Pressan - 12.08.1993, Side 11

Pressan - 12.08.1993, Side 11
F R E TT I R Fimmtudagurínn 12. ágúst 1993 PRESSAN I I verslunareigenda varð minni. Herluf er hins vegar ekki sú manngerð sem eyðir ávöxtun sinni í lúxusvarning heldur hélt hann peningabreiðum sínum stíft til beitar svo notuð sé fræg myndlíking Þráins Bertelssonar, skólafélaga hans. Eitt dæmið segir ffá því þegar verslunareigandi kom til Herlufs og bað hann um 300 þúsund króna lán. Það var veitt en fékkst ekki greitt. Herluf lánaði áffam og að lok- um sat hann uppi með versl- unina sem aldrei hafði borið sig. Vandinn sem margir héldu að væri tímabundinn varð viðvarandi og margir nefndu að þær eignir sem Herluf hefði yfirtekið væru verðlitlar. Engin eign er meira virði en það sem aðrir eru til- búnir að greiða fyrir hana. Einnig var nefnt að Herluf væri ekki eins öflugur í fyrir- tækjarekstri og hann er sem heildsali, auk þess sem fjár- magnið hefði farið í rekstur sem hefúr átt erfitt uppdráttar síðustu árin. Það ber einnig að hafa í huga að þegar birtir til í efnahagslífinu verður mun auðveldara að selja þær eignir sem Herluf virðist sitja uppi með núna vegna skorts á kaupendum. Fjármagnsviðskipti og verslunarrekstur Herluf rak um tíma skemmtistaðinn Cesar í Ár- múla sem Ólafur Laufdal keypti síðar og breytti í Holly- wood. Hann hefur einnig rek- ið fjölda verslana og af þeim má nú nefna tískuvöruversl- anirnar Sér og Esprit og Skó- verslun Þórðar Péturssonar á Laugaveginum, Poseidon í Keflavík, Blazer í Kringlunni og hlut í Sportvali á sama stað. Af veitingahúsum má nefna Café Óperu og Barrokk. Þá hefur hann haslað sér völl í sjávarútvegi og rekur fiskút- flutningsfyrirtækið Polarfrost í Höfn- um, fiskverkunina Hlunna í Hafnar- firði auk fiskverkun- ar í Kópavogi. Auk Heildverslunar Her- lufs rekur hann Heildverslun Kon- ráðs Axelssonar, sem flytur m.a. inn vín- tegundir, og ber þar hæst bjórinn Hol- stein. Birgir Hrafhs- son sér um rekstur þess, en saman eru þeir einnig með fyr- irtækið BH framtak sem hefur flutt inn erlenda tónlistar- menn. Fasteignir á hann margar og brunabótamat þeirra fasteigna sem vitað er um nemur 200 milljónum króna. Fjármagnsvið- skipti ýmiskonar eru þó talin meginvett- vangur hans og í gegnum tíðina hefúr hann keypt talsvert af víxlum og skuldabréfum með afföll- um auk kaupa á greiðslu- kortakvittunum. Einnig leysir hann út vörur fyrir fyrirtæki og þannig þurftu Hagkaups- menn 300 milljóna króna lán hjá honum þegar þeir opnuðu IKEA-versIun sína. Vegna bankareglna gat Búnaðar- bankinn ekki veitt það sama og Herluf. Orðrómur var lengi uppi um okurlánastarf- semi hans og gekk svo langt að 1986 var hann ákærður fyrir okur. Hann var sýknaður af þeim ásökunum. Hins veg- ar greindi PRESSAN ffá því að fyrirtæki hans hefðu verið staðin að því að flytja inn áfengi í gegnum sérpöntunar- lista ÁTVR og selja á öðrum veitingahúsum, en það mun vera lögbrot. Áminning var látin nægja í því tilviki. Menn eru samdóma í því að Herluf hafi hafist upp af dugnaði, enda er hann vinnu- samur með afbrigðum. Hon- um er borin vel sagan og þykir traustur í viðskiptum og afar kurteis og hæverskur. Ekki er hann þó sagður vinmargur en mikill vinur vina sinna. Hann er hlédrægur og hefúr forðast fjölmiðla eins og heitan eld- inn. Skattgreiðslur hans hafa löngum vakið athygli og há- marki náðu þær þegar hann var krýndur skattakóngur ís- lands 1990 með 25 milljónir í heildargjöld. Reyndar kom í ljós að skatturinn hafði áætlað á Herluf en hann sá ekki ástæðu til að leiðrétta það mat. Frjáls verslun gerði út- tekt á því vorið 1988 hverjir væru ríkustu íslendingarnir og þá var Herluf talinn þriðji ríkastur með nálægt 2 millj- örðum í hreina eign. Aðeins Þorvaldur í Síld og fisk og Pálmi í Hagkaup voru taldir ríkari. I bókinni um íslenska auðmenn voru eignir Herlufs taldar nálægt einum milljarði króna. Allir spádómar um auðlegð hans virðast getgátur einar, en flestir eru sammála um að talsvert hafi gengið á auð hans síðustu misserin. PálmiJónasson MAGNÚS KETILSSON. flnnar nánasti samstarfsaðiii Herlufs síðan á áttunda áratugnum. MEIRIHÁTTAR ÚTSALA UTSALAN ER HAFINIBAÐUM VERSLUNUM OKKAR Sími: 17440/29290 Dömudeild 2. hæð Dragtir - jakkaföt - stakir jakkar Vérið velkomin Hekluð vesti, gallabuxur útvíðar buxur leðurvesti leðurjakkar öðruvísi skór Spennandi vörur á 30 - 50% afslætb' y* v% <3 Gimilegar vöfflur og nýbakaðar kökur hjá Michelie í Café 17, auðvitað á lága verðinu. Herradeild 1. hæð Jakkaföt - stakir jakkar skyrtur - bindi - buxur-skór Vandaðar vörur á 30 - 50% afslætfa' Snyrtivörudeild Sérstakt tilboðsverð í snyrtivörudeild. Undirfatnaður - náttföt - sundbolir snyrtivörur - klútar og margt fleira

x

Pressan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.