Pressan - 04.11.1993, Page 11
S KOÐA N I R
Fimmtudagurinn 4. nóvember 1993
PRESSAN I1
DAS KAPITAL
Flugstöðin, dyr að íslandi
„Eitt sinn fékk húsameistari ríkisins
pöntun. Það vantarflugstöð. Þá var
húsameistari í sömu sporum ogRodin
þegar hann skapaði „Dyr vítis“. “
Innst inni þráir maðurinn
ódauðleikann. Listamenn fást
við verk sem halda munu
nafni þeirra á loft á meðan
jörð byggist. Flest listaverk,
sem lifa lengi, eru til orðin
vegna innblásturs listamanns-
ins. Önnur verða til eftir
pöntun. Þá er listamönnum
vísað á verðugt yrkiseffii.
Um þessar mundir eru til
sýnis verk hins fræga mynd-
höggvara Auguste Rodin á
Kjarvalsstöðum. I vestursaln-
um getur að líta verk, sem
upphaflega voru unnin út ffá
lítilli pöntun, þar sem yrkis-
efni var „Dyr vítis" í „Guð-
dómlegum gleðileik“ Dantes.
Sá ljóðaflokkur varð lista-
manninum óþrjótandi yrkis-
efni. Frægustu verk Rodins,
„Hugsuðurinn" og „Kossinn",
eru þar á meðal. Aldrei nær
nútímamaðurinn að hugsa
jaffistíft og „Hugsuðurinn".
Á Islandi, eins og í öðrum
menningarlöndum, er arki-
tektúr talinn til listgreina.
Arkitektar eru listamenn. Eitt
sinn fékk húsameistari ríkisins
pöntun. Það vantar flugstöð.
Þá var húsameistari í sömu
sporum og Rodin þegar hann
skapaði „Dyr vítis“. Flugstöð-
in er dyr að íslandi. Umbún-
aðurinn verður að hæfa hlut-
verki sínu: að taka á móti og
kveðja íslenska þegna og gesti
landsins.
Hvernig tókst svo til? Flestir
eru á einu máli um að Flug-
stöð Leifs Eiríkssonar sé
smekkleg bygging, sem hæfir
þokkalega hlutverki sínu. Úr-
tölumönnum tókst að fá
bygginguna minnkaða þannig
að ffekari starffæksla en nú er
verður ekki í Flugstöðinni.
Stækkunarmöguleikar eru
engir. Einn skugga ber þó á
verkið: Kostnaður við bygg-
inguna fór úr öllum böndum.
Flugstöð er dæmigert
mannvirki byggt í almanna-
þágu þar sem verðlagning á
kostnaði er vandkvæðum háð.
Hver á að borga flugstöðina?
Að sjálfsögðu þeir sem nota
hana, farþegar sem um hana
fara.
En yfirmenn ríkisfjármála
vilja helst að allir borgi tvisvar
fyrir veitta þjónustu.
Hverjar eru tekjulindir rík-
issjóðs af flugstöðinni? Það
eru leigugjöld af aðstöðu og
innritunargjöld af farþegum.
Þessar tekjur ganga til flug-
stöðvarinnar. 1 ríkissjóð ganga
beint flugvallarskattur af seld-
um farseðlum og rekstrar-
hagnaður fríhafhar. Ef engin
væri flugstöðin féllu þessar
tekjur niður. Á hverju ári
koma svo fféttir ffá fjármála-
ráðherra um greiðsluhalla á
flugstöðinni. Slíkar fféttir eru
fásinna því mestur hluti tekna
gengur beint í ríkissjóð en
gjöldin eru færð beint á flug-
stöðina.
Það eru álög á öllum fjár-
málaráðherrum að skattleggja
alla þætti, sem eru samkeppn-
isfærir, þannig að þeir missi
fótfestu á markaðnum. Frek-
tri skattlagning á ferðaþjón-
Listu, hverju nafni sem hún
lefnist, hefur í för með sér að
'erðaþjónusta á íslandi verður
jsamkeppnisfær við önnur
önd, sem reyna að draga að
sér ferðamenn, gistilöndun-
ím til hagsbóta.
Síðast bárust fféttir ffá Rík-
sendurskoðun, sem allt þykist
■'ita, um að flugvélar séu ekki
afnþungar sem fyrr, og þess
'egna sé rekstrartap á flug-
jjónustunni á Keflavíkurflug-
velli. Lendingargjöld skuli
hækkuð. Því miður, það eru
til fleiri flugvellir, og flugfélög
láta vélar sínar lenda annars
staðar ef lendingargjöld
hækka. Það er hægt að verð-
leggja sig út af markaðnum.
Þá er einnig boðað, að virð-
isaukaskattur skuli lagður á
innlenda ferðaþjónustu, far-
gjöld og gistingu á næsta ári.
Eins og fyrr er sagt; það eru til
önnur lönd og væntanlegir
ferðamenn fara bara þangað
og þá verður ríkissjóður af öll-
um tekjum. Og nógu er dýrt
fyrir Islendinga að ferðast inn-
anlands. Á meðan samgöngur
eru leyfðar til landsins og ffá
munu íslendingar koma sér
burt þegar þeir fá sumarfrí,
þannig að þeir haldi ekki
áfram að vinna fyrir ríkið í
sumarffíinu eins og þeir gera
til 17. júní á hvetju ári.
Við þessu er aðeins hægt að
sporna á einn hátt, en það er
með því að skapa aðstæður til
að taka á móti ferðamönnum
hér á landi og gera það eftir-
sóknarvert fyrir Islendinga að
ferðast innanlands.
Háir vextir eru ferðaiðnað-
inum hættulegir. Aðstaða til
móttöku byggist á fjárfest-
ingu, sem skilar arði á löngum
tíma. Vonandi vinna aðgerðir
ríkisstjómarinnar um síðustu
helgi með þessari atvinnu-
grein eins og öðrum atvinnu-
rekstri.
Einkaaðilar hafa lagt mikið
af mörkum til þess. Hæst ber
hlut Flugleiða hf., sem hafa
endumýjað flugflota sinn með
myndarlegu átaki. Slíku átaki
er hægt að tortíma með ofur-
skattlagningu. Framlag ríkis-
ins með byggingu flugstöðvar-
innar verður ekki vanmetið,
en það er óþarfi að láta neyt-
endur greiða þjónustuna
margföldu verði.
Ef allur heilbrigður at-
vinnurekstur leggst niður
vegna ofsköttunar og hávaxta-
æðis bíður Islendinga aðeins
vítisvist, lík þeirri er Dante
lýsti forðum.
STJÓRNMÁL
Nei bíðum nú við...
Því verður ekki á móti mælt
að Reykjavíkurborg er stór-
huga þegar listir og menning
eru annars vegar. Hugmynd
meirihluta sjálfstæðismanna
um að endurreisa Korpúlfs-
staði og breyta í listamiðstöð
er skýrt dæmi um þennan
stórhug, sem var einnig aðals-
merki Thors Jensens, sem lík-
lega er merkasti athafhamað-
ur íslands á þessari öld. Mér
er hins vegar til efs að Thor
Jensen hefði samþykkt að
verja 1.800 milljónum króna
af almannafé til að varðveita
hús. Hann hefði líklega kosið
að lækka skatta á einstaklinga
um þær 20 þúsund krónur
sem það kostar hvern Reyk-
víking að endurbyggja Korp-
úlfsstaði.
Ef það er einlægur vilji
borgarstjórnar Reykjavíkur og
ÓU BJÖRN
KÁRASON
ríki og borg sameinuðust um
að koma þar á fót atvinnu-
minjasafni, með stuðningi
fyrirtækja? Þar væri hægt að
hafa sérstaka deild tileinkaða
Thor Jensen. Útgerðar- og
fiskvinnsludeild safhsins yrði
komið upp með stuðningi
fyrirtækja og samtaka t sjávar-
útvegi. Sama er að segja um
samgöngudeild safnsins, en
Thor Jensen átti ríkan þátt í
því að Eimskipafélag Islands
var stofnað 1914, sat í undir-
búningsstjórn. Landbúnaðar-
deild yrði bæði inni og úti og
vitað hvort og þá hversu mik-
inn áhuga fyrirtæki hafa á að
taka þátt í ævintýri af þessu
tagi. Hitt er hins vegar ljóst að
meirihluti borgarstjórnar ætti
að fara varlega í að byggja upp
listamiðstöð á Korpúlfsstöð-
um, nauðsyn á því að byggja
yfir listaverk eftir Erró réttlæt-
ir ekki að verja að minnsta
kosti 1.800 milljónum króna
af almannafé til þessa. Það
væri skynsamlegra fyrir
Reykjavíkurborg að dreifa
Erró-verkunum til stofnana
þar sem almenningur sækir
þjónustu, og þá ekki síst í
skólum. Það er skynsamlegra
að hengja myndir listamanns-
ins upp á stöðum þar sem al-
menningur á erindi daglega
en á veggi glæsihallar sem
fæstir heimsækja oftar en einu
sinni.
„Meirihluti borgarstjómar œtti aðfara varlega í að byggja upp
listamiðstöð á Korpúlfsstöðum, nauðsyn á því að byggja yfir lista-
verk eftirErró réttlœtir ekki að verja að minnsta kosti 1.800 millj-
ónum króna afalmannafé tilþessa. Það vceri skynsamlegrafyrir
Reykjavíkurborg að dreifa Erró-verkunum til stofnana þarsem
almenningur sœkirþjónustu, ogþá ekki síst í skólum. “
umbjóðenda hennar að
styrkja listir og menningu er
hægt að verja fé til þess af
meiri skynsemi en ráðgert er
með því að byggja upp Korp-
úlfsstaði. List og menning
verður ekki til í steinsteyptum
glæsihöllum á vegum hins op-
inbera, heldur með gerjun
fjölbreytileikans, þar sem lista-
mennirnir hafa í sig og á, —
geta stundað list sína.
Um það verður ekki deilt
að Korpúlfsstaðir eru hluti af
sögu landsins og það kann að
vera full ástæða til að varð-
veita húsið með einhverjum
hætti. En væri ekki réttast að
þar gætu gestir séð hvernig
landbúnaður var stundaður á
fyrstu áratugum aldarinnar.
Við safnið yrði einnig komið
upp rannsóknaraðstöðu fyrir
fræðimenn á sviði þjóðfélags-
vísinda sem einbeittu sér að
rannsókn á hagsögu landsins.
Og þannig mætti lengi telja.
Ríkissjóður gæti gert fyrir-
tækjum kleift að leggja fé í at-
vinnuvegasafn með því að
heimila fyrirtækjum að draga
framlag til þess ffá skatti (og
raunar ætti skattafrádráttur-
inn að vera nokkru meiri en
sem nemur fjárframlaginu).
Nú er það svo að ekki er
Hver svo sem endanleg nið-
urstaða verður er nauðsynlegt
að meirihluti sjálfstæðis-
manna í borgarstjórn fari sér
hægt í að verja fjármunum í
að byggja Korpúlfsstaði upp.
Það væri skynsamlegra að
huga að því að styrkja bygg-
ingu tónlistarhúss, en það er
metnaðarmál allra höfuð-
borga í nágrannalöndum okk-
ar að geta boðið tónlistar-
mönnum, jafnt innlendum
sem erlendum, upp á sem
besta aðstöðu til tónleika-
halds.
Höfundur er hagfræðingur.
Á UPPLEIÐ
f
GUeMUNDUR ARNI SIEFItNSSON
HEILBRIGÐISRAÐHERRA
Hættur við að kvelja sjúka,
börn og alkóhólista. Það er
þakkarvert, jafnvel þótt
hann hafi verið svínbeygður
til þess.
HALLDÓR BLÖNDAL
IANDBUNAÐARRAÐHERRA
Kynnir sig sem helstan tals-
mann ffjálsrar verslunar án
þess að stökkva bros.
BRUGGARAR BÆJARINS
Breiðholtslöggan er að
hætta. Tímabært að leggja í.
Á NIÐURLEIÐ
i
GEIMVERURNAR
SEM KOMA UM HELGINA
Þær gætu lent á miðjum
Austurvelli án þess að
nokkur þyrði að kannast
við þær lengur.
LEÚ LÖVE
RITHÖFUNDUR OG FRAMSÓKN-
ARMAÐUR
Ekki seljast reyfaramir og
nú er draumurinn um
Seðlabankastjórastóllinn
úti. Hvað næst, grimma
veröld?
ÁRNIÞÓRARINSSON
RITSTJORI MANNLIFS
Einhvem tíma hefði það
þótt heiður að komast í
óvinafélag Hrafns Gunn-
laugssonar, en ekki þegar
hálf þjóðin er þar fyrir.