Pressan - 24.02.1994, Blaðsíða 12

Pressan - 24.02.1994, Blaðsíða 12
Útgefandi Pressan hf. Ritstjóri Karl Th. Birgisson Ritstjórnarfulltrúar Guðrún Kristjánsdóttir Sigurður Már Jónsson Framleiðslustjóri Bragi Halldórsson Markaðsstjóri Sigurður I. Ómarsson Ritstjórn, skrifstofur og auglýsingar: Nybýlavegi 14-16, sími 643080. Símbréf: Ritstjórn 643089, skrifstofa 643190, auglýsingar 643076 Eftir lokun skiptiborðs: Ritstjórn 643085, dreifing 643086, tækni- deild 643087. Áskriftargjald 860 kr. á mánuði ef greitt er með VISA/EURO, en 920 kr. á mánuði annars. Verð í lausasölu 280 krónur. Ólíkt höfumst vér að — eða hvað? r Uti í Frakklandi hafa stjórnmálamenn látiö undan þrýstingi þarlendra sjómanna og tekið upp tæknilegar hindranir gegn innflutningi á íslenzkum fiski. Borðalagðir embættis- menn veifa reglugerðum um heilbrigðiseftirlit og koma tollskoðun þannig fyrir að íslenzkir framleiðendur munu tapa milljónum ef embættismennirnir komast upp með þetta háttalag óáreittir. Franskir neytendur munu líka finna fyrir þessum verndaraðgerð- um í hærra vöruverði. Þessar aðgerðir Frakkanna eru almenntfordæmdar hér á landi, enda pólitísk sýndarmennska og augljós hagsmunagæzla stjórnmálamanna fyrir lítinn, en öflugan og háværan þrýstihóp. Þessi fordæming verður hins vegar meira en lítið hjákátleg í Ijósi þess að ekki eru nema örfáar vikur síðan íslenzkir stjórnmála- menn og embættismenn beittu nákvæmlega sömu aðferðum varðandi innflutning á landbúnaðarvörum. • Varla þarf að rifja upp fyrir fólki endurteknar sirkussýningar í kringum innflutning á skinku, kalkúnalærum og kjúklingabringum síðustu mánuði. Utanríkisráðherra og landbúnaðarráðherra lásu sama lagabókstafinn hvor á sinn veginn í skinkumálinu, en sá síðarnefndi hafði sigur og tókst um stundarsakir að koma í veg fyrir innflutninginn. Nokkru seinna kvað Hæstiréttur upp dóm, sem sýndi að utanríkisráðherra hafði haft betri — eða kannske óvilhallari — ráðunauta um lögfræðileg atriði málsins. Skinku- innflutningurinn var sem sagt löglegur, að sögn Hæstaréttar. Blekið var ekki þornað á dómi Hæstaréttar þegar landbúnað- arráðuneytið gaf út nýja reglugerð um heilbrigðiseftirlit með inn- flutningi á soðinni kjötvöru. Hún var umsvifalaust notuð til að stöðva innflutning á soðnum kjúklingabringum, meðtilfæringum sem franskir kollegar mandarínanna í landbúnaðarráðuneytinu hefðu verið stoltir af. Úti í Evrópu standa framleiðendur landbúnaðarvara í ná- kvæmlega sömu sporum og íslenzkir fiskframleiðendur standa nú. Þeir hafa framleitt vöru sem neytendur vilja ólmir kaupa, á lægra verði en innlenda vöru. Stjórnmálamenn úr landbúnaðar- héruðum láta undan fámennum, en háværum og öflugum þrýsti- hópi, sem sækir áhrif sín til ranglátrar kosningalöggjafar. íslenzk- ir neytendur eru í sömu sporum og þeir frönsku — þeir bíða eftir að fá að kaupa góðan og ódýran mat, sem kemst ekki einu sinni í búðarborðin vegna hártogana og grímulausrar hagsmunavörzlu embættismanna. Egill Jónsson, formaður landbúnaðarnefndar Alþingis, kemur af Austurlandi, landsfjórðungi sem á mikið undir sjávarútvegi ekki síður en framleiðslu á landbúnaðarvöru. Ekki er að efa að Egill hefur mikinn skilning á erfiðleikum sjávarútvegsins í baráttu hans við embættismenn í Frakklandi. Þess er óskandi að við nán- ari umhugsun sjái hann samhengið á milli atburðanna þar og deilna hér um landbúnaðarmál og uppgötvi þau einföldu sannindi að fríverzlun þjónar ekki tilgangi sínum nema hún sé gagnkvæm — gangi í báðar áttir yfir landamæri ríkja, hver sem þau eru. BLAÐAMENN: Jakob Bjarnar Grétarsson, Jim Smart Ijósmyndari, Páll H. Hannesson, Pálmi Jónasson, Sigríður H. Gunnarsdóttir próf- arkalesari, Snorri Kristjánsson umbrotsmaður, Steingrímur Eyfjörð útlitshönnuður. PENNAR: Stjórnmál: Árni Páll Árnason, Árni M. Mathiesen, Baldur Kristjánsson, Einar Karl Haraldsson, Finnur Ingólfsson, Gunnar Jó- hann Birgisson, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, Mörður Árnason, Ólaf- ur Hannibalsson, Óli Björn Kárason, Þórunn Sveinbjarnardóttir, Öss- ur Skarphéðinsson. Menning og mannlíf: Davíð Þór Jónsson, Einar Kárason, Friðrika Benónýs, leikhús, Gunnar J. Árnason, myndlist, Gunnar L. Hjálmars- son, popp, Hallur Helgason, kvikmyndir, Illugi Jökulsson, skák, Indr- iði G. Þorsteinsson, Jónas Sen, klassík og dulrcen málefni, Kolbrún Bergþórsdóttir, bókmenntir, Kristinn Jón Guðmundsson, Magnús Ól- afsson, Margrét Elísabet Ólafsdóttir. AUGLÝSINGAR: Halldór Bachmann, Kristín Ingvadóttir, Pétur Ormslev. Er atvinnuleysið hér til þess að fara? STJORNMÁL ARIXII M. MATHIESEIM Fjárfesting næstu ára að blandast engum hugur um að atvinnuleysið er okkar stærsta félagslega — og efna- hagslega vandamál. Það er lítil huggun í því, nema síður væri, að atvinnuleysið er mikið og jafnvel miklu meira í nágrannalöndum olckar en hér á landi. Það er hins vegar ánægjulegt að þjóðin virðist vera mjög meðvituð um þennan vanda eins og sést á því hversu margir aðilar hafa orðið til þess að vekja athygli á vandanum og hvetja til lausnar hans. Lausnirn- ar liggja hins vegar ekki á lausu. Að minnsta kosti ekki þær lausnir sem fólk óskar sér og almennt þættu þægilegar. En áður en við finnum lausnirnar verðum við að gera okk- ur grein fyrir orsökum vandans. Hvers vegna atvinnuleysi? Orsakir atvinnuleysis hér á landi, sem og annars staðar, eru eflaust margar. Minnkandi fisldstofnar og þar með minna hráefni til úrvinnslu og útflutnings er eflaust stærsta _ástæðan nú um stundir, en at- vinnuleysis var farið að gæta áður en veiðiheimildir voru skomar nið- ur. Ósveigjanlegur vinnumarkaður og úrelt vinnulöggjöf hefur eflaust sitt að sejga en hefur sennilega minni áhrif hér á landi en annars staðar í Evrópu. Of lítil arðgefandi fjárfesting í atvinnulífinu og einhæft atvinnulíf, viðlcvæmt fyrir sveiflum í sjávarfangi, er hins vegar megin- ástæðan að mínu mati. Þetta leiðir til þess að hagvöxtur verður sveiflu- kenndur og lítill, jafnvel neikvæður, þegar fiskveiðar minnka. Hagvöxtur er hins vegar forsenda þess að at- vinnuástand sé stöðugt hjá þjóð, þar sem vinnufusum höndum fjölgar stöðugt. Hagvöxtur og fjárfesting Svo virðist samkvæmt útreikn- ingum hagffæðinga sem hagvöxtur þurfi að vera að minnsta kosti 2,5% til þess að viðhalda atvinnuástand- inu eins og það er og forðast aukið atvinnuleysi. Hágvöxtur þarf því að vera 3-3,5% til þess að atvinnuleysi fari minnkandi og hægt sé að segja að við stefhum til fyrra horfs í þess- um málum. Til að ná þessum hag- vexti þarf fjárfestingin að vera um 25% af landsframleiðslu á ári. Árið 1994 mun fjárfestingin einungis verða um 15%. Meðaltal fjárfesting- ar á áttunda áratugnum var 27% en á síðasta áratug 21% og fjárfesting hefur síðan farið minnkandi frá ár- inu 199,2. Það er athyglisvert að síð- ustu 25 ánn hefur fjárfesting í lönd- um OECD verið að meðaltali 21-22% en atvinnuleysi í þessum löndum er í dag 8,5% að meðaltali. Fjárfésting síðustu áratuga Fjárfesting á áttunda áratugnum og ffam eftir þeim níunda virðist hafa verið talsvert mildl og við búið að því í nokkur ár hvað atvinnu varðar en síðan hefur fjárfestingin minnkað og atvinnuleysið auMst. Þessi fjárfesting var að mestu leyti íjármögnuð með erlendu lánsfé, eins og sést á því hvernig háttað hef- ur verið skuldasöfnun þjóðarinnar erlendis. Þetta getur verið fullkomlega eðlilegt og æslcilegt upp að vissu marM, sem við augljóslega nú höf- um náð. Ég er hins vegar sannfærð- ur um að óeðlilega stór hluti fjár- festingar þjóðarinnar á síðasta ára- tug hefur eldd skilað arði og atvinnu vegna þess fjárfestingar- og sjóð- akefis sem við til skamms tíma bjuggum við. Niðurstaða þess sem að ffaman er raMð er því sú að við verðum að fjárfesta til að minnka atvinnuleys- ið. Hvar ætlum við þá að fá það fé sem við þurfum til fjárfestinga næstu árin? Það er augljóst að aukning skulda erlendis er varhugaverð í ljósi stöð- unnar. Við verðum því að horfa til innlenda lánamarkaðarins og inn- lendra og erlendra fjárfesta. Vand- inn hvað þetta varðar er sá að inn- lendur sparnaður hefúr verið allt of lítill og fer minnkandi. Það er að hluta til orsökin fýrir erlendri skuldasöfitun. Á hinn bóginn hafa erlendir fjárfeslar ffekar lítinn áhuga á því að fjárfesta á íslandi í dag. Eríendir fjárfestar Þótt erlendir fjárfestar hafi ekM áhuga á að fjárfesta á íslandi í dag þá er það ekkert lögmál. Til að glæða þennan áhuga og fá hingað fjárfestingar og atvinnuskapandi verkefúi þarf að kynna landið og þær breytingar sem hér hafa verið gerðar að undanförnu. Þetta á bæði við um aðild okkar að EES og þær breytingar í skattamálum sem gerð- ar hafa verið. Við verðum líka að gera fleiri breytingar á okkar mál- um, sérstaMega hvað varðar viðmót og samsMpti við erlenda fjárfesta. Þetta á sérstaMega við um verka- lýðshreyfinguna og þá aðila sem starfa í þeim greinum sem tengja land og þjóð við umheiminn, þ.e. fyrirtæM í fólks- og vöruflutningum og Póst og síma. Við verðum að leggja okkur ffam um að laga okkur að þörfum þeirra sem við þurfúm á að halda. Innlendur spamaður Spamaður á íslandi er og hefúr verið of lítffl. Þegar að Meppir er ekki óeðlilegt að sparnaður minnM, þótt það sé ekM óffávíkjanleg regla. En okkur skortir hins vegar hvatann til þess að spara og þar með fjár- festa. Við treystum svo miMð á vel- ferðarkerfið að hvatinn til þess að eiga eitthvað í handraðanum og vera efúalega sjálfstæð hefur verið ffá okkur teMnn. Þessu verðum við að breyta með því að endurskoða velferðarkerfið. EkM til að brjóta það niður heldur til þess að við sýn- um sjálf meiri sjálfsbjargarviðleitni en við gemm nú. Verðum efúalega sjálfstæðari, spörum til þess að fjár- festa og skapa atvinnu og eyða at- vinnuleysi. Þá er atvinnuleysið komið tíl þess eins að fara. Höfundur er alþingismaður. Tjáningarfrelsið og skorður þess Önnur sjónarmið mætti spyrja: Af hverju sýndi ég eJdd þann vilja til samvinnu að leggja títtnefúd viðtöl [við þolend- ur lögregluofbeldis] ffam í réttin- um tU staðfestingar á skoðunum mínum? Svarið er einfalt: Eftir að hafa lesið hótanir Björns Sigurðs- „Með því að neita að gefa upp heimildamennina hef ég forðað þeim frá örðugri lífsreynslu, sem vel liefði getað orðið einhverjum þeirra til varanlegs skaða. “ Pressunni 17. febrúar, heldur neit- aði ég alfarið að kasta heimilda- mönnum mínum í vargakjaffa lög- reglunnar. Þessi tvö miMlvægu atriði: rétt- mætt svigrúm tjáningarffelsis og hefðbundinn réttur blaðamanna tíl Sigurður Már Jónsson PRESSUNNI. Löngu tímabærri umræðu um tjáningarffelsi hér á landi er gefin heil opna í síðasta tölublaði Press- unnar. Gott er tU þess að vita. Þar er viMð að málsókn minni á hendur íslenska rfidnu fyrir Mann- réttindadómi Evrópuráðsins á sín- um tíma, og þeim boðskap sem dómstóllinn mun hafa ætlað sér að koma til sMla með niðurstöðu sinni. Þú segir réttUega í grein þinni á bls. 8-9 að dómurinn hafi ffam að færa „mUdu víðtækari skUaboð um hlutverk skoðanaumræðu" en þau að forkasta innihaldi 108. greinar hegningarlaganna. Þetta er ekM bara rétt með farið heldur fjarska miMlvægt atriði. Þessu tU staðfestingar vitnarðu í dómsforsendur M.E. rúeð dálítið þunglamalegu orðalagi, sem ég er ekM alveg viss um að lesendur sMlji. Málið þarf helst að vera sára- einfalt. Og nú get ég ekM stfflt mig um að benda á að ffumheimUdir um þessi tvö atriði, sem þú ert að vísa tU, eru þegar fyrirliggjandi á prenti í bók minni „Tvíræður“, sem út kom á seinasta ári og fæst enn hjá forlaginu (leshúsi) og í ein- hverjum bókabúðum. Bæði Mannréttindanefúdin og MannréttindadómstóUinn veittu mér þann heiður að lofa mér að tala mínu máli sjálfur (eins þó Hæstiréttur Islands hefði eldd talið hættandi á það). Raunar sögðu starfsmenn dómsins mér það í óspurðum fréttum að ég væri fýrsti ólöglærði einstaMingur sem fengið hefði að tala fýrir dómnum fram að þeim tíma. Hvað sem síðar yrði, ef þetta tæMst vel. Má ekki líka líta á það sem sMlaboð til Hæstaréttar? Málsóknarræðurnar (sem vita- skuld ættu að vera skyldulesning allra dómara hér á landi) eru semsé birtar í fyrmefúdri bók minni. Frumgerðina (ensku) er þar að finna á bls. 125-141 en þýðingu mína á ræðunum má finna á bls. 32-65. Með þínu leyfi langar mig til að setja hér tvo stutta kafla úr þýðingu minni. Þeir varða einmitt þær Möfur, sem þú nefnir að dóm- stóllinn hafi teMð mjög jákvætt f. Fyrri kaflinn er ffamarlega úr mál- sóknarræðu minni fýrir Nefúdinni 14.03.1990, svolátandi: „... Frjáls aðgang- ur að skoðunum og upplýsingum — einkanlega þó óþægilegum skoð- unum og torfengn- um upplýsingum, sem allajafúa eru lík- legri til að opna mönnum nýjar sýnir -— það er líka einn af hyrningarsteinum lýðræðisins. Vita- skuld hefúr vafist fýrir mér að skilgreina þetta (tján- ingar)ffelsi. Herir manna virðast öldum saman hafa setið yfir hvers- lags sMlgreiningum á takmörkun- um handa tjáningarffelsinu án þess að sMlgreina þó nokkurn tíma hvað það var, sem þeir voru að tak- marka. Til þessa hefur frelsi eink- um verið skilgreint með skefjum sínum og höftum. Þær skilgrein- ingar eru háskasamlegar velflestar, því hver og ein þeirra er stöðugt að rýra hlut ffelsisins. Ef tjáningar- ffelsi á að ríkja framvegis hljótum við því að túlka réttindi þess og svigrúm mjög frjálslega en spara ffekar skilgreiningarnar... En hljóta ekM þannig slys (eins og dómur H.I. yfir mér í lögreglumál- inu) að henda í kerfi sem meinar tjáningarfrelsinu að ná til særandi, hneykslandi og óþægilegra hug- mynda engu síður en blíðmælgi?" Það var þessi einfalda spurning mín um landamæri tjáningarffels- isins, sem Mannréttindadómstóll- inn svaraði eindregið játandi þann 25.06.1992. Hinn ræðustúfurinn, sem mig langaði að tilfæra hér, er kafli seint í málflutningi mínum fýrir sjálfum Dómstólnum 22.01.1992, svolát- andi: „Heiðruðu dómendur! Víst sonar lögregluvarðstjóra í minn garð og gert mér grein fýrir því að vissir starfsmenn lögreglunnar víl- uðu það ekM fýrir sér að brjótast inn í tölvugögn Borgarspítalans í leit að manni, sem raunar hafði aldrei séð mig, en lét þó hafa sig til að undirrita falska yfirlýsingu mér til óhróðurs, eftir að hafa séð lög- regluna lesa þá yfirlýsingu í sjón- varpið, eftir að hafa komist að þvi að ríMssjónvarpið hugðist aldeilis ekki birta á þessu leiðréttingu mér í hag, og síðast en ekM síst, effir að hafa gert mér ftffla grein fýrir eðli réttarkerfisins sem meðhöndla átti málið, þá tók ég ákvörðun um að neyta alþjóðlega viðurkennds réttar míns til að vernda heimildamenn- ina. Reynslan af réttarhöldunum allt til þessa dags hefur sannfært mig um réttmæti þeirrar ákvörð- unar. Með því að neita að gefa upp heimildamennina hef ég forðað þeim ffá örðugri lífsreynslu, sem vel hefði getað orðið einhverjum þeirra til varanlegs skaða." Mannréttindadómstóllinn [að einum dómara undanskildum] viðurkenndi þann hefðbundna rétt, sem ég vísaði hér til, enda hafði mér ekM „misteMst að rétt- læta“ orð mín eins og segir í þýð- ingu þinni á dómsforsendu M.E. í að vernda heimildir sínar fengust þannig viðurkennd með þessum dómi M.E. Bæði þessi atriði hafði íslenskt réttarfar sniðgengið í mál- sókn ríMsins gegn mér. Það má því segja að dómur M.E. ffá 25.06.1992 hafi fern skilaboð að færa íslenskum dómurum. I fyrsta lagi: Varist að dæma eftir 108. grein almennra hegningarlaga ffá 1940. I öðru lagi: Varist of þröngar sMlgreiningar á tjáningarffelsinu. I þriðja lagi: Virðið rétt blaða- manna tíl að vernda heimildamenn sína. Og í fjórða lagi: Meinið sakborn- ingi aldrei að verja sjálfan sig, nema fýrir liggi lögbært vottorð geðlækn- is um vanhæfi hans tíl þess. Vonandi sérðu þér fært að birta þessa samantekt mína á góðum stað, eins þó hún óhjálcvæmilega þyrfti að nefúa bók eftir mig sjálf- an. Enda má líka gæta þess að blað- ið hafði aldrei pláss til að kynna þá bók þegar hún var á döfinni snemma í haust. Þið bara hirtuð eintaMð og þögðuð. En það gerðu nú líka fleiri blöð. Með bestu kveðjum, Þorgeir Þorgeirson. 12 PRESSAN FIMMTUDAGURINN 24. FEBRÚAR 1994

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.