Pressan - 24.02.1994, Blaðsíða 20
Ekki er öllum vending-
um lokið enn í meintri
umsókn Steingríms
Hermannssonar um Seðla-
bankastjórastól. Hann hefur
látið svo um mælt við ein-
staka þingmenn Framsókn-
arflokksins að hann sé að
velta íyrir sér að hætta við
að sækja um eftir allt saman.
Ástæðan? Jú, hann finni fyr-
ir svo mildum þrýstingi frá
almennum framsóknar-
mönnum sem geti ekki
hugsað sér að hann hætti
sem formaður að ekki sé
ólíklegt að hann láti undan
því og haldi bara áfram...
Um daginn var 50
tonna bátur frá Vest-
mannaeyjum, Bald-
ur VE 24, staðinn að meint-
um ólöglegum veiðum vest-
an Vestmannaeyja þegar
landhelgisgæsluflugvélin TF
Sýn flaug þar yfir. Baldur er
bátur frá því fyrir stríð og
hefúr verið róið á þessi
sömu mið í þrjátíu til fjöru-
tíu ár. Þegar báturinn kom
til hafnar reyndist aflinn
fjórir kolar og einn steinbít-
ur. En þó að þetta væri ekki
mikið þá fór allt dómskerfið
af stað. Þing var sett í Hér-
aðsdómi Suðurlands og
þurfti dómarinn að gera sér
sérstaka ferð til Vestmanna-
eyja, auk þess sem verjandi
og fulltrúi ákæruvaldsins
'voru viðstaddir. Ákæruvald-
ið tilkynnti reyndar við rétt-
arhaldið að það félli frá upp-
töku aflans, en ef sekt sann-
ast á skipstjóra Baldurs má
gera ráð fyrir að hann verði
að greiða um 200.000 króna
sekt og þola missi veiðar-
færa. Þetta gætu því reynst
dýrustu fiskar íslandssög-
Um næstu helgi verða
stjórnarskipti hjá
knattspyrnufélaginu
Fram, en þar hefúr Halldór
Jónsson verið formaður um
tíu ára skeið. Nú mun hann
ætla að stíga til hliðar og
gefa öðrum tækifæri. Ekki er
ljóst hverjir taka við en eink-
um eru nefndir fýrrum
Frammarar sem staðið hafa
að rekstri og stofnun knatt-
spyrnufélagsins Víkvetja...
VIÐ
HLUSTUM
ALLAN
SÓLAR-
HRINGINN
643090
MARGT
Sú mynd sem flestir hafa af starfsemi Eimskips einkennist
öðru fremur af stórum skipum, löndunarkrönum og lyftur-
um, umfangsmiklum vörugeymslum og gámum. Þessi stóra
en einfalda mynd sýnir þó aðeins yfirborðið. Þær vörur sem
fara um flutningakerfi Eimskips árið um kring eru margvís-
/
legar að stærð og lögun. Þar er um að ræða flestar þær nauð-
synjar sem tengjast heimilum, fyrirtækjum og stofnunum
landsins, að ógleymdum fjölþættum íslenskum útflutningi.
Þær eru því í raun óteljandi, myndirnar sem móta þá
heildarmynd sem í starfsemi Eimskips birtist.
SO EIMSKIP
1914 - 1994
Fyrir allskonar flutning
HVÍTA HÚSIÐ / SÍA