Pressan - 24.02.1994, Blaðsíða 13
Fransmenn eru plebbar!
Nú er það orðið alveg aug-
ljóst — þeir eru plebbar,
þessir Fransmenn. Hér er-
um við búin að vinna hörðum
höndum að skapa útflutningsvöru í
heimsklassa og viljum færa þeim
hana á sinn ffæga markað. Þá hefj-
ast upp með annarlega kröfugerð
franskir sjómenn, sem búa einfald-
lega ekki við samskonar auðlindir
og við og hafa þessvegna orðið
undir í samkeppninni. Og það er
einsog við manninn mælt; þröngir
byggðahagsmunir og kjördæma-
pólitík skipta sjálfa ríkisstjórn
Frakklands meira máli en það að
standa með reisn við viðurkennda
alþjóðasamninga og margyfirlýstan
stuðning sinn við frjálsa verslun
eða að virða fullkominn rétt marg-
faldrar samevrópskrar bandalags-
þjóðar tfl að bjóða íbúum Frakk-
lands sína bestu vöru á sanngjömu
verði.
í fullri alvöru er þetta réttlætis-
mál auðvitað efst á baugi þessa
viku, enda em verulegir hagsmunir
í húfi að innanlandsófriður eyði-
leggi ekki dýrmæta markaðsupp-
byggingu í Frakklandi síðustu árin.
Hvað sem líður byggðaþróun í
Frakklandi og gengi flskimanna þar
í landi (svo fer um dýrð heimsins:
hvar eru nú les péchenrs d’Islande?)
er það auðvitað eðlileg þróun í
hinni nýju Evrópu samvinnu og
samkeppni að hinar norðlægu
þjóðir verði fremstir fisksölumenn
á markaðstorginu mikla. Þær eiga
gjöful og ómenguð fiskimið og
kunna öðrum betur að afla fisksins,
verka hann og setja hann á markað.
Ekki skiptir minnstu að það eru
beinir hagsmunir franskra neyt-
enda að íslendingar og aðrar fisk-
veiðiþjóðir fái fullt frelsi tfl að færa
þeim fiskvarninginn heim á borð. í
rauninni má leiða að því fullkomin
hagrök að Evrópuþjóðir á borð við
Frakka eigi að stefria að því að láta
sér nægja að fást við næstu heima-
mið sín og það sérstaka góðmeti úr
sjó sem þeir eru frægastir fyrir, en
hætta að trufla hinn almenna
markað með lagahöftum og sér-
tækum stjórnvaldsaðgerðum.
Þess er að vænta að íslensk
stjórnvöld bregðist hart við og beiti
af öllu afli alþjóðlegum vopnum
gegn þeim yfirgangi sem felst í
tæknihindrunum og ofúrskrif-
finnsku sem Frakkar beita til að
fara í kringum alþjóðasamninga og
viðurkenndar frjálsræðisreglur um
útflutning á fiski.
Að sjálfsögðu er þetta aðalmálið.
Svo er víst eitthvað verið að þrasa
um orðalag í landbúnaðarnefnd al-
þingsins, — en sem betur fer eru
allir flokkar meira og minna sam-
mála um grundvallaratriði í land-
búnaðarmálum okkar og hafa heil-
brigða íslenska afstöðu til alþjóða-
viðskipta með búvörur. Það getur
vel verið að frá einhverjum suður-
þjóðum sé hægt að flytja hér inn
dágóða búvöru og jafrivel nokkuð
ódýra. En hér ber fyrst á það að líta
að fyrir hendi eru mikilvægir inn-
lendir hagsmunir. Ekki dregur úr
mikilvægi málsins að þeir skipta
verulegu máli fýrir flestar byggðir,
og eru ákaflega viðkvæmir fýrir
stjórnmálamenn í lykilkjördæm-
um, bæði ráðherra og forystumenn
í stjómarandstöðu.
Við verðum þessvegna að
tempra nokkuð opinbert tal um
verslunarfrelsi og hljótum að sjálf-
sögðu að láta reyna á þanþol þeirra
alþjóðasamninga sem um málið
íjalla, — til hvers eru lögffæðing-
arnir nema verja íslenska hags-
muni? Innlendir neytendur þurfa
vissulega áfram að leggja nokkuð á
sig af þessum sökum, en þeir njóta
þessa þó á annan veg, með meiri
vinnu innanlands og aukinni al-
mennri lifshamingju í landinu. Um
opna markaði og svokallaða hag-
kvæmni í alþjóðaviðskiptum er
náttúrlega ekki nema gott eitt að
segja, en mestu skiptir að hver þjóð
hafl til þess fullan rétt innan sinna
landamæra að þróa fram sína at-
vinnuvegi einsog henni hentar án
annarlegra afskipta frá erlendum
aðflum af ýmsu tagi.
Þess er að vænta að íslensk
stjórnvöld bregðist hart við og beiti
af öllu afli lagalegum og tæknileg-
um vopnum gegn þeim yfirgangi
sem innlendum hagsmunum væru
annars búnir frá þeim þjóðum sem
ella mundu notfæra sér hnattstöðu
sína og atvinnuhefðir til að brjóta
niður íslenskar starfstéttir og
„YfirgangurFrakka er
að sjálfsögðu aðalmál
vikunnar. Svo er víst
eitthvað verið að
þrasa um orðalag í
landbúnaðarnefnd al-
þingsins, — en sem
betur fer hafa allir
flokkar heilbrigða ís-
lenska afstöðu til al-
þjóðaviðskipta með
búvörur. “
byggðafrið í nafni óhefts innflutn-
ings og frjálsrar verslunar með
landbúnaðarvörur.
Höfundur er íslenskufræðingur.
Skrifaðu ráðstefnuhöll!
VIDSKIRTI
— HIIM HLIDIIM
Vikulegur dálkur um viðskipti og fjármál er
skrifaður af pallborði nokkurra einstaklinga í
viðskipta- og fjármálalífi.
Hvað er list? List er að gera
eitthvað vel. Það er list að
baka gott brauð. Stjómmál
eru list og stjórnmál geta verið
íþrótt. I hönd fara kosningar til
sveitarstjórna. Flokkarnir efna til
prófkjörs og forvals og í kjölfar
þeirra líta framboðslistar stjóm-
málaflokkanna dagsins ljós. Fjöl-
miðlar kanna afstöðu kjósenda til
framboðslista. Niðurstöður skoð-
anakannana um fylgi framboðslista
í Reykjavík eru ógnvekjandi fyrir
Sjálfstæðisflokkinn. Borgin er fall-
in. Borginni hefur hvorki verið
stjórnað af mikilli list né íþrótt að
undanförnu.
Forsetaefni Sjálfstæðisflokks seg-
ir bara hissa: „Hvað höfum við gert
kjósendum?“ Maður á aldrei að
vera hissa. Borgarbúum er nokk
sama hvort þeir keyra á SVR-bílum
eða SVR hf.-bílum. Borgarbúar sjá
ekki framfarir í því að stjórnarfor-
maður Hafskips hf. verði stjórnar-
formaður SVR hf.
Það væri svo sem ekki merkilegt
þótt skipt yrði á meirihluta í borg-
arstjóm Reykjavíkur. Slíkt gerist í
tveggja flokka kerfum um öll lönd.
Það er hins vegar sigurvegarinn
sem er merkilegur. Það er samsuða
lista allrahanda flokka í Reykjavík.
Þar er borgarstjóraefni kona nokk-
ur, sem skiptir um skoðun eins og
pólitískir vindar blása hveiju sinni.
Það er minnisstætt þegar Ingi-
björg Sólrún Gísladóttir söðlaði
um í afstöðu sinni til EES í beinni
sjónvarpsútsendingu eftir síðustu
alþingiskosningar og taldi þátttöku
í slíkri efhahagssamvinnu ekki frá-
gangssök.
Borgarstjóraefni allrahandalist-
ans hefur sérstakar skoðanir á fleiri
sviðum. Hún vildi friða húseignir
við Skúlagötu til minningar um
„forna“ atvinnuhætti. Það voru
eignir Völundar og Sláturfélagsins,
sem hún vildi varðveita. Sjálfstæð-
ismenn buðu hins vegar betur í
friðunarmálum. Þeir vildu friða og
endurbyggja Korpúlfsstaði. Leifur
Sveinsson Völundarbróðir taldi
Erró-safn dýra geymslu fyrir vegg-
fóður. Kannanir sýndu hins vegar
að allar ffamkvæmdir yrðu ein
glórulaus hít og því virðast áform
hafa verið lögð til hliðar um sinn.
Merkflegast er þó að það er eng-
in stemmning fyrir Korpúlfsstaða-
ævintýri, því oft hefúr reynst vel á
atkvæðaveiðum að hafa fram-
kvæmdina nógu vitlausa.
Listin í stjórnmálum er að horfa
fram á við. Það er liðið er verður
ekki spilað upp aítur. Völundar-
eignir og Sláturhúsið voru úr sér
gengin. Markús Örn Antonsson og
Árni Sigfússon verða að horfa fram
á við og taka ffumkvæði í málum
sem tfl ffamfara mega horfa. Með
því gefa þeir borgarbúum von í því
slæma atvinnuástandi sem nú ríkir.
Það er ekki mikill vonarneisti fólg-
inn í því að veita Granda hf. 6
milljóna styrk til að frysta loðnu
um stundarsakir. Loðnan hrygnir
og þá er veislan búin.
Er þá ekkert hægt að gera? í
Reykjavík hefur margt verið vel
gert. Reykjavíkurborg hefúr tekist á
hendur mörg stór verkefiii sem
borgin getur verið stolt af. Hér var
haldinn leiðtogafundur með
skömmum fýrirvara og gekk ffam-
kvæmd hans vel. Á funda- og ráð-
stefúumarkaðnum eru engir kvót-
Ef farið er yfir þá aðstöðu sem til
er í Reykjavík kemur í ljós að að-
staða fyrir alþjóðlegar ráðstefnur er
ekki fyrir hendi. Það sem er næst
því að vera ráðstefhuaðstaða er við
Hagatorg. Hótel Saga og Háskóla-
bíó hafa aðstöðu sem hægt er að
nota í neyð, en öllum fundum í
Háskólabíói verður að ljúka fýrir
klukkan 4 því ella verður að borga
kvikmyndasýningar kvöldsins út.
Reykjavíkurborg hefur einsett
sér að vinna að a.m.k. einu stór-
verkefhi í einu. Sem stendur vinn-
ur borgin ekki að neinu slíku. Það
kann að vera að það sé að bera í
bakkafullan lækinn að segja við
borgarstjórnarmeirihlutann: bygg-
ið ráðstefhuhöll með öllu! í öflum
borgum er slík aðstaða. Ráðstefnu-
höllin gæti sem best staðið í hlíð-
um Öskjuhlíðar eða á lóðum við
Skúlagötu. Þegar ffam líða stundir
er hægt að byggja hótel í tengslum
við ráðstefnuhöflina.
Engar tekjur skila sér jafnhratt í
gegnum hagkerfið og tekjur af
ferðamönnum. Þegar byggð hefur
verið upp fullkomin aðstaða til
ráðstefnuhalds fýlgja á eftir smærri
ráðstefnur, sem nýta þá aðstöðu
sem þegar er fýrir hendi. Ráð-
stefnugestir eru
yfirleitt gestir sem
ekki borga sína
reikninga sjálfir.
Þeir eru oftar en
ekki farþegar á
Saga Class.
Heyrst hefur að
veitinga- og gisti-
húsaeigendur hafi
mikið á móti ráð-
stefnuhöll, að þeir
telji sig missa spón
úr aski sínum. Slík
afstaða lýsir þeirri
dæmafáu þröng-
sýni sem þrífst á
meðal vor þegar
merkfleg mál ber á
góma. Það verða
ekki byggð hótel í Reykjavík fýrr en
á næstu öld, Búnaðarbanki og Is-
landsbanki hafa séð fýrir auknu
gistirými á liðnum árum. Allt sem
gert er tfl að auka aðdrætti ferða-
manna nýtir þá aðstöðu sem fýrir
er.
Ráðstefnuhöll er fjárfesting sem
skilar sér á mjög löngum tíma. Það
er hlutverk borgaryfirvalda að
standa að slíkum fjárfestingum því
höfuðborgin hefur ákveðnar skyld-
ur.
Starfsemi Ráðstefnumiðstöðvar
fslands verður aldrei barn í brók
nema stefnan verði tekin í þessa
átt.
ar.
„Markús Örn ogÁrni verða að
horfa fram á við og taka frum-
kvœði í málum sem til framfara
mega horfa: byggið ráðstefnuhöll
með öllu!“
Fjölmiðlar
Stóri bróðir
rœskir sig
Mogginn hefur verið að segja
okkur af því að tölvunefnd hafi
vinsamlega sagt ríkisskattstjóra að
haga sér skikkanlega þegar hann
tekur myndir af vask-bílum sem
hann heidur að séu að gera eitt-
hvað annað en vask-bílar eiga að
gera. í kjölfarið hefur skatturinn
sett sér reglur um að bara megi
taka myndir af bílunum, ekki fólk-
inu sem keyrir þá eða húsunum
sem það á heima í.
Jamm og já. Og hvað kemur
okkur þetta við? Jú, það stóð þarna
líka að dómsmálaráðuneytið (eða
tölvunefnd) væri að undirbúa al-
mennari reglur um myndatökur á
almannafæri. Þetta hljómaði nógu
illa til að ég tékkaði á þessu í ráðu-
neytinu og fékk þau svör að „um-
ræða væri hafin“, þótt langt væri
líldega í reglurnar enn.
Vonandi mjög, mjög langt.
Viðmælandi minn í ráðuneytinu
nefiidi að fólk hefði spurzt fýrir um
það hjá tölvunefnd hvaða reglur
gfltu t.d. um myndir teknar á veit-
ingastöðum eins og m.a. PRESS-
AN, DV og Mogginn birta. Svörin
voru lítfl, en örvæntið ekki:
möppudýrin eru farin að huga að
því hvernig reglur þau geta srníðað
um þetta — reglur til að leysa
vandamál sem er ekki vandamál.
Ég minnist þess ekki að kvartað
hafi verið yfir svona myndbirting-
um hjá okkur, enda veit fólk af því
þegar myndirnar eru teknar, það er
spurt nafns, o.s.frv. Einhverjir hafa
hringt seinna og beðizt undan því
að myndirnar séu birtar, sem alla-
jafna er sjálfsagt að verða við.
Undantekningarnar eru svokall-
aðar „opinberar“ persónur, fólk
sem stundar þannig atvinnu að því
fýlgir að vera í sviðsljósi og fýrir
augum almennings, svo sem
stjórnmálamenn, jafhvel popp-
stjörnur, leikarar, sjónvarps- og
þvíumlíkt fólk. Ég held því fram að
það megi taka myndir af því nánast
hvenær og hvernig sem er, svo
fremi það sé á opinberum stað. Ég
hef svosum engan sérstakan áhuga
á að birta myndir af fólki ef það vill
það ekki, en þær aðstæður geta
komið upp og ef um er að ræða
þessa tegund af fólki sýnist mér
rétturinn óskertur prentfrelsisins
megin.
En það flögraði að mér öðruvísi
dæmi. Sjónvarpið birtir reglulega
„Saklaustfólk getur
verið að bora í nefið á
sér og átt á hættu að
það blasi við alþjóð í
sjónvarpinu undir
talnarunu um við-
skiptajöfnuð við út-
lönd. “
myndir af mannlífi í miðbænum,
oft til að skreyta fréttir af efnahags-
málum. Þar er mannfjöldinn
skannaður með vélinni án þess að
nokkur viti að verið er að taka
mynd af honum. Saklaust fólk get-
ur verið að bora í nefið á sér eða
eitthvað þaðanafverra og átt á
hættu að það blasi við alþjóð í
sjónvarpinu undir talnarunu um
viðskiptajöfnuð við útlönd.
Á að banna Sjónvarpinu að taka
svona myndir? „Já,“ heyri ég svarað
eins og alltaf er svarað: „Það verður
að vernda fólk fýrir ágengni fjöl-
miðla.“ Nei, segi ég. Ef Bogi Ág-
ústsson hefur áhuga á að birta svo-
leiðis myndir á hann að fá að gera
það og bera ábyrgð á því. En auð-
vitað gerir Bogi það ekld, sem er
hluti skýringarinnar á því að hann
varð og er fréttastjóri Sjónvarpsins.
Hugsanavillan hjá þeim, sem
ósjálfrátt eru alltaf tilbúnir að hefta
tjáningarfrelsi (og frelsi yfirleitt), er
nefnilega að fólki sé ekki treystandi
fýrir því — sérstaklega að við fjöl-
miðladótið séum svo dómgreind-
arlaus eða illa innréttuð eða hvort
tveggja.
Við erum þó fjandakornið látin
bera ábyrgð á því sem við birtum
og þótt það segi kannske ekki mik-
ið um okkur er ég viss um að okk-
ur er betur treystandi en embættis-
mönnum í dómsmálaráðuneytinu
til að velja fyrir okkur myndskreyt-
ingar með firéttunum.
Karl Th. Birgisson
HINUMEGIN (The Fap Side)
Eftir Gary Larson
Sjáiði bara! Haldið þið að ég gæti gert þetta ef það væri rafmagn í girðingunni?
FIMMTUDAGURINN 24. FEBRÚAR 1994 PRESSAN 13