Pressan - 24.02.1994, Blaðsíða 15

Pressan - 24.02.1994, Blaðsíða 15
Siðferðisleg skylda að segja frá Jón Ormur Halldórsson í viðtali um bók sína Átakasvœði í heiminum, stórfelldan blekk- ingarleik fjölmiðla, leit Vesturlanda að nýjum „óvini“, ábyrgðarleysi íslenska utanríkisráð- herrans og fleira. Jón Ormur Halldórsson, dó- sent við HÍ, hefur nýverið gefið út bókina Átakasvœði í heimin- um. PRESSAN tók Jón tali og innti hann fyrst eftir þvi hversu lengi bókin hefði verið í smíðum? „Þetta er efni sem ég hef verið að fylgjast með í sumum tilvikum hátt í tuttugu ár. Til dæmis kaflinn um Kýpur, ég kom þar fyrst 1976 og hef fylgst með þróun mála þar af talsverðum áhuga síðan. Sum lönd hef ég skoðað meðan ég hef dvalið í viðkomandi löndum, meðan þekk- ing mín á öðrum er meira úr bók- um. Aðdragandinn er í öllu falli mjög langur.“ 1 formála kemur þú inn á að hók- in sé í og með skrifuð til að fólk geti fengið heildstœðari mynd af atburð- um en hœgt er aðfá úr fréttum fjöl- miðla. Hver er þín skoðun á eðli frétta eins og þær eru framreiddar í dag og þeirri mynd sem þœrgeta gef- ið afviðburðum líðandi stundar? „Það eru annars vegar beinar takmarkanir í fréttaflutningi, sem ekki er hægt að komast yfir, og svo hinar, sem hægt er að komast hjá, þótt menn geri það sjaldnast. Frétt- ir eru anekdótur um atburði sem gerast, en hins vegar er hægt bak- sviðs að rekja um hvað hlutirnir snúast þannig að þeir séu settir í samhengi við það sem á undan er komið eða í samhengi við það sem raunverulega ræður gangi mála. Það er hægt að útskýra slíkt í stuttu máli, en það er mjög oft ekki gert á íslandi. En svo maður komi með dæmisögu um hvað þetta er erfitt, þá var ég um stuttan tíma að vinna á Stöð 2. Það gerðist sama daginn að ég var með tveggja tíma fýrir- lestur um ástandið í Líbanon í há- skólanum og tveggja mínútna frétt um hið sama um kvöldið. Ég reyndi að útskýra ástandið í Líban- on á þessum tveimur mínútum fyrir sjónvarpsáhorfendum, þó að tveir tímar dygðu ekki handa há- skólanemum. Það er hægt að reyna en tæknilega er þetta mjög erfitt." Falsmynd fjölmiðla af Persaflóastríðinu Eitt er takmörkuð geta fréttastofa til að gefa heildstœða mynd af at- burðum og baksviði þeirra. Annað er þegar hreinræktaðri falsmynd er haldið að almenningi eins og í Persaflóastríðinu, eða hvernig myndir þú lýsa þeim fréttum sem birtust á Vesturlöndum um þá at- burði? „Þetta er rétt lýsing. Á síðustu tveimur árum hafa komið út tugir bóka um þátt fjölmiðla í Persaflóa- stríðinu og niðurstaða nánast allra er á þá leið að þarna hafi verið stór- kostleg blekking á ferðinni og stór- merkilegt út af fýrir sig að það skuli hafa tekist að ffamkvæma hana með þessum hætti. Það tókst að draga athyglina ffá kjarna málsins, en um leið fékk fólk á tilfinninguna að það vissi námkvæmlega hvað væri að gerast, meira en í nokkru öðru stríði. Þetta er algjör mót- sögn, sem gekk upp í gegnum fjöl- miðla. Það liggur til dæmis fýrir að það dóu á milli 100 og 200 þúsund manns í stríðinu, en það hefiir eng- inn sjónvarpsáhorfandi séð eitt einasta lík. Síðan liggur fyrir að þessar hátæknisprengjur, smart- sprengjur svokallaðar, gegndu nán- ast engu hlutverki. Þó kallaði Washington Post þetta Nintendo- stríðið, því í sjónvarpinu leit þetta út eins og tölvuleikur. Stríðið vannst hins vegar með teppa- sprengjum, þar sem mjög miklu sprengjuinagni var varpað á af- markað landsvæði þar sem her- menn voru fýrir svo að engu yrði eirt. Þetta var gert með B-52-flug- vélum sem höfðu tekið þátt í Víet- namstríðinu og voru í nánast öll- um tilfellum eldri en flugmennirn- ir. Þannig að þetta var eins gamal- dags stríð og hægt var að hugsa sér og vannst með gífurlegu mann- drápi. Annað sem var sérstakt við þetta stríð var að það varð enginn blaðamaður vitni að neinum at- burðum þar, enginn sá nokkurn tíma skotið af byssu. Þeir voru lok- aðir inni á einhverjum hótelher- bergjum.“ En hvað gerir svona mögulegt? „Þeir sem lögðu á ráðin um upp- lýsingamiðlun úr stríðinu voru að hluta til þeir sömu og höfðu stjórn- að fjölmiðlaherferðum í kosninga- baráttu í Bandaríkjunum og menn nálguðust þetta með svipuðu hug- arfari. Menn voru minnugir Víet- namstríðsins sem tapaðist í fjöl- miðlum, en þetta stríð átti að vinn- ast í fjölmiðlum. í upphafi stríðsins var það kynnt sem stríð um lífs- hagsmuni Bandaríkjanna, en sú lína gufaði upp innan fárra daga og það var kynnt sem stríð í æðri til- gangi; fýrir sjálfsákvörðunarrétti þjóða og til að stöðva nýjan Hitler. Nú er það hins vegar alls staðar viðurkennt að þetta var hreinrækt- að hagsmunastríð. Það er athyglis- vert að stríðið var alltaf kynnt á Is- landi sem stríð í æðri tilgangi og umræða um annað var kæfð. Hvorki hér né annars staðar var aðstaða til neinnar sjálfstæðrar ákvarðanatöku fýrir blaðamenn, hvað þá almenning. Ég held að það verði erfitt að endurtaka þennan leik, því blaðamenn sáu eftir á hvemig hafði verið farið með þá.“ Hver er uppfræðingarskylda þeirra sem telja sig vita betur til að andæfa röngum og misvtsandi upp- lýsingum af þessu tagi? Er þessi bók tilkomin af einhverri slíkri skyldutil- finningu? „Já. Það er lífsafstaða mín að þeir sem telja sig vita eitthvað um hlut- ina skuldi öðrum að segja frá þeim. Ég held varla að það sé hægt að ýkja þá siðferðislegu skyldu blaða- manna, sem fýlgjast með átökum og öðrum atburðum, að segja frá. Flest átök eru jafhffamt áttök um sögu. Þeir sem segja ffá, eins og má sjá í Júgóslavíu, ráða því að mildu leyti hvernig viðbrögð samtímans verða en um leið hvernig sagan verður skrifuð.“ Misvísandi hugtakanotkun íslenskra fjölmiðla Hugtakanotkun á íslenskum jjöl- miðlum er eftirtektarverð. Hryðju- verkamaður hefur verið gegnum- gangandi samheiti yfir andstœðinga Israelsríkis, ísraelsmenn eru „myrt- ir“ af aröbum, en liðsmenn Intifata eru „skotnir“ eða „vegnir“, svo dæmi séu tekin. Hverjar telur þú rœtur þessarar mismununar vera? Telurðu að um meðvitaða hugtákanotkun sé að ræða og hverjar telur þú hugsan- legar afleiðingar? „Ég er sammála þessari skoðun um hugtakanotkun í íslenskum fjölmiðlum. Það virðist vera að ef ríki framkvæmir eitthvað þá er það „aðgerð“ eða hernaðaraðgerð. Ef aðrir aðilar eða einstaklingar gera hið sama er það „hryðjuverk“. Þannig að árásir Ísraelsríkis eru að- gerðir, svör í sömu mynt eru hryðjuverk. Ríki eða her skjóta fólk eða vega, einstaklingar myrða ef þeir eru ekki partur af ríkiskerfinu. Fjölmiðlar bera mikla virðingu fýr- ir þessari weberísku hugsun, að ríkisvaldið hafi einkarétt á ofbeldi. Eins er mjög rík tilhneiging í fjöl- miðlum að bera virðingu fýrir stat- us quo, eða ríkjandi ástandi. Það er mjög djúp virðing fýrir ríkjandi valdakerfi og það sést í hugtaka- notkun fjölmiðla og ffásagnar- máta. Afleiðingar þessa verða mis- skilningur meðal almennings. Hver er til dæmis munurinn á tveimur forsætisráðherrum Israels í fimm- tán ár, Begin og Shamir, og hryðju- verkamönnum? Þeir voru hryðju- verkamenn, urðu forsætisráðherrar og sem slíkir stóðu þeir fyrir að- gerðum sem leiða til sömu niður- stöðu og „hryðjuverk", fjöldi óbreyttra borgara er drepinn, en af hermönnum sem þeir stýra.“ I umfjöllun þinni um Júgóslavíu í bókinni minnistu á að Þjóðverjar hafi ýtt mjög á um að sjálfstæði Króatíu yrði viðurkennt og að sá hraði sem þar var viðhafður hafi haft afdrifaríkar afleiðingar og sennilega ýtt undir að vopnuð átök hófust. Þú skýrir hins vegar ekki hugsanlegar ástœður Þjóðverja fyrir þessum „æðibunugangi"? „Ég get mér þess til að það hafi ekld verið beinir hagsmunir Þjóð- verja sem réðu, heldur pólitík. Annars vegar andúð á kommúnist- um, sem voru ráðandi þá í Serbíu. Hins vegar er gífurlegur fjöldi Kró- ata í Þýskalandi, þótt þar séu einnig margir Serbar. Króatar voru líka undir Austurríska keisaradæminu á sínum tíma og svo voru Króatar samstarfsmenn Þjóðveija í heims- styrjöldinni, þó svo menn vilji sennilega sem minnst um það tala.“ Rembingur elur af sér óábyrga afstöðu I framhaldi af hugsanlegum af- leiðingum aðgerða Þjóðverja í mál- um Króatíu, hvað finnst þér um þá utanríkisstefnu íslendinga að vilja vera Jyrstir að viðurkenna sjálfstæði ríkja eins og Króatíu, Slóveníu, Eystrasaltsríkjanna? Finnst þér þetta vera ábyrg afstaða, eða telurðu frumkvæði íslands katmski ekki skipta neinu máli? „Þetta skiptir sennilega litlu máli í heimsmálunum, en mér finnst þetta ekki vera ábyrg afstaða. Það var tekið effir þessu í viðkomandi löndum, en tæpast annars staðar. Aðallega er þetta tilraun til að komast á blað, það er ekkert annað á bak við þetta. Það var eðlilegra að hafa samflot við önnur ríki. Ég held að íslenska utanríkisþjónustan sé ekki í stakk búin til að greina flókin alþjóðamál neins staðar.“ Breytt heimsmynd. Við höfum kotnið inn á vald fjölmiðla til að móta heimsmynd almennings. Nú hefur talvert borið á því eftir fall JÓN ORMUR HALLDÓRSSON: Vilji íslensku utanríkisþjónust- unnar að verða fyrstir til að viðurkenna sjálfstæði Króatíu var aðeins tilraun til að komast á blað. Það var ekki ábyrg af- staða sem réð. Sovétríkjanna að hinn vestræni heimur sé að leita að nýjum nei- kvæðum samanburðarvalkosti og að sá valkostur muni verða Islam. Ann- ar litur, önnur trú, aðrar siðvenjur, „kúgun kvenna“, andstaða við vest- ræn gildi og Vesturlönd, skortur á umburðarlyndi gagnvart skoðunum annarra. Reiknar þú með að Isíam verði hinn nýi andstœðingur Vestur- landa? „Það er mjög sterk tilhneiging í þessa átt, að stilla Islam upp með þessum hætti. Fyrir utan þá þætti sem þú nefnir má ekki gleyma hagsmunum Vesturveldanna af ol- íu. Þeir geta meinað Vesturlöndum aðgang að þessari lífsuppsrettu vestrænna þjóðfélaga. Ef þeir hefðu ekki tangarhald á því væri Islam mjög slæmur valkostur, því þá væri ekki um skörun hagsmuna að ræða. Hinn valkosturinn gæti verið Kina og Japan, þar er sama fjar- lægðin í útliti og gildum og þar eru keppinautar í alþjóðaviðskiptum. Vesturlöndin eru hins vegar það tengd þessum löndum með gagn- kvæmum hagsmunum að það er lítil hætta á slíkri andstæðri upp- setningu. Það verður pirringur ffekar en að menn fari að búa til nýjan „andstæðing" vesturveld- anna þar.“ Ógn heittrúarstefnu ræðst af aðgerðum Vesturlanda Þó svo sagan sýni að Islatn hafi haft meira umburðarlyndi gagnvart öðrutn trúarbrögðum en kristni telur þú að svokölluð „heittrúarstefna“ tneðal múhatneðstrúarmanna, til dæmis í Egyptalandi og Alsír, sé af öðrum meiði og að hún eigi eftir að ógna Vesturlöndum með einhverj- um hætti? „Þetta er ógn, en ástæðurnar fýr- ir að þetta þrífst má tilgreina: Ef ekki væri Palestínumálið væri ekki næstum því jafhmikill kraftur í þessum heittrúarmönnum og fýlgi þeirra minna. Ef ekki væru afskipti Vesturlanda af löndum múslima, fýrst með hernámi og síðan með uppskiptingu arabaheimsins í gerviríki og alls konar ríki sem eru sniðin til að vera í upplausn, þá- - — væri ekki þessi kraftur. Og loks er hinn gífurlegi munur á lífskjörum fólks í þessum ríkjum, skortur al- mennings og auðlegð yfirstéttar- innar. Þetta eru hinar þrjár ástæður fýrir að uppgangur heittrúarmanna hefur orðið mögulegur og Vestur- lönd geta vegið að rótum þessa vanda, með mishröðum hætti að vísu. En með röngum viðbrögðum er líka hægt að hella meiri olíu á þetta bál. Sennilega verða báðar tegundir af viðbrögðum upp á ten- ingnum, en breytt afstaða Vestur- landa til Israels gefur til kynna að þau eru að átta sig á að hagsmunir ->■*. þeirra krefjast breyttrar stefhu. Hins vegar held ég að það eigi eftir að verða gífurlegt uppgjör í mörg- um þessara landa, t.d. Alsír og Eg- yptalandi.“ Hvað fannst þér um „ritdóm“ Björtis Bjarnasonar? Ertu vinstri- sinnaður sérfræðingur, daufur í dálkittti yfirþeirri „skoðun“ að Vest- urlöttd hafi unttið hugmyndafræði- lega baráttu kalda stríðsins og ertu að streða við að sanna að ekki sé allt sem sýnistþegar um er að ræða yfir- burði kapítalisma og lýðræðislegra stjórnarhátta? „Ef hægt er að saka mig um áróður af einhveiju tagi þá er það áróður fyrir lýðræði. Það sem ég hef einfaldlega bent á er að lýðræð- “*• isríki Vesturlanda hafa ekki stutt lýðræðisþróun annars staðar í heiminum, heldur þvert á móti. Þessi ásökun Björns um að ég sé á móti Bandaríkjunum og því með einhveijum myrkraöflum er auð- vitað hluti af kaldastríðshugsunar- hætti. Heimurinn er smám saman að vaxa upp úr slíku.“ Páll H. Hannesson FIMMTUDAGURINN 24. FEBRÚAR 1994 PRESSAN 15 t

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.