Pressan - 04.11.1993, Page 8

Pressan - 04.11.1993, Page 8
F R ÉTT I R 8 PRESSAN Fimmtudagurinn 4. nóvember 1993 Jón Sigurðsson Seðlabankastjóri umsvifamikill í bílaviðskiptum ÞEGAR BANKINN KEYPTI LÚXUSJEPPANN ,Kaupum ekki bíla nema það sé keyptur annar dýrari hjá okkur,“ segir deildarstjóri Jöfurs Á sama tíma og Jón Sig- urðsson Seðlabankastjóri ákvað að láta bankann kaupa Grand Cherokee Limited, lúx- usjeppa á 4,8 milljónir króna, ákvað hann að selja umboð- inu garnla fólksbifreið sem hann átti persónulega. Um er að ræða Chevrolet Monsa frá árinu 1988, en þess má geta að Jöfur hefur ekki umboð íyrir Chevrolet. Jöfur keypti Mons- una 6. október síðastliðinn en Jón Sigurðsson keypti bílinn aftur 13. október. Kvöldið áð- ur hafði hann komið fram í sjónvarpi og tilkynnt að hann hefði afturkallað kaupin á lúx- usjeppanum vegna þrýstings frá fjölmiðlum. Bíllinn var keyptur og seldur á sömu kjörunr, svo í reynd gengu kaupin á einkabifreið Jóns til baka þegar Seðlabankinn ákvað að hætta við að kaupa jeppann fyrir Jón. „Við kaupum ekki bíl nema það sé keyptur annar dýrari hjá okkur,“ segir Lúðvík Hraundal, deildarstjóri deild- ar með notaðar bifreiðir hjá Jöfri. Hann segir að umrædd kaup hljóti að hafa tengst kaupum Seðlabankans á Grand Cherokee Limited- bif- reiðinni og taldi fullvíst að kaupin á Monsunni hefðu gengið til baka þegar hætt var við jeppakaupin. „Þessi viðskipti eru eldd á þann hátt að við höfum tekið þennan bíl upp í jeppann,“ segir Birgir Ragnarsson, fjár- málastjóri lijá Jöfri. „Þau eru tengd kannski að því leyti að Jón var að fara á nýjan bíl og var þarna með aukabíl sem hann þurfti að selja. Við keyptum hann af honum, en það er ekkert tengt því að Seðlabankinn var að kaupa jeppann, þannig lagað séð. Hann var ekki tekinn upp í jeppann.“ Birgir sagði að kaup og sala hefðu farið fram og verið á sama verði. Hann sagði það rangt hjá deildarstjóranum að þeir keyptu aldrei bíla nema upp í stærri bíla, það kæmi fyrir að þeir keyptu bíla án þess að um skipti væri að ræða. Hann sagði þó rétt að kaupin hefðu verið gerð á sama tíma og að hætt hefði verið við viðskiptin með Monsuna þegar Jón ákvað að afturkalla jeppakaupin. Það hefði verið Jón sem óskaði eft- ir því. Birgir vildi ekki gefa upp kaup- og söluverð á um- ræddurn Chevrolet Monsa- bíl. Hafði það ekki áhrif að Jón Sigurðsson var á nákvœmlega sama tíma í umhoði Seðla- hankans að kaupa mjög dýra bifreið af umboðinu? „Nei, það hafði engin áhrif. Við sáum okkur bara hag í því að kaupa bílinn af honum.“ Þessi tvenn bílaviðskipti tengjast ekld á nokkurn hátt? „Ekki þannig lagað, við vor- um ekki að taka þennan bíl upp í jeppann og á þann hátt tengist það eldd.“ Hvernig tengjast viðskiptin þá? „Þau tengjast þannig að hann er að kaupa bíl fyrir bankann og útfrá því erum við í sambandi við hann. Við viss- um af þessum bíl, buðum í JÓN SIGURÐSSON. Á sama tíma og hann lét Seðlabankann kaupa Grand Cherokee Limited upp á nærri 5 milljónir króna ákvað hann að selja umboðinu gamla Chevrolet-fólksbifreið sem hann átti persónu- lega. Um leið og jeppakaup bankans gengu til baka gengu persónuleg viðskipti Jóns til baka. hann og hann tók því tilboði,“ sagði Birgir. PRESSAN náði sambandi við Jón Sigurðsson á Sergal Plaza- hótelinu í Stokkhólmi, þar sem hann situr ráðstefnu hjá sænska ríkisbankanum. „Það er ekkert um þetta að segja, viðskiptin fóru ekki fram. Þetta eru eingöngu hug- leiðingar sem við vorum með.“ Umboðið segir lcaup og sölu hafa farið ffam og var til- kynning þar um send til bif- reiðaskrár. Engu að síður segir Jón að viðskiptin hafi ekki far- ið ffarn og bíllinn sé og verði skráður í sínu nafni. Hann var margspurður út í viðskiptin og hvort eldd væri óeðlilegt að hann stæði í persónulegum bílaviðskiptum á sama tíma og hann, í umboði banlcans, væri að kaupa dýra biffeið af þessu sama umboði. Viðlcvæðið var það sama; hann vildi elckert um málið segja annað en að viðskiptin hefðu ekki farið ffam._______________________ PálmiJónasson SELDIJOFRINOTAÐAN BIL Kvennagaldur er reykvísk ástarsaga sem gerist í nútímanum. Aðalpersónan, skarpgreindur fjölmiðlamaður á fertugsaldri, nýtur mikillar kvenhylli enda hefur hann hlotið viðurnefnið „eftirsóttasti piparsveinn landsins". I Ijós kemur hins vegar að ást hans er gædd meiri hita en úthaldi. I samkvæmi einu tekur atburðarásin óvænta stefnu og afleiðingarnar verða í samræmi við það. Við sögu koma nokkrar bráðlifandi persónur - dæmigert nútímafólk á besta aldri - sem í mörgum tilvikum mun orka kunnuglega á lesendur. Höfundur Kvennagaldurs, Björgúlfur Olafsson, er 31 árs Reykvíkingur. Hann hefur áöur sent frá sér tvær skáldsögur sem báöar nutu mikilla vinsælda meðal íslenskra lesenda. ALMENNA BÓKAFÉLAGIÐ H F GOTT BLAÐ

x

Pressan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.