Pressan - 04.11.1993, Page 6
M E N N
Fimmtudagurinn 4. nóvember 1993
6 PRESSAN
Menn
A bWSR
Guðmundur Árni Stefánsson
Sjáy hann er upprisinn
LeiHn að Leiifinni
Reyndi að fela sig ofan í kassa hjá RLR
en fannst að lokum
Réttarkerfið snerist í marga hringi áður en styttan af meintum banamanni Geirfinns
fannst. Hún líkist engum núlifandi íslendingi, hvorki þá né nú.
Mér stóð ekki á sama um
hann Guðmund Árna á tíma-
bili. Hann kom svo svip-
hreinn og sakleysislegur inn í
heilbrigðisráðuneytið í sumar
og hét því að gera ekkert af því
sem hann hafði eytt tveimur
árum í að skamma Sighvat
fyrir að gera. Það leist mér vel
á. Þarna var kominn maður
sem myndi passa mig fyrir
föntunum í ríkisstjórninni.
En svo gerðist það. Það
þyrmdi yfir gamla bæjarstjór-
ann minn, pokarnir fóru að
myndast undir augunum og
yfir hann rann þessi harði
svipur sem sést helst á mönn-
um í sláturhúsunum á miðri
haustvertíð. Hann var sem
sagt að fara að skera.
Og hvort hann skar. Börnin
á leikskólunum áttu að fara á
vergang og hitta þar fyrir
alkóhólistana frá Gunnars-
holti. Og til að borga fyrir
þetta allt áttum við hin að
borga sjúkrahússkatt, sama
hvort við yrðum veik eða
ekki. Ég hafði á tilfinningunni
að Guðmundur Árni væri rétt
að byrja og ég skrökva því
ekki, að ég var gráti næst af
sorg.
Þetta var nefnilega ekki sá
Guðmundur sem ég þekkti.
Hann var ljúfur við börn og
konur, fjölskylduna og flokks-
systkin sín. Sá Guðmundur
sem ég þekkti gat ekki hugsað
tvær hugsanir í röð án þess að
rugla þeim saman. Hann
hafði heldur ekki sömu skoð-
un nema einn dag í einu, í
mesta lagi viku, ef ekkert ann-
að varð til að trufla hann í
millitíðinni. f stuttu máli: ind-
æll og engum til ama í skoð-
unum eða fasi.
Um daginn gat ég tekið
gleði mína aftur. Ég hafði ekki
undan að fylgjast með hvernig
hann skipti um skoðun í
hverju prinsippmálinu á fæt-
ur öðrum, allt af einskærri
umhyggju fyrir undirmáls-
fólki og börnum.
Hann er búinn að skipta
um skoðun með heilsukortin.
Hann er búinn að skipta um
skoðun með leikskólana.
„Hann er búinn að
skipta um skoðun
með heilsukortin.
Hann er búinn að
skipta um skoðun
með leikskólana.
Hann er búinn að
skipta um skoðun
með Gunnarsholt.
Það vantar bara
eitt upp á núna til
að myndin séfull-
komin: að hann
skipti um skoðun
og heimti biðlaun-
in sín aftur. Þar
vœri minn maður
lifandi kominn. “
Hann er búinn að skipta um
skoðun með Gunnarsholt.
Það vantar bara eitt upp á
núna til að myndin sé full-
komin: að hann skipti um
skoðun og heimti biðlaunin
sín aftur. Þar væri minn mað-
ur fifandi kominn.
Ég þykist vita hvað þið eruð
að hugsa núna: er hugsanlegt
að hann skipti enn einu sinni
um skoðun og reki Kalla
Steinar úr Tryggingastofhun?
Nei, það eru takmörk fyrir því
hvað hann Guðmundur getur
verið vondur við minni mátt-
ar. Ég þekki minn mann.
AS
Hann var á sínum tíma
bjartasta vonin í rannsókn
lögreglunnar á hvarfi Geir-
finns Einarssonar í Keflavík
1974. Hann var mótaður úr
leir samkvæmt nákvæmum
lýsingum af hugsanlegrrm.
banamanni Geirfinns og þeg-
ar fjölmiðlar birtu mynd af
honum varð skiptiborð lög-
reglunnar fljótt rauðglóandi
þegar ábendingar þeirra sem
töldu sig þekkja kauða
streymdu inn. Þær skiptu
hundruðum, en leirburður
lögreglunnar var til lítils því
enginn var handtekinn í kjöl-
far myndbirtingarinnar. Fljót-
lega gáfust rannsóknarlög-
reglumenn upp á honum og
fóru að sækja á gjöfulli mið í
Keflavíkurhöfn þar sem kafar-
ar leituðu Geirfinns sam-
kvæmt ábendingum hins
„heimsþekkta hollenska sjá-
anda“ Gerards Croiset, sem
sérhæfði sig í að finna lík með
hugarorkunni einni saman.
Sjálfsagt fundu kafararnir fyrir
andlegum straumum sjáand-
ans en engan Geirfmn fundu
þeir.
Og nú, tæplega tveimur
áratugum síðar, er ekki aðeins
Geirfinnur ófundinn heldur
er löggan búin að týna Leir-
finni líka. Það hélt PRESSAN
að minnsta kosti í fýrstu þegar
ákveðið var að svipast um eftir
styttunni.
„Nei, við vitum ekkert hvað
varð um hann,“ sagði Helgi
Daníelsson hjá RLR þegar
blaðamaður innti hann eftir
afdrifum Leirfinns. „Þeir sem
voru með þetta mál hjá okkur
halda að hann hafi líklega far-
ið niður í Sakadóm. Meira
veit ég ekki.“
Og þá niður í Sakadóm
Reykjavíkur, þar sem grunur
lék á að Leirfinnur héldi til.
Starfsmenn hváðu í kór og
vísuðu á Friðgeir Björnsson
dómstjóra.
„Hann var nú hérna á sín-
um tíma, en þegar Sakadóm-
ur flutti voru öll gögn málsins
flutt í nýtt húsnæði," sagði
Friðgeir. „Ég veit ekki hvar
hann er núna. Prófaðu að tala
við Gunnlaug Briem, fýrrum
yfirsakadómara. Hann er sá
eini sem mér dettur í hug að
gæti hjálpað þér.“
Auðvitað! Dómarinn einn
getur skorið úr um sekt eða
sakleysi Leirfinns í þessu dul-
arfulla hvarfi. „Já, þetta var nú
eitt af merkilegri sakargögn-
um sögunnar,“ sagði Gunn-
laugur Briem þegar blaða-
maður spurði hann um mikil-
vægi sakborningsins. „En ég
veit ekki, prófaðu að tala við
Sævar Jóhannesson, sem hef-
ur umsjón með Sakminjasafhi
lögreglunnar. Hann veit
kannski eitthvað.“
Nú fór að færast hiti í leik-
inn. Eftir símhringingu á
skrifstofu lögreglustjóraemb-
ættisins kom í ljós að Sak-
minjasafh lögreglunnar var til
húsa hjá, jú auðvitað, RLR.
Og það kom fljótlega í ljós að
Sævar átti stóran þátt í hvarfi
Ixirfinns.
„Hvernig datt þér í hug að
hringja í mig?“ spurði Sævar
Jóhannesson, fullur grun-
semda, þegar náðist til hans.
Jú, við höfðum heyrt að þú
vissir eitthvað um afdrif Leir-
finns.
„Hann er náttúrlega hérna
hjá okkur."
En við töluðum við Helga
Daníelsson og hann svipaðist
um eftir Leirfinni og...
„Já, nei Helgi hefur náttúr-
lega ekld vitað hvar hann var
og það vita fáir, því ég tók við
Leirfinni frá Sakadómi fyrir
um tveimur árum þegar þeir
fluttu. En hann er ekld til sýn-
is fyrir hvern sem er. Þetta
safn er eldd opið almenningi,
en þeir sem eru málsaðilar
geta náttúrlega fengið aðgang
að þessu.“
Mundirðu segja að Leirfitm-
ur væri eitt af tnerkilegri sakar-
gögnum landsins?
„Það get ég ekkert tjáð mig
um, því ég tengdist ekkert
þessu máli á sínum tíma.
Fylgdist bara með fyrirsögn-
um dagblaðanna og varla
það.“
Ett hvernig líður Leirfintii
eftir öll þessi ár?
„Hann er í góðu ásigkomu-
lagi, er ofan í merktum kassa
uppi í hillu.“
Éinhvers staðar verða vond-
ir að vera og það á við um
misheppnuð sakargögn líka.
En það vakna óneitanlega
áleitnar spurningar um þetta
mál. Hver er Leirfinnur og
hvernig tengdist hann Geir-
finni? Ekki líktist Leirfinnur
neinum þeirra sem sakfelldir
voru fyrir morðið á sínum
tíma og því spyrjum við enn
og aftur: Hver er maðurinn og
er honum sama þótt líkneski
hans sæti svona meðferð? Veit
löggan hvað hún er með í
höndunum?
Þorsteinn Högni Gunnarsson
ALIT
Ólafur Ragnar Grímsson Benjamín HJ. Eiríksson Péiur Blöndal
Regína Thorarensen
Þorvaldur Gylfason
Ríkisstjórnin hefur ákveðið ai
vextir á verdtryggöum ríkis-
skuldabréfum lækki úr 7% í
5%. Um leið var lýst yfir aö
lánsfé yröi sótt á erlendan
markaö ef þörf kreföi.
Eru vaxtaaðgerðirnar dulbúin erlend Idntaka?
Óiafur Ragnar Grímsson
alþingismaður.
„Það er alveg ljóst að þetta er
ávísun á erlendar lántökur. Ef
ríkissjóður selur ekki bréfin
hér innanlands á 5% vöxtum
eru ráðherrarnir tilbúnir að
stórauka erlend lán til að fjár-
magna halla ríkissjóðs og jafn-
vel húsnæðislánin. Það að
reka skóla, sjúkrahús og hús-
byggingar fýrir erlend lán hef-
ur Davíð Oddsson kallað Fær-
eyjaleiðina."
Benjamín H J. Eiríksson
hagffæðingun
„Mér finnst verkalýðsforingjar
ekki vera sérffæðingar, hvorki
í vaxtamálum né öðrum pen-
ingamálum þjóðarinnar. Með
yfirlýsingum sínum í svona
málum gera þeir sjálfa sig að
hálfgerðum fíflum.“
Pétur H. Blöndal
stærðfræðingur
„Þær geta vissulega farið út í
að aula erlendar skuldir og ég
held að menn séu meðvitaðir
um það. Hins vegar tel ég að
þessar aðgerðir séu jákvæðar
og komi á réttum tíma. Er-
lendar skuldir hafa lældcað að
raungildi þar sem vöruskipta-
jöfnuðurinn hefur verið hag-
stæður: íslendingar flytja
meira út en inn og hafa þaraf-
leiðandi náð að greiða eitt-
hvað niður af raungildi er-
lendra lána. Vextir munu lík-
lega lækka og lækkandi vextir
þýða að fýrirtækin hætta að
tapa og geta þarafleiðandi haf-
ið auknar ffamkvæmdir. Þetta
hefur jákvæð áhrif á fasteigna-
markaðinn, mun örva sölu
sem væntanlega leiðir til auk-
inna byggingarffamkvæmda.
Þannig hafa þessar aðgerðir
keðjuverkandi örvandi áhrif á
atvinnulífið. Síðan verða
menn að meta hvort aukin at-
vinna vegur ekki á móti ein-
hverri aukningu erlendra
skulda til skamms tíma.“
Regína Thorarensen
fréttaritari:
„Alveg hiklaust, því er verr og
miður. Þetta er allt plat og fýr-
irsláttur. Davíð Oddsson
finnst mér allt of yfirborðs-
kenndur og sjálfsánægður til
að verða forsætisráðherra
strax. Ég sé það alltaf betur og
betur að hann vantar alla for-
ystusauðshæfileika. Ég vona
að íslenska þjóðin skilji hvað
ég á við. Davíð var eins og
götustrákur á Alþingi í upp-
hafi, gjammandi ffam í og al-
veg hörmung að sjá til hans.
En hans mikilhæfa kona hefur
lagað hann til og nú kemur
hann þokkalega fyrir. Davíð á
gott og stórt hjarta en verka-
lýðurinn og þeir lægst laun-
uðu fá ekki að njóta þess.
Leiðinlegast er þó með negul-
naglann úr Hafiiarfirði, hvað
buxumar hafa farið niður um
hann. Það harma ég einnig.“
Þorvaldur Gylfason
prófesson
„Mér sýnist ríkisstjómin hafa
valið ranga leið að réttu
marki. Vextir þurfa að lækka,
það er rétt. En það er ekki
hyggilegt að knýja þá niður
með auknum erlendum lán-
tökum, eins og ríkisstjórnin
virðist stefna að. Erlendar
skuldir þjóðarinnar em þegar
orðnar of miklar. Auknar er-
lendar lántökur geta kynt
undir þenslu og verðbólgu
þegar frá líður. Ríkisstjórnin
hefði heldur átt að beita sér
fýrir nauðsynlegum skipulags-
breytingum í landbúnaði,
sjávarútvegi og bankarekstri.
Hagræðing í landbúnaði, þar
á meðal innflutningsfrelsi,
myndi lækka matarverð og
verðlag um leið og lækka vexti
með því móti að draga úr
lánsfjárþörf ríkisins að öðru
jöfhu og lækka vexti á þann
hátt Hagræðing í bankakerf-
inu, þar á meðal einkavæðing,
myndi einnig stuðla að vaxta-
lækkun smám saman.“