Pressan - 24.02.1994, Blaðsíða 14

Pressan - 24.02.1994, Blaðsíða 14
Erum við bestir? S K Á K ILLUGI JÖKULSSOIM ULF ANDERSSON. Sterkasti skákmaður Norðurlanda — og líka sá leiðinlegasti? Sú var tíðin að íslendingar þóttust eiga jaíh marga stór- meistara í skák og öll hin Norðurlöndin til samans. Það var nú að vísu aldrei alveg rétt, en samt svona nærri því. En nú er öldin önnur. íslendingar eru að sönnu oftast hæstir Norðurlandanna á ólympíuskákmótum en okkar sex stórmeistarar á Elo-listanum kom- ast ekki í hálfkvisti við íjórtán stór- meistara hinna Norðurlandaþjóð- anna. Svíar eiga nú sjö stórmeistara. Efstur á listanum trónir hinn furðulegi skákmaður Ulf Anders- son sem verður 43 ára á þessu ári. Hann hefur staðið af sér allar atlög- ur sem sterkasti skákmaður Norð- urlanda og hefur yfirleitt kringum 2.620 Elo-stig. Þetta tekst Anders- son þrátt fyrir að hann virðist hafa fengið högg á höfuðið einhvern tíma og síðan trúað því að mark- miðið með manntaflinu sé að gera sem allra flest jafntefli. Þau eru óteljandi skákmótin þar sem þessi friðsami Úlfur vinnur eða tapar einni skák en gerir jafntefli í öllum hinum. Samt er hann sterkasti skákmaður Norðurlanda. Það eru greinilega fleiri en Rússarnir sem „kunna á“ Elo-stigakerfið. Næst- sterkastur Svía er Ferdinand Hell- ers, 25 ára, með 2.560 stig. Hann varð Evrópumeistari komungur og síðan hafa Svíar vonast til að hann tæki við af Andersson, enda er hann öllu fjörugri skákmaður. Hellers hefur hins vegar tekið sér lengri tíma á ffamabrautinni en búist var við og nú er orðið óvíst hversu langt hann muni ná. Aðrir sænskir stórmeistarar eru um þess- ar mundir á reiki kringum 2.500 stiga markið. Þeir, eða þau, em Lars Karlsson (38 ára, 2.520 stig), Pia Cramling og Jonny Hector (bæði þrítug með 2.515), Thomas Ernst (33, 2.480) og Harry Schú- ssler (36, 2.465). Af þeim eru Pia og Hector vinsælust meðal móts- haldara — hún var fyrsta konan sem ógnaði veldi sovéskra kvenna og tefldi eingöngu á karlamótum en Hector virðist hafa sett sér það göfuga markmið að verða alger andstæða Ulfs Anderssons. Hann gerir eiginlega aldrei jafntefli, tapar ansi oft en vinnur líka marga góða sigra. Þrátt fyrir þessa sterku skák- sveit og þó nokkuð af alþjóðlegum mótum er eins og einhver deyfð ríki í sænsku skáklífi. Þar gerist fátt spennandi nema spriklið í Hector. Svíar eiga nokkra öfluga alþjóða- meistara sem sumir gætu öðlast stórmeistaratign á næstu árum (ekki síst ef þeir sýna sama metn- aðarleysið og Schússler sem sótti um, og fékk, stórmeistaratitil út á það að hann hefði svo oft náð loka- áfanganum næstum því!) en engin stjarna er þar í uppsiglingu. Eftii- legasti skákmaður Svía nú er ugg- laust Jonas Barkhagen,19 ára al- þjóðameistari með 2.430 stig. Hafi sænskt skáklíf lengi verið í þrúgandi skugga Anderssons hafa danskir skákmenn á hinn bóginn ennþá lengur baðað sig í ljóma Bents Larsens — en að vísu ekki með öllu betri árangri. Larsen hef- ur enn 2.560 stig, alveg að verða 59 ára. Það var ekki fyrr en um miðjan síðasta áratug sem Danir eignuðust annan stórmeistara sem ógnaði Larsen, það var vitaskuld Curt Hansen, sem verður þrítugur á þessu ári. Curt virtist fyrir fáeinum misserum á góðri leið með að sldpa sér í flokk tíu til tuttugu sterkustu skálunanna heims með vandaðri taflmennsku sinni en tók þá dýfu og hefur nú 2.580 stig. Annar Han- sen tryggði sér stórmeistaratign í kjölfar hans, Lars Bo, sem nú er á 26. ári. Hann er mikill um sig og þykir ffernur skemmtilegur skák- maður, nokkuð mistækur að vísu, og hefur nú 2.545 stig. Danir eiga slatta af alþjóðameisturum sem hafa stritað lengi við að ná stór- meistaratign en með ótrúlega slöppum árangri. Peter Heine Ni- elsen er enn þeirra efnilegastur svo ég viti til, tvítugur að aldri með 2.475 stig. Norðmenn létu lengi lítið á sér kræla við skákborðið en það breyttist með tilkomu Simens Ag- desteins. Agdestein er ekki nema 26 ára en var orðinn sterkasti skák- maður Norðurlanda fýrir þó noklcrum árum — þá silaðist And- ersson aftur ffarn úr honum og Ag- destein lækkaði líka á stigum. Nú hefur hann 2.595 stig eins og Jó- hann Hjartarson. Agdestein hefúr eins og allir vita mörg áhugamál sem draga úr skákiðkun hans — hann var ti! dæmis orðinn lands- liðsmaður í knattspyrnu fyrir nokkru en ekki hefur spurst til hans á fótboltavellinum um skeið. Agdestein er sókndjarfur og bráð- skemmtilegur baráttuskákmaður se'rrrhefúr marga hildi háð við ís- lensku stórmeistarana — satt að segja hefúr hann oftar en ekki haft betur. Fari hann að tefla meira á næstunni er meira en líklegt að hann komist fljótlega í hóp öflug- ustu skákmanna heims. Að vísu gæti þá líka farið svo að hann glat- aði þeim soltna neista sem ein- kennir oft taflmennskuna. Næsti stórmeistari Norðmanna gæti orð- ið Einar Gausel, þrítugur, með 2.485 stig — en hann vakti athygli íslendinga fyrir noldau þegar hann tók sér fyrir hendur að sanna í grein í norsku skákblaði að íslend- ingar væru ómögulegir skálcmenn. Rune Djurhuus vakti mildar vonir landa sinna þegar hann stal Evr- ópumeistaratitli unglinga af Hann- esi Hlífari fýrir nokkrum árum en síðan hefúr hann látið ffemur lítið að sér kveða. Hann er orðinn 24 ára og hefur 2.460 stig. Finnskir skákmenn eru kapítuli út af fyrir sig. Finnar eiga heila þrjá stórmeistara en þeir eru allir meðal stigalægstu stórmeistara í heimi, og þótt víðar væri leitað. Jouni Yrjöla, 33 ára, er þeirra stigahæstur ef svo má að orði komast, með 2.440 stig, en Heildd Westerinen (49 ára) og Yrjö Rantanen (43ja ára) hafa báðir 2.355 stig — sem eru jafn mörg stig og til dæmis Andri Áss Grétarsson hefur, og vona ég að honum þyki sér eldd svivirða gerð með þessum samanburði. fc>\ Skvpw* , Pr«l4u twor ■ 3.0 >3r ar-í-ii ecfi'4-} vppdtrlHj áá-5-o-j^u 3 F tsoYVMjWx cfðsv*i w\á Wv€ cvmo .ftjd /av- Es'j r JeV\SScvYkq gyíf rjfJ/1 «9 'jyvjS p u rn i-J-) !x jgSb viv a' . viiifas/u t i KjaLFApoRM Sfcipw I B|s£új>s ö(c fjALA&t FVPS VzAK FFMr TIL PJeesrrA^/^/6S. uNjDíE-VF?^ícp/Fr/N//v / j f 1 GawailmaWa 'za- FlRP/ HHt frf. FMM GUÐ VÆZ} A IPve. SpM QYGLi i (cUFFu- CTB.PW4 > LIA! 6 c, 5 A GOPÍ PÆ-TT/ Ajcuery'e.i vipd' . I 1 Xvóit>) N H VíSl MANiV fc'g/i/A/1 £. F<SKvf!£>i$Tj^N VH> HASho/A r OSLO' P. vfi V IÍ> BISKu P | SJOA/VA V-* I" znisim-ozo SÖGUR LÝÐVELDISINS #5 © STEINGRÍMUR EYFJÖRÐ & SJÓN 14 PRESSAN FIMMTUDAGURINN 24. FEBRÚAR 1994

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.