Pressan - 04.11.1993, Qupperneq 21
Fimmtudagurinn 4. nóvember 1993
BÆKUR, BJORK, BIO OG BAR
PRESSAN 21
fHE FAC!=
Björh stolið
Grafískir hönnuðir á ís-
landi hafa oft orðið upp-
vísir að því að sækja inn-
blástur og jafnvel heilu
auglýsingarnartil starfsfé-
laga sinna erlendis. Hug-
myndastuldur af þessu
tagi er framinn í trausti
þess að enginn taki eftir
verknaðinum nema þá
aðrir hönnuðir, sem oft á
tíðum hafa stundað sama
leik og þegja því um sjó-
ræningjastarfsemi í fag-
inu. Nú ber svo við að
grafískur hönnuður getur
loks státað af því að hafa
snúið dæminu við. í nýj-
asta hefti breska tískurits-
ins The Face er að finna
alllangt forsíðuviðtal við
Björk Guðmundsdóttur
sem blaðamaðurinn
Ekow Eshun tók hérlendis
á dögunum. Svo vildi til
að hann fékk eintak af
sumarhefti Tískuritsins
„0", sem Mál og menning
gefur út, og tók með sér
heim til London. Þegar
The Face kom út var
mönnum heldur brugðið
á ritstjórn Núllsins því á
forsíðunni var að finna
fyrirsögn við mynd af
Björk sem var svo lík upp-
setningu Núllsins að ekki
fór á milli mála að um
hreinan stuld var að
ræða. Magnús Arason er
grafíski hönnuðurinn sem
teiknaði síðuna þar sem
Björk kom fyrir í Núllinu.
Heyrst hefur að hann og
aðrir teiknarar tímaritsins
séu í hæsta máta ánægðir
með það sem sumir
mundu kalla hugmynda-
stuld, en þeir líta bara á
sem hrós.
BJÖRK! Breska tískuritið The Face, sem er þekkt fyrir frumlega hönnun, birti þessa forsíðufyrirsögn tæpu hálfu ári eftir
að sama hönnun Magnúsar Arasonar birtist íTískuritinu „0“.
Bíó á bamum
Á sunnudaginn verður fyrsta af tólf
sýninaum ó íslenskum bíómyndum
sem ekki hafa sést lengi í opinberum
kvikmyndahúsum. SýningarstaSurinn
nú verður mun afslappaóri, Bíóbarinn
sjólfur viö Klapparstíg. Þarna gefur
að líta allt fró Hödau Pöddu eftir
Guðmund Kamban (1924) og
Manni og verksmiðju eftir Þorgeir
Þorgeirsson (1968) til Dagsverks
eftir Kóra Schram sem frumsýnd
var fyrir skömmu. Að auki verða sýn-
ingar tileinkaðar ókveðnum tegund-
um kvikmynda, svo sem músikmynd-
böndum og teiknimyndum.
Og: þab er ókeypis inn.
DAGUR SlGURÐSSON. Nýleg heimildarmynd
um þennan „lrfskúnstner“ eftir Kára Schram
ber nafnið Dagsverk.
Æskumyndin var líklega tekin á mektarárum Marö-
ar Árnasonar með Honecker í Berlín. Mörður var strax
farinn að sýna grimmdina, en þó örlaði líka á glottinu."
Mörgum, mörgum árum seinna hefur glottið teklð
völdin, enda maðurinn allur mildari og mýkri. Við
söknum þó hattsins.
BÓKMENNTIR
Listasmíð
GYRÐIR ELÍASSON: TREGA-
HORNIÐ
MÁL OG MENNING 1993
★ ★★★
Ef ég ætti að dæma Tregahorn-
ið, hið nýja smásagnasafn Gyrðis
Eliassonar, í einni setningu mundi
ég segja að bókin væri fijllkomið
listaverk. Og þetta eru orð sem ég
nota alla jafna ekki um prósaverk,
því jafnvel á þeim sem í mestu dá-
læti eru má finna einhveija smíða-
galla. En „fullkomið listaverk“ eru
örugglega orð sem ég mundi til
dæmis nota um bestu ljóðabækur
Sigfúsar Daðasonar og Snorra
Hjartarsonar.
Á ýmsan hátt finnst mér Gyrðir
Elíasson búa yfir svipaðri mynd-
skynjun og Snorri Hjartarson
ásamt sérlegu næmi fyrir blæ-
brigðum, hljóm og hrynjandi. Og
líkt og Snorri hefur Gyrðir ein-
stakt lag á að smíða samsetningar
sem sitja í rninni manns. Haust-
dökkvi og tregadimma eru tvær af
fjölmörgum sem finna má í
Tregahominu.
Þegar Sigfús Daðason datt nið-
ur á setninguna: „Ég segi alltaf
færri og færri orð“ var hann um
leið að lýsa þroskaleið stílistans
þar sem allt miðast við ögun, ná-
kvæmni og hnitmiðun. Og mér
virðist þetta vera leið Gyrðis Elías-
sonar. I Tregahominu hefur hvert
orð vægi, hver setning gegnir því
hlutverki að skapa stemmningu.
Engu er ofaukið.
Stílfágun einkennir þessa bók
og því er fegurðin ætíð nærri. En
frásögnin er um leið rík af angur-
værð og depurð. Þetta er mun
þunglyndislegra verk en Heykvísl
og gúmmískór. Dimma er yfir
sögusviðinu, kirkjugarðar og leiði
við hvert fótmál. Svo er sitthvað á
ferli sem ber að varast, bæði tröU
og framliðnir. Og hvað verður um
manneskjuna þegar tunglið fellur
afhimninum?
í sögum Gyrðis er mannveran
oftast ein, jafhvel þótt hún sé með
öðmm, það er líkt og hún leiti og
sakni einhvers sem hún veit ekki
nákvæmlega hvað er.
Hún leitar upprunans segir
Gyrðir okkur í einni af síðustu
„Efégœtti að dœma
hið nýja smásagna-
safn Gyrðis Elíasson-
ar í einni setningu
mundi égsegja að
bókin vœrifullkomið
listaverk. Ogþettaeru
orð sem ég nota alla
jafna ekki umprósa-
verk...“
sögunum:
„... mér finnst fólk vera eins og
tré sem hreyfast, tré sem hafa týnt
rótunum en eru alltaf að leita til
moldarinnar. Ég hef óljósa hug-
mynd um að mannverur séu
komnar af trjám sem slitnuðu upp
með rótum í trylltum hvirfil-
stormi fyrir óralöngu — þannig er
mín þróunarkenning.“
Og þannig fjallar þetta verk, líkt
og önnur verk Gyrðis, um sam-
band manns og náttúru og þrá
eftir varanlegum sammna — þrá
sem getur aldrei ræst til fullnustu
og því er öll þessi þjáning og mikla
angurværð. Og það eina sem er
víst er að við eigum öll eftir að
deyja.
Ein af skáldkonum okkar benti
mér á það heldur örg að bók-
menntafræðingar hefðu tilhneig-
ingu til að einangra Gyrði Elíasson
og segðu alloft að verk hans þyrfti
að lesa í samhengi, það væri látið
eins og sérhver bók hans gæti ekki
staðið ein og sér heldur þyrfi að
hafa þær allar við höndina til að
ná heildarskilningi á verkinu sem
verið væri að lesa hverju sinni.
Þegar hún sagði þetta fannst mér
eins og ég hefði heyrt það margoft
og líklega er þetta bara ein af þeim
klisjum sem svo gjarnan verða til í
kringum ákveðna höfunda og eru
alltaf slæmar, því þær einfalda um
of. Og svo er þarna vitaskuld einn-
ig á ferð hin eigingjarna árátta að
draga til sín þær listasmíðar sem
ættu með réttu að vera sameign.
D.
ffl
<
FAGOR
FAGOR FE-83
Magn af þvotti 5 kg.
Þvottakerfi 17
Vinduhraði 850 sn/mín
Sér hitastillir *-90°C
Ryðfrí tromla 42 I
Sparneytin •
Hraðþvottakerfi •
Áfangaþeytivinda •
Sjálfvirkt vatnsmagn •
Hæg vatnskæling •
Hljóölát •
GERÐ F E - 8 3 - STAÐGREITT K R .
48900
K R. 51500 - MEÐ AFBORGUNUM
RÖNNING
SUNDABORG 15
SÍMI 68 58 68