Pressan - 04.11.1993, Qupperneq 27
SMEKKLEYSA
Fimmtudagurinn 4. nóvember 1993
PRESSAN 27
Hvemig fannst þér Hin helgu vé?
Edda Andrésdóttir
„Ég fór
með fimm
ára syni
mínum og
við skemmt-
um okkur
glettilega vel.
Aðalpersóna
myndarinnar er sjö ára og
sonur minn átti margt sam-
eiginlegt með honum, t.d. á
hann alveg eins peysu og alveg
eins bók: „Víkinga og vær-
ingja“. Auk þess hafði aðal-
persóna myndarinnar sérstakt
dálæti á gulli og það er aðal-
áhugamál sonar míns þessa
dagana. Um miðbik myndar-
innar fór hjartað að slá örar.
Hiti tók að færast í leikinn hjá
fullorðna fólkinu. Þá varð ég
dálítið pempíuleg fyrir hönd
þessa unga sonar míns, en
honum brá ekki hið minnsta
og hefur einskis spurt. Hrafn
sló á ljúfari strengi en ég man
eftir áður. Það kom mér þægi-
lega á óvart hvað leikur krakk-
anna var góður.“
Eiríkur Jónsson
„ M é r
fannst hún
góð og koma
skemmtilega
á óvart. Þetta
er falleg og
góð saga sem
flestir karl-
menn kannast við, ekki bara
Hrafn, sem kom þessu sæmi-
lega frá sér. Það er auðvitað
ánægjulegt, því það hefúr ver-
ið talsverð ólykt af mörgu
öðru sem hann hefur gert.
Það ruglaði mig reyndar að sjá
höfúðborgina í baksviðinu, en
það ætti ekki að rugla útlend-
inga. Svo kom nokkuð stór
skammtur af tippa- og píku-
tali á tímabili en svo hvarfþað
og þá skánaði hún strax. En í
það heila — góð mynd.“
Óskar Jónasson
„Hún kont
mér á óvart.
Sérstaklega
var ég
ánægður að
sjá leik
krakkanna,
fannst þau
mjög skemmtileg. Alda Sig-
urðardóttir er leiðinlega
karakterlaus, því myndin átti
að snúast svo mikið um ást
strákanna á henni. Hún varð
ekki sá spennandi og dular-
fulli karakter sem manni
fannst eldri sætar stelpur vera
þegar maður var lítill. Var ein-
hvern veginn öll þar sem hún
var séð.
Ég set „Hin helgu vé“ í
fiokk með öðrum myndum
sem ég hef séð og fjalla á ævi-
sögulegum nótum um það
þegar kynhvötin vaknar. En
hún er réttlætanleg af því að
krakkarnir standa sig svo vel.
Söguþráðurinn er frekar
þunnur, en slíkt er í lagi ef það
er kjöt í leikurunum.“
Gísli Öm IArusson
„ M é r
fannst hún
rnjög góð. Ég
þekki allar
m y n d i r
Hrafús vel og
þarna kemur
fram ný hlið
á kvikmyndagerðarmannin-
um Hrafni. Hann nær vel
fram barninu í sjálfum sér og
kemur því á tjaldið. Ég hef
þekkt Hrafn frá því við vor-
um strákar og ég er hálfþart-
inn hrærður að sjá loks fal-
legar hliðar á Hrafni birt
ast almenningi. Strákur-
inn sem leikur aðal-
hlutverkið er gletti-
lega líkur Hrafni
eins og hann var þeg-
ar hann var lítill.“
Ami Sigfússon
„ M é r
fannst þetta
mjög góð
mynd. Fannst
hún vera
sterk og flétta
saman á
mjög sérstak-
an og fallegan hátt þessa feg-
urð umhverfis og mannlífs.
Þetta er það besta sem ég hef
séð af verkum Hrafns og hef
þó haft ánægju af flestu."
TONLIST
Þegar rokkið var í Reykjavík
YMSIR FLYTJENDUR
ROKK í REYKJAVÍK
HUGRENNINGUR/SMEKK-
LEYSA
★★★
GUNNAR
HJÁLMARSSON
PURRKUR PILLNIKK
EKKI ENN
GRAMM/SMEKKLEYSA
★★★★
Rokk í Reykjavík, kvik-
myndin og platan, þjappaði
íslenskum tónlistarmönnum
saman og gerði laustengdan
hóp að kjarna. Fyrir sumurn
tónlistarmönnunum var þessi
tími hápunkturinn — þeir
hafa lítið merkilegt gert eftir
að bylgjan rann út í sandinn
— en fyrir aðra var þetta bara
byrjunin.
Arið 1978 var íslensk tónlist
í sömu andarslitrunum og
hún er að vissu leyti í dag.
Steingervingar áttu markað-
inn. Markaðurinn samanstóð
annars vegar af sveitaballa-
böndum eins og Póker og
hinsvegar af „alvarlegum“ og
djúpt pælandi tónlistarmönn-
um eins og Spilverki þjóðanna
og Melchior. Það var enginn
að spila tónlist sem höfðaði
beinlínis til unglinga. Erlendis
hafði pönkið og allt sem því
fylgdi rústað markaðnum
nokkrum árum fyrr, en í þá
daga var silagangurinn í ís-
lensku þjóðlífi svo mikill að
áhrifin voru mörg ár á leið-
inni. Nokkrar plötur sluppu
þó til landsins og fáeinir ung-
lingar víðsvegar um Reykjavík
voru famir að hlusta á Sex Pi-
stols og annað pönk og búnir
að kaupa sér hundaól í gælu-
dýrabúðinni sem þeir settu
upp til að vera flippaðir á
skólaböllum.
I maí 1978 kom eitt helsta
pönkband Englands, The
Stranglers, og hélt merkilega
tónleika í Höllinni. Það var
fjölmenni á staðnum. Póker
hitaði upp og þá sást svart á
hvítu munurinn á íslensku
ballbandi og alvöru hljóm-
sveit. Menn komu uppveðr-
aðir og ákafir út úr höllinni,
búnir að fá sönnun fyrir því
sem þeir óljóst höfðu haldið;
íslensk tónlist var algjört
prump. Ekkert pönkæði
braust þó út en sveitir eins og
Fræbbblarnir og Snillingar,
báðar úr Kópavogi, fóru af
stað. Tveimur árum síðar
blésu Bubbi Morthens og
Utangarðsmenn í glæðurnar
og síldarár rokksins á íslandi
hófust. En það kom fleira til
en uppsveifla gúanókóngsins.
Útvarpsþátturinn Áfangar
hafði um nokkurt skeið út-
varpað nýrri og fFumlegri tón-
list og í kofa á Vesturgötunni
setti annar stjórnandinn, Ás-
mundur Jónsson, upp plötu-
búð og hóf að gefa út plötur.
Þetta var Grammið og fýrst í
stað einbeitti kompaníið sér
að útgáfu á plötum Purrks
Pillnikks, enda söngvarinn,
Einar Öm, einn eigandinn.
Það er alveg jaftigreinilegt í
dag og það var þá hvaðan ís-
lensku grúppumar fengu hug-
myndir og beina andlega inn-
sprautun. Fornleifafræðingar
geta ekki fengið neina „heild-
armynd“ á bylgjuna, því tón-
listin var nánast jafnmisjöfn
og böndin. í sjálfu sér hefur
„íslenskt sánd“ eða „íslenskt
rokk“ aldrei verið tiL Á bítla-
og hippaárunum voru flestir
að apa beint upp eftir erlend-
um fyrirmyndum en í ný-
bylgjupönkinu vom persónu-
legri pælingar í gangi þó ekki
þyrfti stækkunargler til að sjá
áhrifavaldana. Helstu bönd
þessara ára voru Bubbi og
Utangarðsmenn, sem náðu til
flestra, Þeyr og Purrkur
Pillnikk, sem höfðuðu til
nýrra músikpælara, og Fræbb-
blamir, sem pælurunum þótti
þunnir þótt Hlemmsgengið
og aðrir unglingar flluðu þá í
botn.
Fræbbblarnir og Utan-
garðsmenn héldu marga frá-
bæra tónleika í Kópavogsbíói
1980-’81, enda böndin skyld
músíklega. Fræbbblamir vildu
aðallega skemmta og sjokkera
smá í bland. Ramones og six-
tís-popp voru fyrirmyndir
þeirra og fléttuðu þeir mörg
gullkorn úr þessum þráðum
og bættu við kaldrifjuðum
gálgahúmor sem beindist að-
allega að „hippamussuliðinu“.
Breiðskífa Fræbbblanna „Viltu
nammi væna“ er meistaraverk
sem hlýtur að vera væntanlegt
á geisladisk, en þegar Rokk í
Reykjavík var tekin upp var
aðeins farið að slá í bandið.
Hálfbandarísku Pollock-
bræðurnir komu með amer-
inni var gífurleg og hana má
glöggt heyra á fyrstu plötu
sveitarinnar, „Þagað í hel“,
sem SG gaf út 1980. Það tók
meirihluta ársins að taka plöt-
una upp; elstu lögin eru
rjómalagaðar poppballöður
en svo fann sveitin sér sinn
eigin hljóm að enskri fyrir-
mynd. Fyrirmyndir Purrksins
voru fýrst og fremst sveitimar
Wire og The Fall, enskar líka,
„ „Ekki enna er besta plata Purrksins og
þegar hlustað er á hana tólfárum síðar á
geislaplötu er hún nœstum því alveg
jafnfersk og 1981. Það er vonandi að hún
veiti leitandi unglingum jafnmikinn inn-
blásturnúna oghúngerði 1981
ískt graðhestarokk inn í ver-
búðaþjóðlögin hjá Bubba.
Hann breyttist í íslenskan Iggy
Pop á tímabili, en 1981 voru
Pollock-bræður hættir (eftir
að hafa rifist við Bubba út af
kveikjara á fetju ffá Svíþjóð til
Danmerkur, segir þjóðsagan)
og band Bubba orðið að Egó.
Það band var í sjálfú sér beint
ffamhald, en einhvem veginn
þynnra dæmi og ekki jafn töff
og kraftmikið.
Þeyr og Purrkurinn voru
undir áhrifum ffá ensku síð-
pönki. Árið 1980 kynntust
Þeysararnir enskum sveitum
eins og Joy Division, þungu
nýbylgjurokki með „list-
rænna“ yfirborði en fyrri
pönkbönd Breytingin á sveit-
en ekki jafn „þungar“, eða
„þungar“ með húmorískari
formerkjum. Það má sjá stórt
samansemmerki á milli fýrstu
plötu Wire, „Pink Flag“, og
fýrstu platna Purrksins. Lögin
eru stutt, hrá og einföld, en
ganga upp og skilja enga lausa
enda effir.
Purrkur Pillnikk er virkasta
hljómsveit íslenskrar rokk-
sögu. Á stuttu lífsskeiði sínu
spilaði sveitin nánast vikulega
og gaf út fjórar plötur, og þá
fimmtu, tónleikaplötuna
„Maskínuna", effir andlát sitt.
Tíu laga smáskífan „Tilf‘ var
tekin upp að mig minnir einni
viku effir að sveitin hélt fýrstu
tónleika sína og breiðskífan
„Ekki enn“ nokkmm mánuð-
um síðar. „Ekki enn“ er besta
plata sveitarinnar og þegar
hlustað er á hana tólf árum
síðar á geislaplötu er hún
næstum því alveg jafiifersk og
1981. Það er fúllt af ffábærum
lögum á þessari plötu og
heildarandinn er skemmtilega
fullur af nýjungum. Purrkur
Pillnikk var íslensk hljómsveit,
þótt hún veifaði engum þjóð-
legum lopasokkum. Textar
Einars Arnar voru fengnir úr
umhverfinu, reykvískum
veruleika anno ’81. „Ekki enn“
rúmar anda rokkáranna á full-
kominn hátt, mottóið „Málið
er ekki hvað maður getur,
heldur hvað maður gerir“
blasir við hveijum sem hlustar
á þessa plötu. Það er bara von-
andi að platan veiti leitandi
unglingum jafnmikinn inn-
blástur núna og hún gerði
1981.
Platan Rokk í Reykjavík er
ekki góð plata í venjulegum
skilningi. Íonleikaupptökum-
ar em misjafnar og firllt af lög-
unum er leiðinlegt drasl sem
jafnvel blámi fjarlægðarinnar
getur ekki hresst upp á. Það
sem var gott 1982 stendur þó
ennþá fyrir sínu. Þær fjórar
sveitir sem ég hef þegar talað
um em allar með fin lög. Von-
brigði voru efnilegasta band
landsins á þessum tíma og
lögin þeirra á plötunni eru
e.t.v. það besta sem kom frá
þeim á plasti. Q4U og Sjálfs-
fróun voru skemmtilega
metnaðarlausar hljómsveitir
og sanna vel slagorð þessara
ára að „allir gátu verið með“.
Lög Tappa tíkarrass, Jonee
Jonee og Grýlanna em góð og
hafa elst ágætlega, og af eldri
kynslóð tónlistarmanna
stendur Þursaflokkurinn upp
úr.
Platan er aðallega skemmti-
leg út ffá sagnffæðilegu sjón-
armiði. Þetta er heimtld, þótt
kvikmyndin sjálf sé vitanlega
miklu betri heimild með öll-
um sínum kómísku atriðum
(Bubbi í hægindastólnum,
límævintýri Bjarna móhík-
ana). Þetta er ekki plata sem
verður stanslaust undir geisl-
anum en hún er nauðsynleg í
skápnum til upprifjunar þeim
sem náttúrulaust nútímapopp
hrellir sem mest.
sveitinni Kandís. FIMMTU DAG U R I N N | 4.NÓVEMBER
FÖSTUDAGURINN |
5. NÓVEMBER • Inghóll, Selfossi. Að vísu
POPP
FIMMTUDAGURINN
4. NÓVEMBER
• Ásgeir Óskarsson og tríó
hans Sunnan þrír ríða hús-
um á Cancun.
• Dan Cassidy og Kristján
Guðmundsson; bandarfski
fiðlusnillingurinn og íslenski
píanóleikarinn leiða saman
hesta sína á Blúsbamum.
• Lipstick Lovers flytja lög
af plötunni My Dingaling
ásamt nýju efni á Hressó.
Menn mega biðja um óska-
lög.
• Kántríkvöld á Dansbam-
um. Þar geta gestir gripið til
opna míkrófónsins og tekið
iagið, með eða án trúbadors-
ins Einars Jónssonar.
• Viridian Gren-sveitin fær
að spreyta sig á Tveimur vin-
um. Maður spyr nú bara, eru
engin takmörk fyrir nafngift-
um í hljómsveitaflórunni?
• Manhattan spilar á LA
Café. Hljómsveitarmeðlimir
sögu. Sjóið er spaugilegt yfir
meðallagi og Reynir Guð-
mundsson og Berglind Björk
ókei.
• Hilmar Sverrisson á Ijúfu
nótunum á Mímisbar á Hótel
Sögu.
SUNNUDAGURINN
7. NÓVEMBER
• Megas heldur síðari af-
mælishljómleika sína Drög
að upprisu í hátíðarsal
Menntaskólans við Hamra-
hlíð. Nýdönsk leikur undir
ásamt Guðlaugi Kristni Ótt-
arssyni. Yrja úr Hafnarfirði
hitar upp. Skyldi allt verða vit-
laust eins og fyrir fimmtán ár-
um?
• The Cats; dúettinn Daniel
Cassidy og George Gross-
mann frá Vesturheimi á Ijúfu
nótunum á Cancun.
• KK-bandið með Kristján
Kristjánsson fremstan í flokki
á Gauki á Stöng.
SVEITABÖLL
• Megas heldur afmælis-
hljómleika sína Drög að upp-
risu í hátíðarsal Menntaskól-
ans við Hamrahlíð. Nýdönsk
leikur undir ásamt Guðlaugí
Kristni Óttarssyni. Yrja úr
Hafnarfirði hitar upp. Drög að
sjálfsmorði gerðu allt vitlaust
fyrir fimmtán árum. Hvað
gerist nú?
• Sniglabandið gengst fyrir
miklu diskógeimi í tilefni þess
að í kvöld ætla geimverurnar
að mæta á Snæfellsnes eins
og frægt er orðið. Snigla-
drengimir birtast í glænýjum
diskó- og geimbúningum,
sem er ástæða út af fyrir sig
til að mæta.
• Hjörtur Howser og fylgd-
arlið hans Kokkteilpinnamir
lofa að hrista ærlega upp í
mönnum á Cancun.
• Jesus Said...; alíslenskt
band eins og öll hin með út-
lensku nöfnin, messar yfir
þeim sem líta inn í Fjörðinn.
• James Olsen og félagar
hans í Olsen-bandinu
gamna sér og gleðja aðra á
Blúsbamum.
• Hljómsveit Rúnars Þórs
treður upp á Dansbarnum.
• Kredit-sveitin eldhressa frá
Akureyri, nú komin suður og
mætir galvösk á Gauk á
Stöng.
• Sú Ellen & Austurland
að glettingi, sveitimar góðu
af Austurlandi, flækjast hvor
fyrir annarri á Tveimur vin-
um.
• Gleðigjafarnir þau Ellí Vil-
hjálms, Móeiður Júníusdóttir
og André Bachmann leika
fyrir villtum dansi á Hótel ís-
landi. Takið eftir að konan
sem allir elska, Rósa blúnda
Ingólfsdóttir, ætlar að stjóma
því sem fram fer á sviðinu.
• Hilmar Sverrisson kemur
á Hótelsögu-stemmningu á
Mímisbar.
LAUGAR DAG U RI N N
6. NÓVEMBER
• Hjörtur Howser og fylgd-
arlið hans Kokkteilpinnamir
hrista slenið af mönnum á
Cancun.
• James Olsen og félagar
hans í Olsen-bandinu gant-
ast á Blúsbamum.
• Kredit frá Akureyri nú á
Gauki á Stöng.
• Sú Ellen & Austurland
að Glettingi; sveitirnar eyst-
firsku aftur mættar á Tveimur
vinum.
• Saga Class & Er það satt
sem þeir segja um land-
ann? enn og aftur á Hótel
sfður óvenjuleg skemmtun.
Efnt verður til blautbuxna-
keppni þar sem sjö myndar-
legir karlmenn af Suðurlandi
setjast ofan í bala og sýna
sig svo í rennblautum box-
ers! Spuming kvöldsins er:
Hver er með fallegustu niður-
bygginguna?
• Hótel Valaskjálf, Egils-
stöðum. Todmobile heldur
uppteknum hætti á tónleika-
ferð sinni um landið.
FOSTU DAGU RI N N
5. NÓVEMBER
• Krúsin, ísafirði. Stjórnin
spilar nota bene órafmagn-
að.
• Sindrabær, Höfn í
Hornafirði. Todmobile á ferð
um landið.
• Fjölbrautaskólinn, Akra-
nesi. Pláhnetan skemmtir
menntskælingum á Skagan-
um.
• Kam-bar, Hveragerði.
Rokkbandið Langbrók treður
upp ásamt Abbadísunum,
sem koma fram í síðasta
sinn um helgina. Það fer því
fyrir þeim eins og Agnetu,
Bimi, Annifrid og Benný, sem
gáfust á endanum upp á fólki
sem nennti ekki að hlusta á
þau.
• Sjallinn, Akureyri. Dreng-
irnir í Sssól nú norðan heiða.
Helgi sýnir væntanlega tilþrif
á sviðinu.
LAUGAR DAG U RIN N 1
1 6. OKTÓBER
• Inghóll, Selfossi. Ný tíu
manna sveit f rá Selfossi sem
kallar sig Spark sýnir hvað í
henni býr á herrakvöldi fyrir
austan fjall.
• Hafurbjörninn, Grinda-
vík. Sniglabandið mætir en
nú verða drengimir ekki í
geimdiskógallanum. Því mið-
ur fyrir Grindvíkinga.
• Þotan, Kefiavík. Pláhnet-
an þjappar Suðumesja-
mönnum saman.
• Sjallinn, Akureyri.
Rokkabillýband Reykjavíkur
lofar að vera_í feiknastuði.
• Sjallinn, ísafirði. Stjómin
tryllir Vestfirðinga.