Pressan - 04.11.1993, Síða 31

Pressan - 04.11.1993, Síða 31
(Ekki auglýsing. Ókeypis þjónusta GULU PRESSUNNAR með þakklæti fyrir eilífa uppsprettu hugmynda.) Kjarni málsins — eftir 80 ára leit Anægðir viðskiptavinir og starfsmenn lýsa tilfinningum sínum á merkum tímamótum í ævi Morgunblaðsins. Bárður Ólafsson „Heiðanlegur keppinautur" „Ég hef verið lengi í þessum bransa og veit hvað sam- keppnin getur verið hörð,“ sagði Bárður Ólafsson, rit- stjóri GULU PRESSUNNAR. „Ég hef séð ýmislegt til keppi- nautanna sem varla þolir dagsins ljós, en Morgunblaðið eitt íjölmiðla hefur aldrei orð- ið á undan okkur með frétt. Ég held að það stafi af gamal- grónum heiðarleika Morgun- blaðsmanna. Illa innrætt fólk segir að það sé af því að Moggamenn hafi ekki nóg hugmyndaflug, en ég spyr: hver annar setur fréttatilkynn- ingar upp með svo smekkleg- um hætti?“ Sævar Þórðarson „Mikið fypir peningana" Gíorgíj Pavlov „Það er ekki langt síðan ég fór að lesa Morgunblað- ið, en það styrkti mig aftur í trúnni á lífið,“ sagði Gíor- gíj Pavlov, fyrrum hers- höfðingi í rússneska hern- um. „Niðurrifsmenn hafa logið því að rússnesku þjóðinni að okkur beri að friðmælast við kapítal- ismann. Þar sem ég stend á rústum sovéska heimsveld- isins hlýnar mér um hjartarætur að sjá að ein- hver, þótt fjarri sé rúss- neskri fósturjörð, hefur enn trú á styrk okkar og óumflýjanlega endurreisn. Morgunblaðið er ómetan- legur móralskur styrkur í þeirri baráttu." „Á þessum samdráttartímum skiptir öllu máli að draga úr kostnaði,“ sagði Sævar Þórðarson fisksali. „Það endist mér ekkert blað lengur en Morgunblaðið sem innpökkunar- pappír. Það er þykkt og pappírinn rifhar ekki auðveldlega. Eitthvað í því? Það veit ég ekki, ég hef ekki tíma til að lesa blöðin núorðið.“ Ólafur M. Jóhannesson: „Á þessum tímamótum er mér efst í huga þakklæti til ritstjóra Morgunblaðs- ins,“ sagði Ólafur M. Jó- hannesson sem árum sam- an skrifaði dálk um fjöl- miðla í blaðið. „Af stakri manngæsku leiddu þeir mér fyrir sjónir að ég var á rangri hillu í lífinu og nú hef ég byrjað nýtt og ham- ingjusamt líf þar sem hæfi- leikar mínir sem þjóðfé- lagsrýnis nýtast til fulln- ustu. Mér þykir verst að vera ekki enn laus við laug- ardagsdálkinn, en „góðir hlutir gerast hægt“, eins og við sögðum stundum á Mogganum.“ Ástríður Guðbrandsdóttir „Oryggis- nning" „Morgunblaðið er öruggt og þægilegt og veitir mér fullkomið frelsi,“ sagði Ástríður Guðbrandsdóttir yngismær. „Mogginn er stundum aðeins of þykkur, en hann er aldrei óþægilegur. Ég veit að ég get verið fullkomlega örugg með Morgunblaðinu." Árni Johnsen „Atvinnuöpyggi" „I mínum huga stendur Morgunblað- ið fyrir stöðugleika og örugga atvinnu,“ sagði Árni Johnsen. „Ég get til dæmis treyst því að fá að skrifa aftur og aftur og aftur um Grænland, Ása í Bæ eða mygl- aðar kartöflur ef því er að skipta. Morg- unblaðið hefur nefnilega ekki gróða- sjónarmið í huga þegar efnisval er ákveðið. Það leggur áherslu á vandaða upplýsingaöflun og trausta framsetn- ingu og þá skiptir ekki öllu máli hversu margir lesa efnið. Fyrir slíka menn er gott að vinna.“ Albert Einstein: „Réð únslitum um afstæðis- kenninguna" „Ég hefði ekki getað hugsað mér betra hjálpartæki en Morgunblaðið þegar ég var að pæla í gegnum afstæðis- kenninguna," sagði Albert Einstein. „Ég sannfærðist um afstæð tengsl tímans og raunveruleikans þegar ég hafði lesið Moggann í nokk- ur ár og sá að aldrei breyttist neitt nema dagsetningarnar efst á blaðsíðunum.“ „Þakklæti" „Síðasta hálmstpáið"

x

Pressan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.