Pressan - 04.11.1993, Side 25
Fimmtudagurinn 4. nóvember 1993
F R É TT I R
PRESSAN 25
KJARTAN GUNNARSSON. Sjentilmaður með áhuga á góðum fötum, haukur í hermálum, lyklavörður valdaklíku Davíðs
Oddssonar.
Júlíus Hafstein borgarfulltrúi:
Tengsl flokksskrifstof-
unnar og borgarfulltrúa
aldrei minni
„Ég lenti á móti Kjartani í
slag um formannsembætti
Heimdallar 1977 og tapaði.
Þetta var heilmikill slagur.
Þeir Davíð Oddsson og Vil-
hjálmur Þ. Vilhjálmsson,
sem í dag eru nánustu sam-
starfsmenn mínir, studdu
Kjartan. Ég afþakkaði að
fara í stjórn það árið, en
næsta ár kom ég inn í
stjórnina. Það var ágætt að
vinna með Kjartani. í dag
lítur maður á þessa atburði
með bros á vör.
Ég tel að áhrif Kjartans
innan flokksins séu mikil og
þau eru mikil gagnvart
Davíð Oddssyni. Kjartan er
sjálfsagt einn af nánustu
pólitisku ráðgjöfum hans í
dag, ásamt Birni Bjamasyni.
Af þessum ástæðum er starf
framkvæmdastjóra flokks-
ins valdameira nú en áður. í
tímans rás hefur Kjartan
gleymt flokksstarfinu og
tengsl hans við almenna fé-
laga og kjörna fulltrúa hafa
minnkað. Það hefur aldrei
verið minna samstarf milli
flokksskrifstofunnar og
borgarstjórnarfulltrúa en
nú. Það eru breyttar vinnu-
reglur í Valhöll, áður vom
borgarfúlltrúar þar í reglu-
legum viðtalstímum, en
það hefur legið niðri síðast-
liðin tvö ár. Þetta er hlutur
sem þarf að endurskoða.
Kjartan hefur unnið farsæl-
lega fyrir flokkinn á fjár-
málasviðinu, en það ríkir
ákveðin lægð í þessum sam-
skiptum. Þetta endurspegl-
aðist til dæmis á landsfund-
inum, en þar fór lítið fyrir
honum miðað við oftast
áður.
Ég þekki Kjartan ekki
mikið persónulega, en hann
er ágætur húmoristi og
þrælskemmtilegur.“
Anna Olafsdóttir Biörnsson
alþingismaður og bekkjarfélagi úr MR:
Hlýr, elskulegur og ýtinn
„Ég hafði mjög ákveðnar
skoðanir um hann áður en ég
kynntist honum. Hélt hann
húmorslausan og stífan, sem
reyndist ekki rétt. Hann er
mjög hlýr og elskulegur og
fór iðulega út í sjoppu fyrir
hálfan bekkinn í fyrstu frí-
mínútum og keypti kók og
skammt. Hann er sami
hægrimaðurinn í dag og þá,
en ég hef aldrei getað glöggv-
að mig nákvæmlega á því á
hvaða línu hann er innan
flokksins. Ég held að hann sé
reyndar ekki ósáttur við að
menn hafi hann ekki alveg á
hreinu að því leytinu. En í
menntaskóla var hann harður
hægrimaður miðað við Dav-
íð.
Menn bera honum yfirleitt
vel söguna, en hann getur ef-
laust verið harður í horn að
taka. Hann var mjög í meðal-
lagi í skóla, enda var hann að
vasast í mörgu. Hann var
tvisvar í þriðja bekk þarafleið-
andi. Var mikið með Geir
Haarde og félögum. Kjartan
dregur mjög skörp skil milli
opinberrar fi'gúru og prívat.
Ég væri ekkert hissa þótt
hann væri nokkurs konar
„Don“ í flokknum, hann
virðist alltaf vera alls staðar.
Kjartan vill gjarna ráða án
þess að standa í eldlínunni, er
ansi ýtinn og vill stjórna.
Hann beitti sér alltaf gagnvart
þeim sem hann hélt að hann
gæti haft áhrif á, en lét hina í
friði.
Ég veit að hann er áhuga-
maður um vönduð föt og
hefur áhuga á menningar-
málum í víðum skilningi.
Hann tók það til dæmis mjög
alvarlega þegar Pallas Aþenu-
stytmnni var stolið.
Þegar við vorum tíu ára
stúdentar var haldið upp á
það. Við fórunr út að borða
eftir partí og á undan balli.
Fyrir rnatinn brá Kjartan sér
frá og kom með rauða rós
handa öllum bekkjarsystrun-
um. Ég held að fair — hvorki
karlmennirnir né kvenfólkið
— hefðu haft hugsun á slíku,
en þetta er mjög líkt Kjart-
_ • u
am.
Islandsbanka, og Sigurður
Gísli Pálmason, Hagkaup.
Hittist hópurinn nokkrum
sinnum á ári og skiptir með
sér verkum. „Við Kjartan höf-
um unnið mjög náið saman í
langan tíma. Hann er til mik-
illar fyrirmyndar og stórfeng-
legt að starfa með honum,“
sagði Ingimundur í samtali
við PRESSUNA.
Útsendari Davíös í
bankaráöi
I ársbyrjun 1992 setti for-
ysta Sjálfstæðisflokksins Kjart-
an Gunnarsson í bankaráð
Landsbankans. Var hann
kjörinn varaformaður, en
sökum veikinda Eyjólfs Sig-
urjónssonar formanns hefur
Kjartan setið sem formaður.
Sigurður Gísli Pálmason, for-
stjóri Hagkaups og félagi í
fjármálaráði Sjálfstæðisflokks-
ins, sagði í samtali við PRESS-
UNA að stefna bankaráðsins
hefði gjörbreyst eftir að Kjart-
an tók við formennsku og
„orðið heilbrigðari". Ekki sé
peningum lengur dælt í
dauðadæmd fyrirtæki, til þess
eins að gera óhjákvæmileg
gjaldþrot stærri. Bendir Sig-
urður Gísli á að óhugsandi
hefði verið fyrir tveimur árum
að fyrirtæki eins og Einar
Guðfinnsson á Bolungarvík
eða SlS hefði verið látið rúlla.
Má halda því ffarn að í banka-
ráði Landsbankans sé Kjartan
virkur í að útfæra pólitíska
stefnu Davíðs Oddssonar.
Sjálfur segist Kjartan vera
„mjög eindregið" andvígur
því að ríkið reki banka og tel-
ur slík pólitísk afskipti ríkis af
atvinnulífinu óheilbrigð.
Gömul kynni gleymast
ei
Kjartan hefur alla tíð forð-
ast fjölmiðla og þvi lítið verið
þekktur meðal almennings.
Áhrif hans innan Sjálfstæðis-
flokksins eru í dag mjög mikil
og þar með eru áhrif hans í
stjórnmálunum á landsvísu
umtalsverð. Af þessu hefur
hann hjá sumum hlotið nafn-
giftina „kafbáturinn mikli“ í
íslenskri pólitík. Áhrifa- og
vinatengsl eru honum mikil-
vægt stjórntæki, enda kunn-
ingjarnir flestir miklir áhrifa-
menn sem styðja hver annan
með ráðum og dáð. Eimreið-
arhópurinn svokallaði nær
nokkuð vel utan um þetta net,
en hann hittist reglulega. í
honum sitja, auk Kjartans,
Davíð Oddsson forsætisráð-
herra, Hrafn Gunnlaugsson,
framkvæmdastjóri Sjón-
varps, Magnús Gunnarsson,
formaður Vinnuveitendasam-
bandsins, Brynjólfur Bjama-
son, Granda, Gunnlaugur
Claessen ríkislögmaður, Geir
Haarde, formaður þing-
flolcks Sjálfstæðisflokksins,
Þorsteinn Pálsson sjávarút-
vegsráðherra, Hannes Hólm-
steinn Gissurarson dósent,
Jón Steinar Gunnlaugssos^ r
hrl., Vilhjálmur Þ. Vilhjálms-
son borgarfulltrúi og Þráinn
Eggertsson hagfræðiprófess-
or. Við þennan vinahóp má
svo bæta nöfnum þeirra Ingi-
mundar í Heklu og Björns
Bjarnasonar. Þó svo að fálk-
inn hafi ekki enn verið nældur
í brjóst Kjartans eins og í
brjóst Sigríðar, konu hans, er
óhætt að segja að hann sé
aldrei langt undan þar sem
Kjartan fer.
Húseignir upp á 200 milljánir
Kjartan Gunnarsson er stóreigna-
maður. Hann erfði húseignir eftir föður
sinn sem lést 1991. Faðir hans stofnaði
fýrirtækið Baug sf. árið 1958 til að halda
Fasteignin
utan um fasteignir og byggingarfram-
kvæmdir. Hrein eign þess fyrirtækis var í
árslok 1991 um 55 milljónir króna að
núvirði. Kjartan er einn skráður fyrir
Brunabótamat:
fyrirtækinu frá í júlí 1991. Baugur sf. er
skráð til heimilis á Starhaga 4, eins og
Kjartan og Sigríður. Eignir í nafni Kjart-
ans og Baugs eru eftirfarandi:
Fasteignamat:
Skipholt 25 24.215.912 kr.
SJdpholt 1 99.282.085 kr.
Brautarholt 2 37.131.804 kr.
Ásvallagata 17 7.693.364 kr.
Blómvallagata 13 3.747.880 kr.
Starhagi 4 16.270.932 kr.
Bústaðavegur99 Selásblettur 3A 6.285.629 kr. 2.363.000 kr.
Selásblettur2A 1.574.000 kr.
194.627.606 kr. 3.937.000 kr.
Samtals: 198.564.606 kr.
Húsnæðið í Skipholti 1 og 25 og
Brautarholti 2 hefúr verið leigt af Mynd-
lista- og handíðaskóla Islands í áratugi.
Hefur skólinn greitt tæpar 25 miljónir
króna á ári í leigu fyrir húsnæðið. Reikn-
að út frá skattframtali nemur hrein
skattskyld eign þeirra hjóna Kjartans og
Sigríðar um 80 milljónum króna. Laun
Kjartans voru fyrir árið 1991 um 275
þúsund á mánuði, en tekjur hans hækk-
uðu í 773.550 kr. árið 1992. Skýrist það
væntanlega af leigutekjum þeim sem
hann nú nýtur. Laun Sigríðar Snævarr,
konu hans, voru fyrir árið 1992 um 222
þúsund krónur, þannig að samanlagt
hafa þau hjónin rétt tæpa milljón króna í
tekjur á mánuði.
Þá telja óstaðfestar heimildir að Kjart-
an eigi talsvert fé í verðbréfum, en vitað
er að hann á f nafni Baugs sf. hlut í Al-
mcnna bókafélaginu. Stjórnarformaður
AB er vinur Kjartans og skoðanabróðir í
pólitíkinni, Friðrik Friðriksson, eigandi
PRESSUNNAR.