Pressan - 24.02.1994, Blaðsíða 6

Pressan - 24.02.1994, Blaðsíða 6
MIBLAIBNABURINN VELTIR TUGMILLJBNUM KRÓNA íslendingar trúa á líf eftir dauðann og leita mikið eftir þjónustu miðla, sem saman velta tugmilljónum ár- lega. Þekktastir eru Pórhallur Guðmundsson, Þórunn Maggý Guðmundsdóttir og Kristín Þor- steinsdóttir en auk þess eru fluttir inn árlega tugir erlendra miðla, einkum frá Bretlandi. Áður voru djúpsvefnsmiðlar algengir en nú leitar fólk meira eftir persónulegri ráðgjöf og sálarköfun. þórhallur guðmundsson Þórhallur er „drottningin" á markaðinum. Margir telja hann okkar besta miðil en öðrum þykir hann væminn og fallinn í augiýsinga- mennsku. Hann er ótvírætt tekjuhæsti miðill landsins. Þórhallur „drottningin" á markaðinum „Þórhallur er drottningin á markaðinum, það er engin spurn- ing. Miðlar eru almennt prímad- onnur en Þórhallur er yfirprímad- onnan,“ sagði einn viðmælanda PRESSUNNAR sem þekkir vel til þessara mála. Þórhallur Guð- mundsson er líklega þekktasti mið- ill landsins í dag og sá eftirsóttasti, en ekki eru allir á eitt sáttir um hvernig hann nýtir sína miklu hæfileika. Hann er sá eini af þess- um þekktustu sem er djúptrans- miðill eða djúpsveíhsmiðill, sem þýðir að miðill sofnar og hinn látni fær líkama hans til umráða með eigin málfari og kækjum. Þórhallur er feikilega eftirsóttur og er allt að hálfs árs bið eftir tíma hjá honum. Hann er með leyni- símanúmer en móðir hans, Björg Guðmundsdóttir, stjórnar því hverjir og hve margir komast að honum. Gagnrýni á hann beinist ekki síst að þeirri auglýsinga- mennsku sem menn þykjast sjá hjá honum og hve dýr þjónustan er. Hann hefur verið talsvert í útvarpi, heldur mikið af skyggnilýsinga- fundum, fer mikið út á land og margir segja hann alltof væminn og að hann sé fallinn í auglýsinga- mennsku. Auk þessa eru margir íþróttamenn í orkunuddi hjá Þór- halli. Erfitt er að gera sér grein fyrir tekjum Þórhalls en ljóst er að ef einhver hefúr miklar tekjur af mið- ilsstörfum þá er það hann. Skyggnilýsingafundirnir gefa mest í aðra hönd og þar hefur Þórhallur látið mikið að sér kveða. Yfirleitt er hann með um tvo slíka fundi á mánuði. Kunnugir segja að hann leiki sér að því að fá 150.000 krón- ur í tekjur af hverjum fundi. Gjald- skráin fyrir einkatíma er allt að 3.500 krónum á hálftímann en hann getur varla sinnt meira en 5-6 aðilum á dag og suma daga ekki neitt. Sumir segja að hann þéni allt að hálffi milljón á mánuði en aðrir telja það fjarstæðu og segja að góð meðallaun séu mun nær lagi. Þrátt fyrir að flestir séu á því að hann þéni ágædega er ekki að sjá neinn lúxuslifnað á honum og fyrir mörgum er það hrein ráðgáta hve fátækur hann virðist vera. Þó verður að hafa í huga að hann tek- ur sér reglulega hvíld og fer a.m.k. einu sinni á ári til Bredands í end- urþjálfún. Prinsessurnar á markaðin- um Hin stóru nöfnin eru Kristín Þorsteinsdóttir og Þórunn Maggý Guðmundsdóttir. Þær eru báðar vökumiðlar eða yfirskyggðir miðl- ar, sem lýsa því sem þeir heyra og sjá án þess að sofna. Þórunn er reyndust þeirra þriggja og þykir mjög traust en margir telja Kristínu langefnilegasta miðilinn sem ffam hafi komið í seinni tíð, en hún hef- ur aðeins starfað í um tvö ár. Gjaldskrá þeirra er mun lægri en hjá Þórhalli eða um 2.000-2.500 krónur fyrir einkatímann og skyggnilýsingafundir eru mun sjaldgæfari. Kunnugir segja að þær hafi varla meira en góð meðallaun, en biðlistinn hjá þeim er yfirleitt einhverjir mánuðir. Reyndar er Þórunn Maggý ekki starfandi um þessar mundir vegna persónulegra ástæðna. Þótt Kristín hafi verið þekkt fyrir allt annað en peninga- plokk kom upp talsverð gagnrýni á hana fyrr í mánuðinum þegar hún hélt miðilsnámskeið sem um átta- tíu manns sóttu. Þátttakendum fannst þeir lítið græða en þurftu þó að borga á fimmta hundrað þús- und í þátttökugjald fyrir helgar- námskeiðið. Þá er Terry Evans orðinn nokk- uð þekktur hér á landi, en hann er orðinn íslenskur ríkisborgari, og Ingibjörg Þengilsdóttir er einnig nokkuð þekkt. Annað þekkt mið- ilsnafn er Jóna Rúna Kvaran, en starfsemi hennar er annars eðlis og sumir skilgreina það meira sem ráðgjöf eða persónulestur. Einnig er Bíbí Einarsdóttir í Keflavík þekkt nafn, en fjölmargir aðrir starfa að mestu í kyrrþey og veita þjónustu sína eingöngu vinum og vandamönnum. Sálarrannsóknar- félagið í Keflavík hefur löngum verið mjög öflugt enda rótgróinn áhugi þar fyrir hendi. Þar eru tveir djúpsvefnsmiðlar sem taldir eru mjög efnilegir, auk þess sem starf- semi öll er þar mjög blómleg. Stórinnflutningur á breskum miðlum Það er athyglisvert að miðils- þjónusta á íslandi er að miklu leyti borin uppi af erlendum miðlum og þá einkum breskum, en einnig ffá Ameríku, Svíþjóð og Danmörku. Breskar konur eru þó í yfirgnæf- andi meirihluta og þar skiptir hefð- in miklu máli. Samvinna við Bret- land hefur alltaf verið mikil og þar er sterk hefð fyrir hendi. Þar í landi eru um 300 spíritistakirkjur og þvi auðvelt fyrir fólk með miðilshæfi- leika að starfa. Guðmundur Ein- arsson, fyrrverandi forseti Sálar- rannsóknarfélagsins, segir inn- flutninginn hafa byrjað 1967 með komu Harace Hambling og þetta hafi aukist smám saman ffá þeim tíma. „Það er líka verið að þjóna efasemdamönnunum sem halda að miðlar séu bara svona færir í ætt- ffæði.“ Einkum jókst innflutning- MAGNÚS SKARPHÉÐINSSON „Niðurlæging hreyfingarinnar felst í því hve miðlarnir eru prinsipplitlir og hvað fólkið í kringum þá gerir litlar kröfur." urinn eftir lát Hafsteins Bjöms- sonar 1977, en þá myndaðist ákveðið tómarúm sem breskir miðlar fylltu. Engar tölur eru til um fjölda erlendra miðla, en flestir eru á því að árlega komi nálægt tuttugu miðlum hingað til lands en aðrir nefna mun hærri tölu. Slíkar ágiskanir eru erfiðar, því auk sálar- rannsóknarfélaganna flytur fjöldi einstaklinga og hópa inn miðla og fer misjöfnum sögum af þeim hvötum sem þar liggja að baki. Al- mennt virðast menn þó ánægðir með þjónustuna og venjan er sú að flugfar er borgað undir miðilinn, hann fær laun og uppihald hér í 2-4 vikur og ferðast á milli sálar- rannsóknarfélaga í Reykjavík og úti á landsbyggðinni. Enginn viðmælenda PRESS- UNNAR treysti sér til að meta heildarveltu fyrir miðilsstörf hér á landi. Menn voru þó sammála um að allur sá fjöldi íslenskra og er- lendra miðla sem hér starfa veltu tugmilljónum króna árlega, þótt engin gögn liggi þar að baki. Hér er einungis um samdóma ágiskun að ræða. Djúpsvefnsmiðlar og yfirskyggðir Miðlarnir eru eins misjafnir og þeir eru margir og starfa á mis- munandi nótum. Eins og áður sagði er Þórhallur sá eini af þessum þekktustu sem er djúpsvefúsmiðill, en það þýðir að viðkomandi sofn- ar, fer út úr líkamanum og er í raun ekki viðstaddur fundinn. Hinn látni fær líkamann nánast al- veg til umráða og talar í gegnum miðilinn með sínum eigin hreyf- ingum, kækjum, látbragði og orð- bragði. Yfirskyggðir miðlar eða vöku- miðlar eru hins vegar vakandi allan tímann og lýsa því sjálfir hvað þeir sjá, heyra og hvað gerist í kringum þá. Hinn látni sýnir þeim myndir og þeir heyra köll og sumir sjá þá ffamliðnu. Kristín Þorsteinsdóttir lýsir því þannig að þau séu í raun „affuglarar“, þau hafi rásir opnar sem aðrir hafi ekki og geti veitt ffamliðnum tækifæri til að koma skilaboðum á ffamfæri í gegnum sig. Einnig er talsvert um svokallaða huglækna eða læknamiðla sem Vildi viðtal við látna listamenn Fyrir tveimur árunt fóru Steingrímur Eyfjörð myndlistarmaður, ijósmyndarinn Spessi og Haraldur Jónsson myndiislarmaður til einnar af þeim fjölmörgu bresku kvenmiðlum sem hingað koma. Þeir voru með ljósmyndir af listamönnunum 0vind Fhalstrom, Joseph Beuys, Marchel Duchamp og Kjarval og vildu fá viðtal við þessa látnu listamenn. „Hún gat ekkert hjálpað mér og það kom ekkert út úr því sem hún sagði,“ segir Steingrímur, „Hún þóltist skynja einhvern mann sem hún lýsti og mér datt helst í hug að það væri breski myndhöggvarinn Henry Moore. Hún sagði að hann vildi svo ntikið tala við mig en gat samt ekkert hjáipað mér. Síðan talaði hún um einhvem álf sem hún sá í herberginu og lýsti áhyggjum sínum yfir hve mikil fjölkynngi væri á íslandi, óvinurinn væri að taka völdin hérna. I lokin sagði hún mér að við mundum hittast í London eftir tvö ár, eða núna í vor, þar sem ég héldi myndiistarsýningu og að þar mundi ég gefa henni rauð- vinsflösku. Fyrir þetta bull þurfti ég að borga 3.500 krónur.“ 6 PRESSAN FIMMTUDAGURINN 24. FEBRÚAR 1994

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.