Pressan - 04.11.1993, Page 22

Pressan - 04.11.1993, Page 22
22 PRESSAN KLASSÍK • Sinfóníuhljómsveit Is- lands flytur yerkin Útstrok eftir Kjartan Ólafsson, Fiðlu- konsert í e-moll eftir Felix Mendelssohn og Sinfóníu nr. 3 eftir Carl Nielsen. Stjórn- andi er Osmo Vánská. Ein- leikari er Guðný Guðmunds- dóttir. Háskólaþíói kl. 20. LEIKHÚS FIMMTUDAGURINN 4. NÓVEMBER • Allir synir mínir. Frum- sýning á einu frægasta verki Arthurs Miller í leikstjórn Þórs H. Tulinius. í stærstu hlutverkum eru Róbert Arn- finnsson, Kristbjörg Kjeld, Hjálmar Hjálmarsson, Erta Ruth Harðardóttir og Magn- ús Ragnarsson. Þjóðleikhús- inu kl. 20. 4^4 Ferðalok. Þráttfyrir nokkra galla finnst mér þessi sýning mjög athyglisverð. Leikritið er sterkt og tilfinn- ingaríkt, snjallt í uppbygg- ingu og fullt af skemmtileg- um atriðum. Mæli með, hik- laust. Þjóðleikhúsinu, Smíðaverkstæði, kl. 20.30. • Elín Helena. ★ Fyrir utan nokkrar vel samdar og vel leiknar senur fannst mér Elín Helena alls ekki sérstakt leikrit. Án þess að lýsa at- burðarásinni leyfi ég mér að segja að sagan sjálf sé langt frá því að vera merkileg og uppbygging hennar bæði fyrirsjáanleg og langdregin. Borgarleikhúsinu, Litla svið- inu, kl. 20. • Englar í Ameríku. ★★ Englar í Amerfku er greini- lega verk sem þarf að flytja á miklum hraða, þótt leikstjór- inn geri það ekki hér. Stærsta vandamálið við sýn- inguna er efnið sjálft. Góð til- raun til.að setja þetta leikrit '**l*Cipp á íslandi, en verkið þolir illa staðfærslu. Borgarleik- húsinu kl. 20. • Fiskar á þurru landi ★★★ Skondið og vel sniðið leikrit. Annar leiksigur Áma Ibsen og Andrésar Sigur- vinssonar. Missið ekki af þessu. Pé-leikhópurinn. Síð- asta sýning í höfuðstaðnum. íslensku óperunni kl. 20.30. • Ég bera menn sá. Hug- leikur frumsýnir leikverk eftir Önnu Kristínu Kristjánsdóttur og Unni Guttormsdóttur. Verkið gerist í kringum 1920 og sögusviðið er bæði álf- og mannheimar. Leikstjóri er Bjami Ingvarsson en meðal helstu leikenda eru Bryndís Blöndal og Magnús Þór Þor- bergsson. Tjarnarbíói kl. 20.30. FOSTUDAGURINN 5. NÓVEMBER • Spanskflugan. ® Ég vona að sýningin batni veru- lega sem fyrst svo einhverjir geti haft gaman af þessu. Borgarleikhúsinu kl. 20. • Elín Helena. ★ Borgar- leikhúsinu, Litla sviðinu, kl. 20. • Allir synir mínir. Þjóð- leikhúsinu kl. 20. • Ferðalok. ★★★ Þjóðleik- húsinu, Smíðaverkstæði, kl. 20.30.. • Býr íslendingur hér? **'★★★ Þegar ég fór heim var mér helst f huga mikil eftirsjá eftir Leifi Muller, sem mér fannst ég hafa kynnst vel þar á sviöi. Þessi sýning er ekki fyrir alla, en samt fyrir fleiri en hafa lesiö samnefnda metsölubók. íslenska leik- húsið. Tjarnarbíói kl. 20. • Draumur á Jónsmessu- nótt. ★★★ Það væri ósann- gjarnt að nefna ákveðna leikara. Allir leika vel og hressilega og mikið byggist upp á frabæru samspili þeirra. Ein af betri sýningum KRATARNIR KVEINA Fimmtudagurinn 4. nóvember 1993 í Reykjavík um þessar mundir. Nemendaleikhúsið. Lindarbæ kl. 20. • Afturgöngur. Leikfélag Akureyrar sýnir verk Henriks Ibsen í leikstjórn Sveins Ein- arssonar. Leikendur eru Sig- urður Karlsson, Sunna Borg, Kristján Franklín Magnús, Þráinn Karlsson og Rósa Guðný Þórsdóttir. Sam- komuhúsinu Akureyri kl. 20.30. • Coppelía. íslenski dans- flokkurinn sýnir þennan klassíker í uppfærslu Evu Evdakimovu. í aðalhlutverk- um eru Lára Stefánsdóttir, Eldar Valiev, Paola Villanova og Mauro Tambone. Síðasta sýning. íslensku óperunni kl. KLASSÍK LAUGAR DAG U RI N N 6. NÓVEMBER • Unglingatónleikar Sinfón- íuhljómsveitar fslands. Flutt verða verkin Pomp & Circ- umstance nr. 1 eftir Edward Elgar, Vélhjólakonsert eftir Jan Sandström og Bolero eftir Maurice Ravel. Hljóm- sveitarstjóri er Osmo Vánská. Einleikari er Christi- an Lindberg. Háskólabíói kl. LEIKHÚS LAUGAR DAG U RIN N I 6. NÓVEMBER • Elín Helena. ★ Borgar- leikhúsinu, Litla sviðinu, kl. 20. • Englar í Ameríku. ★★ Borgarleikúsinu kl. 20. • Kjaftagangur. Gaman- leikur Neils Simon. Leikstjóri er Asko Sarkola en meðal helstu leikenda eru Lilja.. Quðrún Þorvaldsdóttir, Örn Arnason, Tinna Gunnlaugs- dóttir og Pálmi Gestsson. Þjóðleikhúsinu kl. 20. • Ástarbréf. Tvíleikur A.R. Gurneys í leikstjóm Andrés- ar Sigurvinssonar. Sögð er áhrifamikil ástarsaga tveggja einstaklinga, eins og hún birtist í ævilöngum bréfa- skiptum þeirra. Leikendur eru Herdís Þorvaldsdóttir og Gunnar Eyjólfsson. Þjóðleik- húsinu, Litla sviðinu, kl. 20.30.. • Býr Islendingur hér? ★★★ íslenska leikhúsið. Tjarnarbíói kl. 20. • Fiskar á þurru landi. ★★★ Pé-leikhópurinn á leik- ferð um landið. Vopnafirði kl. 20.30. • Draumur á Jónsmessu- nótt. ★★★ Nemendaleik- húsið. Lindarbæ kl. 20. • Afturgöngur. Leikfélag Akureyrar. Samkomuhúsinu Akureyri kl. 20.30. sunnudagurinTT 7.NÓVEMBER • Ronja ræningjadóttir. Barnaleikrjt Astrid Lindgren í leikstjórn Asdísar Skúladótt- ur. Með aðalhlutverk fara Sigrún Edda Björnsdóttir og Gunnar Helgason. Borgar- leikhúsinu kl. 14. • Spanskflugan. ®. Borg- arleikhúsinu kl. 20. • Þrettánda krossferðin. ★★ Perlurnar eru margar, en bandið á milli þeirra er allt of langt. A þessari löngu sýningu missti ég þó sjaldan áhuga og aldrei þolinmæð- ina. Þjóðleikhúsinu kl. 20. • Ástarbréf. Þjóðleikhús- inu, Litla sviðinu, kl. 20.30. • Fiskar á þurru landi. ★★★ Pé-leikhópurinn á leik- ferð um landið. Vopnafirði kl. 20.30.. • Býr.lslendingur hér? ★★★ íslenska leikhúsið. Tjarnarbiói kl. 20. • Ferðin til Panama. Leik- félag Akureyrar sýnir barna- leikrit byggt á sögum eftir þýska barnabókahöfundinn Janosch. Leikstjóri er Ingunn Jensdóttir. Leikendur eru Aðalsteinn Bergdal, Sigurþór Albert Heimisson, Dofri Her- mannsson og Arna María Gunnarsdóttir. Samkomu- húsinu Akureyri kl. 14 og 16. Bóka- og plötublað PRESSUNNAR Eins og á síðasta ári mun PRESSAN fjalla myndarlega um bækur og plötur fyrir þessi jól. Óhætt er að fullyrða að fyrir ári hafi bóka- og plötublað PRESSUNNAR vakið geysilega athygli fyrir vandaða og hugmyndaríka umfjöllun um bók- menntir og tónlist, skelegga gagnrýni og áreiðanlega lista yfir söluhæstu bækur og plötur. Markmiðið er að draga í engu úr kraftinum nú og gefa út aðgengilegt og fróðlegt blað sem veitir heildarsýn yfir það sem er að gerast í bóka- og plötuútgáfu.ðin verða sex talsins og fylgja PRESSUNNI fram að jólum. Það fyrsta kemur út 18. nóvember. AUGLYSINGASIMI PRESSUNNAR ER 643080 í hverju blaði ★ Gagnrýni um nýútkomnar bækur og plötur ★ Listar yfir söluhæstu bækur og plötur ★ Listiyfirstjömugjafirgagnrýnendablaðsins ★ ítarleg umfjöllun um rithöfunda og tónlistarmenn, feril þeirra og fyrri verk. ★ Ý mislegt tengt bókum og plötum fyrr og nú. Kolbrún Bergþórsdóttir hefur fyrir löngu unnið sér sess sem einn skeleggasti bókmennta- gagnrýnandi landsins. Hún seg- ir álit sitt tæpitungulaust og læt- ur ekki hefðir ráða ferðinni. Hrafii Jökulsson hefur einstakt lag á að komast að kjarna máls- ins, hvort heldur hann beinir sjónum að bókmenntum eða stjómmálum. Ólafiir Haraldsson hefur vakið athygli fyrir skarpskyggna gagn- rýni í Stúdentablaðinu og viðar innan Háskólans. Hann hefur lagt stund á bókmenntaffæði og gefið út fimm ljóða- og prósa- bækur. Plötuumfjöllun Gunnars Hjálmarssonar hefur aflað honum stórs hóps aðdáenda. Hann kryfur tónlist af með- fæddri meinfyndni og nýtur faglegrar þekkingar dr. Gunna. Sighvatur liðkar pennann „Þar sem ég veit að þú, Kalli minn, ert ekkert á móti því að menn lœri betri blaðamennsku þá hvet égþig nú tilþess að lesa textann yfir hjá stráknum, honum Sigga, áður en þú birtir eftir honum nœst. “ Karl Birgisson ritstjóri Pressunnar Kæri Kalii. Gagnrýni er af hinu góða. Hún er þörf og nauðsynleg. Sá sem hana iðkar í nafni ffétta- mennsku þarf hins vegar að vera upplýstur. Sé fféttamaður óupplýstur verður gagnrýni hans barnaleg, sé hún skrifuð af sakleysi, en óhróður, sé hún skrifuð af meinbægni. Tileffii þessara ábendinga er sú að einhver hjá þér sem heit- ir Sigurður Már skrifaði grein um „Kratavæðingu samfélags- ins“ í síðustu Pressu. Þar segir hann t.d. orðrétt: „Sighvatur Björgvinsson, núverandi viðskipta- og iðn- aðarráðherra, réð nokkra krata í tíð sinni sem heilbrigðisráð- herra. Hann réð Baldur Ólafs- son, gamlan kunningja og samstarfsmann frá Isafirði, sem deildarstjóra bygginga- deildar ráðuneytisins. Þá réð Sighvatur samflokksmann sinn frá Patreksfirði, Leif Bjarnason, sem bílstjóra sinn. Einnig réð Sighvatur Björg- vinsson þá Árna Gunnarsson, fyrrverandi þingmann krata, og Gest Halldórsson, sam- starfsmann frá Isafirði, til starfa á heilsuhælinu í Hvera- gerði.“ Baldur „kunningi“ Óiafs- son „Hann réð Baldur Ólafsson, gamlan kunningja og sam- starfsmann frá Isafirði, sem deildarstjóra byggingadeildar ráðuneytisins.“ Æ-i, Kalli minn! Baldur „kunningi“ Ólafsson er hvorki kunningi né sam- starfsmaður frá ísafirði. Ástæðan er ekki síst sú að hann er borinn og bamfædd- ur Akurnesingur og hefur aldrei til ísafjarðar komið nema sem gestur. Aukinheldur var það ekki ég sem réð hann til starfa í heil- brigðisráðuneytinu heldur Guðmundur, forveri minn, Bjarnason. Baldur var sumsé í starfi í ráðuneytinu þegar ég kom þangað. Heilbrigðisráðu- neytið er, eins og þér er kunn- ugt, með aðsetur í Reykjavík, en ekki á ísafirði. M.ö.o. er frásögn frétta- manns dæmalaust rugl, dæmalaust mgl. Ámi minn og Gestur „Einnig réð Sighvatur Björgvinsson þá Árna Gunn- arsson, fyrrverandi þingmann krata, og Gest Halldórsson, samstarfsmann frá Isafirði, til starfa á heilsuhælinu í Hvera- gerði.“ Æ-i, Kalli minn! Heilsustofnun Náttúru- lækningafélags íslands í Hveragerði er sjálfseignar- stofnun. Hún er með sjálf- stæða stjóm. Formaður þeirr- ar stjórnar er Ólafur B. Thors forstjóri. Stjórnin auglýsti laust til umsóknar starf fram- kvæmdastjóra. Árni var einn af mörgum sem sóttu. Stjóm- in ákvað að ráða Áma. Ráðn- ingin kom aldrei til kasta heil- brigðisráðherra. Ölafur B. Thors hefur sagt mér að Árni standi sig með ágætum. Gestur Halldórsson starfar ekki á heilsuhælinu í Hvera- gerði. Hann vinnur á með- ferðarstofnuninni á Sogni. Ég réð hann vissulega sem starfs- mann byggingarnefndar heimilisins á meðan það var í byggingu, en þegar það hóf rekstur tók sérstök rekstrar- stjórn við. Hún réð Gest Hall- dórsson sem staðarhaldara. Rekstur Sogns fer nú fram á vegum sjúkrahúss Suðurlands á Selfossi. Framkvæmdastjórinn hefur sagt mér að Gestur standi sig vel og sé hvers manns hugljúfi. Pólitískir aðstoöarmenn úr sama flokki? Þá ræðir drengurinn, hann Sigurður, það athæfi ráðherra Alþýðuflokksins að ráða sér pólitíska aðstoðarmenn úr Al- þýðuflokknum! Þvílíkt hneyksli! Auðvitað áttum við að ráða okkur pólitíska aðstoðarmenn úr öðrum flokkum eða hvað — nú eða kannski ópólitíska pólitíska aðstoðarmenn? Gagnrýnin verður varla skilin á annan veg. En hvað þá með Össur, kallinn, Skarphéðins- son, sem réð sér sem pólitísk- an aðstoðarmann pilt sem hafði ráðist á hann í blaða- grein fýrir sviksemi? Af hverju fær Össur ekki prik fýrir vikið hjá Sigurði strák? Um Þorkel Helgason hef ég rætt á öðrum vettvangi og tel ástæðulaust að endurtaka það. í góðum skóla Eins og þú veist var Alþýðu- blaðið hér í eina tíð eins konar skóli fyrir þá sem vildu vera blaðamenn. Efnilegir krakkar komu þangað í starfsfræðslu. En það var regla á Alþýðu- blaðinu að ritstjórar læsu alltaf skrif þeirra yfir áður en þau voru birt. I því fólst einmitt kennslan. Þar sem ég veit að þú, Kalli minn, ert ekkert á móti því að menn læri betri blaða- mennsku þá hvet ég þig nú til þess að lesa textann yfir hjá stráknum, honum Sigga, áður en þú birtir eftir honum næsL Ekki vegna þess að það eigi að slæva gagnrýnisbroddinn. Það er bara svo leiðinlegt ef menn eru illa upplýstir. Siðbótin má nefnilega ekki verða hlægileg. Með bestu kveðju, Sighvatur Björgvinsson. Kæri Hvati. Ég hef einu sinni reynt að senda dómgreindarlausan blaðamann í þjálfun á Al- þýðublaðinu, en „strákurinn Siggi“ er alltof góður blaða- maður til að honum sé sóað í fjórblöðunginn. Og það þótt hann hafi sett Gest Halldórs- son niður helst til vestarlega í Ámessýslu. Það er ekki heigl- um hent að fylgja krötum eftir á fluginu um ríkisstofnanirnar að undanförnu. Gestur lenti sumsé á Sogni en ekki í Hveragerði. Það var þó ekki fýrr en þú hafðir lagt til sem formaður fjárlaga- nefndar að ríkið keypti húsið hans á ísafirði fyrir yfirlækni sem neitaði svo að flytja í það. En það er önnur saga og alveg óskyld. Að sögn þeirra sem að því komu gilti þó um ráðningu Gests eins og ráðningu Árna Gunnarssonar, sem einn stjórnarmaður NLFl lýsti svona fyrir okkur: „Við vor- um í þeirri aðstöðu að vera gersamlega undir hælnum á Sighvati. Okkur skildist að [Ámi] væri sá maður sem Sig- hvatur vildi. Á þeim tíma fékk heilsuhælið rekstrarleyfi að- eins til þriggja mánaða í einu. Það var því mikilvægt að fá mann sem hefði greiðar leiðir inn í ráðuneytið. Á það horfði stjómin...“ „Strákurinn“ hefur áður lýst Baldri Ólafssyni sem kunningja þínum og sam- starfsmanni frá Isafirði. Það var þegar hann lýsti fram- göngu hans — fyrir þína hönd — í byggingu loka- áfanga sjúkrahússins á ísafirði og vegna byggingar þjónustu- íbúða aldraðra á sama stað. Það bendir eindregið til að Baldur hafi dvalið lengur á ísafirði en í sumarfríinu sínu. Nema hann hafi haldið að hann væri á Grænlandi. Ann- að eins hefur nú gerzt. Þar fyrir utan réðstu hann bara víst sem deildarstjóra byggingadeildar. Meira var ekki fullyrt. Ég veit að áhugi þinn á sið- bótinni er einlægur. Einmitt þess vegna er svo leiðinlegt þegar þú gefur okkur tilefni til að benda á að athafnir fylgi ekki endilega orðum. Von- andi verða þau ekki fleiri. Beztu kveðjur, Kalli.

x

Pressan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.