Pressan - 04.11.1993, Page 4
PRESSAN
S L A N D
A L H E I M U R
Fimmtudagurinn 4. nóvember 1993
Stelpur í
stuttu
„Það er þó enn undarlegra að
margt afhinu ungafólkisem
sœkir miðbceinn til að sýna sig
ogsjá aðra afsinni kynslóð
skuli beinlínis gefa árásar-
gjörnum og ofbeldismönnum
undirfóúnn með klœðaburð-
inum. Þetta á náttúrulega sér-
staklega við um ungar stúlkur
sem gjarnan vilja státa afað
vera sem mest áberatidi. Allt
ergott utn það að segja, en
þarf nokkum að undra þótt
slíkur klœðaburður valdi mis-
skilningi hjá brengluðum sál-
utn?
Anna Bjarnadóttir í DV.
Heiðveig Ragnarsdóttir
Stígamótum:
„I tengslum við nauðgunar-
mál er oft sérstaklega til þess
tekið að konan hafi klæðst
þessu og hinu, ég tala nú ekki
um ef hún var í stuttu pilsi.
Vitanlega hefúr klæðaburður
kvenna ekkert að segja þegar
nauðgarar eru annars vegar.
Aðeins eitt kemst að hjá slík-
um ofbeldismönnum og það
skiptir þá engu máli hver
konan er, hvað hún er gömul
eða hverju hún klæðist.
Fómarlömb nauðgara em
konur sem em svo óheppnar
að verða á vegi þeirra. Éf
þetta er annars skoðun bréf-
ritara á kynsystmm sínum þá
er henni vorkunn.“
Dýrtgam-
an
„Sverrir Ólafsson ogÞórarint
eiga það satneiginlegt að þeir
borga hundrað ogsextíu þús-
und á dagfyrir veiðileyfi í
Laxá á Ásutn. Venjulegtfólk
skilurþað, að Þórarinn noti
veiðileyftð til þess að veiða eir.
tnarga laxa og hatm geturfyr
irþattn petting. Venjulegtfóll
skilur hins vegar ekki að
Sverrir Ólafsson skuli nota
váðileyfið sitt til að horfa á
ána. Kannski er það lista-
mennskan sem þjóðin borgar
hotium laun fyrir. Ég legg til
aðþjóðitmi verði allri boðið í
Laxá á Ásum nœsta sumar p
leyft verði að veiða á spún.“
Grámann í Morgunblaðinu
Sverrir Ólafsson myndlist-
armaður:
„Enda þótt ég sé mikill
áhugamaður um laxveiðar
hef ég aldrei haft ráð á að
kaupa mér veiðileyfi í Laxá á
Ásum. Hins vegar hef ég
starfað þar sem leiðsögu-
maður í gegnum árin. Stað-
reyndin í málinu er sú að
þegar menn þroskast hætta
þeir að veiða eins og skuttog-
arar. í staðinn fer hver fiskur
að veita veiðimanninum
meiri ánægju og gleði. Hvað
sjálfan mig varðar hef ég ekk-
ert síður gaman af því að
horfa á fiskana í ánni en
veiða þá.“
Lummó
leiðari
„Hallœrislegur leiðari birtist í
Tímanum áföstudaginn. Þar
fjargviðrast blaðið yfir því að
latidsfundi Sjálfstœðisflokksins
hafi verið sjónvarpað og segir
aðflokkurinn hafi þarna neytt
fjárhagslegra yfirburða því
kostnaðurinn sé mikill. Rit-
stjóri Títnans, sem um ára-
tuga skeið hefur verið málgagn
Framsóknatflokksins, hefur
greinilega gleymt því að sjón-
varpað varfráflokksþingi
Framsóktiarflokksins 1992 og
reið hann þarávaðið.“
Víkverji Morgunblaðsins.
Þór Jónsson, ritstjóri Tím-
ans:
„Víkveiji er húsbóndaholl
senditík sem hefúr engan
skilning á óháðri fjölmiðlun
og rekur þess vegna upp bofs
þegar hún allt í einu sér að
Tíminn er hættur að vera
málpípa Framsóknarflokks-
ins. Gagnrýni Tímans á allt
eins við um Framsóknar-
flokkinn, en Víkverja er annt
um hann og sakar mig um
að hafa gleymt því að flokk-
urinn hafi „riðið á vaðið" í
sjónvarpsáróðrinum. Eftir-
farandi er tilvitnun í sama
Víkverja tveimur dögum áð-
ur: „Með beinum sjónvarps-
sendingum frá landsfundi
hefúr Sjálfstæðisflokkurinn
stigið stærra skref en nokkur
annar stjómmálaflokkur til
þess að opna starfsemi sína
fyrir alþjóð.“ Hver er hallær-
islegur?“
00*
Geimverur á Snæfellsjökli
Pær koma!!!
\
Michael Dillon er 100% viss um að geimverur láti sjá sig á Snæfellsjökli 5. nóvember. Hann er
talsmaður ráðstefnu um geimverur sem haldin verður dagana 4. og 6. nóvember í Háskóiabíói.
„Ég hef beðið þessarar stundar í
sautján ár,“ segir Dillon, en í sexgang
hafa geimverur haft samband við
hann. „Eitt sinn stoppaði fljúgandi
fúrðuhlutur beint yfir húsinu mínu, en
þá bjó ég á N-Englandi. Ég var úti í
garði og ffá þeim degi hafa mér borist
margvísleg skilaboð þess eðlis að ég
gegndi ákveðnu hlutverki, sem væri að
safna saman hópi fólks (sem verður á
ráðstefnunni) og fara til íslands. Það
hef ég gert. Seinnipart árs 1993 ætla
geimverurnar að gefa sig ffam við jarð-
arbúa.“
Dillon er mikill íslandsvinur og hef-
ur komið hingað með reglulegu milli-
bili allt ffá því hann var sex ára.
„ísland er mitt annað heimili hér.“
Hann hefur þó aldrei séð fljúgandi
furðuhluti yfir eða á íslandi, heldur
hefur hann aðeins haft samskipti við
verurnar á Bretlandi. Hann segist þó
hafa fjölda frásagna af slíkum fyrirbær-
um hérlendis, enda sé ísland einstak-
lega vel í sveit sett fyrir geimvemr.
„Á undanförnum vikum hefur verið
óvenjumikið um að fólk hafi séð til
fljúgandi furðuhluta, einkum yfir Bret-
landi og Norður-Atlantshafi. Það er
dagljóst að það er eitthvað verulega
mikið í aðsigi.“
Að sögn Dillons benda öll teikn til
þess að stóra stundin sé 5. nóvember
og staðurinn Snæfellsjökull. Sjáendum
og öðrum sérfræðingum ber saman
um það.
„Kona sem var numin brott af fljúg-
andi furðuhlut sá þennan atburð fyrir
sér. Hún kannast við Snæfellsjökul
sem fundarstaðinn af ljósmyndum.
Skiljanlega er til fólk sem er vantrúað
— sumir halda jafnvel að ég sé geggj-
aður — enda hafa ekki allir orðið fyrir
sömu reynslu og ég. Það kemur mér
þó á óvart hvað geimveruvinir á ís-
landi em tregir í taumi, þeir hafa dreg-
ið úr mér með þetta og segjast ekki
vilja vera virkir þátttakendur á ráð-
stefnunni,“ segir Dillon, undrandi á
vantrú íslenskra nýaldarsinna. „Ég hef
unnið að þessari ráðstefnu í tæp tutt-
ugu ár og þátttakendur og fyrirlesarar
MICHAEL DILLON. Getur vart beðið eftir að hitta vini sína. MYND/JIM SMART
em allir toppmenn á þessu sviði, fólk
sem hefur margháttaða reynslu af
samskiptum við geimverur. Þessi at-
burður á sér engan sinn líka á sviði
fljúgandi furðuhluta. Það má gjaman
koma ffam að það em allir velkomn-
ir.“
En hvað vilja geimverumar?
„Ég veit ekki hvað þær vilja, en tel
mig hafa nokkuð góða hugmynd um
það. Þær em með mikilvæg skilaboð
til mannkyns. Stóra stundin nálgast
óðum og óneitanlega er ég mjög
spenntur."________________________
Jakob Bjarnar Grétarsson
debet____________Styrmir Gunnarsson kredit
„Styrmir er einhver geðfelldasti og traustasti mað-
ur sem ég þekki. Hann er sérstaklega góður vinur,
einn þeirra sem aðrir leita ósjálffátt til í vandræðum
sínum,“ segir Hannes Hólmsteinn Gissurarson,
dósent við Háskóla íslands. „Styrmir er ákaflega
traustur maður, sanngjarn og rökfastur og hefur
enst furðulengi í erfiðu og annasömu starfi,“ segir
Ragnar Amalds, alþingismaður og fyrrum bekkj-
arfélagi Styrmis og vinur. „Styrmir er eins og
Morgunblaðið; afar heilsteyptur og vitur. Sennilega
einhver vinnusamasti maður sem ég hef hitt um
dagana og hefúr ótrúlega yfirsýn yfir menn og mál-
efni. Svo dreymir mig alltaf um að heyra hann spila
á flygilinn sinn, því hann er mikill smekkmaður á
píanótónlist," segir Bjöm Vignir Sigerpálsson, rit-
stjómarfulltrúi Morgunblaðsins. „Styrmir er gíf-
urlega skipulagður, vel lesinn og heiðarlegur," segir
Óli Bjöm Kárason, fyrrum Morgunblaðsmaður
og framkvæmdastjóri Almenna bókafélagsins.
Skipulagður og vinnusam-
ur — eða þröngsýnn eigin-
hagsmunaseggur?
Styrmir Gunnarsson, ritstjóri Morgunblaðsins,
hefur verið í fréttum í tilefni 80 ára afmælis
Morgunblaðsins.
„Styrmir hugsar í persónum fremur en al-
mennum sjónarmiðum. Ef hann á að velja á
milli vina sinna og rökréttrar hugsunar velur
hann vinina. Það takmarkar líka nokkuð sjón-
deildarhring hans að hann eyddi allri æsku sinni
í pólitískt þref, en menntaðist ekki erlendis,“
segir Hannes Hólmsteinn Gissurarson, dósent við
Háskóla íslands. „Aðalgallinn á honum er sá að
hafa ekki gefið kost á sér til framboðs, en því
veldur meðfædd hógværð og lítillæti," segir
Ragnar Arnalds, alþingismaður og fyrrum bekkj-
arfélagi Styrmis og vinur. „Styrmir getur verið
óþarflega stífur á meiningu smni og það er afar
leiðinlegt að rökræða við hann, því hann hefúr
alltaf betur. Svo er hann gersamlega sneyddur
öllum áhuga á íþróttum nema keppninni um
Ameríkubikarinn, sem okkur boltamönnunum
þykir heldur þunnur þrettándi,“ segir Björn
Vignir Sigurpálsson, ritstjórnarfulltrúi Morgun-
blaðsins. „Hann hefur rangt fyrir sér í sjávarút-
vegsmálum," segir Óli Björn Kárason, fyrrum
Morgunblaðsmaður og framkvæmdastjóri Al-
menna bókafélagsins.