Pressan - 24.02.1994, Blaðsíða 19

Pressan - 24.02.1994, Blaðsíða 19
„Balladur drepa mig“ E R L E N T MARGRET E. ÓLAFSDÓTTIR „Honum er reyndar svo umhugað að hafa já- menn í kringum sig að gárungarnir hafa kallað einkavœðingu ríkisfyrirtœkja landsins lélegan brandara og ekkert annað en yfirskin, því öll haji fyrirtœkin góða vini ráðherrans íforstjóra- stólum sínum. “ að féll sprengja í ífönskum fjölmiðlaheimi í síðustu viku þegar forstjóri sjónvarps- stöðvarinnar Canal Plus, André Rousselet, sagði skyndUega upp störfum. Uppsögnin kom reyndar ekki algerlega á óvart, þótt aðdrag- andinn væri ekki ýkja langur, að- eins örfáir dagar. Forstjórinn hafði þá komist á snoðir um viðskipta- samning aðaleiganda stöðvarinnar, fjölmiðlasamsteypunnar Havas, við Almennu vatnsveitumar og France Télécom, sem gerði henni kleift að eignast 49% hluta í Canal Plus í stað 25% áður og það fyrir tUstilli nýgerðra lagabreytinga samskipta- málaráðherrans Carignons. Rous- selet gat ekki samþykkt þessa nýju hluthafa og rauk því á dyr. Hann skeUti hurðum svo rækUega á effir sér að glumdi um aUt Frakkland lengi á eftir. Sama dag og hann sagði starfi sínu formlega lausu á stjórnarfundi stöðvarinnar birtist eftir hann löng grein í Le Monde undir yfirskriftinni: „BaUadur drepa mig“. Rousselet kennir þar forsætisráðherranum Edouard Balladur um hvernig komið er fýr- ir sér — og sjónvarpsstöðinni. Ballcidur og Omor garðyrkjumaöur Fyrirsögnin er sótt í sakamál sem dæmt var í í S- Frakklandi fyrr í þessum mánuði, þar sem ungur garðyrkjumaður af marokkóskum uppmna var sakaður um morð á vinnuveitanda sínum, ríkri ekkju. Ekkjan hafði fimdist látin á kjaU- aragólfi heimUis síns, þar sem ritað var með blóði á vegginn fýrir ofan hana: „Omar drepa mig“, en Omar er einmitt nafn garðyrkjumannsins. Dómarinn taldi yfirskriftina næga sönnun fýrir sekt Omars, því fórn- arlambið hefði oft verði staðið að því að gera samskonar stafsetning- arviUur. Af því var dregin sú álykt- un að Omar væri morðinginn. Sumir hafa viljað kaUa þetta mál nýtt Dreyfus-mál, þar sem engin fuUnægjandi gögn hafi verið lögð ffam tU sönnunar sekt eða sakleysi Omars. Það er m.a. bent á að hinn raunverulegi morðingi hefði vel getað ritað á vegginn í þeim tilgangi að koma sök á garðyrkjumanninn, sem var dæmdur í átján ára fang- elsi. Flestir eru sammála um að þarna hafi átt sér stað grófleg rétt- armistök og hefur hópur fólks farið ffam á að réttað verði aftur í mál- inu. Þessi samlíking Rousselets á málefnum Canal+ og máh Omars hefur farið fyrir brjóstið á sumum, þar á meðal BaUadur og Nicolas Zarkosy, talsmanni ríkisstjórnar- innar, sem telja forstjórann fara ffam með óþarfa offorsi. En for- stórinn fýrrverandi vUdi með sam- anburðinum draga athygli almenn- ings að þátttöku ríkisstjórnarinnar og BaUadurs í því sem hann telur morðið á Canal+. Það þarf varla að taka það fram að ráðherrann held- ur stíft ffam sakleysi sínu. Einkavæðingin léleg- ur brandari TU að skilja ástæður ásakana Ro- usselets á hendur ríkisstjórninni er vert að líta ögn nánar á hvernig hlutirnir ganga fýrir sig í ffönskum ríkisrekstri. í hvert skipti sem valdahlutföU flokkanna breytast eft- ir kosningar fá gamlir yfirmenn að Qúka og nýir — hlynntir pólitískri stefhu nýju stjórnarinnar — taka við. Þetta á við í öUu kerfinu, en er ekki síst áberandi í rekstri útvarps- og sjónvarpsstöðvanna, því að minnsta kosti hér áður fýrr — fýrir daga Mitterrands — gerði það stjórnvöldum kleift að hafa bæði bein og óbein áhrif á skoðanaskipti í landinu. Síðan kom Mitterrand og leyfði ffjálsan rekstur útvarps- stöðva. Afnám ríkiseinokunar á sjónvarpsrekstri fýlgdi í kjölfarið og var Canal+ fýrsta einkasjónvarps- stöðin, stofnuð árið 1984 með per- sónulegu vUyrði Mitterrands, sem er góðkunningi Rousselets. Þegar hægrimenn unnu kosningarnar ár- ið 1986 gátu þeir ekki verið minni menn og einkavæddu eina af þremur ríkissjónvarpsstöðvunum, TFl. Þess var um leið gætt að hún féUi í hendur fýrirtæki verktakans Bourguyes, sem er háður ríkinu um verkefni. Franska ríkisútvarpið og -sjónvarpið hefur reyndar öðlast sjálfstæði gagnvart stjórnvöldum frá því sem áður var, m.a. með til- komu CSA, sem er nokkurs konar æðsta ráð sem gætir þess að flokk- arnir fái aUir jafnmikla umfjöUun á sjónvarpsstöðvunum, ekki síst rétt fýrir kosningar. Það hefur þó ekki breytt því að ríkisstjórn hverju sinni hefur ekki þótt verra að hafa útvarps- og sjónvarpsstjóra sem styðja hana. Og ríkisstjórn BaUad- urs er þar ekkert öðruvísi, þrátt fýr- ir fögur fýrirheit í fýrravor um að láta aUar hrókeringar eiga sig að þessu sinni. Það eina sem er öðru- vísi en áður er að BaUadur hefur farið fínna í hlutina og tekist að komast hjá úlfúð þar til núna. Honum er reyndar svo umhugað að hafa já-menn í kringum sig að gárungarnir hafa kaUað einkavæð- ingu ríkisfýrirtækja landsins lélegan brandara og ekkert annað en yfir- skin, því öU hafi fýrirtækin góða vini ráðherrans í forstjórastólum sínum. Á fagmáli kallast þetta „einkavæðing á la fran^aise". Pólitíkusar óttast spé- spegilinn Með þetta í huga hljómar það ekki eins lygUega að BaUadur skuli sjá sér hag í að krækja einni klónni í einu sjónvarpsstöðina sem talin hefur verið fullkomlega sjálfstæð gagnvart stjórnvöldum — og það þrátt fýrir vináttu Rousselets og Mitterrands. Hún er heldur ekki aðeins sjálfstæð, heldur rík, óhugn- anlega rík: Með útibú í Belgíu, Þýskalandi, Spáni og í Afríku. Framleiðandi sjónvarpsefnis og kvikmynda beggja vegna Atlants- hafsins og þar með eini franski íjöl- miðiUinn sem tekist hefur að festa rætur í Bandaríkjunum. AUt þetta er nú í hættu með nýjum hluthafa, France Télécom, sem er ekki aðeins að hluta tU ríkisfýrirtæki, heldur einnig skæðasti andstæðingur rekstrarstefnu Canal+ frá upphafi. Frakkar bíða því ekki aðeins spenntir eftir að sjá hvort stöðin á að tapa markaðinum, heldur einnig hvernig hinn franski Spitting Im- age-þáttur, Les Guignols de l’info, á effir að þróast þegar líða fer á árið og nær dregur forsetakosningum. Því ef Edouard BaUadur hefur séð sér einhvern hag í að ná þó ekki væri nema lidum völdum innan Canal+, þá er ástæðan komandi forsetakosningar. Og ef einhverjum finnst fáránlegt að ætla að grínþátt- ur geti haft einhver áhrif á útkomu þeirra, þá eru stjórnmálamenn sem dregnir eru sundur og saman í háði í þættinum ekki á sama máli, enda virðast áhorfendur ekki gera grein- armun á því sem þar er sagt og hin- um raunverulegu fréttum. Aðrir' eru ekki svo vissir um að neinar verulegar breytingar muni eiga sér stað innan Canal+. Hluthafabreyt- ing sé aðeins eðlileg þróun sé litið á það sem er að gerast annars staðar. Auk þess hafi Rousselet tekist að koma arftaka sínum, Pierre Lesc- ure, í forstjórastólinn, sem þýði að hann muni sjálfur eiga hægt með að hafa áhrif á bakvið tjöldin. Það er að segja ef Lescure verður ekki kominn út í kuldann með læriföð- ur sínum innan árs. Margrét E. Ólafsdóttir, París Víst eru belgirnir nýir í síðasta tölublaði PRESSUNN- AR er í lítilli „frétt“ gefið í skyn að úrslit í forvali/skoðanakönnun um frambjóðendur Alþýðubandalags og Framsóknarfiokks á Reykja- víkurlistann þýði að lítið verði um endumýjun og flokkarnir tefli hvor ffam sínu gamla liði. Svo virðist sem fféttamaður PRESSUNNAR hafi litla sem enga þekkingu á ffambjóðendum Reykja- víkurlistans eða skrifi gegn betri vit- und. Nú er nær ljóst að í níu efstu sætum listans verða fimrn einstak- lingar sem áður hafa setið í borgar- stjórn, en fjórir sem ekki hafa haff afskipti af borgarmálum. Það verð- ur að teljast hæfileg blanda af reyndum stjórnmálamönnum og nýgræðingum. Við í Reykjavíkur- ffamboðinu erum okkur vel með- vituð um nauðsyn þess að í okkar röðum sé fólk með víðtæka reynslu af stjórnkerfi borgarinnar, enda er það ásetningur okkar að taka við stjórn borgarinnar eftir næstu kosningar. Þá þýðir vitaskuld ekki að vera með eintóma nýgræðinga. Þess vegna er sú blanda sem verður á Reykjavíkurlistanum mjög góð. Alþýðubandalag og Kvennalisti tefla ffam í tveimur efstu sætum sínum bæði reyndum borgarmála- konum og ungu fólki sem ekki hef- ur áður tekið þátt í borgarmála- starfi. Af hálfu Framsóknarflokks- ins eru í tveimur efstu sætunum reyndir stjórnmálamenn, en af hálfu Alþýðuflokksins tveir menn sem hafa góðan bakgrunn úr at- vinnulífinu en hafa eldki tekið þátt í borgarmálum svo heitið geti. Skipting ffambjóðenda Reykja- víkurlistans milli kynja er ennfrem- ur eins jöfn og ffekast er unnt, í níu efstu sætunum eru fimm konur og fjórir karlar, meðalaldur ffambjóð- enda í níu efstu sætunum er um 43 Egill Jónsson Plús „Hann getur verið mjög tillitssamur í sam- starfi og afskaplega hlý manneskja, gestrisinn og vinur vina sinna. Hann er ótrúlega dugleg- ur og setur sig vel inn í landbúnaðarmálin. Svo hefur hann lúmskan húmor, er ákveðinn og hefur mjög sterkar skoðanir,“ segir Kristín Ástgeirsdóttir alþingiskona, en hún situr með Agli í landbúnaðamefhdinni. „Hann er mjög traustur fýrir sitt fólk og á margan hátt rökréttur og praktískur í hugsun. Síðustu at- burðir sýna að hann getur staðið fast á sínu ef á þarf að halda,“ segir Baldur Kristjánsson, sóknarprestur á Höfn í Homafirði. „Egill er sveitamaður í jákvæðri merkirigu þess orðs og hefur verið trúr þeim uppmna sínum í pólit- ísku starfi. Hann er duglegur og fýlginn sér og ber hag umbjóðenda sinna fýrir bijósti,“ segir Jón Kristjánsson, alþingismaður og ritstjóri Tímans. „Egill er mjög duglegur og fýlgist vel með málefnum kjördæmisins jafhffamt því að hafa mikinn metnað fýrir okkar hönd og að fá úrbætur í okkar málum hér fýrir austan,“ seg- ir Albert Eymundsson, skólastjóri á Höfn í Homafirði. Ósveigjanlegur og traustur — eða þröngsýnn skaphundur? Egill Jónsson, alþingismaður og bóndi á Seljavöllum, hefur vakið athygli fyrir störf sín sem formaður landbúnaðarnefndar Al- þingis. Mínus „Hann getur verið mjög þver og farið sínar eigin leiðir, án samráðs. Hann tekur oft stórt upp í sig og þarf því oft að bakka. Það er nei- kvætt við hann sem þingmann að hann ein- angrar sig alveg við landbúnaðinn, þing- menn eiga að vera víðsýnir og hafa breiða þekkingu," segir Kristín Ástgeirsdóttir alþing- iskona, en hún situr með Agli í landbúnaðar- nefiidinni. „Það má spyrja hvort hann sé nógu víðsýnn og hvort hann fari ekld offari í hagsmunabaráttu fýrir sitt allra nánasta um- hverfi," segir Baldur Kristjánsson, sóknar- prestur á Höfn í Hornafirði. „Skapsmunimir em miklir og stundum gera þeir það að verk- um að samstarf við hann getur verið erfitt eins og dæmin sanna. Einnig hættir honum til að hafa pólitikina helst til oft á orði við tækifæri sem hún ætti að vera til hlés. Það gerir ákafinn og dugnaðurinn. Hann sést ekki alltaf fýrir,“ segir Jón Kristjánsson, al- þingismaður og ritstjóri Tímans. „Hann er kannski of fastur á meiningu sinni og ekki alltaf tilbúinn að skipta um skoðun þegar mér finnst að það ætti við. Ósveigjanleikinn og dugnaðurinn er bæði hans mesti kostur og löstur," segir Albert Eymundsson, skóla- stjóri á Höfn í Hornafirði. ár, og af þeim er elsti frambjóðand- inn 56 ára en sá yngsti 28 ára. Þannig virðist Reykjavíkurlistinn hafa breiða skírskotun út í samfé- lagið og allir flokkarnir fjórir geta verið ánægðir með sinn hlut, ekk- ert síður en heildina. í mínum huga er það augljóst að það hefur tekist að koma saman samstilltum hópi fólks sem án vafa mun skila okkur góðum árangri í kosningun- um í vor. Arni Þór Sigurðsson annar fulltrúi Alþýðubandalags- ins á Reykjavíkurlistanum. Runólfur er ekki Runólfur í frétt um Ólaf Braga Bragason fikniefhasmyglara, sem handtek- inn var í Danmörku í síðustu viku, var nefndur til sögunnar Runólfúr Þór Jónsson sem átt hafði þátt í fýrri fíkniefnabrotum Ólafs Braga. Rétt er árétta að Runólfúr þessi er ekki búsettur hérlendis, eftir því sem PRESSAN _ kemst næst, og er alls ekki sá al- nafni hans sem býr í Hveragerði og kom hvergi nálægt málinu fýrr né síðar. ÞING- TÍÐINDI Hann fer ekki í Seðlabankann á mefian Ólafúr Þ. Þórðarson Herra forseti. Mér þótti eiginlega ómaklega vegið að Þresti Ólafssyni varðandi það atriði, að þegar almennt er mælt með því að menn fari í endunnenntun á ýmsum sviðum, þá sjái menn eftir því að hann cyði Aeimur árum ævi sinnar í að kynna sér sjávarútveg sem þjóðin lifir nú á. Ég hef trú á því að hann hefði gott af að vera í endurmenntun næstu tuttugu árin og mundi ekki sjá effir því að hann fengi opinberan stuðn- ing til þess að vera á námskeiðum alveg samfellt. Þessu vildi ég koma á framfæri. Gófi spurning Eggert Haukdal Hvenær lýkur þeim „farsa“ sem hæstv. utanríkisráðherra hefúr staðið fyrir gegn íslenskum landbúnaði sem hófst í tíð fynverandi ríkisstjórnar og stendur að fúllu enn? Lýkur honum með samþykkt þess frumvarps sem nú er boðað til breytinga á búvörulögum? Þetta átti að leysast vorið 1993, þetta átti að leysast fýrir jólin og nú að loknum hæstaréttardómi í janúar á enn að prufa nýjan texta. Hver er virðing Alþingis hjá þjóðinni að svo skuli ganga? FIMMTUDAGURINN 24. FEBRÚAR 1993 PRESSAN 19

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.