Pressan - 24.02.1994, Blaðsíða 2

Pressan - 24.02.1994, Blaðsíða 2
9 SPURNINGIN Ert þú með frítt og fast hílastæði í miðbænum, Ari? „Nei, ég borga lyrir aðgang að bílastæði stjórnarráðsins.“ Ari Edwald er aðstoðarmaður dómsmálaráðherra en ráðu- neytið hefur staðfest 20% hækkun á stöðumælasektum. Bíómógúll á ferð Nú þykir ljóst að eitthvert stærsta nafnið á bak við kvik- myndavélina í heiminum í dag muni leggja leið sína til Islands í sumar í tengslum við víkinga- myndina svokölluðu. Einn af kvik- myndarisunum í Hollywood, The New Life Cinema, stendur að gerð myndarinnar, en kvikmyndatöku- maðurinn heitir Michael Chap- man og hefur m.a. filmað stór- myndirnar Taxi Driver, Raging Bull og Fugitive auk þess sem hann er útnefndur til Óskarsverð- launa I ár fyrir kvikmyndatöku. Víkingamyndin, sem tekin verður að mestu á Snæfellsnesi, er ekki stór í sniðum á mælikvarða Holly- wood-mynda, en engu að síður munu starfa að henni fjölmargir Islendingar. Það er Snorri Þóris- son, sem nýlega fékk stærsta styrk- inn úr Kvikmyndasjóði til að gera myndina Agnesi, sem er ffamleið- andi víkingamyndarinnar... Verður skipt um Kana? Framganga Raymonds Foster með Keflavíkurliðinu í körfuknatt- leik í bikarúrslitaleiknum vakti sem vonlegt er mikla athygli. Þá lék kappinn vel og allt leit vel út. Nú munu Keflvíkingar vera meira efins um ágæti Fosters, sem hefúr ekki leikið mjög vel síðan auk þess sem hann hefur sýnt furðulega hegðun á íþróttavellinum. Það er því hald margra að Jón Kr. Gísla- son og félagar ffeisti aftur gæfunn- ar og skipti um Kana... Mogginn markaðssetur sig Margir fasteignasalar ráku upp stór augu um daginn þegar þeir fengu inn um lúguna bréf ffá Morgunblaðinu. Var þeim boðið að koma í heimsókn í höfuðstöðv- ar Morgunblaðsins og skoða prentsmiðjuna og kynna sér starf- semi blaðsins. Höfðu fasteignasal- ar á orði að þetta væri í fyrsta skipti sem blaðið hefði ffumkvæði að samskiptum við þá og telja menn að þetta séu áhrif ffá nýjum samkeppnisaðila um fasteignaaug- lýsingar, en nýtt fasteignablað sem komið er á markaðinn nýtur sífellt meiri vinsælda... Túri safnar í sjóðinn Sem kunnugt er hefur Arthúr Björgvin Bollason ákveðið að höfða meiðyrðamál á hendur Baldri Hermannssyni og haft á orði að hann hygðist sækja þangað nokkurt fé. Sjálfsagt yrði það til að gleðja ákveðinn hóp manna, nefnilega kröfuhafa í þrotabú hans, en Arthúr var úrskurðaður gjaldþrota fýrir Héraðsdómi Reykjavíkur 11. febrúar síðastlið- inn eða í vikunni effir að hann var rekinn ffá Ríkisútvarpinu. Gjald- þrotsúrskurðurinn var kveðinn upp að kröfu Tollstjóraembættis- ins og Gjaldheimtunnar... Popparar vilja peninga Eins og fram kom í kosninga- baráttu Magnúsar Kjartanssonar í prófkjöri sjálfstæðismanna í Hafnarfirði eru tónlistarmenn orðnir langþreyttir á því að koma ffam í fjölmiðlum án þess að fá þóknun fyrir. Löngum hefur verið litið á slíkt sem ókeypis auglýsingu fýrir tónlistarmennina en nú segir FlH stopp. Fjölmiðlafólki hefur reyndar ekki gefist ástæða til að álykta öðruvísi svo en að tónlistar- mönnum þætti ekki verra að vera í útsendingu enda hefur ásókn tón- listarmanna í að komast í útvarp og sjónvarp jafnan verið talsverð. Baráttunnar er þegar farið að gæta á Rás 2, t.d. í þætti þeirra Margrét- ar Blöndal og Gyðu Drafnar Tryggvadóttur, „Aftur og aftur“, en þær hafa haft þann hátt á að fá til sín tónlistarmenn á föstudög- um. Nú bregður svo við að þeir neita að koma nema til komi borgun. Það verður ffóðlegt að fylgjast með framvindu þessa máls, einkum í sumar þegar hljómsveit- aslagurinn nær hámarki. Hversu stéttvísir sem tónlistarmenn eru hlýtur það að ffeista að mæta í þátt, taka eitt lag og benda á — í ffamhjáhlaupi — að hljómsveitin sé að spila í Festi um kvöldið... Skagamenn leita að eftirmanni Luka Víst er að KR-ingar binda mikl- ar vonir við hinn umdeilda Guð- jón Þórðarson en hann er þó ekki efstur á blaði þeirra sem Skaga- menn sakna. Þeir voru fljótir að ráða Hörð Helgason sem gerði þá að íslands- og bikarmeisturum tvö ár í röð hér á árum áður. I æfinga- leikjum hefur komið ffam að meira skarð er fyrir skildi þar sem er varnarkletturinn Luka Kostic, fýrirliði þeirra í fyrra. Hann hefur nú tekið að sér þjálfun Grindvík- inga. Skagamenn leita dyrum og dyngjum að jafhingja hans til að fýlla skarðið en hafa enn ekki haft erindi sem erfiði. Þeir eiga þó von á glaðningi ffá fýrrum Júgóslavíu. Bibicliik, sem fluttur var inn í fýrra og stóð sig vel í sókninni með Þórði Guðjónssyni, mun vera á leið til landsins aftur og með fjöl- skyldu sína í þetta skipti. Hvort það þýðir að hann sé hingað al- kominn er enn ekki vitað... ÍMARK talar um Pizza 67 Islendingar stofna klúbba um ýmis málefni. IMARK — Islenski markaðsklúbburinn — er einn slíkur og hélt fund síðla í janúar á Argentína Steikhús. Efni fundarins var velgengni fýrirtækisins Pizza ’67 og framtíðarsýn stjórnenda þess á komandi árum. Jafnffamt var sagt í kynningarbréfi frá ÍMARK til meðlima að hug- myndafræði fýrirtækisins væri stofnendanna og eins íslensk og hugsast getur. Vissulega hefur Pizza ’67 vakið eftirtekt fólks í því pizzastríði sem háð hefur verið en heldur þótti eldri og reyndari markaðsmönnum það skjóta skökku við að fýrirtæki sem vart hefur haft tíma til að sanna sig (er aðeins rúmlega árs gamalt) væri kynnt á þennan hátt af fýrirbæri sem gefur sig út fyrir að vera virtur markaðsklúbbur. IMARK saman- stendur af markaðsffæðingum og risnumönnum allra helstu fýrir- tækja á íslandi og formaður er Magnús Kristjánsson... 2 PRESSAN FIMMTUDAGURINN 24. FEBRÚAR 1994 6UÐMUNDUR ÁRNI SKAMMAR VALGERÐI Um næstu helgi verður prófkjör alþýðu- flokksmanna í Hafnarfirði. Nokkur titringur er vegna prófkjörsins og þá sérstaklega vegna baráttunnar um annað sætið. Þeir Guðmundur Árni Stefánsson, Ingvar Viktorsson og Tryggvi Harðarson hafa lengi skipað harðasta kjarna forystusveitarinnar og fyrir nokkru fóru þeir þess á leit við Jónu Ósk Guðjónsdóttur og Val- gerði Guðmundsdóttur að þær yrðu ekki með nú. Jóna Ósk tók boðinu og var gerð að stjórn- arformanni Hollustuverndar. Valgerður telur sig hins vegar enn eiga erindi í bæjarmálapól- itík og stefnir á annað sæti eins og Tryggvi og reyndar Guðjón Sveinsson líka. Á laugardag- inn var síðan árshátíð bæjarstarfsmanna og bæjarskrifstofu Hafnarfjarðar í Kaplakrika og þar urðu margir vitni að því að Guðmundur Árni tók Valgerði á beinið. Spurði hann hana hvað hún væri eiginlega að gera og hótaði um leið að blokkera hana út af listanum ef hún hlýddi ekki. Ef hún hins vegar vildi gefa annað sætið eftir til Tryggva, sem er nánasti stuðn- ingsmaður Guðmundar, þá yrði hún studd í þriðja sætið. Ástæðuna fyrir öllu þessu má rekja til þess að Ingvar fékk bæjarstjóraemb- ættið síðasta sumar en ef Tryggvi á að hafa eðlilegt tilkall til næstu embætta, svo sem for- seta bæjarstjórnar eða bæjarráðs, þá verður hann að vera í öðru sæti, þ.e. ef kratar halda meirihlutanum í vor... EF VIÐ MÆTTUM RÁDA . yrði Egill Jónsson gerður að jarli einhvers staðar nógu langt í burtu, til dæmis á Hofi í Oræfum. ... yrðu öll þessi einka-Hrafnabréf, Bragasonar og Gunnlaugssonar, gefin út í lítilli bók, svo við sæj- um á einum stað svart á hvítu hverjir eru í valdastöðum í þessu landi. ... yrði Kristján Jóhannsson sendur í Júróvisjón með hipphopp- lag sem Björk hefur stolið. Gulltryggt toppsæti. ... mundu andstæðingar KR-inga gefa alla leikina á móti þeim í sumar strax. Guðjón er greinilega óstöðvandi ennþá. Framleiðslustjóri Sameiginleg tæknideild PRESSUNNAR, Heimsmyndar, Efst á Baugi, AB og annarrar tengdrar útgáfu óskar að ráða til starfa framleiðslustjóra. Framleiðslu- stjóri hefur yfirumsjón með og ber ábyrgð á tæknilegri vinnslu sem þessi útgáfa krefst. Viðkomandi þarf að búa yfir umtals- verðri reynslu af umbroti og hönnun, notkun helstu umbrots-, myndvinnslu- og teikniforrita, þekkingu á tölvum og prentvinnsluferli og reynslu af stjórnunarstörfum og mannaforráð- um. PRESSAN HEIMSMYNI) Góður vinnuandi í vaxandi útgáfufyrirtæki. Framtíðarstarf fyrir réttan umsækjanda. Um- sóknir berist til framkvæmdastjóra Almenna bókafélagsins, IMýbýlavegi 16, 200 Kópavogur, fyrir 1. mars.

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.