Pressan - 24.02.1994, Blaðsíða 10

Pressan - 24.02.1994, Blaðsíða 10
Kaupsýslumennirnir Úlfar Nathanaelsson og Joe Grimsson til rannsóknar Hirtu heilt skip í vörslu sýslumanns á Siglufirði RLR og Interpol kanna nú viðskipti með gamalt varð- skip. Kemur það til vegna þess að kaupsýslumenn- irnir Úlfar Nathanaelsson og Jónatan Arngrímsson hirtu skip í vörslu sýslumannsins á Siglufirði og seldu það á írlandi. Tilraunir til að há því aftur hafa reynst kostnaðarsamar og hugsanlegt að ríkissjóður verði að bara kostnaðinn vegna mistaka opinberra HVANNEYRI þegar skipið hét Arvakur og var í eigu Landhelgisgæslunnar við að þjónusta vita lands- ctovfcm OTU,„ ins. Töluverðar endurbætur hafa farið fram á skipinu síðan þessi mynd var tekin. Skipið er 356 Sldl lSindnnd. brúttólestir og var smíðað árið 1962 í Hollandi. ULFAR NATHANAELSSON. Myndin er tekin fyrir utan stöðvar RLR í Auðbrekku í Kópavogi, en um það bil tuttugu kærumál á hendur hon- um voru þar til meðferðar í fyrra. Viðskiptin með Hvanneyri voru því hrein viðbót. Rannsóknarlögregla ríkisins rannsakar nú með aðstoð al- þjóðalögreglunnar Interpol sölu á dráttarskipinu Hvanneyri. Beinast grunsemdir að því að skip- ið hafi verið selt með ólöglegum hætti úti á Irlandi á meðan það í raun átti að vera í vörslu sýslu- mannsins á Siglufirði. Tildrög málsins eru með ólík- indum, en upphaf þessarar at- burðarásar má rekja til þess að nauðungarsala fór íram á dráttar- skipinu Hvanneyri 1. júlí 1993 að kröfu hafnarsjóðs Hafnarfjarðar vegna skuldar upp á 653.327 krón- ur. Var það þá vegna skuldar fyrir- tækisins Ozz hf. við hafnarsjóð en það var þá eigandi Hvanneyrar. Ozz er fjölskyldufyrirtæki í eigu Úlfars Nathanaelssonar, kaup- sýslumanns á Arnarnesi. Hvann- eyri hefúr í raun verið í eigu Úlfars um margra ára skeið, undir ýms- um nöfnum og skráð á fjölmörg hlutafélög. Skipið var í eina tíð vitaskipið Árvakur í þjónustu Landhelgis- gæslunnar en fýrst eftir að það komst í eigu Úlfars hét það Vakur og var þá skráð á Dýpkunarfélagið hf. Úlfar eignaðist það eftir ýmis- konar lánaviðskipti en hann hafði leyst það til sín á uppboði. Síðar eignaðist Drangur hf. skipið en það félag var einnig í eigu Úlfars og skömmu síðar fékk skipið einnig heitið Drangur. í desember árið 1991 var síðan Dráttarskipafélagið hf. skráð fyrir skipinu og var það þá skírt Hvanneyri. Síðan keypti Dýpkunarfélagið skipið aftur en í febrúar 1993 var það selt til Ozz hf. eins og áður sagði og var í eigu þess þegar uppboðið fór ffam. Þegar uppboðið fór fram á Siglu- firði var hæstbjóðandi í skipið Sig- ríður ída Úlfarsdóttir, dóttir Úlf- ars. Sá sem bauð í skipið í hennar nafni var Jóhannes Halldórsson, ffamkvæmdastjóri Innheimtu og ráðgjafar sem rukkaði inn Þjóðlífs- kröfurnar sem frægt er orðið, en Úlfar stóð á bak við allt það mál. Tóku þeir sem á uppboðinu voru eftir því að sonur Úlfars keyrði Jó- hannes norður á uppboðsstað. Borgaði 1,8 milljónir króna og sigldi skipinu í burtu Boðið í nafni Sigríðar var upp á 8,2 milljónir króna og ákvað settur sýslumaður, Halldór Jónsson, að taka því þrátt fýrir að einhverjir kröfuhafar hefðu uppi efasemdir. Voru skömmu síðar greiddar inn á kaupin 1,8 milljónir króna sam- kvæmt uppboðsskilmálum og fékk Úlfar þá skipið til umráða. Hvann- eyri, sem var þá í Keflavíkurhöfn, var umsvifalaust siglt til írlands með tvö skip í togi sem það hafði áður sótt norður á land. Þegar þangað kom seldi Úlfar skipið manni að nafni Kennedy sem er algengt nafn á írlandi. Úlfar virðist hafa ritað á afsalið í umboði dóttur sinnar og það þrátt fýrir að þar hafi komið ffam að sýslumaðurinn á Siglufirði þyrfti að votta heimild Úlfars til að selja skipið. Þrátt fýrir að þessa undirritun hafi vantað keypti Kennedy þessi skipið og seldi það öðrum manni sem býr í 10 PRESSAN FIMMTUDAGURINN 24. FEBRÚAR 1994

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.