Pressan - 17.03.1994, Qupperneq 4
Vonarpeningur eða nýr Kristmann?
Fyrirgefning Olafs
M mM
m w u
|j^n4|ic 'mm tm.
iionanns
Morgunblaðið hefur verið
duglegt við að þýða um-
sagnir um bók Olafs Jó-
hanns Ólafssonar „Fyrirgefningu
syndanna" sem birst hafa í erlend-
um blöðum. Bókin kom formlega
út fýrr í vikunni í Bandaríkjunum
og þá undir nafninu Absolution í
þýðingu Bemards Scudder.
Hingað til hafa engin stórblöð
tekið bókina tif umsagnar þar til
nú að bókmenntafylgirit New
York Times birtir grein um hana
undir fýrirsögninni „íslenskur
syndari nær úr sér hroUi“. Mogg-
inn segir ffá þessu undir fýrir-
sögninni: „Kemur ánægjulega á
óvart.“ Von manna er auðvitað sú
að þetta opni dyr fýrir aðra höf-
unda, það er orðið langt síðan
skáldverk eftir íslenskan rithöfund
hefur verið gefið út hjá stóru for-
lagi hjá Bandaríkjunum. Það var
síðast árið 1946 að Sjálfstætt fólk
eftir Laxness kom þar út og þar
áður tvær bækur eftir Gunnar
Gunnarsson á þriðja áratugnum.
En opnar þetta dyr fýrir Ólaf Jó-
hann inn í íslenskan bókmennta-
heim?
Lítill spámaður í heimi bók-
menntanna
Það er gömul saga og ný með
spámanninn í eigin föðurlandi —
íslendingar þekkja það syndróm
vel. Sterkasta dæmið er auðvitað
Björk og Sykurmolarnir, sem
aldrei nutu vinsælda á Islandi fýrr
en fór að bera á þeim erlendis.
Það væri synd að segja að Ólafur
Jóhann hafi fengið góða dóma
bókmenntafóUcs á íslandi. I
PRESSUNNl 18. nóvember var
gerð úttekt á helstu skáldum okk-
ar og leitað tU tuttugu einstaklinga
sem aUir hafa fýlgst vel með bók-
menntum. Þar fúxaði Ólafur Jó-
hann illilega — var hreinlega á
kafi í hauskúpum. Hins vegar hef-
ur almenningur ekki tekið Ólafi
Jóhanni iUa og hann hefúr selst
ágætlega. „Jú, jú, hann selst,“ segir
Kolbrún Bergþórsdóttir gagn-
rýnandi, en hún liggur ekki á
þeirri skoðun sinni að henni
finnst Ólafúr Jóhann lítill höfund-
ur. „Það er aðaUega vegna þess að
hann er milljónamæringur sem
vinnur hjá Sony og auk þess góð-
ur drengur. Bækurnar hans eru
læsilegar en formúlukenndar og
banal. En sem bókmenntir ná þær
ekki nokkurri átt. Þær eru iUa
unnar og Ula hugsaðar. Það er
engin skáldgáfa í þessum texta,
enginn írjór og merkilegur skáld-
skapur. Þetta er stíU sem kannski
er góður og gildur í MR, en ég
verð hálfvandræðaleg þegar ég les
þetta og það er alls ekld hægt að
taka þetta alvarlega. Hann er
svona nýr Kristmann Guð-
mundsson, sem var álcaflega vin-
sæll á sínum tíma. En sá lcrítíker
sem gaf honum góða einkunn þá
nagar sig í handarbökin."
Breytir engu í sjálfu sér
Staða Ólafs í bókmenntaheim-
inum hérlendis hefúr eldd verið
sterk og Mattlúas Viðar Sæ-
mundsson, lektor við Háskóla Is-
lands, telur þetta ekld breyta
nokkxu um stöðu hans hér — það
sé af og ffá. Hann telur heldur
ekld að Ólafúr eigi mikinn séns
þarna úti. „Dómurinn sem var
skrifaður um hann í Times var
ekld jákvæður, eiginlega frekar
neilcvæður — kurteislega orðaður
og á svipuðum nótum og hefur
MATTHÍAS VIÐAR
SÆMUNDSSON
birst hér. Ólafur Ragnarsson hjá
Vöku-Helgafelli á hrós skilið fýrir
ffábæra markaðssetningu, en
þetta er hálfgert sjónarspil. Þarna
er verið að „hæpa“ ákveðinn hlut
upp en bóJcmenntamat ræðst eldd
af auglýsingum.“ Matthías telur
Ólaf Jóhann ekki hafa sannað sig
á sínu sviði eins og t.d. Sykurmol-
arnir á sínu. „Það má vel vera að
hann eigi eftir að skrifa góð bók-
menntaverk en hann hefur ekki
gert það ennþá.“ Varðandi fýrir-
sögn Morgunblaðsins segir Matt-
hías að í sjálfú sér komi allt á óvart
þannig séð.
Engar kúpur hjá New York
Times
Það kveður við talsvert annan
tón hjá Ólafi Ragnarssyni hjá
Vöku-Helgafelli, sem telur ekki
nokkurn vafa leika á að Ólafur Jó-
hann eigi talsverða möguleika á
Ameríkumarkaði. Hann segir
dómana í New York Times mjög
jákvæða og fleiri dómar, eins og í
Chicago Tribune, séu mjög lof-
samlegir. „Viðtökumar eru ein-
ÓLAFUR RAGNARSSON
staklega jákvæðar og athygli fjöl-
miðlanna hefur beinst mjög að
honum nú þegar.“ Það er dóttur-
fýrirtæki Random House, eins
stærsta forlags í Bandaríkjunum,
sem gefúr bókina út og Ólafur
segir það fara í kynningu af mikilli
alvöm. Um stöðu Ólafs Jóhanns
hér á landi segir Ólafur að það sé
gamla sagan með að enginn sé
spámaður í sínu föðurlandi.
„Hann hefur notið meiri vinsælda
meðal íslenskra lesenda en flestir
höfúndar seinni ára. Fyrirgefning
s>Tidanna seldist í rúmlega þrettán
þúsund eintökum. Viðtökur les-
enda skipta meira máli en um-
sagnir örfárra gagnrýnenda. Auð-
vitað hafa verið örfáir nöldur-
dómar og einhverra hluta vegna
hafa ákveðnir aðilar talið hann
eiga skilið allmargar hauskúpur.
En það kemur í Ijós þegar upp er
staðið hverjir hafa rétt fýrir sér í
þvi. Erlendis eru menn að meta
þetta verk án tillits til þess hver
maðurinn er sem skrifar bókina.
Ég er hræddur um að sumir hafi
látið velgengni Ólafs Jóhanns hafa
áhrif á afstöðu sína. Eh'tan hér er
svo lítil og mér sýnist að margir
sem ekld þorðu að hæla honum
séu að snúast og verða svolítið
hrifúir af honum. En það tekur
sjálfsagt nokkur ár fýrir ýmsa að
kyngja því ef vel gengur. Það er að
minnsta kosti ljóst að New York
Times hefur ekki talið hann
rnargra hauskúpna höfund.
Spurningin er hvort mælikvarðar
sumra íslenskra gagnrýnenda séu
sér-íslenskir eða hvort þeir eru á
alþjóðlegum mælikvarða, þar sem
engir flokkadrættir ráða ferðinni.“
Jakob Bjarnar Grétarsson
Til heiðurs D j onní
HBBHBBH^^HBt
1 M Y N D L I S T
ARIMASOIM
Samsýning 24 lista-
manna á IMýlista-
safninu
í stuttu máli: Magnaður hópur
listamanna með vel heppnaða
sýningu til heiðurs Jóni Gunnari.
Núna um helgina verður
opnuð yfirlitssýning á verk-
um Jóns Gunnars Árna-
sonar í Listasafni íslands, en Jón
Gunnar lést árið 1989, 58 ára að
aldri. f tilefni af yfirlitssýningunni
hafa vinir hans, kollegar og læri-
sveinar efnt til listamannamóts í
Nýlistasafúinu og leggja til verk á
samsýningu. Hér eru margir mætir
listamenn samankomnir. Má þar
nefha Rúrí, Magnús Pálsson,
Magnús Tómasson og Tryggva Ól-
afsson. Að ekld sé minnst á aðra
samferðamenn Jóns Gunnars eins
og þá Kristján og Sigurð Guð-
mundssyni, Hrein Friðfinnsson og
Jóhann Eyfells. Það er sérstaklega
ánægjulegt að sjá að hér í þessum
hópi eru samankomnir nokkrir af
„lærisveinum“ Jóns Gunnars, sem
numu hjá honum og unnu sem
aðstoðarmenn hans um lengri eða
skemmri tíma, þeir Kristinn E.
Hrafússon, Daníel Þ. Magnússon,
fvar Valgarðsson og Ólafúr S.
Gíslason. Alls eiga tuttugu og fjórir
listamenn verk á sýningunni.
Vel hefúr tekist til með þessa
sýningu og mjög spennandi hópur
listamanna er hér samankominn.
Það er afar heppflegt að geta haft
þessa sýningu til hliðsjónar þegar
yfirlitssýningin er skoðuð, því það
dýpkar verulega tilfinningu manns
fýrir verkum höfundar að sjá þau í
samhengi við það listræna um-
hverfi sem hann lifði og hrærðist í.
Hér þarf ekki endilega að leita að
því sem er líkt með verkum Jóns
Gunnars og annarra listamanna.
Það getur verið jafn upplýsandi að
sjá hvað Jón Gunnar hefur gert og
aðrir listamenn í kringum hann
hafa ekki gert, og öfugt, hvað þeir
hafa gert en Jón Gunnar látið
ógert.
Þegar reynt er að staðsetja lista-
menn í listsögulegu samhengi þá er
gjarnan talað um „áhrif‘, að þessi
listamaður hafi orðið fýrir áhrifum
ffá þessu eða hinu og að hann hafi
haft áhrif á þennan eða hinn lista-
manninn. Þá sér maður yfirleitt
fýrir sér einhvern þolanda, þann
sem verður fýrir áhrifunum, og
jafúvel einhvern geranda, þann
sem beitir áhrifum sínum. List-
fræðingar leiða gjarnan líkur að því
að slík áhrif hafi átt sér stað þegar
þeir finna einhvern svip með verk-
um tveggja, eða fleiri, listamanna.
En þessu er yfirleitt ekki þannig
farið, nema þegar um er að ræða
óþroskaðan eða óstöðuglyndan
listamann. Einn listamaður getur
t.d. haft mikil áhrif á annan án þess
að þess sjái stað í verkum þeirra og
listamenn geta verið að vinna að
svipuðum hlutum á gjörólíkum
forsendum. „Áhrif' er því ákaflega
óljóst hugtak og þar sem þessi sýn-
ing er annars vegar þá liggur ekki í
augum uppi hvers konar áhrif Jón
Gunnar hefur haft á kollega sína.
Enda er það svo að listamenn eru
ekki einberir þolendur, þvert á
móti eru þeir vandfýsnir á hvers
konar „áhrifum“ þeir hleypa inn á
sig. Það sem skiptir mestu er oft
óáþreifanlegt og gleymist fljótt, t.d.
sá andi sem skapast í hópi lista-
manna, þær umræður sem þar fara
ffam, það mat sem viðgengst á
samtíðinni. Listamenn finna
hvatningu hver hjá öðrum, eða
andúð, læra af mistökum hinna,
reyna að skera sig úr hópnum og
„Maður finnurfyrir því á sýningunni að það er
ekki síst félagsskapur Jóns Gunnars og andleg in-
spírasjón sem hefur sett mark sitt á samskipti
þeirra við hann. “
þannig mætti
áffam telja. Þessi
persónulegu at-
riði eru kannski
ofarlega í hugum
listamannanna
sem taka þátt í
sýningunni, en
eru öðrum hul-
in. Slíkar teng-
ingar milli lista-
manna er erfið-
ara að rekja en
formrænar sam-
líkingar, en mað-
ur finnur fýrir
því á sýningunni
að það er ekki
síst félagsskapur
Jóns Gunnars og
andleg inspíra-
sjón sem hefur
sett mark sitt á
samskipti þeirra
við hann.
Það er athyglis-
vert að bera verk
yngri listamanna,
sem nefhdir voru
hér að ofan,
!>eirra Daníels, Kristins, Ólafs og
vars, saman við verk lærimeistar-
ans. Verk þeirra eru talsvert ólík
verkum Jóns Gunnars. Þeir eru
jarðbundnari listamenn, harðir
naglar, sem eru ekkert að gefa sig á
vald lausbeisluðu ímyndunarafli.
Það er t.d. hvergi að finna yfirskil-
vitlegt, kosmískt hugmyndaflug,
eins og maður finnur fýrir hjá Jóni
Gunnari. Mig grunar þó að þeir
finni sjálfir allir fyrir sterkum
tengslum við Jón Gunnar sem
listamann, sem kemur kannski
ffam í því hvernig þeir vanda valið
á þeim efnum sem þeir nota og
huga vel að öllum smáatriðum.
Hér er ekki um að ræða handverk í
hefðbundnum skilningi heldur
nokkurs konar verklega íhugun. En
það verður auðveldara að velta
slíkum hlutum fýrir sér þegar mað-
ur hefur samanburðinn fyrir aug-
unum.
En hvað sem tengslum þessa
hóps við Jón Gunnar líður þá er
hér samankomin mögnuð sam-
kunda listamanna, sem gerir sýn-
inguna spennandi og áhugaverða,
enda er góður andi í sölunum og
kamaraderí.
4B PRESSAN FIMMTUDAGURINN 17. MARS 1994