Pressan - 09.06.1994, Blaðsíða 4

Pressan - 09.06.1994, Blaðsíða 4
heífðef jkytíc*. h\S€!r$ /',jJvjylamnS O-^ SPtí/A Jtnlchu/ji/ryi Sátím CCSiTM^ 4B PRESSAN FIMMTUDAGURINN 9. JÚNÍ 1994 Kjartan Arnórsson - Kjarnó - hefur hingað til látið sér nægja að teikna myndasögur fyrir börn. Nú hefur hann haslað sér blautlegri og ofbeldisfyllri völl - auðvitað í Ameríku. Almennileg til áð ast um líkamann á að hrísl- Fáir íslendingar hafa fengist við teiknimyndagerð og jafnvel höfða- talan gerir hlut okkar ekki meiri. Sé talað um íslenskar teiknimynda- sögur detta manni helst í hug Hall- dór Pétursson, Sigmund og Gísli Ástþórsson, og útgáfa Gisp-hóps- ins hefiir á síðustu árum verið ágætis innlegg. Einn er þó sá mað- ur sem lítið annað hefur aðhafst um dagana en að teikna skrípó. Þetta er auðvitað Kjartan Amórs- son, Kjarnó, eða Kamo, eins og hann hefur kallað sig. Hér á landi er hann kunnur fyrir sögumar um Pétur og vélmennið, Kaftein ísland og Könnuðinn, sem sést hafa í blöðum og í sjónvarpi. Þetta em sögur fyrir böm og unglinga. Kjartan á sér „dekkri“ hliðar og er að hasla sér völl í heimi fullorðins- teiknimyndanna með blautlegum og ofbeldisfullum teiknimyndasög- um. Hér segir Kjartan frá sjálfum sér, heimi teiknimyndanna, við- brögðum lesenda og fleiru. „Teiknimyndaáhuginn kviknaði þegar ég var oggu pínku lítill. Ég fékk pappír og tréblýanta og sat og teiknaði. Ég vissi auðvitað ekki að ég var að æfa mig í því að verða ekta listamaður, fattaði það ekki fyrr en dagblöð og sjónvarp vom farin að kaupa af mér teikningar — heyrðu, það er hægt að græða á þessu! Ég get orðið teiknarí og fengið borgað fyrir að skemmta mér!“ Kjartan talar í upphrópunar- merkjum. Hann er kannski orðinn fullinnviklaður í tjáningarform teiknimyndanna. Ég spyr hann hvort það hafi gengið að lifa á þessu. „Jaa, ég er ekki orðinn ríkur ennþá, sem er óskiljanlegt, en mér hefur tekist að lifa á þessu meira eða minna. Ég fór í listnám í Bandaríkjunum ’84 og hef húkt þar nokkum vegjnn síðustu tfu ár- in og er rétt núna að koma tánum inn á markaðinn. Ég kom þó hing- að í ár til að kanna Evrópumarkað- inn. Ég komst nýiega á teikni- myndaráðstefhu í Danmörku — var víst eini íslenski teiknarinn sem þeir höfðu heyrt af — en mér gafst ekki nægur tími til að kanna alla útgefenduma og möguleikana þar. „Einhvem tímann kem ég aftur með peninga!“ sagði ég þegar ég kom heim.“ Húmor er langlífasta ánægj- an Fyrir utan teiknimyndagerð skrimtir Kjartan af allra handa list- ffamleiðslu. Hann teiknar auglýs- ingar, gerir myndskreytingar fyrir blöð og tímarit og mótar smástytt- ur eftir pöntun. Eftir fjögurra ára nám í Boston hélt hann með teikniblokkina til Tucson í Ariz- nokkum veginn sama sagan var endurtekin mörg þúsund sinnum: Vöðvastælt hetja hittir ljótan ofur- bófa, þeir lemja hvor annan, hetjan vinnur, endurtekið eftir þörfum — og maður þurfti að leita logandi ljósi að einhveiju öðm. Núna er komin gróska í þetta, það er kom- inn húmor, það er komið klám: allt frá laufléttri erótík yfir í krassandi efni. Það em komnar allskonar æv- intýrasögur, ástarsögur og sálfræði- legir tryilar þar sem kafað er í sálar- líf mannsins. Þú hefur semsagt um margt að velja, það er gróska í þessu og jafhvel pláss fyrir furðu- fugla eins og mig.“ Nú ert þú í mörgu í einu; teikni- myndum, myndskreytingum, smá- styttugerð ogjafnvel málun. Langar þig ekki til að einbeita þér að ein- hverju? „Éins og stendur eiga myndasög- ur hug minn mestallan því mér finnst gaman að segja sögur. AJ- mennileg saga á að fá vessana til að hríslast um líkamann og til þess er myndasagan mjög vel fallin því hún getur slegið mann í augað með aílskyns ímyndum og það er ekki nærri því jafndýrt að búa hana til og kvikmynd." Sumt af efninu þínu er dálítið of- beldiskennt og klámfengið... „Jú jú jú, mér leiðist öll vella, þannig að ef saga hefur ekld góða ona, sem varð bældstöð hans til margra ára. „Tucson er allt annar heimur. Þar er þurrt, þar er heitt, þar eru stórar herbældstöðvar og mildð af hermönnum. Þar eru kábójar og indíánar og þónolckur slatti af gömlum mafiósum á eftirlaunum. Andrúmsloffið í Tucson er gott fyrir heilsuna og jafnvel gamalt fólk sem er ekki mafiósar kemur þang- hingað. Núna fyrst þegar ég er far- inn frá Bandaríkjunum er að kom- ast gangur á mál mín þar. Ég er að komast inn í fleiri hasarblöð og það er gaur sem ædar að koma mér inn í tölvuteiknimyndagerð — „Computer animation" — hann leggur til tæknibúnaðinn og ég á að leggja til hæfileikana. Þetta er því allt á uppleið. Það sem ég ætía að gera það sem eftir er íslandsdvalar- að í hreina þurra loftið. Þarna lenti ég í hópi með öðrum teiknurum, enginn okkar var ríkur en við höfðum allir áhuga á dýrakarakter- um og skotvopnum. Ég keypti mér smávopnabúr til að fólk héldi ekki að ég væri afbrigðilegur. Ég lifði á að teikna í nokkur ár en fannst ég vera orðinn fastur í sömu rásinni þannig að ég reif mig upp og kom innar er að leita mér að verkefnum til að fjármagna ferðina." Ég spyr Kjartan hvað sé það heit- asta í teiknimyndabransanum vestra. „Það gleður mig að segja að það er ekkert eitt,“ svarar hann. „Það er affur að koma almennilegt líf í teiknimyndabransann. Á tímabili tröllriðu ofurhetjumar öllu — brandara, skotbardaga eða uppá- ferðir þá nenni ég einfaldlega ekki að lesa hana.“ Gœti Freud fundið samhengi á tnilli þessara sagna ogþín? „Sjálfsagt myndi hann segja: „Þessum manni hlýtur að leiðast fyrst hann eyðir tíma sínum í að búa til svona ýkjukennt efhi.“ Mér finnst gott að hafa mikla fjöl- breytni. Einn daginn er ég að gera sætt efni fyrir börn sem heillar for- eldrana upp úr skónum og hinn daginn er ég að teikna íkoma sem gengur um með loðið skott og 44 Magnum og skýtur allt sem hreyf- ist — þetta fer allt effir því í hvern- ig skapi maður er, eða fýrir hvað kúnninn borgar. Ég hef gert dót sem mér hefði aldrei dottið í hug að ég ætti eftir að gera. Það er viss spenna í að vera leiguteiknari, sér- staklega í Bandaríkjunum. Þótt tekjurnar séu mjög óömggar — stundum er maður ríkur og stund- um þarf maður að veiða gæludýr nágrannans til að hafa eitthvað að éta — þá er fjölbreytnin mikil og alltaf forvitnilegt að vita hvað næsta pervert dettur í hug að láta mann teikna." Hvað er það einkennilegasta sem þú hefurgert? „Það hef ég sjálfsagt afmáð úr minni ntínu nteð skömm. Það sem mér finnst skemmtilegast að gera em verkefni með húntor í og ég lauma smáhúmor í næstum því allt sem ég geri. Það er langlífasta ánægjan. Þegar ég er orðinn gamall og blindur og getulaus mun ég enn geta hlegið að góðum brandara.“ „The Porno Babies" Við tölum um teiknimyndir og Kjartan segir að stíll sinn sé sprott- inn upp úr því að hafa stolið nógu mörgu þar til allt sauð saman. Hann vitnar í Picasso sem sagði að amatörinn fengi lánað en fagmað- urinn stæli. Mér leikur forvitni á að vita hvað Kjartan er kominn langt á ffamabrautinni og spyr hvort hann eigi marga aðdáendur. „Þeir einu skipulögðu em í „The Pomo Babies Fan Club“. Mér þótti afskaplega leiðinlegir teiknimynda- þættir sem tóku ráðsettar teikni- myndafigúmr og gerðu smábama- útgáfur af þeim: Muppet-babies, Wamer-babies og Tom and Jerry- babies — nafnið eitt fær mig til að æla — svo ég gerði grínútgáfu af þessu sem ég kalla Pomo babies. Þau em lítil, sæt og stóreygð og em í litlum sætum sögum nema hvað allt er uppfullt af kynlífi. Vegna þess að þetta er svo lítið og sætt og snautt af ofbeldi þá féll fólki við þetta og nú er til lítill aðdáenda- klúbbur sem ég legg til efhi.“ Pomo babies er þá það vinsœlasta sem þú hefur komið nálœgt? „Já, maður roðnar hálfþartinn við að viðurkenna það, því þetta átti að vera einnota brandari. Ég man að á einni teiknimyndasam- kundunni kom til mín þessi litla dama, sem leit út eins og uppá- haldsamman, vel tilhöfð eldri kona. Hún tjáði mér að sér fyndist Pomo babies svo afskaplega milcil krútt og keypti af mér heilt sett sem mér fannst auðvitað frábært því ég hélt að hún væri komin til að hneykslast yfir mér. Þeir sögðu samleigjendur mínir að ég hefði spillt þeim því þeir fóm að fást við klámteikningar eftir að þeir sáu mig gera það vita áhyggjulaust." Þú tekur undirþað? „Já, mér finnst það heilög skylda hvers listamanns að spilla saklaus- um sálum æskunnar.“ Gunnar H

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.