Pressan


Pressan - 12.08.1993, Qupperneq 2

Pressan - 12.08.1993, Qupperneq 2
FYRST OG FREMST 2 PRESSAN Fimmtudagurinn 12. ágúst 1993 LEÓ LðVE. Kvartaði yfir lögreglustjóraembættinu vegna lokunar Rósenberg- kjallarans. GflUKUR JÖRUNDSSON. Umboðsmaður fllþingis telur óheimilt að loka nema skilyrði til rekstrar hafi breyst. Hollustuvernd tók sér vald í heimildaleysi I vikunni ómerktu úrskurðar- nefnd um hollustuhætti og heilbrigðiseftirlit úrskurð Hollustuverndar ríkisins þess eínis að Aðalheiði Jónsdótt- ur, kleinusölukonu hér í Reykjavík, væri skylt að sækja um leyfi heilbrigðisneíhdar til heimabaksturs. Var þetta allt hið flóknasta mál og voru áhöld um hvort menn þyrftu jaíhvel hvort tveggja, próf úr hússtjórnarskóla og lagapróf til að ná þræði málsins. Þykir nú mörgum vera farið að syrta í álinn hjá þeim opin- beru stofnunum sem tekið hafa sér vaid til að ákvarða um atvinnustarfsemi fólks án þess að hafa beinlínis lagastoð til þess. Má í þessu sambandi benda á mál sem kom upp fyrr í sumar er lögreglustjóra- embættið ákvað að loka Rósenbergkjallaranum, þekkt- um skemmtistað hér í borg, sökum þess að of margir hefðu verið innandyra. Hefur það viðgengist til fjölda ára að skemmtistaðir væru settir í straff þegar slíkt hefur komið upp. Leó Löve, lögfræðingur rekstraraðila skemmtistaðar- ins, skrifaði bréf til dóms- málaráðherra sem yfirmanns lögreglustjóraembættisins og benti á að umboðsmaður Al- þingis, Gaukur Jörundsson, hefði á sínum tíma sent ffá sér álit þess efnis að embætti lög- reglustjóra væri ekki heimilt að beita slíkum refsiaðgerðum nema skilyrði til rekstrar hefðu breyst. Var það eins og við manninn mælt að ráðu- neytið afturkallaði ákvörðun lögreglustjóraembættisins um að loka ætti skemmtistaðnum og viðurkenndi þar með að aðgerðir lögreglustjóraemb- ættisins stæðust ekki lög... Fjármálastjórinn beitti júdóbragði á bæjarstjérann Fræg er orðin sagan af því þegar bæjarstjórinn á Isafirði, Smári Haraldsson, lenti í úti- stöðum við forseta bæjar- stjómar, Einar Garðar Hjart- arson, í fyrra. Rimmunni lauk sem kunnugt er með því að bæjarstjórinn sparkaði í höfuð forsetans, sem lýsti því síðar yfir í blaðaviðtali að hann liti út eins og fílamaðurinn. Á dögunum lét bæjarstjórinn aftur að sér kveða, en að þessu sinni var það hann sem sat eftir með sárt ennið. Haldinn var fiindur á ísafirði með for- ráðamönnum hafnamála og að honum loknum upphófst mikill gleðskapur í Tungu- skógi skammt fyrir utan bæ- inn, þar sem er sumarbústað- aland ísfirðinga. Þegar gam- anið stóð sem hæst kastaðist skyndilega í kekki með bæjar- stjóranum og Þóri Sveinssyni, fjármálastjóra Ísaíjarðarkaup- staðar. Smári var ekki að tví- nóna við hlutina frekar en fyrri daginn og gekk í skrokk á Þóri. Sá brá hins vegar skjótt við, enda þjálfaður í júdó, og kastaði bæjarstjóranum aftur fyrir sig. Svo illa vildi hins veg- ar til að hann lenti með höf- uðið á steini svo stórsá á hon- um og duldist því engum vestra hvað þeim köppunum fórámilli... Símnotendur greiða maraþonsímtöl viögerðarmanna Sem kunnugt er hefur Póstur & sími miklu starfsliði á að skipa til að vinna að viðgerð- armálum út um allt land. Þeg- ar bilanir verða, sem gerist daglega, þarf að senda hópa á staðinn. Til að fara yfir bilun- ina fara viðgerðarmenn að símakössum sem dreift er út um allt og innihalda á bilinu 400 til 500 símanúmer. Unnið er að viðgerð í kringum þessa kassa. Oft á tíðum fylgir við- gerðunum mikið af símtöl- um. Viðgerðarmenn þurfa að hringja í höfuðstöðvar og mæla línuna og geta þessi símtöl tekið allt upp í 30 til 45 mínútur. Það vita hins vegar ekki allir að það eru notendur símans sem þurfa að borga fyrir símtölin. Þegar símnot- endur ætla svo að nota símann sinn og lenda inni á línunni þá finna þeir þar fyrir iðinn starfsmann Ólafs Tóm- assonar símamálastjóra. Það myndu renna tvær grímur á viðkomandi ef þeir vissu að Okkur hefur borist til eyrna alveg dagsönn saga af ungri norðlenskri mær sem á síöasta ári hélt ut- an til Bandarikjanna sem skiptinemi. Mærin dvaldi tilskilinn tíma í litlum smábæ í ótilgreindu fylki í Bandaríkjunum og undi sér þar hið besta. Þegar hún átti að halda heim til íslands kom hins vegar í Ijós að hún var tilneydd að eyða einni nótt í New York áður en hún kæmist áfram til Keflavíkur. For- eldrum stúlkunnar leist ekki meira en svo á þessa tilhögun að þau ákváöu að panta hótelherbergi á Waldorf Astoria, einu dýrasta og fínasta hóteli New York, þessa nótt sem dóttirin átti að dvelja í borg- inni skelfilegu. Þegar stúlkan kom á hótelið tékk- aði hún sig að sjálfsögðu inn og var síðan afhentur lykill að herbergi og bent á að taka lyftuna. Þegar lyftudymar opnuðust blöstu við stúlkunni tveir háir og þrekvaxnir svertingjar og sá þriðji, sem var ögn minni aö burðum, ásamt hundi einum. Stúlkunni leist ekki á blikuna, en sá sitt vænna og steig inn í lyftuna með þessum ógurlegu mönnum. Hún var rétt búin að gera eins lítið úr sér og hún gat í einu horni lyftunnar þegar sá minnsti í hópnum, greini- lega foringi þeirra, segir skyndilega „sit". Stúlkunni brá meira en lítið og settist jafnskjótt á lyftugólfið. Maðurinn rak þá upp þennan roknahlátur og gerði stúlkan sér þá grein fýrir því að hann hefði auðvit- að verið að tala við hundinn. Maðurinn var ennþá hlæjandi þegar hún fór út úr lyftunni á átjándu hæð. Morguninn eftir er bankað á herbergi þeirrar norðlensku. Þegar hún opnar kemur þjónn inn með morgunverðarvagn og blómvönd. Hann hlust- ar ekki á mótmæli stúlkunnar sem segist ekki neitt hafa pantað og hverfur á braut. Stúlkan ætlar að fara að taka til viö morgunmatinn þegar hún tekur eftir því að vendinum fylgir kort. Hún tekur það og les á það. Á kortinu stendur: „Thank you for the laugh ofmy life. Eddie Murphy. þeir þyrftu sjálfir að borga... Hvers vegna kiósa þeir ekki á SUS-þing? Formannsslagurinn í Sam- bandi ungra sjálfstæðismanna (SUS) er orðinn ærið hat- rammur, sem reyndar má telja reglulega uppákomu, enda mikið í húfi þar eð for- mannsstaðan er að öllu óbreyttu ávísun á frekari frama innan Sjálfstæðisflokks- ins. Að þessu sinni kljást stuðningsmenn Jónasar Fr. Jónssonar héraðsdómslög- manns og Guðlaugs Þórs Þórðarsonar, núverandi for- manns. Mest er deilt um hvernig valið á 144 fulltrúum Heimdallar fór fram og þar saka stuðningsmenn Guð- laugs Kjartan Magnússon formann og aðra í stjórn Heimdallar um ofríki, fyrir að hunsa virka félagsmenn sem styðja Guðlaug. Utanaðkom- andi finnst deilan í besta falli skondin uppákoma, en það hefur vakið athygli margra á hvem hátt menn gerast þing- fulltrúar á landsþingi SUS. Lýðræðið er ekki meira en svo að menn eru valdir handa- hófskennt af útvöldum hópi manna, nokkuð sem óhjá- kvæmilega kallar á deildar meiningar. Stuttbuxnadeild- inni virðist ekki hafa komið til hugar að viðhafa lýðræðislega kosningu... Svavar Egilsson með 8,4 milljónir á mánuði________________ Um þessar mundir er mikið fjallað um tekjur manna út frá útsvarinu í skattskrám. Tekju- hæstu menn koma þar út með hátt í tvær milljónir á mánuði. Við rákumst á tölur hjá nafhi þekkts einstaklings, tölur sem vekja furðu og helst að megi ætla að einhver hjá skattinum sé að stríða viðkomandi. Svavar Egilsson var gerður upp sem gjaldþrota fyrr á þessu ári, en eins og menn muna stundaði hann veitinga- rekstur og hótel- og ferða- skrifstofurekstur. Hann var persónulega gerður upp eignalaus gagnvart 140 millj- óna króna kröfum. Skýrsla Brynjólfs Kjartanssonar, bú- stjóra Veraldar, sýndi m.a. að eignir höfðu verið oftaldar með talnaleik og að rekstur- inn hefði einkennst af skipu- lagsleysi og bókhaldsóreiðu. Skatturinn lagði engan eigna- skatt á Svavar, en aftur á móti var lagður á hann 32,7 millj- óna króna tekjuskattur og 6,7 milljóna króna útsvar. Vænt- anlega hefur Svavar engu framtali skilað og því um áætlun að ræða, því útsvar sem þetta samsvarar því að mánaðartekjur Svavars í fyrra hafi verið 8,4 milljónir króna. Líkast til hafa starfsmenn skattsins bara verið að leika sér og um leið knýja fram kæru frá Svavari... íslandsflua gaf ekki úl farpega- lista_____________ Flóttatilraun Donalds Feeney og Jóns Gests Ólafssonar um síðustu helgi var sérkennileg fyrir margra hluta sakir. Sér- staklega hlýtur að teljast und- arlegt að Feeney skyldi komast með flugvél til Vestmannaeyja athugasemdalaust af hálfu Is- landsflugs. Islandsflug mun hafa látið það ógert að gefa út farseðla fyrir tvímenningana og ekki mun heldur hafa legið fyrir farþegalisti, sem þó er ótvíræð lagaskylda í öllu flugi með farþega. Yfirvöld hljóta að hafa áhuga á skýringum... SMÁRI HARALDSSON. Enn er bæjarstjórinn í slagsmálum: Nú varð hann undir í slag við fiármálastjóra ísafjarðar. ÓLflFUR TÓMASSON. Símnotendur borga fyrir símnotkun viðgerðarmanna. GUÐLAUG- UR ÞÓR ÞÓRÐARSON. Stuðningsmenn hans kvarta sáran yfir vali stjómar Heimdallar á fulltrúum á SUS-þing. JÓNflS FR. JÓNSSON. Stuðningsmenn hans í Heimdalli völdu þingfulltrúa eftir afstöðu þeirra. Því var ekki kosið? SVAVAR EGILSSON. Stríðnir skattheimtumenn lögðu á Svavar útsvar sem benti til 8,4 milljóna króna mánaðartekna. DONflLD FEENEY. Komst alla leið til Vestmannaeyja með Islandsflugi, sem gaf hvorki út farseðil né farþegalista. UMMÆLI VIKUNNAR „Bryndís Schram er barn sinnar þjóðar og síns tíma, sem að öllu jöfnu tekur létt ú yfirsjónum og telur vinargreiða ekki til af- brota. “ Oddur Ólafsson Tímaritstjóri. Hœtt’a berja’na! „Ég stefni að því að verða betri eiginmaður.“ Andrí Marteinsson fótbottaengill. Œe/ma oy S/otw í/fffurassic „Það er meoolíkindum ao risaeðlumar tvær, ASl og VSl, skuli ekki hafa áhuga á mikilvægustu hagsmun- um umbjóðenda sinna — landbúnaðarmálum.“ Guðmundur Ólafsson steinaldartiagfræðingur. Kona, líttu þér nær! „Asíukonur hugsa fyrst og ffernst um að borga heimilisreikninga sína en ekki að mæta á skemmtistaði.“ Leoncie, indverski nektardansarínn. Margur heldur mig sig „Blóðskömm er eitt af því sem fólk gerir í hita leiks.“ Már Jónsson pervert. mStim í eiýin atujal „Siðferði fer versnandi.“ Wemer Rasmusson lyfiakóngur. Hinn nafnlausi Moqqi hótar ritskoð- un „Það væri illt í efni fyrir launpenna eins og Garra og Dagfara að þurfa að sæta því að mannorðsmorð þeirra framin í skjóli nafn- leyndar sættu viðurlögum — ströngum viðurlögum.“ Agnes Bragadóttir, launapenni Styrmis.

x

Pressan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.