Pressan - 12.08.1993, Side 12
S K OÐ A N I R
12 PRESSAN
Fimmtudagurinn 12. ágúst !993
PRESSAN
Útgefandi Blað hf.
Ritstjóri Karl Th. Birgisson
Ritstjórnarfulltrúi Sigurður Már Jónsson
Markaðsstjóri Siguröur I. Ómarsson
Ritstjórn, skrifstofur og auglýsingar:
Nýbýlavegi 14 - 16, sími 64 30 80
Faxnúmer: Ritstjóm 64 30 89, skrifstofa 64 3190,
auglýsingar 64 30 76
Eftir lokun skiptiborðs: Ritstjóm 64 30 85,
dreifing 64 30 86. tæknideild 64 30 87
Áskriftargjald 798 kr. á mánuði ef greitt er meö VISA/EURO
en 855 kr. á mánuöi annars.
PRESSAN kostar 260 krónur T lausasölu
Á að leysa óréttlætí með
meiraóréttlæti?
Það er grundvaUaratriði í réttarkerfinu að menn teljast sak-
lausir þar til sekt þeirra er sönnuð. Þetta er svo fastneglt að
breyting þar á myndi líklega þýða skerðingu mannréttinda.
Þrátt fyrir þetta vaknar öðru hvoru, hjá þeim hópi fólks
sem tekið hefur að sér hagsmunagæslu fyrir fórnarlömb
nauðgara, umræða um að snúa þessu við. Það vita allir, sem
með þessum málum hafa fylgst, að meðferð nauðgunarmála
er ekki eins og hún á að vera. Hið fjölfatlaða saksóknaraemb-
ætti virðist ekki fært um að sinna þessum málum ffemur en
öðrum. Á meðan þeir hundelta einhveija skógffæðinga sem
tekið hafa minnisblöðin sín með heim geta þeir ekki fengið
lausn á nema tuttugasta hverju nauðgunarmáli. Rannsókn
málanna virðist síðan vera í megnum ólestri hjá lögreglunni.
Allt er þetta til þess fallið að veikja trú fólks á réttíæti í þjóðfé-
laginu.
En það þýðir ekki að gefast upp fýrir vandamálinu og leysa
óréttlæti með meira óréttlæti. Jafnvel þó að réttlát reiði
brenni með fólki þýðir ekld að missa sjónar á homsteinum
réttarkerfisins. Það er ekki að ástæðulausu sem vestrænt rétt-
arfar hefur snúist um þessa grundvallarhugsun, að menn séu
saklausir uns sekt þeirra er sönnuð.
Opnum sjúkrahúsin fyrir
bosnískum bömum
Einhvern daginn hlýtur okkur íslendingum að blöskra eig-
ið aðgerðarleysi í málefnum fyrrum Júgóslavíu. Daglega
horfum við á og lesum um hörmungamar, sem oft á tíðum
verða æði persónulegar, eins og við höfum nú upplifað með
Irmu litlu. Það er því orðið spurning hvort við séum búin að
tapa eðlilegum tilfinningum gagnvart vandamálinu. Allt ffá
tilkomu sjónvarpsins höfum við fylgst með börnum úti í
heimi deyja á skjánum hjá okkur. Kannski við hryllum okkur
lítillega en að öðm leyti snertir það okkur ekki.
Nú stöndum við hins vegar ffammi fyrir því að nálægt
okkur fer fram miskunnarlaust blóðbað sem á sér hvorki
upphaf né endi. Við íslendingar höfum lítið haft til málanna
að leggja. Þó hafa borist fúrðulegar fféttir af herskáum sam-
þykktum íslenskra fúlltrúa, sem engan botn virðist vera hægt
að fá í. Væri okkur ekki nær að sýna mannúðlegra ffum-
kvæði? Við höfum gert það áður þegar fullveldi nýfrjálsra
þjóða er í húfi. Leggjum ffam tilboð um að við viljum gera
skyldu okkar gagnvart særðum og veikum bömum ffá átaka-
svæðunum í Bosníu. Fréttir hafa borist um að þrjú böm, sem
hægt væri að bjarga, deyi daglega. Björgum þessum bömum.
Sýnum ffumkvæði og reynum að leysa hina alþjóðlegu um-
ræðu úr viðjum ákvörðunarleysisins. Sýnum þeim hvað
þetta gæti verið einfalt. Vilji er ailt sem þarf.
BLAÐAMENN Bergljót Friðriksdóttir, Friörik Þór Guömundsson,
Guörún Kristjánsdóttir, Gunnar Haraldsson, Jim Smart
Ijósmyndari, Kristján Þór Árnason myndvinnslumaöur, Margrét
Elísabet Ólafsdóttir, Pálmi Jónasson,
Sigríður H. Gunnarsdóttir prófarkalesari,
Snorri Ægisson útlitshönnuöur, Steinunn Halldórsdóttir,
Telma L. Tómasson.
PENNAR Stjórnmál: Árni Páll Árnason, Einar Karl Haraldsson,
Guðmundur Einarsson, Hannes Hólmsteinn Gissurarson,
Hrafn Jökulsson, Hreinn Loftsson, Mörður Árnason,
Ólafur Hannibalsson, Óli Björn Kárason, Þórunn Sveinbjarnardóttir,
Össur Skarphéöinsson.
Listir: Einar Örn Benediktsson, mannlíf, Guömundur Ólafsson,
kvikmyndir, Gunnar Árnason, myndlist, Gunnar Lárus Hjálmarsson
popp, Kolbrún Bergþórsdóttir bókmenntir, Martin Regal \eiklist.
Teiknlngar: Ingólfur Margeirsson, Kristján ÞórÁrnason,
Snorri Ægisson, Einar Ben.
AUGLÝSINGAR: Ásdís Petra Kristjánsdóttir, Pétur Ormslev.
Setning og umbrot: PRESSAN
Rlmuvinnsla, plötugerð og prentun: ODDI
Oddur þingvörður á þing SUS
„Davíð Oddsson hóftil dæmis sittpólit-
íska trúboð á kassafyrir utan Glaumbœ.
Þegar nátthrafnar og stássmeyjar héldu
út í nóttina stóð sem sagt hinn ungi Dav-
íð (bláedrú) og héltþrumandi rœður um
einkavœðingu, frjálsa samkeppni og
kanasjónvarpið. “
Ég hef, lesendur góðir, verið
þingvörður í 38 ár. Ég hef
fylgst með þingmönnunum
koma og fara. í öll þessi ár hef
ég staðið baksviðs þegar nýir
leikarar eru hylltir en aðrir
púaðir niður. Ég hef verið
lengur á Alþingi íslendinga en
nokkur þingmaður sem þar
situr núna. Ég hef á 38 ára ferli
helgað ellefu forsætisráðherr-
um mína lítilfjörlegu starfs-
krafta.
Nú sé ég allt í einu að þessi
pistill er farinn að snúast
ískyggilega mikið um sjálfan
mig. En þessi inngangsorð eru
nauðsynleg til að ykkur skiljist
að reynslan hefur gert mig
fjárglöggan í pólitík. Ég þekki
pólitíkus þegar ég sé hann,
eins og þar stendur.
Davíð Oddsson hóf til
dæmis sitt pólitíska trúboð á
kassa fýrir utan Glaumbæ.
Þegar nátthrafnar og stáss-
meyjar héldu út í nóttina stóð
sem sagt hinn ungi Davíð
(bláedrú) og hélt þrumandi
ræður um einkavæðingu,
frjálsa samkeppni og kana-
sjónvarpið. Þegar ég heyrði
fyrst af þessum unga hug-
sjónamanni næturinnar — þá
vissi ég að hann ætti eftir að
ná langt, þótt hann væri
sproksettur af fýlliröftum og
lauslætisdrósum. Ég bara ein-
hvernveginn vissi að einn
góðan veðurdag yrði hann
húsbóndi á mínu Alþingis-
heimili.
Og um daginn, þegar ég sat
í mesta grandaleysi á kaffistof-
unni, varð ég fýrir akkúrat
svona hugljómun. Ég vissi að
ég var að horfa á framtíðar-
leiðtoga.
Þetta byrjaði með söng í
anddyri þingsins. Þetta var
þýski þjóðsöngurinn. Vel að
merkja: Textinn sem notaður
var ýýrir 1945.
Svo stormuðu þeir inn á
kaffistofuna, nokkrir ungir
vatnsgreiddir menn í jakka-
fötum og gulum rykfrökkum.
Mér hlýnaði um hjartarætur:
Þetta voru meðlimir Davíðs-
æskunnar í Sjálfstæðisfloklcn-
um.
í fararbroddi gekk reffilegur
ungur þéttholda maður.
Hann leit út eins og forsætis-
ráðherra og hagaði sér eins og
forsætisráðherra. Hann var
aðeins í’ðí.
„Við erum að koma hingað
að hitta Davíð,“ tilkynnti
hann, settist hjá mér og greip
handfýlli af vínarbrauðum
sem hann tróð samstundis
upp í sig. Svo hélt hann áffam
að syngja. Horst Wessel, ef
mig misminnir ekki.
„Æi, Birgir, ekki þetta lag.
Ekki hérna,“ sagði vatns-
greiddur piltur sem var ná-
kvæm ljóshærð eftirlíking
Þorsteins Pálssonar.
„Haltu kjafti, Jónas!“ þrum-
aði sá sem kallaður var Birgir
um leið og hann gaf Þórdísi
bendingu um að koma með
fleiri vínarbrauð. Hann var
greinilega fæddur til þess að
stjóma. Hélt áffam: „Jónasín-
us minn, ef þú ert með múð-
ur, þá verður þú ekki formað-
ur Sambands ungra sjálfstæð-
ismanna. Ertu með Öeyginn?
Hvað þykistu vita um pólitík?
Þekkir ekki einu sinni Horst
Wessel.“
Hann fór aftur að syngja.
Ljóshærði pilturinn settist hjá
mér: „Ég hef fullan hug á því
að stórefla Samband ungra
sjálfstæðismanna. Ég tel að
nauðsynlegt sé að efla lýðræð-
ið innan SUS og virkja fleiri til
starfa. Mér væri mikil ánægja
að gera þig að félaga í okkar
breiðu samtökum. Hvert er
nafnið? I ffamhaldi af því vil
ég sýna þér í verki að ég vil að
sem flestir taki þátt í starfinu,
og þess vegna ætla ég að biðja
þig um að verða fulltrúi á
þingi okkar um helgina."
Ég ræskti mig. Sagði svo:
„Ég er nú að vísu kominn yfir
sextugt.“
Jónas ljómaði: „Bara betra.
Þá væri í raun mjög eðlilegt að
þú fengir þrefaldan atkvæðis-
rétt. Hefurðu nokkuð séð
hann Davíð Oddsson?“
Birgir svaraði fýrir mig:
„Nei, Dabbi er að gera loft-
árásir á Serbíu. Og sjávarút-
vegsráðuneytið." Til að undir-
strika þetta skaut Birgir á Þór-
dísi með ímyndaðri vélbyssu.
Hún faldi sig í eldhúsinu. Svo
beindi hann fingrinum að
dökkhærðum ungum manni
með þykkar varir. Birgir
hleypti af og sagði: „Gulli, þú
átt ekki séns! Þú verður aldrei
formaður SUS. Þótt Davíð
styðji þig og þótt þið hafið
stolið ffá okkur Heimdalli.
Veistu akkuru? Vegna þess,
elsku karlinn minn, að hann
Jónas litli er búinn að tryggja
sér stuðning sunddeildar
Heimdallar. Og svo er hann
Jónas líka ljóshærður! Ég er
viss um að það er eitthvað
óhreint blóðið í þér, Gulli
minn. Þú ættir bara að pilla
þig upp í sveit affur. Svo vil ég
að við styttum enn skamm-
stöfun SUS. Þetta U er alger
óþarfi."
Máli sínu til áréttingar sletti
Birgir nokkrum sinnum úr
vélbyssunni sinni:
„Rattatattatatt!“ Og byrjaði
enn á þýska þjóðsöngnum.
Gömlu útgáfúnni.
Oddur þingvöröur er hugarfös-
tur dálkahöfunda.
STJÓRNMÁL
Þegar útgerðarmaður varð að sœgreifa
Dugnaður, elja og útsjónar-
semi eru hæfileikar sem öðru
fremur prýddu og prýða þá
sem skarað hafa fram úr í ís-
lensku viðskiptalífi, allt frá
Thor Jensen, Haraldi Böðv-
arssyni og Einari Guðfinns-
syni til Pálma Jónssonar, Pét-
urs Björnssonar og Þorvaldar
Guðmundssonar. Það eru at-
hafhamenn af þessu tagi sem
hafa leitt ísland inn í þjóðfélag
velmegunar og það þrátt fýrir
ótal hindranir, sem fýrst og
ffemst var og er komið fýrir af
stjómmálamönnum ofstjóm-
ar og óstjórnar. Matthías Jo-
hannessen ritstjóri hefúr kall-
að þessa menn og aðra jafn-
ingja þeirra athafnaskáld og
Valtýr Stefánsson, lærimeist-
ari íslenskra blaðamanna, not-
aði svipað orðalag.
En sömu hæfileikarnir og
gert hafa einstaklinga að
eignamönnum, og um leið
bætt kjör okkar hinna, hafa al-
ið af sér öfúnd, óvild og tor-
tryggni, enda fýlgir öfúnd orð-
stír góðum. Stundum mætti
ætla að öfúndsýki væri Islend-
ingum í blóð borin og er hún
mörgum stjórnmálamönn-
um, og raunar heilu stjórn-
málaflokkunum, lífsnauðsyn-
leg. Þeir eiga mikið undir því
að sá ffæjum öfúndar og tor-
tryggni með innantómum
slagorðum. Slíkir stjórnmála-
menn tala hátt og mikið um
meint skattsvik fýrirtækja og
strengja þess heit að ná söku-
dólgunum, loka fýrirtækjum
með valdi, — fara í krossferð
gegn atvinnurekstri. Þegar
kemur að því styrkja undir-
stöður og efla íslenskt at-
vinnulíf verður minna úr
verki. Og þegar slíkir stjórn-
málamenn eru spurðir um
spillingu í stjórnmálum vísa
þeir því á bug með þjósti og
benda á þá sem eiga og reka
fýrirtæki. Jón Baldvin Hanni-
balsson utanríkisráðherra seg-
„Vandi íslensks atvinnulífs er ekki skattsvik heldur ofmikil
skattheimta, miðstýrt stjórnkerfi fjármála og ómarkviss stefnu-
mótun í atvinnumálum. “
kominn tími til að fjölmiðlar
standi við bakið á fyrirtækj-
um, án þess að hætta að veita
þeim nauðsynlegt aðhald, eins
og fjölmiðlamenn segja á há-
tíðarstundum? Væri ekki rétt
að blaðamenn gengju í skrokk
á stjórnmálamönnum þegar
þeir ræða fjálglega um skatt-
svik og spillingu í atvinnu-
rekstri og spyrðu þá raun-
verulegra spurninga um
stefnu þeirra í atvinnumálum,
hvernig þeir ætli að tryggja
rekstur fýrirtækja og þar með
lífsafkomu almennings? Og
væri ekki rétt, næst þegar
blaðamenn skrifa og tala um
útgerð, að þeir notuðu orðið
útgerðarmenn í stað sægreifa?
Þá geta þeir kannski affur ein-
hvern tíma á góðri stund rætt
um athafnaskáldin sem um
allt land, í sjávarútvegi, land-
búnaði, iðnaði, verslun og
þjónustu, lögðu og eru enn í
dag að leggja grunninn að vel-
ferð okkar Islendinga.
Þegar haff er í huga að at-
vinnurekstur á fáa formæl-
endur er undarlegt að enn
skuli vera til einstakíingar sem
eru reiðubúnir að hætta öllu
sínu í rekstur fýrirtækja. Við
hin njótum verka þeirra og
líklega eiga þeir eftir að koma í
veg fýrir að þessi þjóð sökkvi
fýrir fullt og allt í hafið.___
Höfundur er hagfræðingur.
ÓU BJÖRN
KÁRASON
ir í nýlegu viðtali við Heims-
mynd að spillingin í íslensku
þjóðfélagi sé „í fjármálalífi,
viðskiptum og atvinnu-
rekstri“. Allir atvinnurekend-
ur eru settir undir sama hatt,
en stjórnmálamenn, sem eiga
allt sitt undir því að geta deilt
út embættum, opinberum
fjármunum og verkefnum til
þeirra sem þykja þóknanlegir,
eru sagðir óspilitir.
Þannig ala stjórnmálamenn
á öfund og tortryggni al-
mennings í garð íslenskra fýr-
irtækja og því miður taka fjöl-
miðlar undir og skemmta
skrattanum. Nú er ekki lengur
talað um athafúaskáld í sjáv-
arútvegi heldur sægreifa, líkt
og Morgunblaðið gerði fýrir
nokkrum misserum í stórri
fýrirsögn á fféttaskýringu um
hugsanlega sameiningu út-
gerðarfýrirtækja í Vestmanna-
eyjum. Aðrir fjölmiðlar hafa
etið orðskrípið upp effir blað-
inu og kaupsýslumaðurinn
hefúr lotið í lægra haldi fýrir
braskaranum. Þannig mætti
lengi telja.
Vandi íslensks atvinnulífs er
ekki skattsvik heldur of mikil
skattheimta, miðstýrt stjórn-
kerfi fjármála og ómarkviss
stefnumótun í atvinnumál-
um. Vandi launafólks er ekki
auðsöfnun fárra útgerðar-
manna heldur vanmáttug fýr-
irtæki sem geta ekki greitt
hærri laun, innflutningshöff
og skattheimtumaðurinn sem
tekur stærstan hluta laun-
anna, beint eða óbeint. En
sameiginlegur vandi okkar
allra er öfundin sem fóðruð er
af nokkrum stjórnmála- og
fjölmiðlamönnum. Er ekki