Pressan - 12.08.1993, Síða 17
S U SI BO RG
Fimmtudagurinn 12. ágúst 1993
PRCSSAN 17
Hódel i
Kflanó
Látum nú hugann reika, stúlkur, og reynum að muna hvað við
vorum að gera þegar við vorum fjórtán ára og nýfermdar. Eitt-
hvað rámar mann í óteljandi sjoppuferðir að kvöldlagi í þeim
tilgangi að hitta jafnaldrana, unglingavinnuna, komplexa út af
hinu og þessu og langar dvalir á baðherbergi fjölskyldunnar
við fílapenslakreistingar. Svo var maður skotinn í einhveijum
strák, sem er núna orðinn pípulagningamaður eða múrari og
er hamingjusamlega kvæntur og býr í Grafarvogi.
Hvað um það, ein er sú stúlka fjórtán ára sem hefur annan
starfa á sumrin en að passa börn eða reyta arfa eins og jafnaldrar
hennar. Erla Tryggvadóttir er 1.80 á hæð og fer í vetur í níunda
bekk í Garðaskóla í Garðabæ. Hún dvaldi lungann úr sumrinu
við fyrirsætustörf í Mílanó á Ítalíu. Erla fór út á vegum Icelandic
Models í júní og vann hjá stúdíói að nafhi Marcella’s.
„Ég var á Ítalíu í einn og hálfan mánuð. Mamma kom með mér,
var hjá mér allan tímann og fór með mér í öll viðtöl. Mér fannst
mikið öryggi fólgið í því að hafa hana með. Tilgangurinn með ferð-
inni var aðaUega sá að safna myndum af mér í myndamöppuna mína.
Svo fékk ég vinnu við sjónvarpsauglýsingu og sat fyrir á myndum fýrir
hárgreiðslublað. Við bjuggum saman þijár íslenskar stelpur sem allar
störfuðum við módelstörf.“
En hvað gerði hún í frístundum: „Ég fór bara einu sinni út að
skemmta mér með stelpunum sem ég bjó með og nokkrum sinnum
með fólkinu á módelskrifstofunni, en annars var ég bara heima. Svo
fékk ég tilboð um að vera áfram á ftalíu fram í október, en ég tók því
ekki, því ég þarf að fara í skólann.“
Að sögn kunnugra er Erla gott efhi í sýningarstúlku og gæti átt
ffamtíðina fýrir sér í þessu starfi. Og eflaust eru þær margar jafh-
öldrur Erlu sem hefðu viljað vera í hennar sporum og vinna sum-
arlangt á ftalíu.
ERLA
TRYGGVA-
DÓTTIR.
Starfaði í
sumar sem
sýningar-
stúlka í Míl-
anó. Hún er
aðeins fjórtán
ára og fer í ní-
unda bekk í
haust.
Hótel Borg býöur um þessar mundir upp ó góm-
sæta tilbreytingu í matargerðarlist, því forróða-
menn staðarins hafa fengið japanskan mat-
reiðslumeistara til að tilreiða sushi ofan í
gesti hótelsins. Starfsmenn voru sendir til
Bandaríkjanna ó iapanskt veitingahús
til að kynna sér framreiðsluhætti ó
sushi og þeim þefðum sem því
fylgja. Áð söan Arna Siemsen,
aðstoðarhótelstjóra Borgarinnar,
hefur sushi-matseldin
mælst vel fyrir og
veitingasalurinn
verið vel sóttur.
„Við vildum
bjóða upp ó til-
breytingu og
fannst sushi
vera sú matar-
aerðarlist sem
næfði elegans hót-
elsins. Japanir líta
nefnilega ó sushi sem
ókveðinn lúxus og þeir borða
3að ó tyllidögum. Sushi er líka
iluti af sterkri hefð Japana oa
Deir sýna matnum mikla viro-
ingu."
Eins og sigldir lesendur PRESS-
UNNAR kannast við samanstendur
sushi af hróum fiski
sem er borðað með
in býður upp ó ótjói
fangs og er fiskurinn
grjón og svo bundið
sjóvarsölvum. Með þessu er drukkið heitt
sake, sem er japanskt hrísgrjónavín, og jap-
anskt te, grænt að lit. Maturinn er borðaour með
prjónum að hætti þarlendra. Það er hiklaust hæi
að mæla með sushi-mólsverði ó Borginni í sérstal
lega aðlaðandi umhverfi.
HCTEt
BCRC
HASMITSUME TSUNEO er
matreiðslumeistari frá Koyoto í Japan.
Hér heldur hann á bakka með sushi.
Húsgögn úr reipi
Ásóknin í náttúruvörur virðist engan
enda ætla að taka. Það sýnir sig í nýjustu
afurðinni í húsgagnabransanum sem eru
húsmunir og nytjahlutir gerðir úr reipi. Ef
þið lesendur góðir haldið að það sé eitt-
hvað smart að hafa híbýli ykkar full af
antíkmunum, hvað þá húsbúnaði úr stáli
og gleri, þá þykir oss hér á PRESSUNNI
rétt að benda á nauðsyn þess að hafa á
heimilinu svo sem einn eða tvo hluti
gerða úr snæri. ímyndið ykkur hvað það
er Ijúft eftir erfiðan dag á fúlum vinnustað
að fleygja sér upp í sófa gerðan úr snæri
og horfa á sjónkann.
En í alvöru, þetta er bara asskoti töff, að
minnsta kosti á mynd, og nú hvetjum við
alla kunnáttumenn um hnýtingar, sér-
staklega skáta, til að taka við sér. Voru
ekki appelsínugulu dósakúlurnar alveg
gjörsamlega misheppnað fyrirbæri til
fjáröflunar skátastarfi? Hraunbúar og
Garðbúar, nú er lag!
Á föstudagskvöld voru við
opnun sýningar í Nýlistasafn-
inu við Vatnsstíg hátt á fjórða
hundrað gestir. Þeirra á meðal
voru fóstbræðurnir Bjami
Þórarinsson og
Birgir Andr-
ésson,
Róska, Pét-
ur í Faco og
listamenn-
imir og
nafnarnir
Kristinn Harð-
arson og Kristinn Hrafnsson.
Þar vom einnig Tumi Magn-
ússon og gömlu vinirnir úr
Menntaskól-
anum við
Sund, Keli
og Óskar
Jónasson
kvik-
mynda-
gerðar-
maður,
ásamt Ingólfi Amarsyni og
Hannesi Lámssyni listfræð-
ingi-
Að vanda var fullt á Sólon Is-
landus á föstudagskvöld, enda
taka gestir síður eftir lélegri
þjónustu að kvöldlagi, þegar
búið er að hella í sig, en í
björtu. Þar gaf að líta litríka
blöndu blaðamanna, leikara
og listafólks, innan um alla
námsmennina. Meðal gesta
vom: Sigurður Pálsson ljóð-
skáld, leikaramir Bryndís
Petra Braga-
dóttir og
Amljóts-
dætumar
Eddaog
Þórdís
ásamt fleiri
leikumm.
Mogga-
blaðamennimir
Áslaug Jónsdóttir og Anna
Gunnhildur Ólafsdóttir sátu
og krufu atburði liðinnar
viku.
Laugardagskvöldið bauð upp
á lokatónleika Bogomils Font
og Milljónamæringanna í
Perlunni. Þrátt fýrir það
furðulega skeytingarleysi vert-
anna, að sjást yfir að einn bar
er ekki nóg fýrir hátt í þúsund
manns, þá skemmtu sér
nokkrir ágæt-
lega. Má
þar nefna
Pál
Magn-
ússon
sjón-
varps-
stjóra og
Hildi Hilmars-
dóttur, ffú hans, ásamt ætt-
fólki og vinum. Þama vom
einnig Guffi og Gulla, fýrrver-
andi Gauks- og Mávs-vertar,
regnhlífarvæddi Skífukóngur-
inn Jón Ólafsson ásamt ff ú
Helgu, leikara-
hjónin Vil-
borg Hall-
dórsdóttir
og Helgi
Bjömsson,
Kalli og Est-
her í Pelsinum,
Anna Bjömsdóttir,
fýrrverandi módel í Banda-
ríkjunum, Sigurður Ólafsson
athafnamaður og Hildur Haf-
stein. Nokkrir voru það þó
sem flúðu öskjuhlíðina og lé-
lega barþjónustu og héldu í
miðbæinn. Þar á meðal vom
Brynja Sverrisdóttir módel
og Stefán vinur hennar ásamt
fleira fólki.
Á Café Romance voru á laug-
ardagskvöld, innan um gömlu
þreyttu fallít bílasalana og
fýrrverandi flugffeyjurnar,
stúlknatríóið Helga Valfells,
hagffæðingur í London,
Ástrós Gunnarsdóttir dansari
og Dóra Guðmundsdóttir
lögffæðingur, en Valur, vinur
Lúffa, stóð eins og varðhund-
ur í stiganum.
Á laugardagskvöld bauð Sól-
on upp á þrasgjama Heim-
dellinga sem hafa ekkert gert
nema rífast um þingsæti alla
síðustu viku. Það væri þjóð-
þrifaverk að hleypa þeim ekki
á skemmtistaði fyrr en SUS-
þinginu lýkur. Aðrir gestir
reyndu að láta þá ekki fara í
taugar sínar, og má þar nefna
Rósu Waagfjörð
og Hreiðar
mann henn-
ar, Mílanó
módelið
Bryndísi
Bjamadótt-
ur og Gunnar
Viðar lögffæðing ásamt Höllu
Hamar, konu sinni.
Menningin er hornsteinn
hverrar þjóðar. Þetta
segi ég alltaf við opnanir
ýmiss konar sem ég er
lunkinn við að koma mér
Þær opnanir, sem mér er
ekki boðið í, finn ég á menn-
ingarsíðum dagblaðanna. flllt-
af er gott að starta kröftugri
drykkju á föstudagseftirmið-
dögum en hámarkið er þó á
laugardögum. Þá nær maður
oft 4-5 opnunum og
brennivínskostnaðurinn þann
daginn er enginn. Hvers vegna
skyldi maður líka eyða laugar-
dögunum í þynnku?
... Pizzeríunni Lindinni á
Laugarvatni þar sem fást einu
ekta ítölsku pizzurnar á land-
inu, þunnar og ekki með haug
af matföngum ofan á.
... innluttum kengúrum til
að gæða villta náttúru lands-
ins nýju h'fi.
... gönguferðum í rign-
ingu svo við sættum okkur í
eitt skipti fyrir öll við íslenskt
veðurfar. I rauninni er það
dásamlegt, við vitum bara
ekki af því.
... íslenskum lopapeysum
því veturinn nálgast óðfluga.
Bros. Fliss. Og genúín hlát-
ursköst. Míga á sig af gleði og
liggja í krampa. Og ef svo
ólíklega vill til að einhver hafi
hlegið of mikið um ævina má
laga óæskilega línumyndun á
gamals aldri með því að fara í
feislift. Nú eða nota frumu-
hvetjandi lyf sem heldur aftur
af ellinni og vísindamenn sitja
sveittir við að þróa. En án
gríns þá eru hrukkur auðvitað
ekkert til að hafa áhyggjur af,
því ekki alls fyrir löngu hélt
útlendingur því fram í ís-
lensku sjónvarpi — takið efitir
því, í íslensku sjónvarpi — að
ffamtíðinni mætti búast við
því að menn gætu orðið 200
þúsund ára gamlir. Vá! Þá
verður nú allt eins líklegt að
hlutir verði hvorki inni né úti,
heldur verði bara. Þá verður
þessi dálkur heldur ekki til.
Sólbrúnka. Flekkóttar síður
og rákóttar lendar. Slík mislit-
un er neyðarleg. Hræðilega
neyðarleg. Og kemur upp um
fólk. Minnir á sauðkindina.
Sem er líka úti. En sé mann-
eskja áberandi dökk á hörund
er það til marks um að hún sé
annaðhvort blökkumaður eða
hafi alltof mikinn tíma aflögu
og ýmist liggi gegndarlaust í
sólbaði eða hangi á sólbaðs-
stofum. Sem er svo sannarlega
úti. En sólbrúnka er ekki það
sama og sólbrúnka. Eðlilegur
frísklegur litarháttur er til
marks um að manneskjan
stundi útiveru. Og það er svo
sannarlega ekki úti.