Pressan - 04.11.1993, Blaðsíða 18

Pressan - 04.11.1993, Blaðsíða 18
18 PRESSAN Fimmtudagurinn 4. nóvember 1993 Ragnhildur Vigfúsdóttir, fyndinn femínisti Thuga alvarlega að ganga RAGNHILDUR VlGFÚSDÓTTIR. Óneitanlega „feminine". „Sögusagnir um ráðherra grassera ekki að ástæðulausu. Hver er þessi Ragnhildur Vigfusdóttir sem veður uppi og segir ráðamönnum þjóð- arinnar til syndanna í drykkjumálum? spyria for- vitnir. Er hún eittnvað betri sjálf? Þó að það komi í sjálfu sér ekká málinu við — þar sem hún gegnir ekki emb- ættisstarfí — vill svo til að ”hún er margfalt skárri í þessum efnum en margir ráðamenn, eða svo segir hún. „Ég geri siðferðislegar kröfur án þess að ég telji mig mjög siðavanda. Ég byrjaði að vísu að reykja ell- efu ára en gafst fljótlega upp á því og drykkja nefur aldrei beinlínis höfðað til mín.“ Hún lifir þó engu ldaustur- lífi; fær sér endrum og sinn- um „hóflega“ í glas, en ólíkt flestum smakkaði hún ekki áfengi fyrr en um það bil fyrir tólf árum, eða þegar hún var 22 ára. Þeir sem til hennar þekkja vita af hverju; hún er einfaldlega ólík þorra þjóðarinnar sem fæddur er um það bil tveimur glösum undir meðallagi. Galsagang- ur er henni eiginlegur. En er hún skemmtileg? ,Já,“ sagði ein sem hefur þekkt hana töluvert lengi, „nún er ansi hreint skemmtileg“. Blindafyllerí ráðherra Greinin sem vakti enn eina ferð- ina athygli á drykkju ráðamanna þjóðarinnar og ekki síst Ragnhildi sjálfri birtist í Vikublaðinu fyrir nokkru. Yfirskrift hennar var „Al- þýðuflokkur í andarslitrunum". Fyrir utan að geta þess að núver- andi landsfeður væru ljósasta dæmið um „karlmennsku í kreppu“ varpaði Ragnhildur fram þeirri spurningu hvort það væri viðeigandi að ráðherra færi á blindafyllerí með háskólanem- endum á hóteli norður í landi og dræpist uppi í rúmi hjá tveimur þeirra „því miður aðeins áfengis- dauða“? Viltu upplýsa mig nánar um mál- ið, við hvaða ráðherra þú áttir? „No comment. Ég hef þó satt að segja verið að íhuga það alvarlega að ganga í Al- þýðuflokkinn til að fá einhvern almennilegan bitling. Það þýðir ekkert að vera í Kvennalistanum. Þar er ekkert að fá. Kannski ætti ég að bjóða mig fram sem sið- gæðisvörð Alþýðuflokksins,“ seg- ir hún og meinar það alls ekki. „Ég hef mikinn áhuga á siðferðis- málum almennt. Þeim veitti ekk- ert af manneskju eins og mér í Al- þýðuflokknum til aðstoðar Jó- hönnu Sigurðardóttur.“ Það meinar hún hins vegar. „En svona í alvöru,“ segir hún eftir drykklanga stund, „ráðherrar ríkisstjórnarinnar eiga að hafa það á bak við eyrun hverjir þeir eru. Sögur sem þessar grassera ekki að ástæðulausu. Þetta á líka við um alla embættismenn; presta og sjálfan... annars hætti ég mér ekki nánar út í þetta. Ég vil ekki eiga yfir höfði mér meiðyrða- mál.“ Framhjáhaldsumræðan Aðeins tveimur vikum eftir drykkjugreinina um andlát Al- þýðuflokksráðherrans birtist Ragnhildur svo sjónum almenn- ings í þættinum í sannleika sagt hjá Valgerði Matthíasdóttur og Ingólfi Margeirssyni. Ekki batn- aði það. Hún var nefnilega ekkert minni um sig þættinum en í fyrr- nefndri grein. Þrátt fyrir að Ragn- hildur tæki þátt í umræðum um framhjáhald þvertekur hin sið- prúða kona fyrir að hafa haldið við gifta menn. „Það var ekki ástæða veru minnar í þættinum. Ég kannast ekki við að hafa hald- ið við nokkurn giftan. Það var, að mér skilst, Elín G. Ólafsdóttir, fyrrum borgarfulltrúi Kvennalist- ans og móðir Valgerðar, sem benti á mig.“ Ætla má að Ragnhildur hafi ekki komið öllu að sem hún vildi koma á framfæri í þeim þætti. Skömmu síðar fékk hún enn eina útrásina í blaðagrein, og nú fýrir framhjáhaldssögur sem hún hafði safnað í sarpinn fyrir þáttinn, en ekki komið að; meðal annars um mennina fjóra sem leigðu saman íbúð í bænum til að auðvelda ástundun framhjáhalds. Þeir höfðu þann háttinn á að undir- búa komu hver annars með því að skilja alltaf við íbúðina með kampavínið og ostabakkann í ís- skápnum svo sá næsti gæti gengið að því vísu fyrir sig og viðhaldið. „Mig langaði einnig að koma því á framfæri í þættinum hvernig ég hefði brugðist við ef ég vissi að það væri haldið framhjá vini mín- um. En ég komst ekki að.“ Hvernig myndir þú gera það? „Ég myndi ekki hlaupa með það beint í vininn. Fyrst hefði ég talað við þann sem væri að halda fram- hjá, hvort sem þar ætti í hlut kona eða karl,“ sagði hún. Við veittum því báðar athygli að eingöngu kon- ur voru í hlutverki fórnarlamba en karlmennirnir gerendur í þessum þætti, þó að ljóst sé að raunveru- leikinn er nokkuð annar. Við vor- um sammála um að fróðlegt hefði verið að sjá einhver dæmi þess þar sem þessu væri öfúgt farið, þar sem konurnar væru töffaramir! Handbók um íslenska karlmenn í sömu grein sagðist hin grand- vara og heiðarlega manneskja hafa lagt orðstír sinn í rúst og nú væri hún orðin þekkt undir nafn- inu „bláklædda lesbían“. „Satt best að segja fékk ég ýmislegt yfir mig eftir þennan þátt. Sumir töldu mig lesbíu, aðrir komu með allt aðrar sögur. Hver með sína útgáfu.“ Hún segist þó hrista allt slíkt af sér. Reyndin er sú að Ragnhildur er í sambúð með karlmanni, sem bakar, þrífur, vinnur og svo mætti áfram telja; hefur allt sem prýða má einn mann. Aðspurð neitar hún að hann sé femínisti, en hann sé góð og ábyrgðarfull manneskja. Og ekki væri verra hvað hann er sjarmerandi og skemmtilegur. „Ég hef mikið ver- ið að velta því fýrir mér að gefa út bók um íslenska karlmenn — í líku broti og bókin um íslenska samtíðarmenn — þar sem væri að finna upplýsingar um fortíð ís- lenskra karlmanna; fjölda sam- banda, hvernig þeir hafa farið með konur, um barnafjölda og vel mætti hugsa sér að láta fýrrum kærustur gefa þeim vitnisburð. Þetta gæti verið mjög handhægt rit fyrir einhleypar íslenskar kon- ur.“ Ætli nokkur myndi mótmæla því, nema ef til vill verst settu karlmennirnir. „Þetta rit er á stefnuskránni; eitt af mörgum áhugaverðum efnum sem mig langar til að rannsaka. Að auki langar mig að geta þess að um daginn leitaði til mín maður um aðstoð vegna dóttur sinnar. Dótt- irin hefði allt til að bera; væri af- burðanámsmaður og bráðhuggu- leg en gjörsamlega sneydd sjálfs- trausti. Einhverra hluta vegna hafði hún misst niður allt það sjálfstraust sem hún hafði. Faðir- inn stóð á gati yfir þessu. Ég var að heyra að það væri bara nokkuð algengt að stúlkur á þessum aldri glötuðu sjálfstraustinu. En af hverju finnst mér einnig verðugt rannsóknarefni.“ Fékk vitrun Ragnhildur gerðist femínisti ná- kvæmlega 24. október 1975, á þeim merkisdegi er íslenskar kon- ur þustu niður í bæ, heimtuðu mannréttindi sín og komust í heimspressuna. „Ég fékk vitrun og líf mitt hefur aldrei orðið samt! Ég fór í Rauðsokkahreyf- inguna og það var alveg nóg fyrir mig að fylgjast með því sem þar var að gerast. Eina sem ég lagði til málanna var að vaska upp. Reyndar hafa margar kynsystur mínar helst úr lestinni. Eg missti því miður af því að vera með í Kvennaframboðinu og við stofn- un Kvennalistans. Ég kenndi úti á landi veturinn ’83 til ’84 og vetr- inum á eftir eyddi ég erlendis í námi í sögu og safnfræðum. Þeg- ar heim kom treysti ég mér ekki til að spyrja hvort ég mætti vera með. Mér fannst þær allar svo klárar og var full vanmáttar- kenndar. Þrátt fyrir allar gráðurnar segist hún ekki „vita hvað hún ætlar að verða þegar hún verður stór“. Þó gæti hún hugsað sér að sameina með einhverjum hætti ferðamál, femínisma og áhuga á söfnum. Pólitíkina segist hún hins vegar ákveðin í að láta liggja á milli hluta. Þingmennska er ekki á dag- skrá. Ef grannt er skoðað í sálarkirnur sveitastúlkunnar Ragnhildar, sem er alin upp í Vík í Mýrdal, má þó ætla að hún hafi gerst femínismi á unga aldri, jafnvel fæðst svoleiðis. Að minnsta kosti gert sér fyrr grein fyrir misréttinu en margir aðrir. Érá því hún man eftir sér hefur það nefnilega farið í taug- arnar á henni hve vel bræður vin- kvenna hennar (hún á engan sjálf) sluppu undan heimilisstörf- unum á meðan stúlkurnar þurftu sífellt að standa sig. „Ég er nú reyndar dauðfegin því að hafa ekki oft þurft að rétta sjálf fram „Ég hefmikið verið að velta þvífyrir mér að gefa út bók um íslenska karlmenn — í líku broti og bókin um íslenska samtíðarmenn — þarsem vceri aðfinna upplýsingar umfortíð íslenskra karlmanna; fjölda sambanda, hvernigþeir hafafarið með konur, um barna- fjölda og vel mœtti hugsa sér að látafyrrum kœrustur gefa þeim vitnisburð.

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.