Pressan - 09.06.1994, Blaðsíða 6

Pressan - 09.06.1994, Blaðsíða 6
Ferskir nindar a innihaldsrýrt fijálslyndi? Tíðarandinn endurspeglast óneitanlega i pólitíkinni. í kjölfar nýafstaðinna borgarstjórnarkosninga verður mönnum tiðrætt um ungu pólitísku kynslóðina, endan- legt fall uppans, um hippann og kvenfyrirmyndina. Deildar meiningar eru hins vegar um innihald þessarar kynslóðar. Unga fólkið svarar sjálft fyrir sig. Fyrirmyndin Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borgarstjóri BRYNHILDUR ÞÓRARINS- DÓTTIR „Ungt fólk er bjartsýnna, til- búið að leggja eitthvað á sig og hafa fyrir hlutunum. Það finnur að það getur gert hlutina." Þótt það kunni að láta heldur undarlega í eyrum töldu margir sig greina undanfara þess er koma skyldi í íslenskum stjórnmálum síðastliðið sumar þegar Jónas Fr. Jónsson varð undir í baráttunni við Guðlaug Þór Þórðarson um for- mannsstólinn í ungliðahreyfingu Sjálfstæðisflokksins. I kjölfar úrslit- anna var á hvers manns vörum að nú hefði jakkafatagengið — frjáls- hyggjuupparnir svokölluðu — loks orðið að láta í minni pokann fyrir hinum dæmigerða íslenska sveita- dreng. Er því haldið fram að Sjálf- stæðisflokkurinn endurspegli jafht upphaf sem endi uppatímabilsins. Upphaf uppatímabilsins á Islandi er gjarnan rakið til formannskjörs- ins 1983, þegar „ungu mennirnir" tóku við flokknum; Þorsteinn Páls- son var kjörinn formaður Sjálf- stæðisflokksins með Friðrik Sop- husson sér við hlið. Hægrisveiflan — en uppinn er gjarnan tengdur hægri ásnum — stigmagnaðist árið 1991 er Davíð Oddsson bauð sig ffarn gegn Þorsteini og sá fyrr- nefndi lagði þann síðarnefnda að velli sem ffægt er orðið. Mikið vatn er runnið til sjávar í íslenskum stjórnmálum síðan þá. Og nú situr eins og allir vita Davíð Oddsson í völtu hásæti íslenskra stjórnmála. Ekki þarf svo að fara mörgum orðum um nýjustu atburðina í stjórnmálalífinu; hinar nýafstöðnu borgarstjórnarkosningar, hvorki úrslit þeirra né aðdraganda. Margir halda því ffam að hafi einhverjar leifar af uppamenningunni setið eftir fastar hafi þeim endanlega ver- ið skolað út í borgarstjórnarkosn- ingunum. Kynslóðaskiptin urðu enda alger á báða bóga og mjúku málin aldrei þessu vant hörðustu baráttumál beggja flokka. Burtséð ffá persónufylgi unga leiðtogans Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur, sem á endanum færði R- listanum sigur, fylgdi henni, sem og Árna reyndar einnig, enn yngra fólk; unga kynslóðin sem látið er í veðri vaka að úrslitin hafi oltið á. „Vinstra" megin er ekki síst horff til sigra Röskvusamkrullsins hvað eftir annað í Háskóla íslands. Þeir sem hvað sterkast taka til orða segja að þar sé í raun að finna grunn R- lista-samstarfs unga fólksins. „Ungt R-listafólk kom bylgjunni af stað,“ fullyrðir Ingvar Sverrisson, vara- borgarfulltrúi R-Iistans. „Þetta hlóð utan á sig þannig að formenn flokkanna fengu í rauninni ekkert að gert. Þeir urðu bara að fýlgja með eða verða eftir. Þessa bylgju á ekki effir að lægja, enda eru að verða kynslóðaskipti í íslenskum stjórnmálum." En hver er þessi unga kynslóð sem talin er svona áhrifamikil og pólitísk? Báðir flokksarmar svör- uðu fyrir sig en þó í réttu hlutfalii við óflokksbundna. Hippafrelsi með ábyrgð Margt í sigri Reykjavíkurlistans hefúr verið rakið til vinda hippa- menningarinnar sem blásið hafa um ísland ekki síður en umheim- inn undanfarin misseri, en hippa- menningin felur einmitt í sér spark í lífsgæðakapphlaupið. Ef horff er úr ákveðinni fjarlægð til sumarsins má eflaust túlka aðstæður svo að endurkoma hippamenningarinnar nái einmitt hápunkti með sumar- sýningum á söngleiknum Hárinu. Allt hljómar þetta fremur kunnug- lega, ekki síst þar sem borgarstjór- inn sjálfúr, Ingibjörg Sólrún, tilheyrði hippakynslóðinni og tók sjálf þátt í uppfærslu Hársins á sínum tíma. Nú velta margir fyrir sér hvort frelsishugsjónir hippans hafi end- anlega fest sig í sessi hjá ungu kyn- slóðinni? Magnús Árni Magnús- son, formaður Sambands ungra jafnaðarmanna, sér engin augljós teikn þess á Ioffi. „Við erum ólík hippakynslóðinni að því leyti að GRÍMUR ATLASON „Þar sem ungt fólk hefur alltaf talist uppreisnargjarnara en það eldra býður maður ekki í þetta sama fólk þegar það fer að eldast og mildast enn meir.“ við berum ekki allar heimsins áhyggjur á herð- unum.“ Brynhildi Þórarinsdóttur, fram- kvæmdastjóra Stúdentaráðs Há- skóla íslands, finnst líka nokkuð ólíku saman að jafna. „Hipparnir eru ólíkir að því leytinu að þeir boðuðu frelsi í einu og öllu, það bara gengur ekki á okkar tímum.“ Flestir viðmælenda PRESSUNN- AR greindu þó einhverja hippa- strauma. Enda þarf jú ekki annað en að horfa á ungt fólk til þess að sjá hvað er trendið, þótt pönki og fleiru til sé grautað saman við. Út- litið segir þó vart allt um innihald- ið. Niðurstaðan varð því nokkurn veginn sú að margt hefði verið meðtekið úr gömlu hippamenn- ingunni en alls ekki allt. Til að mynda fylgdi nú frelsishugsjón hippanna ábyrgð. Hið taumlausa hippafrelsi ’68-kynslóðarinnar virðist því aðeins í litlum mæli koma nærri nútímanum. Þess má geta að innan hins upprunalega uppakúltúrs ríkti megn andúð á kynlífsfrelsi hippanna. Uppreisn eða yfirborð? En hvað með aukinn áhuga ungs fólks á pólitík, á sú fullyrðing við einhver rök að styðjast? Samanborið við ’68-kynslóðina telur Steinunn V. Óskarsdóttir, ný- bakaður borgarfulltrúi R-listans, að í dag ríki meiri áhugi ungs fólks á pólitík þótt vissulega hafi ’68-kyn- slóðin verið opin og haft áhuga á mörgu. Undir þetta tekur Bryn- hildur, en hún finnur fyrir miklu jákvæðari straumum til stjórnmála nú en áður. „Ungt fólk er bjart- sýnna, tilbúið að leggja eitthvað á sig og hafa fyrir hlutunum. Það finnur að það getur gert hlutina," segir hún og rekur þessa nýju von eins og svo margir aðrir til dauða tittnefndar uppakynslóðar. Á öndverðum meiði er hins veg- ar Þorsteinn Sigurlaugsson, yfir- maður Einkaklúbbsins og dyggur stuðningsmaður og vinur Guð- laugs Þórs Þórðarsonar, formanns SUS. „Stjórnmálin eru meira kom- 6B PRESSAN FIMMTUDAGURINN 9. JÚNÍ 1994

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.