Pressan - 24.02.1994, Blaðsíða 11

Pressan - 24.02.1994, Blaðsíða 11
JÓNATAN ARNGRÍMSSON eða Joe Grimsson, sem nú starfar á írlandi. Ætlaði að fá há lán erlendis til að Southampton á Englandi. Eítir því sem komist verður næst mun Úlfar hafa haldið því fram við yfirheyrsl- ur að naíh hans væri falsað og er margt sem rennir stoðum undir það. Þegar skipið kom til Southamp- ton var hafist handa við einhverjar breytingar á því. Svo virðist sem enginn hafi saknað skipsins fyrr en fyrirtæki, sem vinnur við dýpkun- arframkvæmdir hér á landi, hóf fyrirspurnir um það til að leita eftir kaupum. Þá kom ljós að það var horfið. Við eftirgrennslan kom hið sanna í ljós og sendi sýslumaður- inn út fimm menn í október til að reyna að ná skipinu heim. Einhver ágreiningur mun síðar hafa risið um það í umboði hvers þeir fóru, en kostnaður af þessari för varð verulegur og féll hann á búið. Munu kröfuhafar vera óhressir með allan þann kostnað sem þessi utanför hefur haft í för með sér og telja glapræði að hafa leyft skipinu að fara. Joe Grimsson kemur til skjalanna og ætlar að gera út á EB-sjóði Þegar fimmmenningarnir komu til Southampton til að reyna að ná skipinu sýndi hin nýi eigandi þeim afsalið og hélt þvi staðfastlega fram að hann væri réttur eigandi skips- ins. Eftir nokkurra daga dvöl á Englandi komu fimmmenningarn- ir heim slyppir og snauðir og enn mun vera óuppgert fýrir för þeirra. Hér heima á Islandi hefur verið í gangi þráfaldur orðrómur um að Kennedy sé í raun og veru Jósafat nokkur Amgrímsson, betur þekktur sem Joe Grimsson, al- þjóðlegur kaupsýslumaður ættaður að vestan, sem dvaldist lengi vel á Suðurnesjum áður en hann hélt út í heim. Heimildir PRESSUNNAR segja hins vegar að Kennedy sé vissulega til en á bak við hann standi Joe Grimsson. Þegar Kenne- dy keypti skipið hafi hann sagt mönnum að Jósafat ætlaði sér að fjármagna kaupin og biði bara eftir lánafyrirgreiðslu. Þetta var í sept- Úlfar virðist hafa ritað á afsalið í umboði dóttur sinnar og það þrátt fyrir að þar hafi komið fram að sýslumaðurinn á Siglufirði þyrfti að votta heimild Úlfars til að selja skipið. ember síðastliðnum. Það blasti hins vegar fljótlega við að eitthvað gruggugt var á bak við kaupin, en eftir því sem komist verður næst ætluðu þeir Kennedy og Jósafat að sækja um fýrirgreiðslu til að gera breytingar á skipinu. Hvort sem sú fyrirgreiðsla hefur verið skálkaskjól eða ekki (einn heimildamaður hélt því fram að sækja hefði átt í sjóði Evrópubandalagsins, en frar hafa þar ríflega ráðstöfunarkröfu) er ljóst að þeir gripu til þess ráðs að falsa upprunavottorð og afsal fyrir sölunni. Þá þegar var Interpol farið að gera fyrirspurnir um viðskiptin með skipið. Ótrúlegar verðsveiflur á skipinu Furðulegar tölur í sambandi við verð á skipinu hafa komið ffarn, en eins og áður var sagt var það slegið á 8,2 milljónir króna á Siglufirði. Þegar fimmmenningamir komu út fengu þeir upplýsingar um að það hefði verið selt þar á 400.000 pund eða um 42 milljónir króna, en sáu aldrei pappíra nema upp á 150.000 pund. Þegar skoðað var með söl- una í september síðastliðnum þá var rætt um verð upp á 200.000 pund þannig að ljóst er að þessar verðtölur stjórnast af ýmsu öðru en raunverulegu verði skipsins, enda spurning hvort ekki voru sýndarsamningar á ferðinni. Hefur þvi verið haldið ffarn að fýrir- greiðslulán sem átti að fá myndi ráðast af verðgildi skipsins og því þótt snjallræði að hafa það sem hæst. Þess má geta að skipamiðlari hér heima mat verðgildi skipsins í kringum 10 milljónir. Sýslumaðurinn á Siglufirði kærði Úlfar fýrir söluna til RLR og hefur málið verið til rannsóknar bæði hér heima og á Englandi með aðstoð Interpol. Reyndar hefur komið í ljós að starfsmaður RLR, sem hefur með málið að gera, hef- ur verið veikur í langan tíma og rannsókn því legið niðri, kröfuhöf- um sjálfsagt til mikillar armæðu. Skaðabótakröfur á ríkissjóð Samhliða þessum kærum var leitað til lögmanna hér heima sem höfðu milligöngu um aðstoð enskra lögmanna við að fá kyrr- setningu á skipið úti í Southamp- ton. Þar liggur skipið um þessar mundir. Núverandi eigandi þar vill að sjálfsögðu ekki láta það af hendi og kröfuhafar eru orðnir úrkula vonar. í janúar var haldinn fundur með kröfuhöfum þar sem kom ffam að kostnaður sem búið var að breyta skipinu. stofna til vegna tilrauna til að ná skipinu heim var ná- lægt 1,8 milljónum króna. Er því nánast horfið það fé sem til sýslumannsins var borgað sem innborgun effir uppboðið. Meðal annars mun kostn- aður enskra lögmanna vera orðinn um 500.000 krónur, en þeir urðu að kyrrsetja skipið þar sem það var á leiðinni til Dubai. Jafnffamt hafa þeir verið að undirbúa nokkurs konar innsetningu í skipið (umráðasviptingu) og leggja drög að málshöfðun. Munu þeir hafa notið að- stoðar dómsmálaráðuneyt- isins við það fýrir hönd sýslumannsembættisins, en skipti á sýslumönnum á Siglufirði hafa ekki einfaldað málið. Kröfuhafar hafa lýst því yfir á fúndum að þeir telji kostnað vegna hinna er- lendu lögmanna ekki koma kröfúhöfúm við þar sem til þess kostnaðar sé stofnað af hálfú sýslumannsembættis- ins á Siglufirði. Telja þeir að þar með hafi settur sýslu- maður verið að reyna að firra ríkissjóð tjónakröfu vegna þeirra mistaka sem hafi orðið með því að missa skipið úr landi. Rétt er þó að geta þess að þar sem ríkið átti sjálft flestar veðkröfurn- ar, með beinum eða óbein- um hætti, gæti það haff áhrif á málið. Er talið að ffekari kostnaður vegna aðgerða er- lendis geti orðið á milli ein og tvær miiljónir króna. Eru sumir kröfuhafar á því að ffekari tilraunir séu vonlaus- ar og best sé að hætta nú þegar. Sigurður Már Jónsson Ef þú kaupír nýjan cða notadan Skri-doo vélslcða færðu aukahluti að verðmæti kr. 30*000,- ókeypis? f^íSLI JÓNSSONHF Bfldshöfða 14 112 Reykjavík Sími686644 Tilboðið gildir eingöngu um véisleða að verðmæti kr. 200.000,- eða dýrari. Um uppítökur er ekki að ræða í tilboði þessu nema að sérstaklega sé um samið. Umboðsmenn okkar eru: Bílval á Akureyri, Nonni, Bolungarvík og Bílasalan Fell, Egilstöðum. Komin til að vera! Bára Þórarinsdóttir hefur ný- lega fest kaup á húsnæði Framtíðarmarkaðarins í Faxafeni. Bára hefurstundað verslunarrekstur um tuttugu ára skeið. Ftún byrjaði með hannyrðaverslun í Glæsibæ. Þar var hún í nokkur ár og fljótlega voru verslanirnar orðnar þrjár. Bára er kapp- söm kona og hefur alltaf haft gaman af aö selja. Henni fannst handavinnan ekki nógu spennandi til lengdar því þaö var sjaldan eitthvað nýtt að gerast og sömu vörurnar komu inn aftur og aftur. Bára ákvað því að breyta til og opnaði tísku- vöruverslunina Lilju í Glæsibæ. Sú búð gekk mjög vel. Árið 1979 opnaði hún svo Lilju á Laugavegi 19. Henni fannst fullmikið að reka tvær verslanir og fékk því Hrafn son sinn til aö kaupa verslunina I Glæsibæ. Hrafn rak síðan einnig Lilju á Akureyri. Árið 1987 festi Bára kaup á húsnæði í Kringlunni, en henni lík- aði þaö ekki alls kostar; „mér fannst hreinlega vera valtað yfir mig þar“. Þaö var síðan fyrir tveimur árum að Bára sló til, vegna fjölda áskorana, og var með á markaði uppi á Höfða. Þar kynntist hún markaðsstemmningunni og féll hún strax vel í geð. „Fólk var kaupglaðara. Þaö var komið til að kaupa, enda vörurn- ar ódýrari. í framhaldi af því fór ég að fara í Kolaportið helgi og helgi. Það fannst mér alveg ofsalega garnan," segir Bára. Fyrir stuttu ákvað Bára svo að festa kaup á húsi Framtíðarmarkaðarins í Faxafeni. „Ætlunin er að reka þetta sem markaðsverslun með nýjum, fallegum, ódýrum og smekklegum vörum í fjöl- breyttu úrvali. Básar verðar leigðir út til lengri eða skemmri tíma. Boðið er upp á gjafavöru, glæsilegan tískufatnaö á dömur og herra, barnaföt, blóm, skó, verk- færi, ódýra geisladiska, bækur, íslensk matvæli, sælgæti og góöa kaffiteríu. Ég legg áherslu á að þarna er ekki verið að selja gamla lagera heldur nýja vöru á lægra veröi en gengur og gerist. Ég ætla að reka verslunina mína þarna á ná- kvæmlega sama hátt og ég hef gert hingað til. Það að fara úr Kringlunni, þar sem sameiginlegur kostnaður er mikill, á svona markað gerir mér kleift að lækka vöruveröiö,1' sagði Bára að lokum. f

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.