bubbi Morthens orti
þó og söng:
... þúsund þorskar á fœribandi
stöðugt þokast þeir nœr,
á skrifstofunni arðrœninginn situr
Fólki hefur orðið tíðrætt
um agaleysið í íslensku þjóð-
félagi undanfarið. Jafnvel
Morgunblaðið gerði kæru-
leysisþjóðfélagið, sem það
kaus að kalla svo, að umræðu-
efhi í leiðara blaðsins nýverið.
Þá höfðu menn þar á bæ
hnotið um athugasemd Ás-
geirs Sigurvinssonar knatt-
spyrnukappa eitthvað á þá
leið að íslendingum væri tamt
að lofa upp í ermina á sér en
sjaldan væri staðið við stóru
orðin. íslendinga skortir
greinilega sjálfsaga. Það er
hvimleiður galli á þjóðarsál-
inni að gaspra og lofa en
kannast svo ekki við neitt þeg-
ar spurt er um árangur og
efndir. Þá er þægilegra að
benda á einhvern annan.
Hún tekur á sig skrýtilegar
myndir þessi árátta að bera
ekki ábyrgð á neinu. Strok
fanga af Litla-Hrauni, sem
hýsir hættulegustu glæpa-
menn þjóðarinnar, vakti
mikla athygli á dögunum.
Mennirnir höfðu sagað í
sundur rimla fýrir glugga og
stokkið út. Rétt eins og band-
ítarnir í Andrésar andar-blöð-
unum hefðu gert. Eftir mikla
leit, sem enginn vissi hver bar
ábyrgð á, fundust kónarnir og
dúsa nú í einangrun í Síðu-
múla. Ekki hafði langur tími
liðið þegar aftur var strokið af
Litla- Hrauni og nú komust
mennirnir næstum úr landi.
Hafi fólk húmor fýrir strok-
um sem þessum eru þau auð-
vitað grátbrosleg. Annað mál
og alvarlegra er svo ástand
fangelsismála á íslandi og við-
brögð yfirmanna við burt-
hlaupum fanganna. Haraldur
Johannessen fangelsismála-
stjóri hleypti brúnum í sjón-
varpsviðtali eftir fýrsta strokið
og gaf í skyn að starfsmenn
Hraunsins hefðu ef til vill eldd
staðið sig sem skyldi í starfi.
Datt manninum aldrei í hug
að hann hefði ef til vill ekki
staðið sig sem skyldi? Ekki af
viðbrögðum að dæma. Eftir
seinna strokið var fangelsis-
málastjóri einfaldlega orðlaus.
Það kemur á daginn að
fangaverðir á Litla-Hrauni
hafa margsinnis bent á raktar
útgönguleiðir fýrir fanga og
óskað effir úrbótum, meðal
annars í formi mannheldra
girðinga. Það er ekki við
starfsmenn að sakast ef fangar
sleppa af Hrauninu, heldur
telst það afrek í sjálfu sér að
halda mönnum föngnum í
þvílíkum húsakynnum. Þetta
vita yfirmenn fangavarðanna
á Litla-Hrauni. Og yfirmann-
anna er ábyrgðin en ekki
hverra? Spyr sú sem eldd veit.
Annað nýlegt dæmi um
„ekki benda á mig“-hugsun-
arhátt landans (þó ekki líkt
því eins alvarlegt og hið fýrra)
er kjötpokamál utanríkisráð-
herrahjónanna. Menn hafa
sagt af sér af minna tilefni í út-
löndum, þar sem til eru leik-
reglur í stjórnmálum, sem
byggjast á sjálfsvirðingu og
heiðri viðkomandi. Frú utan-
ríkisráðherra er hins vegar
mest í mun að benda á að hún
eigi ekld steikina. Það skiptir
ekki noltkru máli, eins og
réttilega hefur verið bent á.
Kjötið var í fórum utanríkis-
ráðherrahjónanna þegar
gengið var í gegnurn græna
hliðið í tollinum og við það
situr. Viðbrögð fjölmiðla við
kjötsmyglinu eru reyndar efni
í sérstúdíu sem rúmast ekki
hér. Eftir stendur að ábyrgðin
hvílir sjaldnast á öxlum þeirra
sem eiga hana. Gildir einu
hvort þjóðin hefúr kosið við-
komandi til starfans eða lög-
gjafinn valið hann. Ábyrgð-
inni má alltaf velta yfir á ein-
hverja aðra.
Höfundur er stjórnmálafrædingur.
„Það er hvimleiður galli á þjóðarsálinni
að gaspra og lofa en kannast svo ekki við
neittþegar spurt er um árangur og efnd-
ir. Þá er þœgilegra að benda á einhvern
annan. “
FJÖLMIÐLAR
Dœma fjölmiðlar menn?
Nýlega barst ritstjórn
PRESSUNNAR bréf frá ein-
staklingi sem hafði verið tek-
inn til umfjöllunar hér vegna
mjög alvarlegra afbrota. Þótti
honum hlutskipti sitt í lífinu
erfitt eftir að hafa mátt þola
umfjöllun um sín mál og tal-
aði gjarnan í bréfinu um að
hann hefði verið „dæmdur“ af
blaðinu. Það var eins og
verknaðurinn sjálfur hefði
vikið fýrir umræðunni í hug-
skoti þessa einstaklings.
Þetta er ekki í fyrsta skipti
sem ég heyri slík rök. Jafnvel
kollegar í stéttinni hafa haldið
þessu fram. Fyrir rúmu ári
gerði Agnes Bragadóttir það
að umtalsefni í Morgunblað-
inu að PRESSAN hefði sagt frá
smákrimma með áberandi
hætti og taldi að með þessu
hefði honum verið gert óldeift
að snúa aftur til samfélagsins
eftir að hafa þolað fangelsis-
vist. Um leið sagðist hún telja
rétt að nafngreina og birta
mynd af kynferðisglæpa-
mönnum til að vara við þeim
og um leið auka á refsingu
þeirra, ef ég skil hana rétt.
Eins og Agnes stillir dæm-
inu upp virðist hún telja að
blaðamenn eigi að sitja inni á
skrifstofum sínum og ákveða
þyngd refsingar eftir eðli
glæpsins. Með öðrum orðum
setja sig í spor dómarans.
Fimm ára fangelsi jafngildi
fimm dálka mynd og fýrir-
sögn!
Auðvitað komast blaða-
menn strax í ógöngur ef þeir
leyfa sér að hugsa svona. Enda
þótt ég ætli ekki að gera lítið
úr þeim valkostum sem
blaðamenn -glíma við þegar
kemur að því að velja umfjöll-
unarefni þá er hlutverk þeirra
fýrst og fremst að taka mál til
umfjöllunar á sem sannastan
og réttastan máta. Það er síð-
an lesenda að vega það og
meta sem birtist. Þeir skilja
það væntanlega að kynferðis-
glæpur gagnvart litlu barni er
alvarlegri hlutur en smávægi-
legt fjársvikamál. Lesendur
þurfa varla skýrari skilaboð
um það en eigin dómgreind.
Ef blað misbýður lesendum
sínum þá hafa þeir hina einu
sönnu aðferð til að koma
skoðun sinni á ffamfæri; þeir
hætta að kaupa blaðið.
Nýlega féll úrskurður Siða-
nefndar Blaðamannafélags Is-
lands vegna tímaritsgreinar í
Mannlífi. Þótt ég telji að dóm-
greindin hafi brugðist þeim
Mannlífsmönnum við fram-
setningu greinarinnar á ég erf-
itt með að skilja niðurstöðu
siðanefndar. Af orðalagi siða-
nefndar; „að maður teljist sak-
laus þar til sekt hans hefur
verið sönnuð“ og „dómsnið-
urstöðu í máli þar sem fjöl-
miðlar hafa ekki dómsvald",
má ráða að hún telji að dóm-
ur hafi verið felldur í málinu.
Mér er spurn: Síðan hvenær
hafa fjölmiðlar dómsvald? Ef
leita á að fordæmisgildi í þess-
um úrskurði þýðir hann þá að
ekki eigi að fjalla um ætluð
kynferðisafbrot án þess að
dómur sé fallinn? Verða ekki
til fórnarlömb fýrr en eftir að
dómari hefur kveðið upp úr-
skurð sinn?
í nýlegu refsimáli sagði
hugmyndaríkur lögfræðingur
fýrir dómi að PRESSAN hefði
tekið að sér að dæma skjól-
stæðing sinn, sem er marg-
dæmdur brotamaður. Þess
vegna ætti dómarinn að taka
af mildi á afbrotum hans. Um
leið höfðaði viðkomandi ein-
staklingur meiðyrðamál á
hendur blaðinu vegna þess að
æra sín hefði verið svert. Ef
þetta ætti að ganga upp þá
fengi maðurinn mildari refs-
ingu vegna skrifa blaðsins um
leið og hann fengi skaðabætur
fýrir þessi sömu skrifl — Ég
held að allir sjái í hvaða
ógöngur umræðan er komin
ef menn hugsa um fjölmiðla
sem dómstóla. Hlutverk
þeirra er eingöngu að segja frá
því sem gerist í samfélaginu,
með þeim hætti sem hver og
einn miðill kýs sér.
Sigurður Már Jónsson
A uppleið
f
Guðbergur Bergsson
rithöfundur
Innlegg hans í vitlausasta
umræðuþátt ársins eru með
því skrautlegasta sem hefúr
heyrst. Það var eins og epli
og tómatar væru þolendur
kynferðislegs ofbeldis.
Donald Feeney
barnaræningi
Það hefur líklega enginn
sloppið jafriríkur úr Hraun-
inu.
Hallbjörn Hjartarson
kóntríkóngur og úlvarpsrekandi
Heldur úti útvarpsstöð
sem hann einn hlustar á og
hefúr gaman af. Barlóms-
neytendum samtímans gerð
skömm til.
Á niðurleið
I
Þorsteinn Pálsson
dómsmálaróðherra
Það er einföld leið að
senda skattgreiðendum 300
milljóna króna reikning af
því að nokkrir menn dotta í
vinnunni. Það hefði að
minnsta kosti verið kurteisi
að benda á hvar mætti taka
þennan pening.
Sophia Hansen
baróttukona
Þetta með megrunarkúr-
inn virkar ekki mjög sann-
færandi í löndum með við-
varandi hungursneyð.
össur Skarphéðinsson
umhverfisráðherra
Þessi tveggja til þriggja
vikna þögn áróðursmála-
ráðherra landsins bendir til
þess að kerfið sé að vinna á
honum.