Pressan - 04.11.1993, Page 24
R
24 PRESSAN
Fimmtudagurinn 4. nóvember 1993
MYND/JIM SMART
Ég er bara skrifstofumaður
„Það er algjör misskilningur að ég hafi pólitísk völd, — það eru til aðrar tegundir af valdi. En ég hef ekki völd, ég er
bara í skrjfstofustarfi, sinni hér ákveðinni vinnu sem sjálfsagt skiptir ekki miklu máli. Það er algjör goðsögn að þetta sé
öðruvísi. Ég hef ekki sóst eftir pólitískum vegtyllum og hef hvergi farið í framboð. Framkvæmdastjóra Sjátfstæðis-
flokksins er reyndar óheimilt að sitja á fllþingi, svo það eitt dugar til. Á hinn bóginn er það engin fórn fyrir mig, mér lík-
ar vel í þessu starfi.“
Mestur kafbátur í íslenskri
pólitík á seintii árum, hlýr og
ebkulegur, maðurinn sem gerði
Davíð að formanni Sjálfstœðis-
flokksins, húmoristi, áhuga-
rnaður um dýran fatnað, trú-
tnaður, stálgreindur refur,
bjargvœttur Sjálfstœðisflokksins
í penitigamálutn, vanrœkir
innra starf flokksins, hlédrœgur,
frjálshyggjumaður fram í fing-
Ivmurgóma og stóreignamaður.
Eitin helsti valdamaðurinn
inttan Sjálfstœðisflokksins, en á
sattta títna tiánast ósnortitin af
sviðsljósi fjölmiðlanna. Lítt
þekktur tneðal almennings og
meginþorra eigin flokksmanna.
Sjálfur lýsir hann sér sem skrif-
stofumanni.
Kjartan Gunnnarsson,
framkvæmdastjóri Sjálfstæðis-
flokksins, er fæddur 4. októ-
ber árið 1951 og því fjörutíu
og tveggja ára að aldri. Er
kvæntur Sigríði Ásdísi Snæv-
arr, sendiherra í Stokkhólmi.
Faðir var Gunnar Axel Páls-
son lögfræðingur, fæddur
1909, dáinn 1991. Hann var
ættaður frá Eskifirði og má
nefna að Hörður Einarsson,
framkvæmdastjóri Frjálsrar
íjölmiðlunar (DV), er bróður-
sonur hans. Móðir var Guð-
rún Jónsdóttir, systir Bjama
Jónssonar skurðlæknis. Þau
Guðrún og Gunnar kynntust í
Vestmannaeyjum, þar sem
Gunnar var setudómari um
hríð. Kjartan ólst upp hjá
móður sinni, en þau Gunnar
giftust ekki. Hins vegar var
*4fært með þeim feðgum.
Gunnar varð fyrsti formaður
Heimdallar, félags ungra sjálf-
stæðismanna, árið 1929 og
reyndi fyrir sér í framboði til
Alþingis í S-Múlasýslu, en
hann var bæjarfógeti í Nes-
kaupstað 1945-’47. Hann
hafði hins vegar ekki erindi
sem erfiði í klær framsóknar-
manna.
Þú borgar!
Gunnar Pálsson var eigna-
maður og átti talsverðar hús-
eignir í Reykjavík. „Hygg ég
að hann hafi verið vellauðug-
ur maður á íslenskan mæli-
kvarða, er hann lést,“ ritaði
Hannes Hólmsteinn Gissur-
arson í minningargrein um
Gunnar. Sú saga er sögð frá
menntaskólaárum Kjartans að
þeir feðgar hafi farið saman í
Volvo-umboðið í þeim er-
indagjörðum að kaupa bíl
undir Kjartan. Ekki hafi þéir
borið utan á sér að vera stór-
eignamenn og sölumaðurinn
hafi sýnt þeim bifreiðina, Vol-
vo 164 af dýrustu tegund,
frekar af skyldurækni en
áhuga. „Við skulum kaupa
þennan bíl,“ segir Kjartan.
„Hvort á ég að borga hann
eða þú?“ spyr þá Gunnnar.
„Það er best að þú borgir
hann!“ svaraði Kjartan og við
það reiddi Gunnar andvirði
bílsins fram í reiðufé. Það er
svo haft til marks um eðlis-
læga íhaldssemi Kjartans að
hann á bílinn enn, tveimur
áratugum síðar, nýuppgerðan
og í góðu standi.
Baktjaldamaöur frá
unglingsárum
Stjórnmálaáhugi og stíll
Kjartans í pólitík hefúr haldist
óbreyttur allar götur frá í
menntaskóla. Þar kynntist
hann mörgum skoðana-
bræðrum sem síðar hafa orðið
vopnbræður hans. Má nefna
Geir Haarde, alþingismann
og formann þingflokks sjálf-
stæðismanna, Hjörleif B.
Kvaran, forstöðumann laga-
og stjómsýslusviðs Reykjavík-
urborgar, Hannes Hólmstein
Gissurarson, Ingjald Hanni-
balsson og Davíð Oddsson.
Kjartan þótti hinn dæmigerði
íhaldsmaður í menntaskóla,
hægrisinnaður og var
snemma álitinn mikill bak-
tjaldamakksmaður. „Maður
hafði á tilfinningunni að hann
væri þá þegar búinn að koma
sér upp neti tengsla og hann
kunni að vinna á bak við
tjöldin," segir Anna Ólafs-
dóttir Björnsson, alþingis-
maður og bekkjarsystir Kjart-
ans úr MR. Segir hún að hann
hafi virkað sem mjög sérstakt
eintak af íhaldsmanni og verið
í sterkri samkeppni við Geir
Waage, núverandi sóknar-
prest í Reykholti, en Geir hef-
ur löngum litið út eins og
klipptur út úr 19. aldar sveita-
róman frá Bretlandi. Var
Kjartan mikill félagsmálamað-
ur og segist sjálfúr hafa setið í
öllum ráðum í skólanum, ut-
an Listafélagsins. Hann var
stuðningsmaður og félagi
Geirs Haarde og studdi hann
til embættis Inspectors Scolae.
Hins vegar voru þeir Geir
andstæðingar Davíðs Odds-
sonar í skólapólitíkinni, enda
studdist Davíð við vinstri-
menn í baráttunni við Þor-
vald Gylfason og hafði betur.
Það er hins vegar önnur saga
að Davíð söðlaði snarlega yfir
á hægri kantinn og þótti
mörgum sem hann hefði þar
villt á sér heimildir. Kjartan
mælir því í mót, en segir
ástæðu þess að hann studdi
ekki Davíð þá að þeir hafi ekki
þekkst persónulega. Það átti
hins vegar eftir að breytast.
Formaöur Heimdallar
og felldi Júlíus
Þó svo Kjartan hafi ekki fet-
að í fótspor föður síns og gerst
Inspector varð hann formað-
ur Heimdallar 1977-1979. Þar
felldi hann Júlíus Hafstein,
núverandi borgarfulltrúa, og
hafði til þess fulltingi Davíðs
Oddssonar og Vilhjálms Þ.
Vilhjálmssonar. Kjartan sat í
stúdentaráði fyrir Vöku
1974-1978 og var kjörinn í
miðstjórn Sjálfstæðisflokksins
1977-1981. Hann var í svo-
kölluðum „Loftleiðahópi“
ungra sjálfstæðismanna sem
komu saman til að ræða
framtíð flokksins í kjölfar
kosningaósigursins 1978. Þar
sat hann með þeim Friðriki
Sophussyni, Davíð Oddssyni,
Þorsteini Pálssyni, Jóni
Magnússyni, Birgi ísleifi
Gunnarssyni og fleirum þar
sem þeir lögðu á ráðin um
ffamtíðina. Kjartan veðjaði á
réttan hest í átökum þeirra
Geirs Hallgrímssonar og
Gunnars Thoroddsen og
studdi Geir alla tíð. Það var
síðan Geir sem bauð honum
framkvæmdastjórastarf í Sjálf-
stæðisflokknum 1980.
Akademískur hermaöur
Kjartani hafa síðan boðist
ýmsar vegtyllur fyrir flokkinn.
Hann sat í öryggismálanefnd
fyrir flokkinn 1984—1991 og
hafa menn þá eflaust haft í
huga nám hans í herfræði við
varnarmálaháskólann í Osló
1979-’80. Sjálfur leggur Kjart-
an áherslu á að námið hafi
eingöngu verið bóklegt, ekki
hafi hann þurft að göslast í
skurðum í fullum herskrúða.
„Ég hef aldrei snert á skot-
vopni á ævi minni, en tel að
öflugur og traustur varnar-
búnaður sé fyrsta og síðasta
skylda ríkisvaldsins. Ef vamar-
samningnum yrði sagt upp
eða herinn hyrfi héðan af öðr-
um orsökum er nauðsynlegt
að tryggja öryggi íslands,
hvort sem það yrði gert með
íslenskum her eða með öðr-
um hætti. Ég er reyndar
hlynntur aukinni þátttöku ís-
lendinga í vörnum landsins og
fagnaði því þegar Islendingar
tóku yfir ratsjárstöðvamar og
tel að Landhelgisgæslan gæti
komið meira inn í varnarhlut-
verkið,“ segir Kjartan.
Dæmdur fyrir rétti
Þá var hann í stjórn Sam-
taka urn vestræna samvinnu
frá 1982, þar af formaður
1988-1991. Hann átti sæti í
byggingarnefnd Flugstöðvar
Leifs Eiríkssonar 1983-1991
og hefúr verið í Útvarpsréttar-
nefnd frá 1985, formaður frá
upphafi til 1989 og aftur í ár,
eftir að Þorbjörn Broddason
sagði af sér formennsku.
Kjartan neitar því að allir
rammar fjárlaga hafi verið
sprengdir þegar flugstöðin var
reist. „Ég lít ekki svo á að farið
hafi verið fram úr fjárlögum
og ber engan kinnroða fyrir
setu mína í byggingarnefnd-
inni. Þá má ekki gleyma að
Bandaríkjamenn borguðu
helminginn af kostnaðinum
við byggingu Leifsstöðvar og
allan hliðarkostnað, sem var
jafnmikill og heildarbygging-
arkostnaður flugstöðvarinn-
ar.“ Árið áður en Kjartan var
settur formaður nýrrar út-
varpsréttamefndar gerðist það
að hann, ásamt Hannesi
Hólmsteini Gissurarsyni og
Eirild Ingólfssyni, var dæmd-
ur fyrir brot á útvarpslögun-
um, fyrir ólöglegar útvarps-
sendingar, og eru þessir þrír
þeir einu sem hafa hlotið dóm
fyrir brot á þessu sviði. „Ég var
dæmdur til að greiða sekt, en
síðan var útvarpslögunum
breytt og ég kosinn af Alþingi
í útvarpsréttamefhd, svo varla
hefur löggjafinn litið á þetta
sem alvarlegt siðferðisbrot. Og
það er nokkuð fyndið, að í
dag kenni ég fjölmiðlarétt við
Háskólann, dæmdur maður-
inn!“ Talandi um siðferði má
skjóta því inn að Kjartan sat í
sóknarnefnd Dómkirkjunnar
1982-1990 og segir veru sína
þar af trúarlegum rótum
runna. „Ég tel það skyldu
hvers manns, sem hefur
áhuga á trúmálum, að starfa í
sínum söfnuði.“
Engin þörf á breyttu
skipulagi
Sem fyrr segir hefúr Kjartan
gegnt starfi framkvæmda-
stjóra Sjálfstæðisflokksins síð-
astliðin þrettán ár. Var Inga
Jóna Þórðardóttir með hon-
um í starfi fram til 1983, er
hún varð aðstoðarmaður
Ragnhildar Helgadóttur
menntamálaráðherra. Skipu-
lag flokksins hefúr lengi verið í
föstum skorðum, eða frá því
Þorvaldur Garðar Kristjáns-
son, þáverandi ffamkvæmda-
stjóri flokksins, lagfærði það í
kjölfar kjördæmabreyting-
anna 1959/60. í dag heyrast
ýmsar raddir sem gagnrýna
ónóg tengsl flokksskrifstof-
unnar í Valhöll við hinn al-
menna flokksmann, lands-
byggðina og jafnvel borgar-
stjómaríhaldið. Reyndar hafði
slík gagnrýni komið fyrr frarn
og þá frá svokallaðri „endur-
matsnefúd11, sem var skipuð í
kjölfar kosningaósigursins
1987 undir forystu Friðriks
Sophussonar. Þar var Valhöll
líkt við „dauðsmannsgröf1.
Kjartan segir hins vegar enga
þörf á að breyta skipulagi
flokksins og bendir gagnrýn-
endum á að leggja þá ffarn til-
lögur þar um. „En sumir eru
fastir í fortíðarhyggju og telja
mikilvægt að sitja sem lengst á
fúndum og skiptast á kjafta-
sögum um náungann. Við lif-
um í öðravísi þjóðfélagi í dag,
þar sem forystumenn flokks-
ins birtast daglega í sjónvarpi.
Þar á ofan er það alltaf svo, að
það verða ákveðin taktskipti í
samskiptum forystu flokksins
og félaga þegar flokkurinn er í
ríkisstjórn. Hvað varðar gagn-
rýni „endurmatsnefndar" er
því til að svara að við höfum
unnið allar kosningar síðan,“
segir Kjartan.
Fjármálamenn og
bankastjórar í fjár-
málaráöi Sjálfstæöis-
flokksins
Kjartan er fámáll um fjár-
öflun flokksins, segir að flokk-
urinn afli tekna með ffjálsum
framlögum, sölu auglýsinga
og húsaleigutekjum af Valhöll.
Segir hann að oftast sé halli á
reikningunum, en reynt að
jafna það upp milli kosninga.
Fjármálaráð Sjálfstæðisflokks-
ins er flokkur vaskra sveina
undir formennsku Ingi-
mundar Sigfússonar í Heklu,
góðvinar Kjartans. Aðrir í ráð-
inu eru framkvæmdastjórarn-
ir Einar Sveinsson, Sjóvá-Al-
mennum, Friðþjófur O.
Johnson, O. Johnsen og Kaa-
ber, Júlíus S. Ólafsson, Hlað-
bæ-Colas, Páll Kr. Pálsson,
Vífilfelli, Páll Sigurjónsson,
ístaki, Ragnar Önundarson,
Þröstur Haraldsson blaðamaður,
skólabróðir úr MR:
Mesti kafbóturinn í
íslenskri pólitík
„Kjartan er stálgreindur
maður og sennilega mesti
kafbátur í pólitík á íslandi á
síðari árum. Þótt ekki beri
mikið á framkvæmdastjóra
Sjálfstæðisflokksins hefur
hann mikil völd. Það fer fátt
framhjá honum af því sem
gerist innan flokksins. Hann
er mikill refiir og kann að láta
menn vinna. Kjartan er góð-
•ur vinur Björns Bjarnasonar
og var þar með kominn inn í
innsta kjarna flokksins og í
innsta hring Kolkrabbans.
Spurningin er ekki hverjir
veðja á hann, heldur á hvern
hann veðjar. Hann hefur ekki
„kjörþokka“, eins og Össur
Skarphéðinsson orðar það,
og hefúr vit á að fara aldrei í
framboð. Daglegur rekstur
flokksins er í hans höndum,
hann sér um fjármálin og
þekkir hvernig fjárstreymið er
innan flokksins og það gefur
honum vald. Hann þekkir
alla innviði flokksins og getur
stjórnað í krafti þeirrar þekk-
ingar. Kjartan hefur gert
framkvæmdastjórastöðuna
að valdaniiklu embætti og
beitir sér til að viðhalda valdi
flokksins og Kolkrabbans.
Hann er ekki endilega fulltrúi
ættarveldisins heldur pen-
ingavaldsins.“
Víglundur Þorsteinsson,
framkvæmdastjóri BM Vallár:
Gerði Davíð að formanni
„Kjartan kom góðu skipu-
lagi á skrifstofuhald og fjár-
reiður flokksins. Hann hefúr
verið hæfilega nískur og að-
haldssamur, eins og þarf. En
eins og oft vill verða á tímum
sem flokkurinn er í ríkisstjóm
tapast niður sambandið við
landsbyggðina og hinn al-
menna flokksmann. Um völd
framkvæmdastjórans er það
að segja að hann er ákaflega
trúr og dyggur formanni sín-
um. Hann hefur jafnmikil
völd og Davíð leyfir honum
að hafa. Þeir vinna mjög náið
saman og það hefur fært
framkvæmdastjóranum vald.
En það skiptir formanninn
líka miklu máli að hafa trúan
ffamkvæmdastjóra. Ef Kjartan
hefði ekki verið ffamkvæmda-
stjóri á landsfúndinum þegar
Davíð tók við af Þorsteini væri
Davíð ekki formaður í dag.
Það skipti sköpum fyrir kjör
Davíðs að Kjartan var fram-
kvæmdastjóri."